Dagur


Dagur - 20.03.1993, Qupperneq 3

Dagur - 20.03.1993, Qupperneq 3
Laugardagur 20. mars 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Eyjaflarðarferjumálið: Best fyrir Vegagerðina að byija upp á nýtt - segir Smari Thorarensen, oddviti Hríseyjarhrepps í gær var ekki fengin niður- staða í Eyjafjarðarferjumálinu svokallaða og ekki búist við að línur myndu skýrast fyrr en eft- ir helgi. Fulltrúar Hríseyjar- hrepps lögðu fram greinargerð um málið fyrir Helga Hall- grímsson, vegamálastjóra, í vikunni og hún er nú til skoðunar hjá Vegagerðinni. Jón Birgir Jónsson, aðstoðar- vegamálastjóri, sem hefur öðrum fremur haft með ferjumál að gera hjá Vegagerð ríkisins, hefur ver- ið í Kína að undanförnu og var hann væntanlegur til vinnu í gær. Ekki tókst að ná tali af honum í gær, en eftir því sem næst verður komist var á dagskrá fundur hans í gær með Halldóri Blöndal, sam- gönguráðherra, um málið. Á sunnudag hefur samgöngu- ráðherra boðað þrjá flokksbræð- ur sína úr Hrísey á fund á Dalvík til viðræðna um Eyjafjarðarferju- málið. Þetta eru þeir Smári Thor- arensen, Narfi Björgvinsson, sem eru aðalmenn í hreppsnefnd, og Árna Kristinsson, sem er vara- maður í hreppsnefnd Hríseyjar- hrepps. Smári Thorarensen sagði í samtali við Dag að afstaða hans hafi ekkert breyst í þessu máli. „Ég tel að úr því sem komið er sé best fyrir Vegagerðina að falla frá öllum tilboðum og byrja á þessu dæmi upp á nýtt. Það er alveg ljóst mál að við munum ekki sætta okkur við þá leið sem hefur verið rædd, að semja við Eystein Yngvason um þessa flutninga með Árnesi. Ef hins vegar er ætlunin að valta yfir okkur með því móti, þá er það þeirra mál og þeir taka þá þeim afleiðingum. Ef þetta mál endar á þann veg, sem virðist stefna í núna, þá endar það verr en það byrjaði. Menn voru ekki sam- mála á sínum tíma þegar Sæfari kom, en hann er staðreyndin í dag og hann er það sem við vilj- um vinna úr,“ sagði Smári. „Við höfum vitnað til þess samnings sem gerður vaT í fyrra og kvað á um að ríkið yfirtæki Sæfara og síðan yrði stofnað hlutafélag um reksturinn. Þessi samningur var undirritaður af báðum aðilum og honum hefur aldrei verið sagt upp,“ sagði hann ennfremur. Eins og fram hefur komið var Sæfari settur á söluskrá í byrjun þessa mánaðar í Noregi og var uppsett verð um 22 milljónir króna. Vegamálastjóri sagði í viðtali við Dag sl. miðvikudag að Vegagerðin hafi ekki sett skipið á söluskrá og misskilningur hafi orðið þess valdandi að það var gert. Dagur hefur fyrir því traust- ar heimildir að forsvarsmenn sveitarfélags í Noregi hafi að undanförnu spurst fyrir um möguleikann á kaupum á Sæfara fyrir sem næst 40 milljónir króna. Samkvæmt skýrslu Ríkisend- urskoðunar „Stuðningur ríkisins við ferjur og flóabáta“ frá því í febrúar sl. kemur fram að Sæfari hafi verið keyptur hingað til lands frá Noregi f ársbyrjun 1990 og skipið hafi kostað 95 milljónir króna með endurbótum. Þar af hafi farþegaskýli á skipið kostað um 20 milljónir króna. óþh íslandsmótið Íshokkí-Bauerdeildin ★ Laugardag 20. mars kl. 16.00 SA-SR Vélsleðamót í Mývatnssveit íslandsmeistaramót í vélsleða- akstri verður haldið í Mývatns- sveit um næstu helgi. Keppt verður 26. og 27. mars. Lang- lengsta hefðin er orðin á mótunum í Mývatnssveit, að sögn Sigurðar Rúnars Ragn- arssonar sveitarstjóra. Vél- Fordstúlkan 1993: Dalvíkur- dama valin Birna Willardsdóttir, 16 ára Dalvíkurdama var valin Fordstúlkan 1993. Hún var valin úr hópi 12 stúlkna á úrslitakvöldi á veitingastaðn- um Sólon íslandus í Reykja- vík í fyrrakvöld. Birna var eini Norðlending- urinn í hópnum en allar hinar stúlkurnar eru af suðvestur- horninu. Stúlkurnar í keppn- inni eru á aldrinum 15-21 árs. Nánar verður fjallað um þenn- an glæsilcga árangur Birnu í næstu viku. -KK sleðamótin hafa verið árviss viðburður í ein 15 ár og aðeins þrisvar fallið niður vegna snjóleysis. Mývetningar reikna með að íbúatala sveitarinnar tvöfaldist helgina sem mótshaldið stendur. Nóg er að gera við undirbúning mótsins, en að því standa Björg- Síðastliðinn miðvikudag var Víkingalóttói hleypt af stokk- unum á íslandi, en þátttöku- rétt eiga þegnar Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands auk Islendinga. Islend- ingur var meðal þriggja vinn- ingshafa og komu 12 milljónir króna í hans hlut. Sex aðaltölur og þrjár bónus- tölur voru dregnar út í beinni unarsveitin Stefán, Slysavarna- deildin Hringur og Eilífur, íþróttafélagið. Sigurður Rúnar sagði að þokkalegur snjór væri fyrir móts- haldið og feikinægur fyrir keppn- ina. Og Mývetningar voru hinir ánægðustu með snjókomuna á föstudagsmorguninn. IM útsendingu sjónvarpsstöðvanna á miðvikudagskvöldið. Vinnings- hafarnir reyndust vera þrír, frá jafn mörgum löndum, og skiptu þeir pottinum 36,4 milljónum króna. íslenska vinningsröðin var seld í Reykjavík og talsmaður íslenskrar Getspár vill koma á framfæri að lottókössum er lokað kl. 16.00 á miðvikudögum er Víkingalottó er spilað. ój Víkingalottó: íslendingur vann 12 milljónir króna Háskólinn á Akureyri: Nýjungar í kennaramenntun - eru á meðal þess sem kynnt verður á námskynningu í Reykjavík Hin árlega námskynning æðri menntastofnana á Islandi verð- ur haldin næstkomandi sunnu- dag í Reykjavík og stendur frá kl. 13-18. Að þessu sinni verða allar deildir Háskólans á Akureyri með kynningu sína í andyri Tæknigarðs, Dunhaga 5. O HELGARVEÐRIÐ Nú í morgunsárið verður aust- anáttin vaxandi með snjó- komu á Norðurlandi. Er líður á daginn gengur’ann í talsvert hægari vestlæga átt og til landsins léttir til. Á morgun, sunnudag, verður hæg norð- an- og síðan norðvestanátt, án úrkomu, og frost verður talsvert. Heilbrigðisdeild mun kynna nám í hjúkrunarfræði, sem nú er 4 ára nám og lýkur með B.S. gráðu. Kynnt verður uppbygging námsins, helstu kennslubækur og tímarit sem tengjast náminu svo og nokkur athyglisverð kennslu- gögn. Þá verður gestum boðið upp á blóðþrýstings- og púlsmæl- ingu. Hin nýja kennaradeild Háskól- ans á Ákureyri hefur starfsemi sína á hausti komanda. Innleidd- ar verða nýjungar í kennara- menntun á Islandi og verða þær kynntar. Rekstrardeild mun kynna brautir sínar, þ.e. iðnrekstrar- braut, rekstrarbraut og gæða- stjórnunarbraut. Núna í vor verða tímamót í íslenskri skóla- sögu, þar sem nemendur verða í fyrsta skipti útskrifaðir af sér- stakri námsbraut í gæðastjórnun hér á landi. Hrogn og svil ígulkcrja eru ný og vaxandi útflutningsvara frá íslandi. Auk hefðbundinnar kynningar verða nemendur sjáv- arútvegsdeildar með kynningu á lifandi ígulkerum og hörpuskel úr Eyjafirði og verður gestum gefinn kostur á að bragða á þess- um nýjustu útflutningsafurðum eyfirsks sjávarútvegs. í tilefni af „opnu húsi“ verða einnig fjórir fyrirlestrar um rann- sóknaverkefni tengd íslenskum sjávarútvegi í kennslustofu Tæknigarðs. Fyrirlestrarnir verða kl. 14-15 og kl. 14.30 mun dr. Steingrímur Jónsson, sérfræðing- ur við Háskólann á Akureyri og útibússtjóri Hafrannsóknastofn- unar, halda fyrirlestur sem hann kallar; „Vistfræði Eyjafjarðar“. Aðrir fyrirlesarar eru Dr. Snjólf- ur Ólafsson, Ágúst H. Ingþórs- son og Dr. Jörundur Svavarsson. -KK ★ Sunnudag 21. mars kl. 16.00 SA-SR ★ Vinni SA leikinn á laugardag, geta þeir tryggt sér íslandsmeistaratitil í seinni leik liöanna á sunnudag. VERSLUNIN ESJA Norðurgötu 8, sími 22676. Eiðsvallagötu 6 Sannkölluð markaðsstemmning laugardaginn 20. mars kl. 11-15. M.a. verður á boðstólum fatnaður, brauð, kartöflur, keramik, lax, silungur, kökur og ýmsar vörur fyrir safnara o.fl., o.fl. ÚTBOÐ «/é;vm Vegmálun á Norður- og Austur- landi. Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í veg- VEGAGERÐIN málun á Norður- og Austurlandi. Helstu magntölur: Akreinalínur 456.000 m og markalínur 57.800 m. Verki skal lokið 15. september 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 17. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 29. mars 1993. Vegamálastjóri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.