Dagur - 27.02.1993, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Laugardagur 27. febrúar 1993
Heilsupósturinn
Einar Guðmann
Þrátt fyrir ýmsar endurbætur í
meðferð sykursjúkra, þá hefur
ekki orðið nein veruleg bylting
frá því að insulinið var uppgötv-
að árið 1921 af Frederick Bant-
ing og Charles Best. Við skul-
um líta á nokkur helstu
atriðin sem menn eru að glíma
við í dag.
Ef þú fínnur fyrir einhverj-
um af neðangreindum ein-
kennum er athugandi að þú
farir i blóðsykurspróf hjá
lækni.
GerÖ I (Insulin háð) sykursýki.
Tíð þvaglát.
Óvenjulega mikill þorsti.
Mikið hungur.
Þyngdartap.
Óvenjulega mikil þreyta.
Skapstyggð.
GerÖ II (Insulin óháð) sykursýki.
Hvað sem er af Gerð I einkenn-
um.
Tíðar sýkingar.
Þokukennd sjón.
Sár og skrámur góa seint.
Tilfinningaleysi eða fiðringur í
höndum og fótum.
Endurteknar húð-, góm- eða
blöðrusýkingar.
Erfðafræði. Vísindamenn eru
að leita að sérstökum genum
sem framleiða gallaða insulin
móttakara eða mólakúlum sem
eru nauðsynleg fyrir töku syk-
urs inn í frumumar. (Eins og á
við um gerð II. Insulin - óháða
sykursýki) Þeir eru einnig að
leita að þáttum sem segja fyrir
um það hverjir séu líklegir til
þess að fá sykursýki af gerð I.
Leitað að byltingu
- Leitin að lækningu fyrir sykursjúka
(Þeir sem eru háðir insulini.)
Þeir hafa þegar fundið nokkur
gen sem virðast hafa mikið að
segja.
Þó að vísindamenn álíti
erfðarannsóknir í sambandi við
sykursýki lofa mjög góðu þá
segja þeir hins vegar að senni-
lega séu nokkur ár þar til þessar
rannsóknir komi til með að skila
sér út í þjóðfélagið.
Langhauseyja- (Beta) frumu-
ígræðsla. Með því að koma fyr-
ir langhauseyjafrumum í nýma-
skiptasjúklingum sem þegar
taka lyf sem vinna gegn því að
líkaminn hafni utanaðkomandi
vefjum, hefur rannsakendum
tekist að snúa við sykursýki af
gerð I í nokkmm sjúklingum.
Það hefur dugað í allt að því eitt
ár. Þeir eru einnig að gera
rannsóknir sem miða að því að
kanna hvað getur orðið til þess
að líkaminn hafni ekki utanað-
komandi langhauseyjafmmum
án þess að lyf þurfí að koma til.
Ein aðferðin byggist á því að
langhauseyjafrumum er komið
fyrir í örlitlu plasthylki sem er
með holum sem em nægilega
stórar til þess að hleypa insulini
út en of litlar til þess að fmmur
mótefnakerfisins nái að komast
inn og eyða langhauseyjafmm-
unum. í annarri aðferð sem enn
sem komið er hefur aðeins verið
reynd á dýmm, var frumum
komið fyrir í hóstakyrtlinum.
Hann er neðst í hálsinum á bak
við brjóstbeinið og er hluti af
ónæmiskerfinu. Þannig er gerð
tilraun til þess að blekkja líkam-
ann til þess að halda að að-
komufrumumar séu ekki að-
komufrumur.
Ónæmisbælandi lyf. Lyf eins
og azathioprine, sem notað er til
þess draga úr ónæmisviðbrögð-
um hjá sjúklingum sem hafa
þurft að gangast undir líffæra-
gjöf af einhverju tagi. Verið er
að gera tilraunir með þetta lyf á
fólki sem flokkast undir sykur-
sjúklinga af gerð I. Sá galli
fylgir þessu lyfi að sjúklingamir
þurfa að taka lyfið alla ævi, og
ef mótefnakerfið verður fyrir
einhverjum áföllum er aukin
hætta á sýkingum og ýmsum
kvillum.
Smáskammta insulin. Rann-
sakendur við Joslin sykursýki-
miðstöðina í Boston gefa sjúkl-
ingum sem em í hættu á að fá
gerð I af sykursýki litla
skammta af insulini daglega og
leggja þá inn á níu mánaða
fresti, fimm daga í senn. Með-
ferðin hjálpar hugsanlega sykur-
sjúkum á þann hátt að hvfla
briskirtilinn og „fela“ langhaus-
eyjamar fyrir mótefnaárásum.
Kúamjólk. Ný og víðtæk
rannsókn í Kanada og Finnlandi
bendir til þess að ungaböm sem
em erfðafræðilega séð í hættu
gagnvart sykursýki af gerð I, og
fá kúamjólk á fyrsta ári, em lík-
legri til þess að fá sykursýki.
Rannsakendumir áætla að
próteinið í kúamjólkinni örvi
mótefnakerfið til þess að ráðast
á svipað prótein sem er á lang-
hauseyjunum. Þannig halda
þeir því fram að þau böm sem
em í mikilli hættu af þessum
sökum geti dregið verulega úr
hættunni með því að forðast
kúamjólk. En tekið er fram að
mun meiri rannsókna sé þörf til
þess að þeir geti ráðlagt foreldr-
um að gefa ungabömum sínum
ekki kúamjólk.
„Draumageislinn.“ Nokkur
merkileg tæki hafa verið smíð-
uð til þess að mæla blóðsykur
með því að lýsa með infrarauðu
ljósi á húðina. Það góða við
tæki sem þetta er að það losar
menn við að þurfa að stinga nál
í fingur sér til þess að setja
blóðdropa á sérstaka blóðsykurs
mælistrimla.
Insulin dælur. Prófað hefur
verið að koma fyrir lítilli raf-
magnsdælu í maga hins sykur-
sjúka, sem gefur frá sér insulin.
Dælumar eiga að útiloka þörf-
ina á insulin sprautum og sjúk-
lingurinn getur stjómað þeim.
Gervi briskirtill. Vísindamenn
hafa vonast til þess að geta
komið fyrir í líkama sykur-
sjúkra blóðsykurskynjara sem
gæti auk þess notast sem insulin
dæla. Þessi „briskirtill" myndi
fylgjast með blóðsykurmagninu
algerlega sjálfvirkt og dæla
insulini ef þess væri þörf.
Nýtt insulin. Vísindamenn em
að kanna hvemig hægt sé að
koma insulini betur til skila.
Það að geta tekið inn insulin í
gegnum öndunarúðabrúsa yrði
til þess að losa menn við spraut-
umar. Og hægvirkt og hrað-
virkt insulin gæti hermt betur
eftir virkni þess í líkamanum.
Acarbose. Þetta lyf hægir á
meltingu flókinna kolvetna og
hefur því betur vald á risi blóð-
sykurs eftir máltíðir. Acarbose
getur valdið óþægilegum auka-
verkunum eins og vind- og nið-
urgangi. Lyfið hefur þegar ver-
ið leyft í sumum Evrópulöndum
og er til athugunar í Bandaríkj-
unum.
Metforin. Það er lyf sem hefur
verið fáanlegt í Evrópu og Kan-
ada í nokkur ár. Fæðu og Lyfja-
eftirlit Bandaríkjanna er með
lyfið til athugunar og búist er
við að það verði samþykkt.
Lyfið hefur áhrif á magn sykurs
sem lifrin vinnur úr blóðinu, en
lifrin geymir mikinn forða af
sykri.
Insulin í töfíuformi. Ef insulin
er tekið í töfluformi, brotnar
það niður í meltingarkerfinu og
nýtist þess vegna ekki til þess
að hafa stjóm á blóðsykri.
Rannsóknir á músum sýna hins
vegar fram á að þau efni sem
verða til við niðurbrotið gætu
haft áhrif á ónæmiskerfi þeirra
sem eru í hættu á að fá sykur-
sýki af gerð I sem hugsanlega
yrðu til þess að sjúkdómurinn
næði sér ekki á strik.
VÍSNAÞÁTTUR
Jón Bjarnason frá Garðsvík
Magnús Gíslason á Vöglum
var fjölhæfur hvað yrkisefni
snerti.
Heilög trú:
Veríu heimi von og hlíf,
vitrar þjóðir gjörðu.
Blessaðu gróður, blessaðu líf,
blessaðu frið á jörðu.
Trú ei spillir sálarsýn,
sannleik vill hún geyma,
að eilíf snilli þekkist þín
þúsund milli heima.
Gnauðar hregg um hugarskjá
hrollkalt seggjum móti
þeim, sem leggja leiðir á
lífsins eggjagrjóti.
Örn Arnarson kvað næstu
vísur.
Þyrnirósa:
Þarna sefur Þymirósa,
það var fyrsta hugsun mín
þegar, mærin lokkaljósa
leit ég bláu augun þín.
Sæll þér reynist svefninn Ijúfi.
Svífðu frjáls um draumastig.
Engin guðlaus ránshönd rjúfi
rósagerðið kringum þig.
Sofðu, mærin lokkaljósa.
Lánið kóngsson færi þér.
Þú munt vakna, Þymirósa
þegar hann að garði ber.
Örn Arnarson kvað einnig
þessar stökur:
Ei mun hraun og eggjagrjót
iljum sárum vægja.
Legg ég upp á Leggjabrjót.
Langt er milli bæja.
Herði frost og byljablök.
Ber mig vetur ráðum.
Ævi mín er vörn í vök.
Vökina leggur bráðum.
Næstu vísur eru heimagerðar.
J. B. (Ósamstæðar hugdett-
ur.)
Skjól:
Þegar jörðin geríst grá
grun í vissu breyta
maðkurinn og músin smá
og moldarskjólsins leita.
Það er nú svo:
Flestir þykjast öll sín ár
auðnuleiðir velja
en vilja aldrei upp á hár
asnastríkin telja.
Sérviska:
Ég veit hve indælt er
angandi blóm,
svo ótal margir frá þessu skýra.
Ímínum augum er þetta hjóm
og ekkert hjá fegurð
kvikandi dýra.
Þessa stórfurðulegu vísu
heyrði ég á barnsaldri. Höf.
óþekktur nú:
Ég er að meina, hérna sko
að vera ei með neinu mgli.
Ég er að reyna að drepa tvo
steina með einum fugli.
Magnús Gíslason á Vöglum,
Skag., kvað þessa gangna-
vísu.
Dvínar valla vakin þrá,
vísna snjalli söngur.
Heiðin kallar okkur á
enn í fjallagöngur.
Að Hlíð:
Þegar nóttin niðdimm er
og næsta fátt til ráða
gamla stakan gefur mér
gull í lófa báða.
Héðan ekki fet ég fer,
- fækkar gömlum vinum.
Von er því að vísa hver
verði svipuð hinum.
Burt er æskan yndisleg og heið
með opinn veg um lönd og
höfin breið.
Ég er að lifa undirbúnings
skeið
að umskiptum sem verða
á minni leið.
Aðalsteinn Ólafsson frá
Melgerði kvað næstu vísur.
Timburmenn:
Oftast flýgur andinn hátt
eftir svall og vökur.
Ætíð koma ósjálfrátt
okkar bestu stökur.
Út og inn:
Engum verður örðug för
út í framtíðina,
efhann leggur allt sitt fjör
inn í samtíðina.
Menntun:
Mörgum hefur menntun fært
miðstöð andans sjóla,
en maður getur líka lært
í lífsins svartaskóla.
Aðalsteinn yrkir um hestinn
Dreira. Hestamenn kynnu að
meta slíkt:
Vinur, Dreirí viltu þiggja
vísukom um feríl þinn,
ekki skaltu áfram liggja
óbættur við garðinn minn.
Ætíð varstu happahestur,
hlaust þó aldrei siguríaun,
oftast vilja- og orkumestur,
öruggur í hverri raun.
Þú, sem eyddir ævi þinni
í að bæta fólksins hag,
hlýtur lof að eiga inni
eftir langan vinnudag.
Skyldi ekki skáldsins tunga
skilningsríkust veita svör?
Aldrei getur ækið þunga
yfirbugað gæðings fjör.
Aðalsteinn kvað á kosninga-
degi:
Útum torg ég ekki ríð
ösnum flokksbrotanna.
Enn ég lista eftir bíð
ójafnaðarmanna.
Á stráksaldri, heyrði ég
gamla konu þylja margar
sjómanna- og formannavísur.
Man ég nú aðeins tvær. Nafn
var bundið í hverja vísu:
Háskastundum ýmsum á,
yfir sundamýrí
Loftur hunda lætur þá
leika í mundum stýrí.
Jón minn hefur litla lyst,
löngum betur aðrir sóttu.
Það var aðeins allra fyrst
að hann reri á hverrí nóttu.
Jón S. Bergmann kvað þessar
vísur veturinn 1917-18.
Unnir rjúka. Flúðin frýs,
fold er sjúk að líta.
Vefur að hnjúkum veðradís
vetrardúkinn hvíta.
Grímmd erhaldin grund og ver,
gjólur kaldar vaka.
Blátær aldan bundin er
björtum faldi klaka.
Jón kvað einnig þessa vor-
vísu:
Geislar sindra sólu frá,
sveiginn binda rósum.
Drottins mynd er máluð á
mörk og tindum Ijósum.
Næstu vísur kvað Gísli Ólafs-
son.
Maurapúkinn:
Einn þó vanti eyririnn
ekki er von þér líki
efþú flytur auðinn þinn
inn í himnaríki.
Þótt þú berir fegrí flík
og fleiri í vösum lykla,
okkar verður lestin lík
lokadaginn mikla.
Ferskeytlan:
Þegar bjátar eitthvað á
ört og viðkvæmt sinni,
alltaffinn ég friðinn hjá
ferskeytlunni minni.
Kristján Jónsson skáld, kvað
1863. Mun þar vikið að
kláðamálinu:
Á ævi minni er engin mynd
hiá austurvérum slingum.
Ég er eins og kláða kind
íklóm á Húnvetningum.