Dagur - 27.02.1993, Síða 24

Dagur - 27.02.1993, Síða 24
Þormóður rammi: Tveggja trolla rækju- veiðar Sunnu ganga vel „Fyrstu dagar Sunnu á veiðum eftir þessar breytingar gefa til kynna að búast megi við góð- um árangri af þessu,“ sagði Sigurður Stefánsson, útgerðar- stjóri Þormóðs ramma á Siglu- fírði, um tveggja trolla rækju- veiðar Sunnu SI, en þær hafa aldrei verið prófaðar hér við land áður. „Þetta virðist ekki vera eins flókið eins og menn héldu, en hins vegar er ljóst að í þessar veiðar þarf öflug skip eins og Sunnu. Grunnurinn að því að þessar tveggja trolla veiðar séu mögulegar, er að skipin hafi þriðja togspilið, en það var ein- mitt sett um borð í Sunnu um daginn,“ sagði Sigurður. óþhj Akureyri: - um hegningarlagabrot að ræða Um miðjan dag, sl. fímmtu- dag, var slökkviiið Akureyrar kallað til vegna eldsvoða í Glerárhverfi. Um gabb var að ræða og rannsóknarlögreglan hefur málið til meðferðar. „Slökkviliði Akureyrar barst tilkynning um lausan eld í einbýl- ishúsi við Reykjasíðu sl. fimmtu- dag. Slökkvilið og lögregla brá skjótt við, en er að var komið reyndist um gabb að ræða. Mál sem þetta er litið mjög alvarleg- um augum og er nú til rannsókn- ar hjá rannsóknarlögreglunni. Um hegningarlagabrot er að ræða og ákveðnar vísbendingar eru komnar fram," sagði tals- maður rannsóknarlögreglunnar á Akureyri. ój Svarfaðardalur: Minkar í hænsnakofum - hafa drepið um 40 hænur og endur Minkar hafa heldur betur gert usla í hænsnahópum í Svarfað- ardal að undanförnu. Þegar allt er talið hafa hátt í 40 hæn- ur og endur legið í valnum. Frá þessu er greint í Bæjarpóstin- um á Dalvík. Sérfræðingar telja að þarna séu á ferðinni þrjú minka- afbrigði, búrminkur, hreinn villi- minkur og blendingur þarna á milli. Minkarnir hafa komið við sögu á mörgum bæjum. Þeir drápu 11 hænur á Atlastöðum, 5 hænur og 5 endur á Melum og 15 hænur í IDæli, sem var megnið af heimilis- hænsnastofninum þar á bæ. Minkaskyttur í Svarfaðardal hafa að vonum haft nóg að gera að undanförnu og náð nokkrum dýrum. Flestir minkarnir hafa verið skotnir, en einnig hefur minkaboginn reynst þarft verk- færi. óþh Hvaða dekkjastœrð skyldi hann þurfa? Atvinnuskapandi verkefni á Akureyri og Húsavík: Loksins kom græna ljósið frá Sighvati - vinna hefst á Akureyri strax eftir helgina Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, skrifaði í gær undir bréf til stjórnar Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs þar sem fram kemur að hann gefí grænt Ijós á jákvæða afgreiðslu sjóðs- stjórnar á umsóknum frá Akureyrarbæ, Reykjavík og Húsavík vegna svonefndra atvinnuskapandi verkefna. Stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs afgreiddi þessar umsóknir fyrir nokkru, en áður en trygg- ingmálaráðherra staðfesti þær voru þær kynntar í ríkisstjórninni og þar var samþykkt að skipa starfshóp fulltrúa þriggja ráðu- neyta til þess að kanna umsókn- irnar betur. í starfshópinn voru skipuð þau Dögg Pálsdóttir, full- trúi heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, Bragi Guð- brandsson, fulltrúi félagsmála- ráðuneytisins og Ólafur Hjálm- arsson, fulltrúi fjármálaráðuneyt- isins. Starfshópurinn fjallaði strax í þessari viku um umsóknirnar og sagði Dögg Pálsdóttir í samtali við Dag í gær að hann hafi skilað ráðherra áliti sl. fimmtudag. „í niðurstöðum er bent á að ef til vill séu ýmsir annmarkar á þess- um verkefnum, en engu að síður er mælt með að þau verði samþykkt, en hins vegar hafi þau ekki fordæmisgildi fyrir síðari tíma afgreiðslur stjómar Atvinnu- lleysistryggingasjóðs. Ég sé ekk- ert því til fyrirstöðu að þetta verkefni geti farið af stað, t.d. á Akureyri, frá og með 1. mars,“ sagði Dögg. Heimir Ingimarsson, formaður atvinnumálanefndar Akureyrar- bæjar, fagnaði því í gær að þetta mál væri loksins í höfn. Hann sagði að undirbúningur fyrir þessa vinnu væri fyrir löngu búinn og því myndi hún hefjast strax „eftir helgina. Umsókn Akureyrarbæjar var á sínum tíma í þrem liðum og voru tveir liðir hennar afgreiddir, það er að segja er lýtur að verkefnum á vegum bæjarins og ríkisstofnana í bænum. Gert er ráð fyrir að 50 manns vinni í þessu verkefni á vegum Akureyrarbæjar og 20 manns hjá ríkisstofnunum. óþh Höfðahlíð 1 -(áður KEA-NETTO)- Sími 96 - 2 66 50 NÚ FYRST Á AKUREYRI áður en hann er settur upp f Reykjavfk Bókin Nú kr. 500 - áður kr. 42íiQ aðeins fá eintök eftir Síðasti Stóri bókamarkaðurinn fyrir virðisaukaskatt OPIÐ: MÁNUD. TIL LAUGARD. KL. 10:00-19:00 SUNNUD. KL. 13:00-19:00 —

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.