Dagur - 09.03.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 09.03.1993, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 9. mars 1993 - DAGUR - 11 Séð yfir sviðið. Gerrit Schuii stjómaði Kammerhljómsveit Akureyrar nú í fyrsta skipti og stóð sig frábærlega. Hljómsveitin komst þegar á heildina er litið vel frá sínu og hlutur Kórs Dalvíkurkirkju, en í honum voru 44 manns að þessu sinni, var rnjög góður. Myndir: Óskar Þór Halldórsson Fjölmenni á Vínartónleikuiii Eftir því sem næst verður komist lögðu á áttunda hundrað manns leið sína í íþróttaskemmuna á Akureyri sl. sunnudag á Vínar- tónleika Kammerhljómsveitar Akureyrar. Og þessir fjölmörgu áheyrendur urðu ekki fyrir von- brigðum, ef marka má frábærar viðtökur sem listafólkið, hljóm- sveitin, einsöngvararnir Jón Þor- steinsson og Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir og Kór Dalvíkurkirkju, fengu. Áheyrendur komu víða að. Flestir voru frá Akureyri, en þekkja mátti fjölda andlita frá Dalvík, úr Svarfaðardal og Ólafs- firði. Blaðamaður var í Skemm- unni sl. sunnudag og tók með- fylgjandi myndir. óþh Kór Dalvíkurkirkju. Næst eru karlar í bassa og konur í alt. Annáll eftiahagsmála 1988-1992 Þjóðhagsstofnun hefur gefið út 14. ritið í ritröðinni um þjóðar- búskapinn. í þessu riti er birtur annáll íslenskra efnahagsmála frá árinu 1988 og fram á árið 1992. Markmiðið með ritinu er að gefa yfirlit yfir helstu atburði á sviði efnahagsmála á umræddu tímabili. Annállinn nær til flestra þátta sem snerta þróun efnahags- og atvinnumála. Þar eru meðal ann- ars tíundaðar ráðstafanir stjórn- valda í ríkisfjármálum og pen- inga- og gengismálum og dregin saman helstu atriði efnahagsað- gerða hverju sinni. Þá er sagt frá ráðstöfunum stjórnvalda í launa- og vinnumarkaðsmálum og greint frá niðurstöðum kjara- samninga. Jafnframt er getið helstu breytinga í félags-, trygg- inga-, verðlags- og viðskiptamál- um. Efni annálsins er raðað í tímaröð en í ritinu er efnisflokka- skrá sem gerð er með það fyrir augum að auðvelda mönnum að finna efni sem tengist sama mála- sviði. Síðast var annáll með þessu sniði birtur árið 1988 og náði hann til árabilsins 1977-1988. Með þessu riti hefur annállinn verið framlengdur og liggur nú fyrir samræmt efni frá árinu 1977. Framvegis verður stefnt að því að birta sérstakan annál um efna- hagsmál á nokkurra ára fresti og jafnframt verður unnið að því að samræma efni annála frá því fyrir 1977 sem ekki hefur áður birst á einum stað. Að auki verða að venju birtir styttri annálar í öðr- um útgáfum Þjóðhagsstofnunar. Einsöngvararnir Jón Þorsteinsson, tenór, og Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran, komust vel frá sínu og var klappað lof í lófa. Iðntæknistofnun vinnur að tækniþróun og aukinni framleiði í íslensku atvinnulífi. Á stofuninni eru stundaðar hagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf, gæðaeftirlit, þjónusta, fræðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hæft starfsfólk til að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Tveir sérfræðingar á Akureyri Iðntæknistofnun vill ráða tvo sérfræðinga til starfa á Akureyri. Störfin felast í rannsókna- og ráðgjafastarfsemi jafn- framt kennslu við rekstrar- og sjávarútvegsdeildir Háskólans á Akureyri. Umsækjendur þurfa að vera verkfræðingar eða hafa sambærilega menntun. Leitað er eftir sérfræðingum á sviði framleiðslutækni eða matvælatækni. Æski- legt er að þeir hafi reynslu úr atvinnulífinu eða af rannsóknum. Starfsmönnunum er ætlað að byggja upp tengsl við fyrirtæki í útgerð, fiskvinnslu og almennum iðnaði. Þeir verða starfsmenn Iðntæknistofnunar en hafa starfsaðstöðu við Háskólann á Akureyri. Val á starfs- mönnum fer fram í samstarfi við Háskólann. Hvatt er tii að jafnt konur sem karlar sæki um stöð- urnar. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir ásamt staðfestingu um nám og fyrri störf sendist til Iðntæknistofnunar fyrir 10. apríl nk. merktar „Akureyri". Iðntæknistof nun I ■ I0NTÆKNIST0FNUN ÍSLANDS Keldnaholt, 112 Reykjavík Sími (91) 68 7000

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.