Dagur - 09.03.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 9. mars 1993
Velkomið
Gaman.tetni
Fréttir
Blönduós:
Grasbalarnir voru ljótir eftir ágang bfla og hesta.
Mynd: Robyn
Gæti allt eins orðið
eini landshlutakjaminn
Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á
Blönduósi kveöst ósammála
þeirri skoðun bæjarstjórnar á
Sauðárkróki að Iandshluta-
kjarni á Norðurlandi vestra
verði einn en ekki tveir. I
Hestar og bílar valda skemmdum á umhverfi Innbæjartjarnarinnar:
Fyrst og fremst um hugsunar-
leysi að ræða hjá tjónvöldum
- segir Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Akureyrarbæjar
Mikil umferð ríðandi og
akandi var í og við tjörnina í
Innbænum á Akureyri sl. laug-
ardag en þar fóru fram Vetrar-
leikar Iþróttadeildar Hesta-
mannafélagsins Léttis. Árni
Steinar Jóhannsson umhverfis-
stjóri Akureyrarbæjar segir
verulegar skemmdir hafa orðið
á grasbölunum í nágrenni
tjarnarinnar en það séu ekki
aðeins eftir hesta, heldur líka
og ekki síður eftir bifreiðar
sem ekið var inn á svæðið til að
komast sem næst brautinni.
Árni segir þetta raunar ekki
vera í fyrsta skipti sem ekið er
um svæðið, því þegar verið er að
fiska gegnum ísinn á veturna er
iðulega ekið alveg að tjörninni en
um síðstu helgi hafi þetta verið
áberandi mest, bæði hestar og
bílar.
„Efsta lagið var farið að þiðna
og þá veðst þetta strax upp en
hestamennirnir hafa boðist til
þess að bæta fyrir þetta og hefur
verið gengið frá því. Þetta er
fyrst og fremst hugsunarleysi og
menn virðast ekki átta sig fyrr
enn skaðinn er skeður, enda þarf
svo litla þíðu til að grassvörður-
inn spólist upp og stórskemmir
síðan slátturvélarnar fyrir okkur
á sumrin. Það er reyndar ekki
aðeins þarna sem ekið er á græn-
um svæðum í bænum og viðkom-
andi valda bæjarsjóði verulegu
tjóni. Sérstaklega er þetta slæmt
þegar um nýræktir er að ræða og
t.d. hefur verið farið mjög illa
með svæði út með Hörgárbraut
og upp við Mýraiveg. Það er
merkilegt hvað fólk er sporlatt
þegar það kemur til að fylgjast
með móti eins og t.d. því sem
hestamenn buðu upp á sl. laugar-
dag,“ sagði Arni Steinar
Akureyri:
Margrét EA á veiðar
Margrét EA togari Samherja
hf. hélt til veiða í nótt. Nýtt
stýrishús er komið á skipið.
Verkið annaðist Slippstöðin
Oddi hf. á Akureyri.
riNwyf
Sem kunnugt er varð Margrét
EA fyrir brotsjó í Eyjafjarðarál.
Stýrishúsið laskaðist það mikið
að á það var brugðið að smíða
nýtt stýrishús. Því verki er nú
lokið og smíðin tók þrjátíu daga,
en ráðgert var að verkið tæki
fimm vikur.
„Unnið var á vöktum við smíð-
ina, sem hefur heppnast í alla
staði vel. Já, brúin er samkvæmt
nýjustu kröfum. Útsýnið er sem
best verður á kosið og nú er
rýmra um okkur en í gömlu
brúnni. Margrét var að rækju-
veiðum þegar óhappið varð og
svo verður áfram. Við erum á
leið á miðin hér fyrir Norður-
landi,“ sagði Jón ívar Halldórs-
son, skipstjóri. ój
Skemmdarverk við Meðalfellsvatn:
Stúlkurnar ekki frá Akureyri
I Degi á laugardag var frétt á
bls. 2 um skemmdarverk nokk-
urra unglinga á sumarbústöð-
um við Meðalfellsvatn. Þar var
sagt að stúlkurnar tvær í hópn-
um væru frá Akureyri. Þær
upplýsingar hafði Dagur frá
opinberum aðilum.
í gær hafði rannsóknarlögregl-
an á Akureyri samband við blað-
ið og upplýsti að enginn þeirra
unglinga sem hlut áttu að máli
við Meðalfellsvatn séu frá Akur-
eyri.
Þetta leiðréttist hér með. Um
leið og blaðið harmar að hafa
fengið og birt rangar upplýsingar
biður það hlutaðeigandi aðila af-
sökunar á þeim óþægindum sem
birting fréttarinnar kann að hafa
valdið þeim. Rétt er þó að taka
fram að ekki voru birt nein nöfn í
umræddri frétt. Fréttastj.
Jóhannsson.
Mjög mikið var hringt til
starfsmanna Umhverfisdeildar á
laugardaginn meðan á mótinu
stóð og voru það óánægðir Inn-
bæingar sem ekki vildu horfa
aðgerðarlausir upp á það tjón
sem bílar og skepnur ollu þar.
GG
- segir bæjarstjórinn
ályktuninni segir að það sé
„rökrétt að Sauðárkrókur
verði Iandshlutakjarni fyrir
Norðurland vestra“. Ofeigur
segir alveg eins mega halda því
fram að Blönduós eigi að
verða eini landshlutakjarninn,
enda sé bærinn miðsvæðis í
kjördæminu.
„Við ætlum ekkert að hafa á
móti að það verði einn lands-
hlutakjarni, en hvort er þá eðli-
legra að það verði Blönduós eða
Sauðárkrókur? Blönduós er
miðja vegu milli Reykjavíkur og
Akureyrar við hringveginn og
nær því að vera miðsvæðis en
Sauðárkrókur, þannig að það má
alveg eins halda því fram að
Blönduós eigi að verða lands-
hlutakjarni eins og Sauðárkrók-
ur“, sagði Ófeigur í samtali við
blaðið. Hann sagði jafnframt að
forsendur séu fyrir hendi, á
Blönduósi sé fjölþætt þjónusta og
svæðið nægjanlega mannmargt.
Sauðárkrókur hafi þegar fengið
talsvert af opinberri þjónustu í
sinn hlut og því e.t.v. eðlilegt að
dreifa frekari þjónustu til annarra
þéttbýlisstaða.
Varðandi ótta bæjarstjórnar
Sauðárkróks að tveir landshluta-
kjarnar skapi ágreining milli
svæða, telur Ófeigur að einhver
ágreiningur verði alltaf til staðar,
en ekkert frekar innan kjördæmis
en milli kjördæma. Hann kvaðst
afar óhress með málflutning
Björns Sigurbjörnssonar bæjar-
fulltrúa á Sauðárkróki og for-
mann SSNV, sem sagði nýverið í
útvarpsviðtali að þéttbýlisstað-
irnir þurfi að koma sér saman um
þessi mál. Að mati Ófeigs eru
sveitahrepparnir jafn réttháir
þéttbýlinu og sveitarfélögin eiga
öll að koma sér saman um þessi
mál. Hann kvaðst búast við því
að bæjarstjórn Blönduóss geri
engar athugasemdir við tillögu
Byggðastofnunar, en hinsvegar
sé kannski eðlilegt „með tilliti til
samþykktar bæjarstjórnar Sauð-
árkróks að leggja meiri áherslu á
það að Blönduós nýtist sem
kjarni fyrir kjördæmið, þar sem
Blönduós er betur staðsettur í
kjördæminu". sþ
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna:
JafnréttisneM og jafin’éttisfulltriu
Akureyrar gáfu út veggspjald
í gær, mánudaginn 8. mars,
var haldið upp á alþjóðlegan
baráttudag kvenna víða um
heim. Jafnréttisfulltrúi og jafn-
réttisnefnd Akureyrar boðuðu
til blaðamannafundar af þessu
tilefni og kynntu veggspjald
sem Soffía Árnadóttir hannaði
fyrir nefndina og gefið var út í
tilefni dagsins. í texta vegg-
spjaldsins eru karlar og konur
minnt á að sýna sjálfum sér
virðingu í samskiptum kynj-
anna og það ítrekað að kyn-
ferðisleg áreitni er vanvirðing.
Valgerður Bjarnadótdr, jafn-
réttisfulltrúi, Hugrún Sigmunds-
dóttir, formaður jafnréttisnefnd-
ar, og Stefanía Traustadóttir frá
Skrifstofu jafnréttismála kynntu
veggspjaldið, baráttumál kvenna
á Akureyri á þessum degi og efni
fundar sem jafnréttisnefnd boð-
aði með konum í gærkvöld.
Jafnréttisnefnd Akureyrar
ákvað að taka tilfinningaleg sam-
skipti kynjanna fyrir á þessum
degi, ekki síst út frá kynferðis-
legri áreitni. Nefndin hvetur til
umræðu um þessi mál og leggur
áherslu á að við berum öll ábyrgð
á að bæta þessi samskipti og að sá
eða sú sem beitir kynferðislegri
áreitni sýni sjálfum sér vanvirð-
ingu.
Valgerður sagði að tilfinninga-
leg samskipti kynjanna væru
vandmeðfarin og sumum reyndist
erfitt að gera greinarmun á snert-
ingu og káfi, tvíræðum bröndur-
um og klámi, jákvæðum og nei-
kvæðum tilfinningum. Hún sagði
að hver og einn þyrfti að finna
hjá sjálfum sér hver væri mörkin
milli eðlilegra samskipta og
óvelkominnar áreitni. Á vegg-
spjaldinu er þetta áréttað og
símanumer jafnréttisfulltrúa aug-
lýst svo þeir sem hafa orðið fyrir
kynferðislegri áreitni eða óska
eftir frekari upplýsingum geti
haft samband.
Kynferðislegt ofbeldi hefur
verið mikið í fréttum en kynferð-
isleg áreitni minna. Það er ekki
langt síðan það var sett inn í
hegningarlög hér á landi að kyn-
ferðisleg áreitni væri refsiverð.
Þær stöllur töldu víst að þetta
vandamál væri nánast jafn gamalt
mannkyninu en hefði ávallt verið
vandmeðfarið og nauðsynlegt
væri að opna umræðuna. Einn
liður í því er dreifing vegg-
spjaldsins á vinnustaði á Akur-
eyri, en kynferðisleg áreitni er
einmitt vandamál á sumum
vinnustöðum og samkvæmt jafn-
réttislögum ber atvinnurekand-
inn ábyrgðina. SS
Veggspjaldið sem Soffía Árnadóttir myndlistarkona hannaði fyrir jafnréttis
fulltrúa og jafnréttisnefnd Akureyrar og dreift verður á vinnustaði í bænum.