Dagur - 27.02.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 27.02.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 27. febrúar 1993 U Aldur er afstætt hugtak, eftir því um hvað er að ræða og við hvað er miðað. Fyrir réttum 75 árum hóf Dagur göngu sína undir ritstjórn Ingimars Eydal. Hvort sem í hlut eiga einstaklingar, félög eða stofnanir þykir 75 ára afmæli merkileg tímamót. Þegar ég sem blaðamaður fletti í gegnum gamla árganga Dags, sem var undirbúningsvinna vegna afmælisblaðs, kom margt skemmtilegt og fræð- andi í Ijós. Staðreyndin er, að í hversdagslífi hvers og eins gerist á hverjum degi eitt- hvað, sem vert væri að muna. í þá veru voru hugrenningar mínar, þegar ég gekk fyrir Kaupfélagshornið á leið minni upp í Gilsbakkaveg til að taka helgarviðtal við Þyrí Eydal, tónlistarkennara, dóttur fyrsta ritstjóra Dags, en hún er 75 ára sem blaðið. „Ég er fædd á Akureyri að Hafnarstræti 91 í húsi sem stóð þar sem skrifstofubygging Kaupfélags Eyfirðinga stendur nú. Foreldr- ar mínir voru Ingimar Eydal, kennari og fyrsti ritstjóri Dags, og Guðfinna Jónsdótt- ir. Pabbi var Eyfirðingur í báðar ættir. Hann fæddist að Stekkjarflötum, en mamma var af Fljótsdalshéraði. Ungur flutti pabbi til Akureyrar og bjó þar alla tíð. Við systkinin vorum fimm og ég er næstyngst. Hörður var elstur, þá kom Hlíf, síðan Brynjar og Birgir yngstur.“ Píanóið átti hug minn allan „Pabbi byggði okkur hús að Gilsbakkavegi 5 og þar var skrifstofa Dags allan þann tíma sem hann gegndi ritstjórastarfinu. Ég man glöggt eftir Gísla Konráðssyni, síðar fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa hf., sem sendli í prentsmiðjunni, er hann kom upp í Gilsbakkaveg með prófarkir og annað er viðkom blaðinu. Já, Gísli stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum klædd- ur matrósafötum við skrifpúltið á kontórn- um hjá pabba. Fyrsta beina útsending útvarpsins frá Akureyri var tekin upp á kontórnum góða í Gilsbakkaveginum. Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri, og pabbi voru miklir vinir og pabbi sagði mér að Jónas hefði valið kontór- inn sem upptökustað vegna hljómburðarins. Allir veggir voru þaktir bókum, sem hafði góð áhrif á hljómburðinn að mati tækni- manna þeirra tíma. Ég vissi ekki af þessari upptöku og því varð mér hvert við þegar ég kom að utan inn í forstofuna og heyrði mann hrópa, „Halla, Halla," í mikilli angist inni á kontórnum. Hrópin voru Ágústar Kvarans og verið var að taka upp þátt úr leikritinu „Fjalla-Eyvindur“. Ágúst lék Eyvind og Ingibjörg Steinsdóttir Höllu, en bæði voru talin mjög góðir leikarar. Atrið- ið, sem verið var að leika, er þegar Halla hleypur út með barnið og hendir því í fossinn. Hurðum var skellt og leikararnir töfruðu fram ýmis leikhljóð og allt var þetta sent suður til útsendingar í gegnum símann, sem þótti hið mesta tækniundur. Pabbi kenndi í barnaskólanum með rit- stjórastarfinu og um tíma hafði liann með- ritstjóra sér til hjálpar. Barnaskólinn á Akureyri var til húsa inn með brekkunni fyrir sunnan Samkomuhús- ið. Síðasta veturinn minn í skólanum flutt- um við í nýja skólann uppi á brekkunni, þar sem enn er kennt. Af skólasystkinum man ég best eftir strákum tveim, er báðir hétu Sigurður. Þeir voru bestir í öllu. Sigurður Ólason og Sigurður Áskelsson hétu þeir. Sigurður Ólason varð læknir og þjónaði okkur Akureyringum til fjölda ára, en er nú hættur störfum vegna aldurs. Sigurður Áskelsson varð lögfræðingur í Reykjavík og er nú látinn. Þorvaldur Steingrímsson, fiðluleikari, var með mér í bekk sem séra Jóhann Hlíðar og ekki má ég gleyma Óskari Ósberg, Geir Andersen og Guttormi Berg. Þá voru í bekk með mér Kristín Mikaels- dóttir og Svanhildur Steinþórsdóttir, eigin- kona Kristmanns Guðmundssonar, ein af mörgum. Að afloknu barnaskólanámi fór ég í Gagnfræðaskóla Akureyrar, sem var til húsa á Oddeyrinni við Lundargötuna. Sigfús Halldórsson frá Höfnum var skólastjóri og Jóhann Frímann var meðal kennara og varð síðar skólastjóri. Báðir þessir heiðursmenn gegndu ritstjórastarfi á Degi um tíma. Iðn- skólinn var þarna einnig til húsa, á efri hæð- inni, og skólabragurinn átti vel við mig. Samhliða náminu í barnaskólanum og gagn- fræðaskólanum var ég við nám í píanóleik, sem átti hug minn allan.“ Ég fór fyrst og fremst í bíó til að hlusta á píanóleik „Pabbi og mamma léku ekki á hljóðfæri og hvorugt þeirra söng. Þannig var að systkini mín tvö lærðu að spila hjá Erlu Benedikts- son. Erla bjó sumarlangt hjá Júlíusi banka- stjóra, en kona Júlíusar var frænka Erlu. Píanó var ekki á heimili bankastjórahjón- anna og Erla fékk að æfa sig á hljóðfærið heima. Sem borgun fyrir afnotin kenndi hún Hlíf og Brynjari undirstöðuatriði píanó- galdursins. Úmrætt sumar var ég fimm ára og þegar Erla kvaddi um haustið vildi hún borga meira fyrir afnotin og æfingaaðstöð- una. Pabbi vildi ekki taka við greiðslu og því sagði hún mér að fara niður í Ryels B- deild og velja mér það leikfangið sem mér litist best á. Verslunin var í steyptum kjall- ara og gluggarnir voru það hátt uppi að ég sá aðeins það sem var fremst í glugganum. Ég valdi dúkkuhús og fór aldrei inn í versl- unina, var feimin, sem börn eru yfirleitt ekki í dag. Níu ára fór ég í spilatíma til Lovísu Frí- mannsdóttur, systur Jakobs kaupfélags- stjóra og þeirra systkina. Á þessum árum voru bíómyndirnar þöglar og Lovísa spilaði undir á sýningum. Hið sama gerðu einnig systurnar Fanney og Lára Guðmundsdætur. Það verður að segjast sem er að ég fór fyrst og fremst í bíó til að hlusta á píanóleikinn. Lovísa og systurnar gáfu okkur Akureyring- um mikið á þessum bíósýningum. Útvarpið var ekki komið til sögunnar og bæjarbúar flestir gátu ekki nálgast sígilda tónlist á ann- an hátt en í kvikmyndahúsinu. Við krakk- arnír áttuðum okkur fljótt á, að ekki var sama hver spilaði. Því var eftirvæntingin mikil þegar beðið var eftir hver gengi að píanóinu með nótnatöskuna. I mörg ár sótti ég píanótíma, en fimmtán ára gömul að afloknu gagnfræðaskólanámi fór ég til Reykjavíkur til að læra hatta- og skermasaum. Ein söngæfíng í Skjaldborg er mér minnisstæð „Frænka mömmu átti hattabúð í Reykjavík og það þótti hagnýtt að ég lærði hattasaum- inn. Um tíma föndraði ég við hattana, en svo fór að ég innritaði mig í Tónlistarskól- ann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan að loknu þriggja vetra námi. Aðalkennarinn minn var Árni Kristjánsson, bróðir Gunnars í Verslun Eyjafirði, sem var þekktur kaup- maður á Akureyri í gamla daga. Eftir að ég kom norður aftur sótti ég einkatíma hjá Árna þegar hann dvaldi á sumrum hjá bróð- urnum og fjölskyldu hans. Ég kunni aldrei vel við mig í Reykjavík, var alltaf þeirri stundu fegnust að komast norður. Ekki leiddist mér beint í höfuðstaðnum, en þegar voraði var hugurinn allur fyrir norðan. Nú hóf ég kennslu á píanó á Akureyri og kennt hef ég allar götur ^íðan. Að vísu rak ég um tíma hattabúð í félagi við Guðnýju Aradóttur sem ættuð var frá Þúfnavöllum. Hattabúðin var fyrst í Hafnastræti, í húsi Tómasar Björnssonar og síðar í Kaup- vangsstræti. Fínu frúrnar á Akureyri sóttu til okkar, en á þessum tíma báru konur hatta þegar þær fóru út, því hattatískan var allsráðandi. Já, og tilhugalífið var í algleymingi og ég gifti mig. Eiginmanninum, Birni Bessasyni frá Kýrholti í Skagafirði, hafði ég kynnst á Siglufirði í síldarvinnunni. í fjögur ár var Björn í Danmörku við nám og störf, en kom þá til Akureyrar til að ljúka stúdentsprófi. Við tókum upp þráðinn frá því á Siglufirði og rugluðum reytum okkar saman árið 1942. Fljótt hóf ég undirleik með Kantötukór Akureyrar, en Björgvin Guðmundsson var stjórnandi. Björgvin var sérstakur persónu- leiki, skapmikill og viðkvæmur. Ein söng- æfing í Skjaldborg er mér minnisstæð. Er ég mætti til æfingarinnar var Björgvin sem þrumuský. Æfingin hófst og ekki vissi ég hvað amaði að karlinum. Söngurinn var ekki sem fyrr og smátt og smátt dofnaði yfir öllu. Þá var það að Björgvin lamdi takt- stokknum í píanóið og stokkurinn fór í þús- und parta. Nú brast stíflan. Ástæðan var sú, að Robert Abraham hafði stofnað blandað- an kór á Akureyri og Kantötukórinn hafði misst góða söngkrafta yfir til Roberts. Björgvin var særður djúpu sári og nú hélt hann langa ræðu um útlendingadekur. Robert Abraham fékk það óþvegið og þannig endaði reiðilesturinn að Björgvin var hálf snöktandi og raunar fleiri í kórnum. Á þessum árum var barist um söngraddirn- ar. Kór Roberts Abrahams varð ljómandi góður, en Kantötukórinn hélt sínu striki.“ Tónlistarkennari í 45 ár „Að afloknu stúdentsprófi hóf Björn störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og starfaði lengst af sem endurskoðandi. Fyrstu hjúskaparár- in bjuggum við að Gilsbakkavegi 5, á efstu hæðinni í húsi foreldra minna. Síðan flutt- um við' út í Bjarmastíg 15 og vorum þar í sex ár. Þá seldu pabbi og mamma Gilsbakkaveg 5 og við Björn byggðum ásamt gömlu hjón- unum það hús sem ég bý nú í að Gilsbakka- vegi 7. Nú hættum við rekstri hattabúðarinnar og Guðný fluttist til Reykjavíkur ásamt Karli manni sínum, sem hafði verið prentsmiðju- stjóri hér í bæ. Ég kenndi fulla kennslu við Tónlistarskóla Akureyrar og nú er ég búin að kenna við skólann í 45 ár samfleytt, leng- ur en nokkur annar kennari. Alltaf hefur mér þótt gaman af kennslunni og nemend- urnir eru orðnir margir. Fæstir þeirra liafa náð langt á listabrautinni, að ég best veit. Jóhannes Vigfússon, prófessor í Sviss, er sá nemandinn sem ég man gleggst eftir fyrir utan frænda minn Ingimar Eydal, sem er nýlátinn langt um aldur fram. Dætur okkar Björns eru Elínborg og Þyrí Guðbjörg. Elínborg býr í Svíþjóð ásamt manni sínum og dóttur, en Þyrí býr í heima- húsum. Björn lést árið 1979, langt um aldur fram. Björn var mikill fjölskyldumaður og hafði unun af ferðalögum. Hálendisferðir áttu hug hans allan. Hann var fróður um land og þjóð og skrifaði oft greinar um hugðarefni sitt fyrir tímaritið Ferðir. Ef við víkjum aftur að tónlistinni þá hef ég leikið undir með flestum þeim kórum er hér hafa starfað. Undirleik annaðist ég fyrir Eggert Guðmundsson á kveðjukonsert stór- söngvarans og sú reynsla er mér ógleyman- leg. Eggert var einstakur. Hann var alheimsborgari og barn í hina röndina. Eggert var mjög umdeildur söngvari. Á æfingum hér heima söng Eggert mjög \tSÍ, en á konsertnum í Nýja Bíói mistókst hon- um hrapallega. Eggert var taugaóstyrkur og í hléi var hann utan gátta og talaði við mig á ensku. Já, konsertinn var mislukkaður, en söngvarinn var ekki hrópaður niður. Með Bjarna Björnssyni, gamanvísna- söngvara, þvældist ég um Norðurland, spil- aði undir sönginn og hafði gaman af. Bjarni naut vinsælda, hann var góð eftirherma, og fólkið veltist um af hlátri. Já, Bjarni var listamaður og gamanvísurnar voru smellnar. í gamla daga var ég stundum feng- in til að hvíla hljómsveitirnar sem léku fyrir dansi í Gúttó. Slagararnir voru gjarna þýsk- ir á þessum árum. Eitthvað fékk ég borgað fyrir þetta viðvik, sem kom sér vel,“ segir Þyrí og við hverfum aftur til æskuáranna í foreldrahúsum. Lestur pabba stytti mér stundir í veikindunum „Þegar ég var barn veiktist ég mikið og var rúmföst veturlangt. Þetta var á þeim árum sem berklarnir lögðust á fólk og blóminn af unga fólkinu féll fyrir „hvíta dauðanum“. Læknar héldu að ég væri með berkla, sem ekki var, og félögum mínum var ekki leyft að heimsækja mig. Á hverjum degi beið ég þess að pabbi kæmi heim úr kennslunni til að lesa fyrir mig. Hann las allar Nonna bækurnar þennan vetur og ég hafði mikla unun af. Löngu síðar, árið 1930, kom Nonni í heimsókn til pabba. Pabbi var þá í bæjar- stjórninni og Nonni færði honum ritsafnið sitt, sem var nýkomið út á þýsku. Pabbi kallaði mig inn í stofu þar sem Nonni sat í svarta frakkanum. Skáldið faðmaði mig að sér, en pabbi hafði sagt honum sjúkdóms- sögu mína og af lestri bókanna um veturinn. Slæmt kvef var að ganga á Akureyri og ég var hás, sem margir aðrir. Nonni tók upp litla silfurdós með hvítum töflum í og bauð mér. Hann sagði, að ein tafla myndi lækna hæsina. Ekki man ég hvort taflan gerði gagn en í Nonnahúsinu inn í Fjöru er silfurdós skáldsins geymd ásamt öðrum persónuleg- um munum.“ Þá bragðaði ég fyrst á rjómabollu „Já, bolludagurinn var á mánudaginn og í mínu ungdæmi var mikið fjör á þessum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.