Dagur - 20.03.1993, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 20. mars 1993
Ég vil hafa kaffið sterkt
- segir Úlfar Hauksson, framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akureyrar í kaffispjalli
Úlfar Hauksson, framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akureyrar: Ég drekk að
sjálfsögðu Braga. Mynd: Óskar Þór Halldórsson
Kaffi er ekki bara kaffi. Til eru
ótal tegundir af þessum vin-
sæla drykk og aðferðirnar við
meðferð þess og neyslu eru
jafn margvíslegar og mennirnir
eru margir. Fólk er íhaldssamt
á sitt kaffi og velur sömu teg-
undina ár eftir ár. íhaldssemin
er ríkjandi á þessu sviði eins og
svo mörgum öðrum. Talið er
að neysla á kaffi hafi fyrst haf-
ist í Eþíópíu, nánar tiltekið í
héraðinu Kaffa, en um 1500
segir sagan að það hafi borist
til S-Arabíu og um miðja öld
til Evrópu. Til þess að fræðast
um þennan merkilega drykk
snéri blaðamaður sér til Ulfars
Haukssonar, framkvæmda-
stjóra Kaffibrennslu Akureyr-
ar, sem starfs síns vegna veitt
eitt og annað um kaffið. Hann
var fyrst spurður um hvað ráði
mismunandi eiginleikum og
bragði á kaffi?
„Vissulega er margt sem ræður
því hvernig kaffið er; í fyrsta lagi
afbrigði sjálfrar kaffiplöntunnar,
í öðru lagi jarðvegur og loftslag
og í þriðja lagi verkunaraðferðin,
þ.e.a.s. hvernig farið er að því að
ná kaffibaununum úr ávexti
kaffiplöntunnar. í aðalatriðum
eru tvær tegundir kaffiplantna
ræktaðar, annars vegar Arabica
og hins vegar Canephora, sem
gengur í daglegu tali undir nafn-
inu Robusta. Robusta-plantan er
í hugum manna óæðra afbrigði
og af henni kemur að flestra mati
lakara kaffi. Það þarf ekki endi-
lega að vera vont kaffi, en hefur
ekki þau bragðgæði sem
Arabica-plantan almennt gefur.
Arabica-plantan er vandmeð-
farnari og viðkvæmari í ræktun
og hún er mun dýrari en
Robusta. í Norður-Evrópu er
nær eingöngu notað kaffi af
Arabica-plöntunni, en suður við
Miðjarðarhaf er Robusta meira
áberandi. Til dæmis samanstend-
ur ítalskt expresso-kaffi yfirleitt
til helminga af Arabica og
Robusta.“
Kaffi keypt frá
mörgum íöndum
„Loftslag og jarðvegur ræður
miklu um bragðið. Við höfum
keypt kaffi frá Brasilíu, Kólum-
bíu, Costa Rica, Salvador, Cuate-
mala, Honduras og Kenya.
Brasilíukaffið hefur sín sérstöku
einkenni og það sama má segja
um kaffi frá Kólumbíu og Kenya.
Hins vegar er kaffi frá Mið-
Ameríkuríkjunum Honduras,
Costa Rica, Salvador og Guate-
mala keimlíkt.
Rétt er að geta þess að það eru
tvær meginaðferðir við að ná
bauninni innan úr ávexti kaffi-
plöntunnar. Annað hvort eru
berin, sem umlykja kaffibaunirn-
ar, þurrkuð eða að þau eru sett í
gerjunartanka og baunirnir síað-
ar frá. Kaffið fær mismunandi
einkenni eftir því hvor aðferðin
er notuð. Almennt má segja að
síðarnefnda aðferðin er öruggari,
þ.e.a.s. hún tryggir jafnari bragð-
gæði.“
*
Islendingar töluvert
kröfuharðir
Úlfar sagði íslendinga töluvert
kröfuharða kaffidrykkjumenn.
„Auðvitað er allur gangur á því,
en hins vegar eru heilmikil trúar-
brögð í kringum kaffidrykkju,
margir eru afar íhaldssamir á
kaffitegundir. Ef til vill má segja
að hér sé ekki til staðar svokölluð
kaffimenning." Hann sagði að
þótt íslendingar væru sagðir
miklir kaffiþambarar, þá væri
það samt svo að til væru meiri
kaffidrykkjumenn á Norðurlönd-
um, trúlega ættu Finnar Norður-
landametið. „íslendingar kaupa
um 2000 tonn af kaffi á ári, sem
þýðir að hver landsmaður drekk-
ur sem svarar til rétt um 8 kílóa
af kaffi."
Hitastigið skiptir
miklu máli
Úlfar segir að út af fyrir sig sé
framleiðsluferillinn á kaffi ekki
flókinn. Helsta kúnstin sé fólgin í
því að kaupa inn þær kaffibauna-
tegundir sem henti í framleiðsl-
una og blanda þær rétt. „Við
erum tveir hér sem smökkum á
framleiðslunni og það fer ekkert
kaffi á markaðinn án þess að það
sé smakkað áður og gerðar á því
prófanir eftir kúnstarinnar
reglum,“ sagði Úlfar.
En hvaða kaffi skyldi fram-
kvæmdastjóri Kaffibrennslunnar
drekka? „Ég drekk að sjálfsögðu
Bragakaffi," sagði hann og glotti.
„Ætli ég hafi ekki lengst af
drukkið Colombia-kaffið í grænu
pökkunum. Ég er ekki kaffi-
þambari, en ég vil hafa kaffi
sterkt og laga það þannig að af
því sé alvöru bragð. Reyndar er
mjög vandasamt að laga gott
kaffi. Það er ekki bara það að
menn þurfi til þess gott hráefni,
vatnið verður að vera ferskt.
Sjálfur nota ég á bilinu 50-60
grömm af kaffi í einn lítra af
vatni. Mörgum finnst sjálfsagt að
það sé sterkt kaffi. Hitastigið
skiptir líka máli. Vatnið þarf að
vera 92-96 gráður þegar hellt er
upp á, en það verður að segjast
að fæstar sjálfvirkar kaffikönnur
hita vatnið svo mikið og það
kann að koma niður á bragðgæð-
unum. Síðan má hitinn undir
kaffikönnunni sjálfri ekki vera
meiri en 85 gráður.“
Kaffi í niðursuðudósum
Úlfar sagði að vissulega hefði
fólk sínar aðferðir við að hella
upp á kaffi og sumir hituðu það
upp í örbylgjuofnum eða á
hellum, þótt hann gæti ekki mælt
með því. „En Japanir til dæmis
sjóða kaffi niður í dósir og hita
það síðan í örbylgjuofnum. Sam-
kvæmt því er allt til í þessu. En
hvernig sem á það er litið er kaffi
ferskvara og það er alltaf best
nýbrennt og malað. Þess vegna
vilja íslenskir kaffiframleiðendur
halda því fram að þeir hafi nokk-
urra vikna forskot á innflutta
kaffið. Neytendur virðast hins
vegar ekki hugsa út í þessa
hluti.“
Harður slagur á
kaffimarkaðnum
Kaffibrennsla Akureyrar er
gamalgróið fyrirtæki í „kaffi-
bransanum“. Hver þekkir ekki
gamla góða Bragakaffið, sem
hefur yljað landsmönnum í gegn-
um tíðina? Úlfar segir að mark-
aðshlutdeild Kaffibrennslunnar
sé talsvert meiri úti á landsbyggð-
inni en á höfuðborgarsvæðinu, en
þar hefur innflutt kaffi meiri
markaðshlutdeild. Slagurinn á
kaffimarkaðnum er harður og
nærri lætur að í stærri matvöru-
verslunum séu um 40 tegundir á
boðstólum. Innlenda framleiðsl-
an hefur átt í vök að verjast á
undanförnum árum, en Úlfar ber
sig vel og segir að söluniðursveifl-
an hafi verið stöðvuð. Á síðasta
ári setti fyrirtækið á markað nýja
tegund, svokallað Rúbínkaffi,
sem Úlfar sagði að hafi gengið
mjög vel.
Blaðamaður þakkaði fram-
kvæmdastjóranum, hagfræðingn-
um og kaffismakkaranum Úlfari
Haukssyni fyrir fróðleiksmola
um kaffi. Að vísu koma þeir
blaðamanni ekki að notum, þar
sem hann hefur sagt skilið við
kaffið og hallað sér þess í stað að
teinu. En bróðurpartur þjóðar-
innar, 16 ára og eldri, drekkur
kaffi í ómældu magni og segir
það allra meina bót. Og á þeirri
skoðun eru líka vísindamenn,
samkvæmt nýlegum fréttum.
óþh
Umtalsverð verðlækkun!!!
★ Sveigjanlegir
greiðsluskilmálar
ÞÖR5HAMAR HF.
söluumboð
Glerárgötu 36, Akureyri. Sími 96-11036.
Isuzu Trooper SE
Verð 2,432.000 stgr.
Isuzu pallbílar
Isuzu Sportcap
(2ja dyra) bensín og dísel.
Isuzu Crew cap
(4ra dyra) bensín og dísel.