Dagur


Dagur - 27.02.1993, Qupperneq 18

Dagur - 27.02.1993, Qupperneq 18
18 - DAGUR - Laugardagur 27. febrúar 1993 Sagnabrunnur Réðu heitrof örlögum Látra-Bjargar? U t með Eyjafirði austan- verðum frá Höfðahverfi og allt norður að Gjögr- um liggur Látraströnd- __________ in. Þar eru þverhnípt hamrabelti í sjó niður, en efst á ströndinni rísa snarbrött fjöll og þar er hæsti tindurinn tignarlegur á að líta - það er Kaldbakur. Þarna eru veðrabrigði mikil, brimasamt og fárviðri eru þar oftar og tíðari en annars staðar þekkist. Á þessum slóðum voru all margir bæir, hér á dögum áður, en nú eru þeir orðnir að eyðikotum eins og gengur. Yst á ströndinni stóð bærinn Látrar. Dró hann nafn sitt af því, að þar voru sela- látur mikil. Þarna bjó á öldum áður hraustleikafólk og sægarpar miklir svo af var látið, er stunduðu útræði frá þessum slóðum, þrátt fyrir hafnleysi. Undir hömr- unum var oft skjól í austanátt, en þegar af norðan og norðvestan blæs verða fárviðri og ferlegur sjógangur með brimsköflum er lemja klettaborgirnar svo allt virðist leika á reiðiskjálfi. Það þarf engan að furða, þó ýmsir kyn- legir kvistir hafi vaxið upp í slíku umhverfi og víst hafa þeir verið fleiri en fjöldinn veit um. Flest af því fólki, sem háði hina hörðu lífsbaráttu er nú löngu horfið og spor þess týnd og sokkin í mold. En þegar betur er að gáð, er það ekki svo ósjaldan, sem konur hafa þó skilið eft- ir sig þau spor, er ekki verða útmáð og skal nú einnar þeirrar getið, sem greipt hefir nafn sitt inn í þjóðarmeðvitundina - skip- að sér rúm þar öðrum fremur og gert Látra og byggðarlagið þar frægt og orðið sjálf ein af öndvegis hetjum í íslenskum sögnum. Þessi sérkennilega kona er að vísu fædd bakborðsmegin við Eyjafjörð þegar siglt er út, að Stærri-Árskógi árið 1716, en var flutt barn að árum að Látrum hinum meg- in fjarðar þar sem Gjögrar skaga lengst út í Dumbshaf. Kona þessi hét Björg Einarsdóttir. Hef- ur hún jafnan verið kennd við þann bæ og nefnd Látra-Björg. Faðir hennar var Einar Sæmundsson - Hrólfssonar sýslumanns, en móðir Hrólfs, Björg að nafni, var dóttir Steinunnar Guðbrandsdóttur, biskups. Stóðu að báðum þessum ættum fésterkir virðingamenn, gáfaðir og skáldmæltir vel, en stórbrotnir í lund og nokkuð óþjálir í samskiptum. Einar Sæmundsson faðir Bjargar var fæddur nálægt 1684. Hann fór ungur í Hólaskóla og mun hafa útskrifast þaðan 18 ára að aldri. Hann sigldi til háskólanáms í Kaupmannahöfn og dvaldi erlendis næstu árin, en sóttist námið illa. Hneigðist hann mjög til óreglu og lauk aldrei prófi. Leiddi það til sundurþykkju með honum og föður hans, en góðvinur Einars, Magnús Gísla- son, amtmaður bar sáttarorð á milli, sem endaði með því, að séra Sæmundur féllst á að taka hinn týnda son aftur með föður- legri umhyggju. Kom Einar heim og settist að hjá föður sínum. Um svipað leyti gekk hann aðeiga Margréti dóttur séra Björns Bjarnasonar prests að Hvanneyri og mun hún hafa verið sæmilega efnum búin. Var margt lærðra manna í þeirri ætt. Einari stúdent er þannig lýst, að hann hafi verið „fluggáfaður, mikill fræðimaður og vel að sér í lögum“, einnig var hann talinn skáld gott, en nokkuð þótti hann níðskældinn, einkum ef höfðingjar og valdsmenn áttu í hlut. Gerðist Einar allmikill virðingamað- ur, og var hann oft sýslumönnum til aðstoðar. Þá stundaði hann sjósókn og þótti fengsæll í meira lagi. Ekki var hann með öllu laus við ættarmetnað og stór- mennskubrag. Einar bjó um hríð að Látrum og varð Björg dóttir hans þar eftir, þegar hann flutti þaðan, en ekki er getið um það hvað olli brottför hans eða hvert hann fór. Ólst nú Björg þar síðan upp, eins og áður er sagt og tók þar skjótum þroska, bæði and- legum og líkamlegum. Þótti hún sýna mikla víkingslund í sæferðum og eins var hún varla komin á unglingsár, er orð lék á því, að hún vissi jafnlangt nefi sínu. Hafði hún strax í þessum efnum stærra svipmót en flestar kynsystur hennar og vísur þær, sem hún kastaði fram eru magnaðar og sverja sig greinilega í ætt við brimgnýinn undir hamrabjörgum Látrastrandar: Grundir, elfur, salt og sandar, sjós með dunum, undir skelfur allt affjandans ólátunum. Þó Látra-Björg hafi alist upp við slíkar náttúruhamfarir, þá hefði hún ekki orðið sú afburða kona, sem hún reyndist, ef hún hefði ekki af og til dokað við í mannlegri heimi. Að minnsta kosti mun hún hafa haft alla þá líkamsburði til að koma ár sinni fyrir borð, og þá hefir hún ekki síður verið haldin heitum og ástríðufullum til- finningum. Þegar allt þetta helst í hendur geta ævintýri gerst - jafnvel á afskekktri Látraströnd. Öllum frásögnum ber saman um það, að Látra-Björg hafi mjög snemma ævinnar vakið á sér athygli fyrir óvenju eldlegar gáfur og stórbrotna skapsmuni. Þessi per- sónueinkenni koma ljóslega fram í þeim skáldskap hennar, sem geymst hefur. Urðu kveðlingar hennar brátt landsfrægir og lagðist það orð á, að ekki væri mönnum hollt að eiga framtíð sína, undir tungurót- um skáldkonunnar. Ekki er vitað til þess, að neinar heimild- ir séu til um það, hvernig þessi undarlega kona kom mönnum fyrir sjónir, þegar hún var í blóma lífsins. Hins vegar hefur Gísli Konráðsson fræðimaður skráð lýsingu á henni frá efri árunum, en þar er hún talin hafa verið kvenna „feriegust ásýndum" að sögn þeirra manna er sáu hana og eftir henni muna eða kynntust henni. Hún hat- aði allt skraut, var hálslöng mjög og hávaxin, og sagt að hún væri afar há til knés. Bjóst hún jafnan sauðsvartri hempu, er tók á mitt læri, með knappaskúfhúfu á höfði, þá er hún hafði mest við, en oftast hettu sauðmórauða. Þó að lýsing þessi kunni að vera rétt í aðalatriðum, ber hún samt greinilega með sér að vera umfram allt miðuð við það gervi, sem hæfði hinni þjóðsögulegu föru- konu, og vel má vera, að hún hafi sjálf gert sér nokkurt far um að skapa það. En að hinu leytinu gefur lýsingin fremur ófull- komna hugmynd um, hvernig útliti hennar var raunverulega háttað, þegar þessu fer- lega gervi er sleppt. En hvað um það, ævintýrið virðist einn- ig hafa lagt leið sína til hinnar ungu og þóttafullu valkyrju, er sleit barnaskóm sín- um á hrikalegustu eyðislóðum norðurhjar- ans, í nánu sambýli við huldar vættir, for- ynjur og ferleg náttúruöfl. En það hefði ekki verið í stíl við aðra þætti sögu þessar- ar stórlátu ungmeyjar, ef ævintýrið, sem sennilega olli örlagahvörfum í lífi hennar, hefði verið sótt í jafn fátæklegan uppruna og næsta kotbæ eða nágrenni, og hvorki myndi hún sjálf né þjóðsagan hafa unað þeim hlut. Það vill svo til, að lífið, sem ein- att er öðrum skáldum hugkvæmara, sá hinu fyrsta og eina ástarævintýri seiðkon- unnar fyrir skáldlegu dul, sem henni einni mátti hæfa. Svo herma sagnir, sem ekki verða vé- fengdar, að dag nokkurn hafi erlendum manni af næsta fjarrænum toga, skotið upp á afskekktu sögusviði Látrastrandar. Heimildir greina ekki, með hvaða atburð- um þetta hafi átt sér stað, en sennilegast má telja, að hann hafi verið annað tveggja, skipbrotsmaður af erlendu skipi, fiski- skútu eða kaupfari, eða komið í land með öðrum hætti og þá ekki kært sig um að snúa aftur til skips. Að minnsta kosti verð- ur að hafa það fyrir satt, að hinn útlendi maður hafi um alllangt skeið átt bólfestu á þessum slóðum, og munnmæli benda til þess, að hann hafi meira að segja gert sig talsvert heimakominn, einkum hjá kven- þjóðinni. Er og engin furða, þó að hið veikara kyn, sem átti fárra kosta völ, hafi litið svo framandlegan gest hýru auga. En hafi ungmærin að Látrum verið ein í þeim hópi, þá er hitt jafnvíst, að hún bar að sinni fullan sigur af hólmi yfir stallsystrum sínum. Gerðist hún heitbundin hinum er- lenda manni, og þarf ekki að efa, að hún hafi fellt til hans sterka og ástríðuþrungna ást, svo sem skapsmunum hennar var far- ið. Þó að undarlegt megi heita, er nú ekki kunnugt um nein ástarkvæði eða vísur, sem Björg hafi ort til elskhuga síns, ef frá er talin eins konar kveðjustaka, sem hún á að hafa varpað fram af gefnu tilefni. Er mælt, að hún hafi að þessu sinni verið að fylgja unnusta sínum um borð í franskt skip. Kynni það að benda til þess, að hann hafi einmitt verið frakkneskur, og væri það þá ekki í fyrsta sinn, sem menn af því þjóðerni hafa komið við sögu íslenskra kvenna. Sumir þessara skyndigesta hafa meira að segja stundum skilið eftir sig nokkra „ættargripi“ til minja - eins og kunnugt er. Því var þó ekki að heilsa um unnusta Látra-Bjargar. Hann hvarf - að því er best verður séð, jafn hljóðlaust og hann kom og lét engin þau spor eftir sig, er sjá megi stað í íslenskum ættstofnum. Brigði hans við Látra-Björgu mun hins vegar hafa ork- að því, að hún varð afhuga hjónaböndum og var ekki framan kennd við karlmenn. Að þessu leyti mætti ef til vill kenna hinum erlenda manni um það, að enginn íslend- ingur skuli nú geta stært sig af að eiga skáldkonuna Látra-Björgu að ættmóður. En hvernig brást hin ættgöfga og stór- láta kona við vonbrigðunum að öðru leyti? Um það, að þau gengu því nær stolti hennar, sem hún hafði ekki aðeins unnusta sinn grunaðan um að vera í þingum við gifta konu, heldur einnig að eiga vingott við þá þriðju. En það var ekki henni að skapi að hampa harmi sínum framan í aðra, heldur kaus hún að fela logsáran eld ástríðanna undir þeim kaldranalega hjúpi, sem henni varð upp frá þejssu tamast ac) kasta yfir sig. Þess vegna varð henni ekki fyrir að yrkja harmkvæði um hin sáru tryggðarof, heldur brá hún á það ráð að dauðhreinsa tilfinningar sínar af allri væmni og gerði upp reikningana við unn- ustann í nokkrum þeim vísum, sem hún orti ókvenlegastar á löngum æviferli. Úr þessu hispurslausa skilnaðarljóði hefur að minnsta kosti ein staka lifað fram til þessa á vörum íslenskrar alþýðu; en hún hljóðar syo: Komst í vanda kokkállinn, kviðarbrandinn hristi. Látrastrandar læsingin lykilsfjandann missti. Kona, sem hefur með þvílíkum hætti kvatt fyrstu og síðustu ást sína, gengur ekki framar óbrynjuð út í lífið. Dagur og Leikfélag Akureyrar: Verðlaunagetraun úr óperettuheiminiun Um síðustu helgi var grein í Helgarblaði Dags um sögu óperettusýninga hjá Leikfélagi Akureyrar. Nánar má fræð- ast um sýningarnar í bókinni „Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992“ eftir Harald Sigurðsson. Dagur og Leikfélag Akureyrar hafa ákveðið að efna til verðlaunagetraunar í tengslum við óperettusýningar LA og í verðlaun er gjafa- kort fyrir tvo á sýningu Leikfélags Akureyrar á „drottningu óperettunnar“, Leðurblökunni eftir Jóhann Strauss, sem frumsýnd verður 26. mars. Handhafi gjafakortsins getur pantað sér miða á sýningu að eigin vali aðra en frumsýn- ingu. 1. Hvað hét söngvari sá er sló í gegn í hlutverki Schuberts í Meyja- skemmunni hjá LA 1954? Sonur hans er nú óperusöngvari á heimsmælikvarða.. 2. Hvaða tvær óperettur höfðu komið í gestaleik frá Reykjavík til Akureyrar áður en Akureyringar réðust sjálfir í að setja upp óperettu? 3. Hver leikstýrði: a) Meyjaskemmunni hjá LA 1954? b) Bláu kápunni hjá LA 1961? c) Nitouche hjá LA 1965? 4. Hverjir léku eftirtalin hlutverk I Nitouche hjá LA 1965: a) Abbadísina? b) Celestín söngkennara? c) Denise? 5. Hver er maðurinn? Hann var söngvari, leikari og leikstjóri, heiðursfélagi Leikfélags Akureyrar og lék í óperettunum þremur, Meyjaskemmunni, Bláu kápunni og Nitouche. Hann lést nú í febrúar. Svörum skal skilað á afgreiðslu Dags, Strandgötu 31, eða í póst- hólf 58 602 Akureyri, í síðasta lagi föstudaginn 19. mars í umslagi merkt „Óperettugetraun“. Dregið verður úr réttum lausnum og fær hinn heppni gjafakort fyrir tvo á Leðurblökuna. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.