Dagur - 20.03.1993, Side 2

Dagur - 20.03.1993, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 20. mars 1993 Árshátíð FUNA verður haldin í Sólgarði, þann 27. mars '93 og hefst kl. 20.30. Ljúffengur matur og óskapleg skemmtiatriði. Dansbandið leikur fyrir dansi. Miðaverð aðeins kr. 2.500,- Miðar seldir í Hestasporti og versluninni Brynju, 23. og 24. mars og hjá Þór á Akri og Birgi í Teigi 25. mars. Allir velkomnir, sjáumst hress! Nefndin. AKUREYRARB/ER ÚTBOÐ Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjarsjóðs Akureyrar óskar hér með eftir til- boðum í gatnagerð og iagnir í áfanga III A í Giljahverfi. Tilboðið nær til gerðar á 220 lengdarmetra af götu og 240 lengdarmetra af stígum ásamt til- heyrandi holræsalögnum og jarðvinnu fyrir vatns- lagnir, og er skilafrestur verksins til 29. maí 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Tækni- deildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og með þriðjudeginum 23. mars 1993 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða fer fram á sama stað þriðjudaginn 13. apríl kl. 11.00 fyrir hádegi. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. Frumsýnum um helgina kl. 14.00-18.00 laugardag og sunnudag NISSAN MICRA BÍLL ÁRSIIMS 1993 16 ventla Twin Cam með aflstýri. Upphituð sæti. Einnig fáanlegir með sjálfskiptingu. Verð frá kr. 799 þúsundum. ★ Einnig verður sýndur Nissan Sunny og Subaru. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri Fréttir Síldarverksmiðjur ríkisins fengu aðvörun vegna loðnuleitar: Erlend fiskiskip verða að slökkva á fiskileitartækjum sigli þau um landhelgina Samkvæmt bréfi sem Síldar- verksmiðjum ríkisins hefur borist frá sjávarútvegsráðu- neytinu mega erlend fiskiskip ekki vera með fiskleitartæki í gangi er þau sigla um íslenska landhclgi og efiaust ætlar ráðu- neytið sér að fylgjast með því að því banni verði fylgt eftir. Það er hins vegar erfitt að ímynda sér framkvæmdina á því. Ástæða þess að ráðuneyt- ið sendir Síldarverksmiðjum ríkisins þetta bréf er að verk- smiðjurnar leigðu grænlenska fiskiskipið Ammassat til loðnuleitar fyrir sunnan og suðaustan land. í bréfi sjávarútvegsráðuneytis- ins segir m.a.: „Erlendum skip- um er óheimilt að stunda fiskileit og rannsóknir í fiskveiðilögsögu íslands án sérstaks leyfis íslenskra stjórnvalda samkvæmt lögum nr. 81/1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands og lög- um nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Ráðuneytið bendir jafnframt á að erlend skip sem rannsóknir stunda án tilskilins leyfis kunna að verða færð til hafnar og hlutað- eigandi látnir sæta ábyrgð lögum samkvæmt.“ Með bréfinu var stjórn Síldar- verksmiðjanna gefinn kostur á að leita samþykkis ráðuneytisins um leigu á grænlenska skipinu til loðnuleitar og hefur það verið gert jafnframt því að loðnuleit á skipinu hefur verið hætt. Alls hafa veiðst 639.520 tonn á loðnuvertíðinni sem er nákvæm- lega það magn sem upphaflega var leyft að veiða en eftir eru óveidd 180 þúsund tonn af kvót- anum og hefur ekkert veiðst þessa viku, aðallega vegna veðurs. Hæsta löndunarhöfn landsins er Siglufjörður með 81.301 tonn, en á Norðurlandi hefur alls verið landað 199.871 tonni eða 31% af heildaraflan- um. Til Raufarhafnar hafa komið 58.164 tonn, til Þórshafnar 30.369 tonn, til Krossaness 28.119 tonn og til Ólafsfjarðar 1.918 tonn. GG Námsefni grunnskólanna um landbúnaðinn: Er úrelt og þarfiiast endurskoðunar - segir Atli Vigfússon, bóndi og kennari á Laxamýri „Ég tel það námsefni sem not- að er í grunnskólum og snertir landbúnaðinn sé alls ekki nothæft. Námsefni og kennslu- gögn eru úrelt. Þau miðast við annan tíma og aðrar aðstæður en við búum við í dag. Þegar kennarar sem hafa takmark- aða þekkingu á landbúnaði og almennum sveitastörfum þurfa að notast við ófulinægjandi kennslugögn er engin von til að þeim takist að upplýsa æsku landsins um landbúnaðinn á þann hátt sem æskilegt og raunar nauðsynlegt er í dag,“ sagði Atli Vigfússon, bóndi og kennari á Laxamýri í samtali við Dag. Atli sagði að þótt ýmis vand- kvæði séu á að flytja rekstur grunnskólana að fullu til sveitar- félaganna eins og hugmyndir séu komnar fram um þá séu þau vandamál fyrst og fremst tengd rekstri skólanna og tekjustofnum sveitarfélaga. Ýmis ljós atriði megi einnig finna í þessum hug- myndum og þá ekki síst að með auknum yfirráðum heimamanna eigi að verða auðveldara að laga námsefnið að þeim þörfum sem viðkomandi svæði búi við. Þrátt fyrir það sé þó einnig nauðsyn- legt að efla kennslu um landbún- aðinn og raunar atvinnuvegina alla í grunnskólum á höfuðborg- arsvæðinu. Atli sagði að fólk sem engin tengsl hafi haft við landbúnaðinn eða sveitirnar eigi oft erfitt með að átta sig á mörgu er snertir líf fólks og afkomu í sveitum og á landsbyggðinni almennt. Þetta fólk eigi eðlilega einnig erfiðara með að skilja samhengi landbún- aðarins og jafnvel annarra fram- leiðsluatvinnuvega við aðra þætti í vikunni Iönduðu þrír togarar hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga hf. Aflinn var þorskur að stórum hluta. Árbakur EA landaði sl. mánu- dag. Aflinn var 145 tonn, þar af voru 97 tonn karfi. Árbakur er nú í slipp, sem Svalbakur EA. í síðustu viku gerði Svalbakur EA sölu í Þýskalandi. Söluverð afl- ans var 10,3 milljónir króna, sem var mjög lélegt. Meðalverð var tæplega 75 krónur á kíló, en hefði þurft að vera 105 krónur samfélagsins og eigið daglegt líf. Hann sagði að bændur yrðu sjálf- ir að vakna til vitundar um sinn þátt í þessu efni og hefja baráttu fyrir því að námsefni um land- búnaðinn í grunnskólum landsins verði endurnýjað með hliðsjón af þeim tímum er væru að hefjast í landbúnaði með tilliti til gróður- vörslu, landverndar og sjálfbærr- ar þróunar. ÞI hið minnsta að sögn talsmanns ÚA. Á miðvikudaginn landaði Harðbakur 202 tonnum, þar af voru 124 tonn þorskur, og Dal- víkurtogarinn Baldur EA kom til löndunar sl. þriðjudag. Aflinn var 97 tonn, að stórum hluta þorskur. Næstir til löndunar hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa hf. verða Hrímbakur EA, á mánudag, og um miðja viku Kaldbakur EA. ój Afli ÚA togara þorskur að stórum hluta - léleg sala Svalbaks EA í Þýskalandi HHHHHHMHHHHHHHHHHHHHHMHHHHHHHHHHH 11.-27. mars HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH Bifreiðaskattar: Hertar aðgerðir vegna vanskila Höfuöstóll útistandandi bif- reiöaskatta vegna álagningar 1992 og eldri ára var 552 millj- ónir miöað við 16. mars sl. Að viðbættum dráttarvöxtum nema þessi vanskil 775 milljón- um króna. Vegna ársins 1993 eru um 825 milljónir útistand- andi. í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu kemur fram að hertar aðgerðir til innheimtu bif- reiðaskatta eru hafnar og því hef- ur verið beint til innheimtu- manna ríkissjóðs að þeir geri ráð- stafanir til að skráningarnúmer verði tekin af þeim bifreiðum þar sem bifreiðaskattar eru komnir á eindaga. Bifreiðaskattar eru þunga- skattur, bifreiðagjald og vátrygg- ing ökumanns. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.