Dagur - 27.02.1993, Page 5

Dagur - 27.02.1993, Page 5
Fréttir Mj ólkurframleiðslan: Búast má víð erlendri samkeppní á næstu árum - verður að bregðast við því með aukinni hagræðingu á öllum stigum, var álit forsvarsmanna í mjólkuriðnaði á fundi landbúnaðarráðherra á Akureyri Mjólkurframleiðslan í landinu verður að búa sig undir aukna samkeppni. Er það niðurstaða forráðamanna í mjólkuriðnaði er kom fram á fundi sem Hall- dór Blöndal, landbúnaðarráð- herra efndi til á Akureyri á miðvikudag. I máli fram- sögumanna á fundinum kom fram að vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og einnig er þeir samningar um viðskipti með landbúnaðar- afurðir, sem unnið er að innan GATT-samtakanna verða að veruleika opnist fyrir innflutn- ing á tilteknum landbúnaðar- vörum hingað til lands. Á meðal þeirra séu sýrðar mjólk- urvörur og því verði bæði mjólkurframleiðendur og vinnslustöðvar að laga sig að nýjum markaðsaðstæðum á næstu árum. „Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið opnast fyrir innflutning á sýrðum mjólk- urafurðum. Þarna er um fjöl- breyttan vöruflokk að ræða sem ekki er allur þekktur hér á landi. Jógúrt er líklega þekktustu þeirra vara á meðal okkar. Með tilliti til þessarar þróunar verður mjólk- uriðnaðurinn að skynja það sem í vændum er og taka ákvörðun um hvort eigi að berjast á markaðn- um eða taka pokann sinn og hverfa af vettvangi.“ Þetta voru upphafsorð Óskars H. Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Osta- og smjörsölunnar, á fundi land- búnaðarráherra, en Óskar fjall- aði þar einkum um áhrif innflutn- ings mjólkurafurða á framleiðslu þeirra hér á landi. Skandinavar framleiða undir frönskum vörumerkjum Óskar sagði að nú væri brugðist við þessari þróun í Skandinavíu. í Svíþjóð og Finnlandi hafi verið gerðir samningar við franskan framleiðanda um að framleiða undir merkjum hans og einnig hafi Danir gert samninga við franskan aðila með útflutning á dönskum afurðum fyrir augum. Með þessum hætti geti fram- leiðsla þessara landa fengið nokkurt forskot en vandi okkar sé aftur á móti sá hversu markað- urinn er lítill. Þar sem sjö til átta milljóna þjóðir teljist lítill mark- aður þegar um framleiðslu á mjólkurvörum í Evrópu er að ræða hvað megi þá segja um 250 þúsund manna þjóð. Munum eiga í höggi við erfíða keppinauta Óskar H. Gunnarsson sagði að vitað væri að framleiðendur mjólkurafurða í Evrópu, einkum í Danmörku og Hollandi og einnig í Þýskalandi að einhverju leyti hefðu mikinn áhuga á að komast inn á Skandinavíumark- aðinn vegna umframframleiðslu í eigin löndum. Því yrðum við að spyrja okkur þeirrar spurningar á hvern hátt við komum til með að geta staðist þessa samkeppni. Hann benti á að við ættum í höggi við erfiða keppinauta. Stórir markaðir, mikið vöruúrval og hagkvæm framleiðslutilhögun séu einkennandi fyrir mjólkur- iðnað í Evrópu auk þess sem í mörgum tilfellum sé um að ræða fyrirtæki er afskrifað hafi tækja- búnað sinn alveg eða að mestu leyti. Fjarlægðarverndin ekki traust Óskar sagði einnig að gera verði ráð fyrir að erlend fyrirtæki kunni að sjá sér hag í að koma hér upp litlum dreifingarstöðvum og benti jafnframt á að fjarlægð- arverndin væri ekki eins traust og margir teldu. Umræddar vörur hefðu nokkurt geymsluþol og siglingar milli landa tækju aðeins nokkra daga þannig að lítill vandi væri að koma tiltölulega nýjum vörum á markað hér á landi. Óskar sagði að bændur og mjólk- uriðnaðurinn yrðu að standa saman um þau atriði er væru grundvöllur þess að geta barist á mjólkurvörumarkaðnum þegar opnað yrði fyrir innflutning. Annars vegar þyrfti að standa vörð um vörugæði en hinsvegar að tryggja að við stæðumst verð- samkeppnina. Því verði að bjóða bæði fjölbreytt og gott vöruúrval og einnig að ná verðinu niður. Launakostnaður stærsti kostnaðarliðurinn í máli Vilhelms Andersens, fjár- málastjóra Mjólkursamsölunnar, kom fram að launakostnaður væri stærsti rekstrarliður mjólk- urvinnslunnar í landinu eða 25,4%. Umbúðakostnaður væri 17,6%. Kostnaður vegna afurða væri 12,5% og kostnaður vegna sölu- og skrifstofuhalds væri 10,2% og inni þeirri tölu væri nokkur launakostnaður til við- bótar 25,4% kostnaðartölunni. Kostnaður vegna vörunotkunar væri 7,6% og flutningskostnaður 5,6%. Aðrir kostnaðarliðir vega minna í heildarrekstrarkostnaði mjólkurvinnslunnar. Vilhelm Andersen sagði að frá desember 1989 tii mars 1992 hefði hagræð- ingarkrafa mjólkuriðnaðarins numið 108 milljónum króna en frá árinu 1992 til 1994 væri gerð krafa um 50 milljóna króna hag- ræðingu á ári. Þrátt fyrir þessar kröfur þyrfti mjólkuriðnaðurinn að vera enn strangari við sig hvað hagræðingu á þessu tímabili varðar. Þarf einnig að taka tillit til hagkvæmni smæðarinnar Páll Svavarson, mjólkurbússtjóri á Blönduósi, fjallaði um samstarf og sameiningu mjólkurbúa frá sjónarhóli minni afurðastöðv- anna. Hann sagði meðal annars að umframafkastageta í mjólkur- vinnslu væri teygjanlegt hugtak og mun minni en gjarnan væri haldið fram. Hann sagði að svo virtist sem ekki væri mikill vilji til að sameina mjólkursamlög og einnig yrði að gæta þess að þótt svo virtist sem fá störf legðust af ef tiltekin mjólkurbú yrðu lögð niður gæti hlutfallið orðið nokk- uð stórt ef miðað væri við vinnu- markaðinn á viðkomandi stöðum. Hann sagði að nú ynnu 10 manns við mjólkurvinnslu á Hvammstanga og 12 á Blöndu- ósi. Ef annað hvort búið yrði lagt niður jafngilti það því að allt að fimmfaldur fjöldi starfsmanna Mjólkursamsölunnar í Reykjavík missti atvinnu sína þegar miðað væri við stærð vinnumarkaðarins á viðkomandi stöðum. Páll sagði að hagkvæmni smæðarinnar gilti líka í mjólkurvinnslunni og kæmu mörg minni mjólkurbúin síst verr út en hin stærri þegar rekstrarafkoma þeirra væri athuguð. ÞI Laugardagur 27. febrúar 1993 - DAGUR - 5 DehhrimSr KUtm Akureyrardeild Fundur 2. mars á Hótel KEA kl. 20.00. Ólafsfjarðardeild Fundur 3. mars á Hótel Ólafsfirði kl. 20.30. Árskógsdeildl Amamesdeild Fundur 6. mars í Freyjulundi kl. 14.00. Stmndardeild Fundur 8. mars í Ráðhúsinu kl. 14.00. Höfðhverfingadeild Fundur 8. mars í Gamla skólanum kl. 20.30. Fnjóskdæiadeiid Fundur 10. mars á lllugastöðum kl. 14.00. Ónguisst.dJHrafna- gilsd.JSaurbæjard. Fundur 10. mars í Freyvangi kl. 20.30. Svarfdæladeild Fundur 11. mars í Þinghúsinu á Grund kl. 13.00. DaMkurdeild Fundur 11. mars í Víkurröst kl. 20.00. Siglufjarðardeild Fundur 13. mars í slysavarnafélagshúsinu Þormóðs- búð kl. 14.00. Grímseyjardeild Fundur 13. mars í félagsheimilinu kl. 17.00. Hríseyjardeild Fundur 15. mars í kaffistofu frystihússins kl. 20.00. ÖxndæladJ Glæsib.dJSkriðud. Fundur 16. mars á Engimýri kl. 13.30. Fétagsmenn eru hvatfir tii að f/öimenna á deiidarfundina. Kaupfélag Eyfirðinga

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.