Dagur - 20.03.1993, Síða 8

Dagur - 20.03.1993, Síða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 20. mars 1993 Hann er borinn og barnfæddur Ólafsfirðingur, hefur aldrei hleypt heimdraganum til lengri dvalar en tvo vetur á skólabekk á Akureyri, en eftir gagnfræðapróf á heimaslóðum fór hann í fram- haldsnám við Gagnfræðaskóla Akureyrar, svokallaðan 5. bekk, og síðan í 4. bekk Menntaskólans en hætti þar, þar sem hann sá ekki neinn viðhlítandi tilgang með því að Ijúka námi við Menntaskólann, þar sem ekki þurfti þá menntun til að starfa við sparisjóð, sem honum stóð þá til boða, en þar hafði hann starfað í sumarafleysing- um. Síðar hefur leiðin reyndar legið á styttri námskeið, sem öll hafa snúist kringum nýjungar í bankastarfsemi, eins og t.d. tölvuvinnslu. Hann fann sér kvonfang, sem að sjálfsögðu er einnig hreinræktaður Ólafsfirðingur. Hann hefur allan sinn starfsferil starfað við einu peningastofnun kaupstaðarins og varð aðeins 25 ára að aldri sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar og þar með einn yngsti sparisjóðsstjóri landsins. Faðir hans var Ólafsfirðingur en móðir hans fædd að Lónkoti í Skagafirði, en kom ung til Ólafs- fjarðar sem ráðskona á heimili föðurafa hans og ömmu og fann þar sinn lífsförunaut. Börn þeirra urðu fimm og hafa öll sest að í Ólafsfirði, sem teljast verður nokkuð óvenjulegt í ekki stærra byggðarlagi. Faðir hans var starfsmaður Sparisjóðs Ólafsfjarðar í 20 ár, þar af sparisjóðsstjóri í 11 ár og sonurinn tók svo við því starfi 1981 eftir að hafa starfað við hlið hans í allmörg ár, eða frá árinu 1975. Viðmælandi okkar er Þorsteinn Þorvaldsson, sparisjóðsstjóri í Ólafsfirði, formaður knattspyrnudeildar Leifturs og einn af þeim sem hefur verið áberandi í mannlífinu í Ólafsfirði og sett hafa svip sinn á það þrátt fyrir ungan aldur. Kona hans heitir Gunnlaug Kristjánsdóttir og synir þeirra Þorvaldur og WiIIiam Geir. Sparisjóður Ólafsfjarðar, sem Þorsteinn er í forsvari fyrir, er stofnaður árið 1914 og var aðalhvatamaður að stofnun hans sr. Helgi Árnason, þáverandi sóknarprestur, en stofnendur voru 15 bændur og útvegs- menn í Ólafsfirði. Fyrsta aðsetur sjóðsins var heima hjá presti, sem þá nefndist „Borg“. Sr. Helgi var sparisjóðsstjóri frá 1914 til 1925 en þá tók við Ingólfur Þor- valdsson, sem einnig var með starfsemina í heimahúsi. 1928 tekur Þorvaldur Sigurðsson við og um leið flytur starfsemin í 40 fer- metra húsnæði í Brekkugötu 9 og var þar í 55 ár, eða allt til 28. febrúar 1983 er flutt var í nýtt og glæsilegt hús að Aðalgötu 14, alls 800 fermetra eða tuttugu sinnum stærra en gamla húsnæðið. Þorvaldur Sigurðsson var sparisjóðsstjóri í 42 ár og tók þá við Þorvaldur Þorsteinsson, faðir Þorsteins, og hefur Þorvaldsnafnið því verið viðloðandi sparisjóðinn allt frá upp- hafi því einn af stofnendum hans hét Þor- valdur Friðfinnsson. En við flutninginn að Aðalgötu 14 heldur tölvuvæðingin loks inn- reið sína í stofnunina, en allt fram að því höfðu allar færslur verið handfærðar og því nánast um byltingu að ræða. Flutningurinn var auk þess mikið átak fyrir sjóðinn því eigið fé og stærð hans var mjög lítið en það jókst síðan mjög hröðum skrefum. Á síð- asta ári var upphæð innlána og verðbréfa hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar sú mesta meðal norðlenskra sparisjóða, 719 milljónir, sem er 12,4% aukning milli ára. Upphaflega var könnuð sú hugmynd að sparisjóðurinn, bæjarsjóður og bæjarfógeti yrðu undir sama þaki, eins konar stjórn- sýsluhús, en það hlaut sáralítinn hljóm- grunn og í dag leigir sparisjóðurinn efstu hæðina undir minjasafn, og einnig hafa Raf- magnsveitur ríkisins og Vátryggingafélagið skrifstofur sínar í húsinu. reyndar sæti enn sem formaður og ennfrem- ur í byggingastjórn íþróttahúsins fyrir íþróttafélagið Leiftur. „Það fer ekki saman að stjórna peninga- stofnun og vafstra í pólitík og því hef ég dregið mig út úr því þrátt fyrir að ég væri beittur töluverðum þrýstingi til að taka áfram sæti á listanum fyrir kosningarnar 1990. Ég tel mig hins vegar aldrei hafa beitt pólitík í starfi mínu í sparisjóðnum enda væri ég þá ekki starfi mínu vaxinn. Hag sparisjóðsins er líka best borgið með þeim hætti. Þess má reyndar geta að bæjarstjórn er ábyrgðaraðili að sparisjóðnum en ekki ábyrgðarmenn sem eru sérstaklega til þess kosnir eins og algengast er meðal íslenskra sparisjóða og því er stjórn hans kosin af bæjarstjórninni. Það eru aðeins stjórnir sparisjóðanna á Hvammstanga og í Borg- arnesi sem eru eins samansettar. Kosturinn við það er sá að það verða tíðari skipti í stjórn en þar sem ábyrgðamannakerfið er en þar má oft sjá sömu andlitin í stjórn, jafnvel áratugum saman. íslandsmeistari í tvíkeppni Eins og hjá fleiri ungum mönnum beindist áhugi Þorsteins fljótt að íþróttum og eitt af því fyrsta sem gert var eftir að skólaganga hófst var að innritast í íþróttafélagið Leift- ur. Norrænu skíðagreinarnar, ganga og stökk, voru þá allsráðandi hjá unga fólkinu og var Þorsteinn mjög virkur þátttakandi þar, m.a. íslandsmeistari í öllum unglinga- flokkum í stökki og tvíkeppni, en það er samanlagður árangur í göngu og stökki. Því átti skíðaíþróttin hug hans allan framan af, en þrátt fyrir það hefur hann alltaf verið hlynntari iðkun hópíþrótta. „Fótboltinn var ekki í miklum hávegum hér í Ólafsfirði á þessum árum enda aðstað- an mjög léleg en sparkað var á velli sem „Fyrsti íþróttabúningurínn var hvít nælonskyrta hneppt upp í háls" 15. maí 1988. Stór stund í lífi margra Leiftursmanna en þá fór fram fyrsti fyrstudeildarleikurinn í Olafsfirði. Fyrirliðarnir, Þorvaldur Jónsson og Guðbjörn Tryggvason Skagamaður, heilsast í blóma- skrúði. „Þeir félagarnir, Þorvaldarnir, voru mjög hæverskir í allri sinni framgöngu og það var stundum sagt að í Brekkugötu 9 væri yfir- leitt mjög lítið talað og öll nauðsynleg orða- skipti væru á lægri nótunum. Ég er hræddur um að það gengi ekki í dag í allri tölvuvæð- ingunni enda hefur þjónustan margfaldast, starfsmannafjöldinn þrefaldast og iðulega ys og þys í afgreiðslunni. Við höfum í auknum mæli verið að þjóna helsta atvinnuveginum hér, útgerð og fiskvinnslu, og fá í viðskipti fyrirtæki sem hafa haft öll sín viðskipti, þar með talin afurðalán, hjá bönkunum á Akur- eyri. Afurðalánaviðskiptin voru um síðustu áramót upp á 140 milljónir og því fylgir auð- vitað viss áhætta, en þetta er eina peninga- stofnunin á staðnum og því fylgja að sjálf- sögðu ákveðnar skyldur og kannski meiri kvaðir en ef við værum í samkeppni hér á staðnum við annan banka. Almenningur er nánast undantekningalaust með öll sín við- skipti hér enda greiða vinnuveitendur vinnu- laun inn á reikninga í sparisjóðnum." Pólitíkin Nú fer ekki hjá því að þeir sem skipa lykil- embætti í hverju bæjarfélagi eru oft á tíðum komnir á kaf í stjórnmálin, þá venjulegast í bæjarstjórnina. Þorsteinn skipaði 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar 1986 en þá komst listinn í meirihluta. Auk þess að vera varabæjarfull- trúi sat hann í ýmsum nefndum og ráðum, m.a. í tómstundanefnd þar sem hann á - segir Steini sparisjóðsstjóri í Ólafsfirði og Leifturs- maður með meiru kallaður var Hraunprýði en nafn sitt dró hann af því hversu grófur hann var. Aðai- lega var æft á á túni eða sandi og fróðir menn segja mér að aðalvöllurinn hafi verið á flæðunum og bæði úr grasi og sandi, þ.e. í öðru markinu var gras en í hinu sandur. Það var ekki fyrr en 1975 sem núverandi malar- völlur milli skólanna var tekinn í notkun. Lítið var um keppnisferðir en mín fyrsta keppnisferð var til Akureyrar um 1968 og var þar keppt við KA. Engar skipulagðar æfingar voru fyrir þessa ferð og við klædd- umst engum sérstökum búningum, vorum þó hvítklæddir og mín hvíta treyja var

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.