Dagur - 09.03.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 9. mars 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
íslendingar geta
verið samhentir
Því er stundum haldið fram að hér á landi sé hver
höndin upp á móti annarri og aldrei náist sam-
staða um nokkurn skapaðan hlut. Vissulega má
það til sanns vegar færa að íslenska þjóðin er á
stundum sundurlynd og þrætugjörn og að ófá við-
fangsefni hennar hafa mistekist vegna skorts á
samstöðu. Þjóðin getur hins vegar sýnt á sér allt
aðra og betri hlið, þegar henni sýnist.
Þegar íslendingar etja kappi við aðrar þjóðir á
íþróttasviðinu, fylgist almenningur grannt með
keppnisfólkinu sínu og styður við bakið á því eftir
fremsta megni. Þjóðarsamstaðan kemur ekki síður
skýrt fram þegar íslendingar telja sér hættu búna
af yfirgangi erlendra þjóða. Þá leggjast allir á eitt
þar til fullur sigur er unninn
Þó kemur samkenndin og einhugurinn líklega
aldrei eins glöggt fram eins og þegar minnihluta-
hópar í þjóðfélaginu leita ásjár hjá samborgurum
sínum á neyðarstundu. Nýjasta dæmið er söfn-
unarátak, sem Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna gekkst fyrir síðastliðinn föstudag í sam-
vinnu við íslenska útvarpsfélagið, Búnaðarbank-
ann, Gulu línuna og fleiri aðila. Markmiðið var að
setja á laggirnar sérstakan sjóð, sem hafi það hlut-
verk að bæta aðbúnað krabbameinssjúkra barna
hér á landi til jafns við það sem tíðkast hjá ná-
grannaþjóðum okkar og styrkja þær fjölskyldur
krabbameinssjúkra barna, sem þurfa á fjárstuðn-
ingi að halda. Það er skemmst frá því að segja að á
örfáum klukkustundum söfnuðust rúmlega fimm-
tíu og þrjár milljónir króna og má búast við að sú
tala eigi enn eftir að hækka. Þessir fjármunir munu
væntanlega reynast hinum sjúku, börnum, foreldr-
nm þeirra og öðrum aðstandendum ómetanleg
stoð í erfiðri baráttu. Einstaklingar, félagasamtök,
fyrirtæki og stofnanir lögðust á eitt um að gera
söfnunina sem árangursríkasta og afraksturinn fór
fram úr björtustu vonum aðstandenda. Fjárhæðin
sem safnaðist jafngildir því að hvert einasta
mannsbarn í landinu hafi látið rúmlega 200 krónur
af hendi rakna og segir það sína sögu um það hve
stórkostlecjur árangur náðist. Sérstök ástæða er til
að þakka Islenska útvarpsfélaginu svo og öðrum,
sem að söfnuninni stóðu, fyrir gott og göfugt
framtak.
Á föstudaginn sýndi íslenska þjóðin það enn
einu sinni í verki að hún er einstök í sinni röð. Hún
sinnti hjálparkalli Styrktarfélags krabbameins-
sjúkra barna eins og stór og samhent fjölskylda og
með slíkri reisn að sérhver íslendingur má vera
stoltur af. BB.
Er þjóðfélagið í
helgreipum lögmanna?
Ég var að lesa grein Braga
Bergmann, ritstjóra Dags, sem
hann skrifar í blað sitt þann 30.
janúar síðastliðinn. Þar skrifar
hann um réttarkerfið og afbrota-
mennina. Ekkert er ofsagt í þess-
ari grein, enda ekki auðvelt að
segja of mikið um þessi mál eins
og jiau standa um þessar mundir.
Þessi ágæta grein vakti með mér
margar spurningar og má segja
að fyrirsögnin hér að ofan spegli
innihald þeirra. Hvernig mér
gengur að gera læsilega grein úr
þessum heilabrotum mínum
verður svo að koma í ljós.
Lögmenn hafa mikil ítök
í þjóðfélaginu
Það er best að byrja á efninu,
sem ritstjórinn fjallar um í grein
sinni. Stór sakamál, sem allir vita
um, sofa í kerfinu árum saman án
þess að nokkur virðist hreyfa
hönd né fót. Hvaða eftirlit er
með því að svona gerist ekki og
hverjir eiga að framkvæma það?
Hvað verður um embættismenn
sem svona standa sig? Úr hvaða
stétt eru þeir menn sem standa
fyrir þessum misfellum í því kerfi
sem á að sjá um að réttlætinu sé
framfylgt í landinu? Það virðast
vera að stórum hluta lögmenn,
sem koma að þessum málum, og
í sumum tilfellum eru þeir einir
með réttindi til þess að vinna að
þeim.
Lögmenn virðast hafa býsna
mikil og margvísleg tök á þjóð-
félaginu og þau eru ekki öll þjóð-
inni til góðs. Það er ótrúlegt
hversu víða þeir eru í athafnavef
þjóðfélagsins. Á Alþingi sitja
margir úr þessari stétt og smíða
lög sem eiga að gera þjóðfélagið
okkar betra. í embættum ráðu-
neyta og fógeta sitja lögmenn og
eiga að sjá um að þessi lög nái
fram að ganga. Það eru mjög
augljós dæmi um misbresti í
þeirri embættisfærslu. Samt heyr-
ist lítið um það að menn missi
embætti fyrir slíkar sakir. Þessi
stétt er líka í störfum hjá sveitar-
félögum og fréttir, sem fjölmiðlar
flytja okkur af þeim vettvangi,
hníga í sömu átt.
Vanræksla virðist vera nokkuð
algeng hjá þessari stétt og mikill
Brynjólfur Brynjólfsson.
seinagangur ríkjandi, þótt málin
séu að lokum kláruð. í ríkis-
stjórnum sitja menn úr þessari
stétt og hafa mikil áhrif á það
sem þar er gert. Fasteignasala er
að stórum hluta í höndum lög-
manna og sumt af því sem fjöl-
miðlar segja frá úr þeim geira er
ekki stéttinni til framdráttar eða
álitsauka. Margir lögmenn eru
duglegir og ábyggilegir fyrir hönd
skjólstæðinga sinna og koma
málum frarn á eðlilegan hátt ef
þeir lenda ekki á slóðum hjá
embættunum.
Slóðarnir í stéttinni
Og þá erum við komin að slóðun-
um í stéttinni. Þeir eru fyrir
hendi í þessari stétt sem öðrum
og til vandræða þar sem annars
staðar. Það verður að teljast eðli-
legt að ungir lögmenn, nýkomnir
úr skóla, leiti til þess opinbera
eftir vinnu. Þeir eru aura- og
reynslulausir og öruggast að bæta
úr því á þann hátt. Margir af
þessum ungu mönnum eru dug-
legir og ábyggilegir og reynast vel
í starfi og vaxa upp í að verða
góðir embættismenn í kerfinu.
Sumir af þessum ungu lögmönn-
um fara út í sjálfstæðan rekstur í
sfnu fagi þegar búið er að safna
reynslu og aurum. Það veltur svo
á persónugerð þessara einstak-
linga hvernig til tekst.
Það er mjög þýðingarmikið
fyrir þjóðfélagið að hver maður í
þessari stétt standi sig vel og ekki
síður fyrir lögmannastéttina í
heild og orðspor hennar. Mjög
hætt er við því að slóðarnir lendi
helst hjá því opinbera í starfi - og
oft með tilstyrk vina eða vanda-
manna, sem hafa ítök í pólitísk-
um flokkum til þess að fá embætti
fyrir þessa menn. Hættan er því
sú að á leið mála í kerfinu séu
víða slóðar sem verka sem drag-
bítar á annars eðlilega unnin mál
og gefi þar með óeðlilega heildar-
mynd af störfum þessarar stéttar.
Afkastamenn
Það er hugsanlega fyrir slóðaskap
einhvers úr þessari stétt að
síbrotamenn eru hlaupandi um
götur og torg, frjálsir ferða sinna
og í miklum önnum við iðju sína.
Það breytir engu hversu iðnir lög-
reglumenn eru við að handtaka
þessa eljumenn, þeir eru komnir
á stjá mjög fljótt aftur og halda
áfram þar sem frá var horfið. Þeir
eru svo athafnasamir að slóðarnir
í réttarkerfinu hafa ekki við þeim
í starfi. Sá er munurinn á síbrota-
mönnunum og slóðunum í réttar-
kerfinu, að þeir fyrrnefndu er
afkastamenn en þeir síðarnefndu
ekki.
Hætt er við að slóðaskapur og
skilningsleysi ráði of miklu í þess-
um málum, allt frá stjórnvöldum
og niður gervallt kerfið. Þing-
menn okkar keppast við að setja
lög sem embættin í réttarkerfinu
eiga svo að framfylgja. En á sama
tíma er þessum sömu embættum
skammtaður minni mannafli til
þess að vinna þessi síauknu verk.
Af fréttum um Hæstarétt að
dæma, er helst að skilja að í garð
hans hafi ríkt algert hirðuleysi af
hálfu stjórnvalda; bæði hvað
húsnæði og mannahald varðar.
Álitshnekkir
Ástandið í fangelsismálunum er
öllum kunnugt. Húseignir ríkis-
ins eru að hruni komnar, eins og
fjölmiðlar greina frá, og eflaust
mætti tína fleira til. Slóðaskapur-
inn virðist vera sjálfberandi í
kerfinu, sem þýðir að hann við-
heldur sjálfum sér. Útkoman
verður sú, sem ritstjóri Dags
stendur alveg undrandi frammi
fyrir, að sjálfsögðu: Maður brýst
inn í fyrirtækið, sem ritstjórinn
stjórnar, og fremur grófan þjófn-
að og lögbrot. Rannsóknarlög-
reglan gerir skyldu sína og upp-
lýsir afbrotið en réttarkerfið virð-
ist ekki ráða viða að beita viður-
lögum. Útkoman virðist líka vera
sú að stétt lögmanna bíður álits-
hnekki.
Brynjólfur Brynjólfsson.
Höfundur er matreiðslumeistari á Akur-
eyri og áhugamaður um þjóðfélagsmál.
landi.
niolw
henni
vaileflt
tum ofl
um tii*
upp-
úmsviioþrotmemrn
k veiið iltað
k bieflðast við
. •dtniefnavá.
dieiiinflu ötota n* f n “ ■
„uinlngl.
nasse
SMSVrrsíií
iSs&sass
ÍS?SS«..»»->»*“ «
'■“ÆS'SSu..
V, u,a.<»u >rt» .«.-J
SsÆsss-a
rsssssSíf
„„Þ6«i .«».<■« ■ ®»l
sakbotningan |
vai kona fundin 1
á Kókalni enda taldí*‘ .\
sannaö. Hina v«fl« \
£S“»Slu,l..<»rt.dfL
Magnús Aðalbjörnsson:
Þakkir til Valgerðar og Tómasar
Laugardaginn 6. mars efndi
Kennarasambandið til uppeldis-
málaþings. Yfirskrift þingsins
var: Alhliða menntun í dreifbýlu
landi. Veltu menn fyrir sér þeirri
spurningu hvort skólinn væri á
tímamótum.
Mikið fjölmenni var á fundin-
um og sóttu hann kennarar á
Norður- og Austurlandi. Það
vakti athygli mína að Valgerður
Sverrisdóttir og Tómas Ingi
Olrich fylgdust vel með þeirri
umræðu er fram fór um hugsan-
legan flutning grunnskólans frá
ríki til sveitarfélaga. Það gefur
okkur kennurum vonir þegar
þingmenn hlusta á rök okkar og
mótrök og það hlýtur að veita
þeim styrk þegar þeir að lokum
taka ákvörðun um málið á
Alþingi íslendinga. Við kennarar
tökum eftir því hvaða þingmenn
sýna málefnum menntunar og
uppeldis í landinu skilning og
hverjir hreyta í okkur ónotum.
Hafið heila þökk fyrir kom-
una.
Virðingarfyllst,
Magnús Aðalbjörnsson,
formaður F.S.N.E.
Höfundur er formaður Félags skólastjóra
á Norðurlandi eystra.