Dagur - 04.03.1993, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 4. mars 1993 - DAGUR - 15
Halldór Arinbjamq.rson
t? ' 7
Skíðastaðatrinunið haldið næstkomandi laugardag
Árlegt Skíðastaðatrimm fer fram í Hlíðarfjalli næstkomandi laugardag 6. mars. Gangan hefst við Strýtu kl. 14.00 með hópstarti. Velja má um 2 vegalengdir, 8 eða 20 km. Trimmbrautin endar við
hús göngumanna og verður þar boðið upp á hressingu. Allir fá sérstaka viðurkenningu fyrir þátttökuna og veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sæti í hverjum flokki karla og kvenna. Skráning er í
Skíðastöðum. Þátttökugjald er 300 fyrir fullorðna en ókevpis fyrir 12 ára og yngri. Keppendur verða fluttir með lyftum upp á Strýtu án endurgjalds. Skíðastaðatrimmið er liður í Islandsgöngunni,
sem er röð trimmmóta sem ætluð eru almenningi. Gönguleiðin í Skíðastaðatrimminu er létt og við allra hæfi, jafnt byrjenda og þeirra sem lengra eru komnir. Hér að ofan er kort af leiðinni sem
gengin er (20 km) og þeir sem ganga styttri leiðina sleppa tveimur efri slaufunum. Báðar brautir verða vandlega merktar.
Aðalfundur Þórs: Aðalsteinn áfram formaður
íþróttafélagið Þór hélt aðal- fund sl. laugardag í félags- heiniilinu Hamri. Þar var m.a. kosin ný aðalstjórn og er Aðalsteinn Sigurgeirsson áfram formaður félagsins. í stjórn með honunt voru kjörnir: Kristján Kristjánsson varaformaður. Einar Sveinn Ólafsson gjaldkeri, Guðmundur Sigurbjörnsson ritari, Gunnar Bill Björnsson spjaldskrárritari, Benedikt Guðmundsson með- stjörnancli og Anton Benjamtns- son meðstjórnandi. Töluverðar umræður urðu á fundinum um ýmis mikilvæg mál er varða félagið og samþykkti fundurinn m.a. ályktun þess efnis að aðal- stjórn félagsins skuli vinna að gervigrasvelli og koma því máli í höfn. Að sögn Aðalsteins gekk reksturinn vel á síðasta ári og staða félagsins að hans mati sterk. Hann sá því enga ástæðu til annars en að vera bjartsýnn á komandi starfsár.
Skíði:
Ólafsíjarðarmót í svigi
Hér kemur síðari hluti úrslita
úr Olafsfjarðarmóti í Alpa-
greinum sem haldið var um
síðustu helgi. Fyrst koma úrslit
úr svigkeppni 12 ára og yngri
og síðan úr samhliðasvigi 15
ára og eldri.
6 ára og yngri:
1. Brynja M. Brynjarsdóttir 1:18,93
2. Sunna Eir Haraldsdóttir 1:20,06
3. Ólöf E. Guðmundsdóttir 1:51.07
1. Jóhann G. Kristjánsson 1:24,45
2. Hjalti Már Hauksson 1:24,50
7-8 ára:
1. Kristín M. Gylfadóttir 1:13.88
2. Freydís Konráðsdóttir 1:14,42
3. Ása B. Kristinsdóttir 1:17,57
1. Kristján U. Óskarsson 1:06,43
2. Hörður Helgason 1:22,92
3. Hjörvar Maronsson 1:26,00
9-10 ára: 1. Jóna B. Árnadóttir 1:11,24
2. Hanna D. Maronsdóttir 1:12,15
3. Tinna Rúnarsdóttir 1:16,43
1. William G. Þorsteinsson 1:04,58
2. Magni Barðason 1:05,95
3. Bragi Óskarsson 1:09,21
11-12 ára: 1. Birna M. Sigurðardóttir 1:05,23
2. Svanborg A. Jófiannsdóttir 1:09,50
3. Lísbet Hauksdóttir 1:09,61
1. Arnar Óli Jónsson 58,79
2. Einar Már Ólason 1:03,91
3. Gísli R. Gylfasson 1:12,96
Samhliðasvig 15 ára og eldri: 1. María Magnúsdóttir 2. Díanna Guðmundsdóttir 3. Jóna E. Valdimarsdóttir 1. Eggert Óskarsson 2. Gísli M. Helgason 3. Steinn V. Gunnarsson
Handbolti, 3. flokkur:
KA-strákar áfram
- óvíst með
Um síðustu helgi var keppt á
íslandsmóti 3. flokks karla og
kvenna og átti KA lið í báðum
flokkum. Strákarnir eru örugg-
ir í úrslitakeppnina en óvíst er
með frekari þátttöku stelpn-
anna.
Strákarnir höfnuðu í 3. sæti í 1.
deild og nú verður leikið í tveim-
ur 5 liða riðlum þar sem 2 lið úr
hvorum komast áfram. Um helg-
ina unnu þeir KR 19:17 en töp-
uðu 19:22 fyrir UBK. Síðan
gerðu þeir jafntefli við FH 19:19
stelpurnar
og 22:22 við Stjörnuna. Marka-
hæstur í liði KA var Atli Samúels-
son trieð 37 mörk.
Stelpurnar töpuðu 11:13 fyrir
ÍR, unnu Fylki 15:5 og hefði nægt
jafntefli við Gróttu til að vera
öruggar áfram. Grótta vann leik-
inn 11:10. Þó er ekki loku fyrir að
skotið að 3 lið komist áfram úr
riðlinum sem KA var í en það
skýrist alveg á næstunni. Þjálfari
stelpnanna er Óskar E. Óskars-
son en Árni Stefánsson er með
strákana.
Körfubolti, úrvalsdeild:
Njarðvík sigraði Tindastól
naiunlega í baráttuleik
Njarðvíkingar unnu Tindastól í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl.
þriðjudagskvöld með einu
stigi, 90:89. í heild var leikur-
inn afleitur og mistök hjá báð-
um liðum bæði í vörn og sókn.
Lykilmenn beggja liða brugð-
ust gersamlega og dómararnir
voru stéttinni til skammar.
Fyrri hálfleikur einkenndist af
mikilli baráttu. Varnarleikurinn
var í fyrirrúmi hjá báðurn liðum,
en bæði léku reynd^ slaka vörn
þannig að það hafði engin áhrif á
úrslitin. Tindastólsmenn leiddu
fyrstu mínúturnar, voru með eins
stigs forystu eftir 10 mínútur, en
liðin skiptust síðan á um að hafa
forystuna allan hálfleikinn, en á
endanum náðu Njarðvíkingar að
ljúka hálfleiknum með fjögurra
stiga mun, 39:35.
Síðari hálfleikur byrjaði
svipað, með mikilli baráttu. En
Njarðvíkingar voru ákveðnari og
héldu Tindastólsmönnum í hæfi-
legri fjarðlægð, þó munurinn hafi
aðeins verið 4 stig í byrjun hálf-
leiksins. Njarðvíkingar náðu
mest 15 stiga forskoti eftir afleit-
an kafla hjá Tindastólsmönnum,
þegar um 4 mínútur voru til leiks-
loka, 81:66. Stólarnir náðu loks
aðeins að rífa sig upp og minnka
muninn á síðustu mínútunum, en
það kom of seint. Þegar leikurinn
var úti var staðan 90:87 en síðar
kom í ljós að 2 stig höfðu verið
vantalin á Tindastól á ritaraborð-
inu og því endaði leikurinn
90:89.
í heild var leikurinn afleitur og
mikil mistök hjá báðum liðum,
bæði í vörn og sókn. Lykilmenn
hjá Tindastóli, þeir Raymond og
Valur, brugðust gersamlega og
léku langt undir getu sinni. Sama
rná segja um Teit Örlygsson og
Ástþór Ingason hjá Njarðvík.
Erfitt er að hæla einhverjum sér-
staklega, en þó má nefna Rondey
og Jóhannes Kristbjörnsson hjá
Njarðvík, sem báru af. Hjá
Tindastóli var Ingvar bestur, en
Páll, Karl og Ingi einnig sterkir.
Dómarar voru þeir Bergur
Steingrímsson og Einar Skarp-
héðinsson og voru stéttinni til
skammar. Það hlýtur að fara að
koma að því að liðin í Úrvals-
deildinni segi nóg komið og
heimti dómara sem kunna til
verka. GBS
Stig Tindastóls: Ingvar Ormarsson 22,
Raymond Foster 14, Páll Kolbeinsson
14. Karl Jónsson 13, Valur Ingimundar-
son 12, Ingi Þ. Rúnarsson 12 og Björgvin
Reynisson 2.
Stig UMFN: Rondey Robinson 30,
Jóhannes Kristbjörnsson 30, Rúnar
Árnason 16, Atli Árnason 6, Teitur
Örlygsson 4, Ástþór Ingason 2 og Jón
Árnason 2.
TILBOff>
Fiskbúðingur 1/erð nú kg. 498 Áður 646
Beikonsteik 997 1405
Ömmusperlar 397 688
Frosið kindahakk 698 898
Frosnir hamborgarar 819 1198
Kýrhakk i kjötborði 599 799
Grillaðir kjúklingar 599 stk.
Matvöru-
markaöurinn
Kaupangi
Opiö virka daga kl. 9-22
Laugardaga og
sunnudaga kl. 10-22