Dagur - 04.03.1993, Side 5
Fimmtudagur 4. rriars 1993 - DAGUR - 5
Fréttir
Verðkönnun Verðlagsstofnunar á fiski:
Soðningin ódýrari á stöðum
utan höfuðborgarsvæðisins
Nýverið kannaði Verðlags-
stofnun verð á fiski í 44 fisk-
búðum og matvöruverslunum
á höfuðborgarsvæðinu og 25
verslunum utan þess þar af 15
á Norðurlandi. Niðurstöður
könnunarinnar þykja hinar
athygliverðustu.
Fram kemur að meðalverð á
fiski var í flestum tilvikum lægra
á þeim stöðum utan höfuðborg-
arsvæðisins sem könnunin náði
til, en á höfuðborgarsvæðinu.
Sem dæmi má nefna að meðal-
verð á ýsu og ýsuflökum var 12-
18% hærra á höfuðborgarsvæð-
inu en utan þess, steinbítur var
58% dýrari á höfuðborgarsvæð-
inu og stórlúða 35% dýrari.
Verðlagsstofnun gerði sam-
bærilega könnun í september
1991. í ljós kemur að meðal-
hækkun á nýjum fiski er tæplega
3% á þessu tímabili og er það
sama hækkun og á fiski í fram-
færsluvísitölunni.
Lítum nú til þeirra verslana
sem úrtakið tók til á Norður-
landi, þ.e. frá Hvammstanga til
Húsavíkur.
Húsmóðir á Norðurlandi sem
ætlar að hafa stórlúðu í matinn,
sem er herramannsmatur, gerir
bestu kaupin í Skagfirðingabúð á
Sauðárkróki. Par kostar kílóið
kr. 337,00. Hæsta verðið er hins-
Suður-Þingeyjarsýsla:
Lögregla stöðvar
klipptan bíl
Lögreglan á Húsavík var á ferð
um sveitir Suður-Þingeyjar-
sýslu á þriðjudag og klippti
númer af nokkrum bifreiðum
sem láðst hafði að færa til
skoðunar lengur en góðu hófi
gegndi.
Einnig stöðvaði lögreglan
bifreið sem hún hafði klippt núm-
erin af í janúar. Bifreiðin var
óskoðuð enn og var eigandi
hennar vinsamlegast beðinn að
láta af akstrinum meðan svo
stæðu mál.
Ferskar
fréttir með
morgunkaffinu
Askriftarí3? 96-24222
Lögreglan mun leita óskoð-
aðra bíla á næstu dögum með
klippurnar á lofti, en lítið mun þó
vera eftir af bílum í sýslunni sem
ástæða er til að svipta númerun-
um af. IM
Skákfélag Akureyrar:
10 mínútna mót
- úrslit í 15 mín. móti
Skákfélag Akureyrar heldur 10
mínútna mót fimmtudaginn 4.
mars næstkomandi kl. 20 í
skákheimilinu við Þingvalla-
stræti.
Um síðustu helgi var haldið 15
mínútna mót og þar sigraði
nýbakaður Akureyrarmeistari
örugglega. Gylfi Þórhallsson
fékk 6'/2 vinning af 7 möguleg-
um. í 2. sæti varð Sigurður Inga-
son með 5 v. 3. Sigurjón Sigur-
björnsson 5 v. 4. Jakob Pór Krist-
jánsson 5 v. SS
vegar hjá Kaupfélagi Vestur-
Húnvetninga á Hvammstanga kr.
698,00 kílóið. Sé litið til Akur-
eyrar er verð lægst í Matvöru-
markaðinum í Kaupangi, kr.
490,00 kílóið, og hæst er verðið í
Sælandi við Móasíðu kr. 644,00
kílóið.
Ýsan er hvað oftast á borðum
okkar íslendinga. Lítum á verð á
hausaðri og slægðri ýsu. Dýrustu
soðninguna er að fá í Fiskbúð
Siglufjarðar. Þar kostar kílóið kr.
253,00, en ódýrust er ýsan í
Fiskbúð Fiskiðjusamlags Húsa-
víkur, kr. 163,00 kílóið. Á Akur-
eyri er Matvörumarkaðurinn í
Kaupangi ódýrastur sem fyrr,
hvert kíló á kr. 232,00. Hæsta
verð á landsvísu á lausfrystum
ýsuflökum er að finna hjá Sæ-
landi við Móasíðu, kílóið kostar
kr. 593,00. Enn er Matvörumark-
aðurinn í Kaupangi í lægri kant-
inum með 398,00 kr. kílóið. Á
landsvísu er KHB á Reyðarfirði
með lægra verð kr. 395,00. ój
Stóra bókamarkaðnum
lýkur á sunnudagskvöld:
Bókakaup
bókaimnendamæld
í tonnum
■Mjög mikil aðsókn hefur verið
að Stóra bókamarkaðnum sem
staðið hefur að undanförnu í
Höfðahlíð 1 á Akureyri og seg-
ir Björn Eiríksson bókaútgef-
andi að salan nemi einhverjum
'tonnum og sé hún svipuð og
iverið hefur undanfarin ár.
Reiknað var með meiri sölu
vegna þess að verðið á bókun-
um er kaupandanum hagstæð-
ara en nokkru sinni fyrr.
Einnig er fjölda bókatitla fleiri
. en á undanförnum árum, eða vel
á fjórða þúsund, en einhverjir
þeirra eru raunar orðnir uppseld-
-ir. Bókamarkaðnum lýkur nk.
sunnudagskvöld og reynslan hef-
ur verið sú að á síðustu dögunum
koma tiltölulega langflestir, rétt
eins og margir geymi sér það til
síðasta dags að koma og kaupa
bækur. „Enn er því tækifæri til að
gera reyfarkaup í bókum,“ sagði
Björn Eiríksson. GG
MIÐAV
FORSALA
FIMMTUDAÚINN 4 MARS.
ROKKBANWÐ
-FÖSTUDAC
SKRJÐJÖKIAR
-IAUCARDAC
KJALLARINN
HÚSBRÉF
Kaupum og seljum húsbréf
Ávöxtunarkrafa við kaup 7,20%
við sölu 7%
éélKAUPÞING______
NORÐURLANDS HF
Kaupvangsstræti 4 ■ Akureyri • Simi 96-24700.