Dagur


Dagur - 27.02.1993, Qupperneq 12

Dagur - 27.02.1993, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 27. febrúar 1993 SÁLNARUSK Sr. Svavar A. Jónsson (I. Mósebók 2, 3) Til dýrðar letinni Kínverskur fræðimaður kom til Berlínar. pýskur starfsbróðir hans tók á móti honum um leið og hann steig út úr lestinni. Þeir gengu inn í lestarstöðina. Þaðan sjá þeir út á strætið, að strætisvagninn, sem þeir þurftu að ná, er íþann mund aðleggja afstað. Þýski fræðimaðurinn þreif í hönd þess kínverska oghrópaði: „Komdu, komdu!“ Þeir flýttu sér báðir yfir strætið og rétt náðu vagninum. Þeir sett- ust niður og köstuðu mæðinni. Sáþýski leit á úrið sitt og andvarpaði: „Guði sé lofað vid nadum vagmngum. Annars hefðum við þurft að bíða í tíu mínútur, en nú spörum við okkur þær!“ Sá kínverski leit á starfsbróður sinn undrandi en sagði síðan brosandi: „Oghvað eigum við svo aðgera við þessar tíu mínútur? “ Óþekktur höfundur. Það er alveg bráðnauðsynlegt að kunna að vera iðjuleysingi. Það kunni sjálfur Guð á himnum. Þegar hann var búinn að skapa alla skapaða hluti gjörðist hann latur. Hann lagðist í iðjuleysi á hinum sjöunda degi og hvíldi sig. Þannig er ákveðin helgi yfir letinni. Ég vil taka svo stórt upp í mig að segja að hver helgur dagur á árinu sé til þess meðal annars að maðurinn geti lagst í leti, annaðhvort einn eða að heilu heimilin leggist saman í leti. Af hverju er allt lokað á föstudeginum langa, til að mynda? Nú, það er auðvitað meðal annars til þess að þjóðin geti lagst í leti! Kröfur um að opna allt á föstudaginn langa eru ekkert annað en árás á letina í landinu. Og hún á svo sannarlega undir högg að sækja. Ég held að það sé kominn tími til að hún verði friðuð og lögvernduð. Við verðum að kunna að nota tíu mínúturnar, sem við erum alltaf að keppast við að spara okkur. Tökum Guð til fyrirmyndar. Notum þær til að vera löt. „Og Guð blessaði hinn sjöunda dag og helgaði hann, því að á honum hvfldist Guð af verki sínu, sem hann hafði skapað og gjört.“ Myndina gerði Dagný Sif Einarsdóttir, nem- andi á síðasta ári í mál- unardeild Myndlista- skólans á Akureyri. Myndin er unnin undir þeim hughrifum sem sálnarusk sr. Svavars kallað fram. Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin giidir fyrir heígina ( j|4 Vatnsberi 'N \vTÆ\ (20. jan.-18. feb.) J Þér hættir til of mikillar bjartsýni svo forðastu að taka ákvarðanir sem tengjast peningum. Slíkar gjörðir gætu dregið dilk á eftir sér. íXX Tvíburar i VA^ (21. mai-20. júnl) ) Kringumstæðurnar gera að verk- um að þú leitar ráöa hjá gömlum og traustum vini. Þá færbu bob um abstoð úr sömu átt. (23. sept.-22. okt.) J Ekki láta stoltið koma í veg fyrir að þú þiggir hjálp sem aðrir bjóða þér í ákvebnu máli. Farðu ekki kæruleysislega með peninga. (^•^►Piskar ^ V^^t^ G0- feb.-20. mars) J (*ÆZ Krabbi > V^c (21.júní-22.júlí) J CxmC Sporödreki A V nlTC (23. okt.-21. nóv.) J Þú hittir fólk sem þér finnst þú eiga mikið sameiginlegt með. Þér leiðist og ert niðurdreginn en það líður hjá þegar meira verður að gera. Fólk fór óvenju mikiö í taugarnar á þér og er það líklega vegna þess að þú ert óvenju tilfinningasamur og þolir illa gagnrýni. Taktu það rólega. Ekki láta blanda þér í ástardeilur vina þinna því þér verður kennt um ef illa fer eins og flest bendir til að gerist. Einhver þarfnast at- hygli þinnar. A^StfHrútur A (21. mars-19. apríl) J Nú er upplagt að huga að fjöl- skyldumálum og hreinsa til á ýms- um sviöum. Reyndu að koma sem mestu í verk því framundan er annasamurtími. r^floón vrv*lv (23. júli-22. ágúst) J Þér mislíkar þegar samband fer inn á ákveðnar brautir og kemur þér þannig á óvart. Þér sárnar og ættir ab ræða málin. Þú færð fréttir sem þú hefur beðib eftir. (Bogmaöur 'N (22. nóv.-21. des.) J Þú ert meb sýndarmennsku en þér mun vegna betur ef þú ert bara þú sjálfur. Fjármálin þarfnast skoðunar svo eyddu ekki út í blá- inn. (Naut ^ (20. apríl-20. maí) J Reyndu að vera nákvæmur þegar þú gerir áætlanir fyrir helgina svo þú komir sem mestu í verk. Ein- hver peningavandamál skjóta upp kollinum. (jtf Meyja A l (23. ágúst-22. sept.) J Þér hættir til að taka fljótfærnis- legar ákvarðanir svo ekki vísa hug- mynd frá þér án þess ab skoba hana vel. Astarmálin eru í mikilli lægb. íSteingeit A V(Tn (22. des-19. Jan.) J Flest bendir til ab þú fáir fréttir sem koma þér mikib á óvart. Þú verbur þakklátur fyrir ab fá tíma í einrúmi til ab hugsa málin. Afmælisbam laugardagsins Þér mun ganga vel í vinnunni eftir erfitt tímabil en af því muntu læra a& of mikib sjálfstraust leiðir stundum til kæruleysis. Þá mun ástin blómstra mest um miðjan júní og líklega mun sambandið þróast í jákvæðar áttir. Akveðið vandamál verður leyst um miðjan nóvember. Afmælisbarn sunnudagsins Atburðir sem eiga sér stað í byrjun árs vekja þig til umhugsunar og vekja með þér áhuga á nýjum málefnum. Þetta mun hafa mikil áhrif á líf þitt næstu tólf mánuðina. í byrjun árs skaltu fara gætilega með pen- inga en eftir mitt árið verður komið gott lag á fjármálin. Afmælísbarn mamidaQisíns Ekki búast við of miklu af félagslífinu þessa dagana því þú hefur meira en nóg að gera við að sinna öðrum mikilvægari málefnum. En brátt breytist þetta og þú munt eignast nýja vini í tengslum við aukna þátt- töku í félagslífinu. Þetta tengist ástinni á engan hátt en rólegt verður á því sviði þetta árið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.