Dagur - 04.03.1993, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Ftmmtudagur 4. mars 1993
Fréttir
Bæjarstjórn Sauðárkróks:
Sauðárkrókur verði eini
landshlutakjarnmn
- á Norðurlandi vestra
Á fundi bæjarstjórnar Sauðár-
króks sl. þriðjudag var lögó
fram tillaga bæjarráðs vegna
skýrslu Byggðastofnunar um
byggðamál. Var tillagan sam-
þykkt ásamt viðaukatillögu
sem fram kom á fundinum.
Skv. tillögunni telur bæjar-
stjórnin eðlilegt að einn lands-
hlutakjarni sé í hverju kjör-
dæmi og á Norðurlandi vestra
verði það Sauðárkrókur.
Þessar ályktanir komu í kjöl-
farið á fundi bæjarráðs með Sig-
urði Guðmundssyni frá Byggða-
stofnun og fleiri aðilum og ósk
Byggðastofnunar um ábendingar
og hugmyndir heimamanna um
mótun byggðastefnu. í samþykkt
bæjarráðs segir m.a. að gerö
byggðaáætlunar til lengri tíma sé
„af hinu góða" og nauðsynlegt sé
aö fara eftir „forsendum í stað
þess að láta tilfinningar ráða“.
Síðan segir: „Að mati Bæjar-
stjórnar Sauðárkróks er cðlilegt
Blönduós:
Ögraundur og Kári
á
Stéttarfélögin í Austur-
Húnavatnssýslu boða til
almenns fundar á Hótel
Blönduósi sunnudaginn 7.
mars kl. 20. Framsögumenn
á fundinum verða Ögmund-
ur Jónasson, formaður
BSRB, og Kári Arnór Kára-
son, formaður Alþýðu-
sambands Norðurlands.
Tvö meginmál verða rædd á
fundinum; hver er staöan í
kjarasamningum og er tíma-
bært að grípa til aðgerða
strax? Stjórnir stéttarfélag-
anna í A-Húnavatnssýslu
hvetja launafólk til að fjöl-
menna á fundinn og standa
saman í baráttunni sem fra-
mundan er. Sætaferöir verða
frá Skagaströnd. SS
að einn landshlutakjarni sé í
hverju kjördæmi“, og að „eilífur
ágreiningur" verði ef kjarnarnir
verði tveir, Blönduós og Sauðár-
krókur". Loks segir í samþykkt-
inni: „Það er eindregin skoðun
Bæjarstjórnar Sauðárkróks að
rökrétt sé að Sauðárkrókur verði
landshlutakjarni fyrir Norður-
land vestra, en Siglufjörður,
Blönduós og Hvammstangi verði
héraðskjarnar."
Þessi ályktun var samþykkt
með öllum atkvæðum og sömu-
leiðis viðbótartillaga Önnu K.
Gunnarsdóttur, Alþýðubanda-
lagi. í viðbótartillögunni er fjall-
að um mikilvægi bættra sam-
gangna, sérstaklega er varðar
frakt- og farþegaflug til að „auð-
velda útflutning á ferskum mat-
vælum héðan og skjóta stoðum
undir ferðaþjónustu". Jafnframt
er bent á að brýna nauðsyn beri
til að „þess verði gætt í hvívetna
að Noröurland vestra verði ekki
afskipt með opinbera þjónustu
og framkvæmdir ef ekki á illa að
fara“. sþ
Margir lögðu leið sína í Gryfjuna sl. þriðjudagskvöld þegar Listadagar MA og VMA voru formlega settir.
Mynd: Robyn
Listadagar VMA & MA:
Kappræður þingmanna í Möðruvallakj allara
Listadagar VIVIA og IVIA hóf-
ust á þriðjudagskvöldið og eft-
ir setningu þeirra í Gryfju
Verkmenntaskólans var KK-
band með opnunartónleika.
Leiðir allmargra nemenda lágu
í Gryfjuna í gær en þess ber að
geta að dagskrá Listadaga
VMA og MA er öllum opinn.
í gærkvöldi var fyrirlestur um
skotveiði og flutt gamanmál en í
kvöld leiða saman hesta sína í
kappræðum í kjallara Möðru-
valla þingmennirnir Halldór
Blöndal og Steingrímur Sigfús-
son og fýsir örugglega marga að
fylgjast með því er þingmennirnir
takast á með orðsins brandi. GG
Fjöldi landsela að staðaldri á ósasvæði Eyjaflarðarár:
„Grípa verður til róttækra ráðstafana
sé málið eins alvarlegt og af er látið“
- segir Kristján Jónsson, formaður Veiðifélags Eyjafjarðarár
I framhaldi af frétt í blaðinu í
gær þar sem Agnar Tómasson,
veiðimaður á Akureyri, segir
landselinn strádrepa geld-
bleikjuna í ósum Eyjafjarðarár
hafði Dagur samband við menn
er gjörþekkja Eyjafjarðará og
ósavæðið sem Agnar. Sverrir
Vilhjálinsson, flugumferðar-
stjóri á AkureyrarflugvelH,
hefur dag hvern útsýni yfir
ósasvæði Eyjafjarðarár og
hann tekur undir orð Agnars:
„Um leið og opnast vakir hér
inn með vesturlandinu, allt inn
að flugturninum, þá er selur-
inn kominn og hann er í engu
öðru en bleikjunni. Það er sem
bleikjan hafi ekki við selnum
því hann er svo hraðsyntur,“
segir Sverrir Vilhjálmsson og
ihvetur eindregið til þess að
selnum verði haldið niðri.
Jóhannes Kristjánsson, kunnur
Aðföng til landbúnaðar:
Verulegur verðmunur á vörum
allt að 28
Lægsta verð á kúafóðurblöndu
var kr. 40,537 tonnið hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga á
Sauðárkróki en hæsta verð var
50.175 krónur tonnið hjá
Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga
á Höfn eða 34,8% hærra í könn-
un sem Verðlagsstofnun hefur
látið gera. Munur á lægsta og
hæsta verði á fóðurvörum
reyndist vera 28% á fískimjöli,
sem var ódýrast hjá Fóður-
blöndunni hf. í Reykjavík en
dýrast hjá Kaupfélagi Saurbæ-
inga á Skriðulandi. Mesti verð-
munur á aðföngum til land-
% á fóðri og 59,7% á
búnaðarframleiðslu, sem kom
fram í könnuninni var 59,7% á
girðinganeti.
Meðalverð á þeim fóðurvörum
sem athugaðar voru hækkaðj á
bilinu 2,4% til 20,4% frá því í
desember 1991 til febrúar 1993
eða á 15 mánaða tímabili. Á
þessum tíma hækkaði verð á
hreinsuðu fóðurlýsi um 20,4% og
kálfafóður hækkaði um 6,7% en
aðrar verðbreytingar urðu minni.
Könnun Verðlagsstofnunar náði
til fjögurra flokka fóðurvara og
einnig sex flokka girðinga- og
byggingaefnis. Mesti munur á
girðingarefni
Útgerðarfélag Akureyringa hf.:
Harðbakur EA með 130 tonn
Harðbakur EA kom til lönd-
unar í gær. Aflinn 130 tonn af
karfa fékkst á miðunum djúpt
úti af Breiðafirði.
„Aflinn hefði mátt vera meiri.
Veðrátta undangenginna daga
hamlaöi veiðum, en við erum
þokkalega ánægðir þegar mið er
tekið af aðstæðum," sagði Jón
Jóhannesson, skipstjóri. ój
hæsta og lægsta veröi girðinga-
efnis var á girðinganeti eða
59,7%. Hundrað metra rú|la af
sex strengja girðinganeti kostaði
krónur 7,443 hjá Kaupfélagi Hép
aðsbúa á Egilsstöðum en 4,660
krónur hjá Mjólkurfélagi
Reykjavíkur. Misntunur á hæsta
og lægsta verði á girðingalykkj-
um var 52,8%. Kostaði pakkinn
krónur 330 hjá Jóni Fr. Einars-
syni í Bolungarvík en aðeins 216
krónur hjá Mjólkurfélagi
Reykjavíkur.
Verðmunur á mótatimbri var
29% á milli hæsta og lægsta verðs
þar sem 1x6" 3.6 - 2,4 metra
borð kostaði 89 krónur hjá Kaup-
félagi Héraðsbúa en aðeins 69
krónur hjá Kaupfélagi Saurbæ-
inga á Skriðulandi. Könnunin á
aðföngum til landbúnaðarfram-
leiðslu náði til 26 sölustaða víðs-
vegar um landið og reyndist eins
og að framan greinir allverulegur
munur vera á verðlagi sömu
vöruflokka eftir því um hvaða
söluaðila var að ræða. ÞI
veiðimaður á Akureyri og stjórn-
armaður í Veiðifélagi Eyjafjarð-
arár, segist ekki rengja orð
Agnars um að selurinn strádrepi
geldbleikjuna, en hins vegar hafi
hann ekki séð sel taka bleikju á
svæðinu aðeins þyrskling og kola
á Leirunum.
Jóhannes bendir á að vel hafi
veiðst í Eyjafjarðará undangeng-
in sumur. Eyjafjarðará var vatns-
mikil á liðnu sumri og úr ánni
veiddust á stöng liðlega 3200
fiskar. Uppistaða veiðinnar var
bleikja, allnokkrar frá 5 til 8
pund, og í aflatölunni eru 55 lax-
ar og liðlega 100 sjóbirtingar.
Kristján Jónsson er bóndi í
Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit og
formaður Veiðifélags Eyjafjarð-
arár: „Okkur stjórnarmönnum í
Veiðifélagi Eyjafjarðarár er ekki
Ijóst enn hversu málið er alvar-
legt. Við verðum að fara á vett-
vang atburðanna og ræða við þá
sem gleggsta mynd hafa. Sé svo
að landselurinn strádrepi geld-
bleikjuna á ósasvæði Eyjafjarð-
arár þá verður að grípa til rót-
tækra ráðstafana. Ekki er mér
kunnugt hvað lög heimila um
veiðar á sel á svæðinu, það verð-
ur að kanna og þá hvernig best
verður að veiðum staðið."
oj
Árlegt „togararall“ hófst í gærkvöld:
„Togað verður inn á
íjörðum sem út á köntum“
- segir Sveinn Benediktsson, skipstjóri Bjarts NK
Arlegt „togararall“ hófst í
gærkvöld á vegum Hafrann-
sóknastofnunar. Fimm togarar
taka þátt í rannsóknarleiðangr-
inum, en síðla dags í gær kom
Bjartur NK-121, einn togar-
anna, til hafnar á Akureyri til
að ná í fískifræðing og fjóra
hjálparmenn hans.
Sveinn Benediktsson, skip-
stjóri Bjarts NK, segir Hafrann-
sóknastofnun leigja togarana í 20
daga og togað verði inn á fjörð-
um sem út í köntum umhverfis
landið. Bjartur NK togar á aust-
ursvæðinu, 118 tog, allt frá
Grímsey að Glettinganesi. Hof-
fell SU togar með suðaustur-
ströndinni allt vestur í Meðal-
1 landsbugt, Brettingur NS togar
suðvestursvæðin, Múlaberg ÓF
verður á Vestfjarðamiðum og
Rauðinúpur ÞH-160 á norðvest-
urmiðum.
„í rannsóknarleiðangrinum
taka þátt 13 menn úr áhöfn
Bjarts og fimrn menn frá Hafró.
Með réttu ættum við að geta
hespað leiðangrinum af á
skemmri tíma en tuttugu dögum,
Allt er þetta háð veðri og við
megum ekki toga í meira en átta
vindstigum, sem setur okkur viss-
ar skorður. Sömu skipin hafa tekið
þátt í „togararallinu" frá upphafi
og þau voru valin japönsk þannig
að lík skip væru á öllum svæð-
um," sagði Sveinn Benediktsson.
ój