Dagur - 20.03.1993, Page 9
Laugardagur 20. mars 1993 - DAGUR - 9
nælonskyrta sem ég hneppti upp í háls.
Staðan í hálfleik var 0:0 sem var meiri hátt-
ar árangur en leikurinn endaði síðan 4:0 fyr-
ir KA.
Ári seinna fór ég mína fyrsta kepppnis-
ferð á skíðum og var farið með varðskipi á
Unglingalandsmót á Seyðisfirði og tók ferð-
in 10 daga. Auk okkar Ólafsfirðinganna fóru
með skipinu Akureyringar, Húsvíkingar,
Vopnfirðingar og fleiri og síðan skilaði skip-
ið okkar sömu leið til baka. Á leiðinni aust-
ur hrepptum við vitlaust veður og lá megnið
af mannskapnum ælandi alla leiðina en er til
baka kom var okkar skilað til Akureyrar og
komst hópurinn ekki heim fyrr en fært var
orðið landleiðina frá Akureyri. Allir Ólafs-
firðingarnir, 13 að tölu, gistu hjá Ólafsfirð-
ingi sem fluttur var til Seyðisfjarðar og var
hver lófastór gólfflötur hússins nýttur sem
svefnpláss. í dag þýddi ekki að bjóða ungu
fólki upp á slíka þjónustu, helst er ekki
hlustað á annað en að gista á hóteli".
Stökkpallurinn var mikil lyftistöng
„Um þetta leyti var byggður stökkpallur hér
inni í bænum og varð hann mikil lyftistöng
allri skíðaiðkun, ekki síst fyrir okkur smá-
pollana, en lengstu stökk þarna eru ekki
nema 15 til 18 metrar og því ekki nógu hátt
fyrir þá eldri, sem vilja æfa skíðastökk með
keppni fyrir augum. Skíðastökkið varð
mjög vinsælt en skíðastökkvarar héðan
urðu landsfrægir og áttu nánast fast sæti á
verðlaunapalli á öllum Skíðalandsmótum,
en nú er ekki keppt í stökki og er það
miður. Þegar lyftan kom fór þeim að fækka
sem stunda skíðagöngu og ég hugsa að það
þyki „fínna“ að vera í skíðabrekkunum á
svigskíðum enda er í raun um tvær ólíkar
íþróttir að ræða því skíðaganga er herjans
mikið puð. Við áttum um tíma landslið í
göngu þegar þeir voru í þessu Haukur Sig-
urðsson, Gottlieb Konráðsson, Jón Konráðs-
son og Guðmundur Garðarsson og ég tek
eftir því að þeir krakkar sem stunda skíða-
göngu af kappi í dag og ná árangri eru m.a.
börn þessara manna. Aðstæður hér í Ólafs-
firði eru mjög góðar til að æfa þessa íþrótt
og ná árangri og ég vona að það eigi eftir að
koma upp aftur. Það kom snemma troðari
hingað og var útbúinn á hann plógur til þess
að göngumenn hefðu bestu mögulegar
aðstæður við æfingar, enda skilaði það sér í
árangri á skíðamótum hérlendis. Það tollir
hins vegar ekki mikill snjór kringum lyfturn-
ar og svo er þar nokkuð bratt þannig að það
er mitt mat að iðkendur alpagreina hafi ekki
eins góða aðstöðu til æfinga og iðkendur í
norrænu greinunum. Þó hefur árangur
Kristins Björnssonar ýtt nokkuð undir, en
hann er svo sjaldan hér og því hafa börnin
ekki fyrirmyndina fyrir sér í skíðabrekkun-
um eins og t.d. knattspyrnumennina á
sumrin.“
Á síðustu árum hefur knattspyrnan orðið
meira áberandi í íþróttalífi Ólafsfjarðar og
hæst skein sú frægðarsól sumarið 1988 þegar
knattspyrnulið Leifturs lék í fyrsta skipti í 1.
deild. En knattspyrnan átti frekar erfitt
uppdráttar framan af, ekki síst vegna
aðstöðuleysis og það er ekki fyrr en árið
1975 þegar núverandi malarvöllur, sem
staðsettur er milli barna- og gagnfræðaskól-
ans, var tekinn í notkun að áhuginn fer að
vakna, farið er að stunda skipulega æfingar
en liðið var þó í neðstu deildunum allt fram
til ársins 1983 er liðið vann sigur upp úr 4.
deild undir stjórn Einars Helgasonar og svo
1. deildar sæti með því að hljóta annað sæt-
ið í 2. deild haustið 1987 undir stjórn Óskars
Ingimundarsonar, eins og áður er minnst á.
Góður kjarni
„Ætli það hafi ekki verið árið sem ÍBA-lið-
inu á Ákureyri var skipt í Þór og KA og þau
léku í 3. deild, sem við unnum KA hér í
Ólafsfirði 5:4 og öll mörkin komu upp úr
löngum innköstum, sem Albert Ágústsson
tók, en strákurinn var alveg fílhraustur.
Þess ber þó að gæta að völlurinn var nokkuð
lítill. Þegar Einar Helgason kom hingað til
að þjálfa var að myndast hér mjög sterkur
kjarni, sem hefur verið þungamiðjan í
árangri Leifturs á knattspyrnuvellinum
undanfarin ár. Þessi „árgangur“ var mjög
stór og þeir héldu mjög vel saman og hófu
snemma að æfa af einhverju viti. Þetta voru
strákar eins og Þorvaldur Jónsson, Friðgeir
Sigurðsson, Guðmundur Garðarsson, Róbert
Gunnarsson, bræðurnir Hafsteinn og Sigur-
björn Jakobssynir, Halldór Guðmundsson,
Helgi Jóhannsson og Geirhörður Ágústs-
son.
Árin 1987 og 1988 voru sannkölluð
draumaár hjá okkur Leiftursmönnum ekki
síst vegna þess að við áttum aldrei von á
þeim árangri sem náðist, en liðið fór úr 3.
deild upp í 1. deild á aðeins tveimur árum
en takmarkið sumarið 1987 var að haida sér
í deildinni, enda vorum við nýliðar þar. Við
vorum hins vegar strax í þriðju umferð
komnir í annað sætið og það varð svo
endanlega okkar þegar upp var staðið. Það
hefur stundum verið sagt að liðið 1987 hafi
að mestu verið skipað aðkomumönnum, en
staðreyndin er sú að það voru aðeins þeir
bræður, Steinar og Óskar Ingimundarsynir,
sem þjálfaði liðið, ásamt Gústafi Ómars-
syni, sem kom frá Reyðarfirði, auk Ólafs
Björnssonar, sem kom frá Njarðvík, en
hann kom hingað vegna vinnu við laxeldi en
ekki fyrst og fremst vegna boltans.
Ég á rúmlega 100 meistaraflokksleiki að
baki og lék síðast með Leiftri 1985. Ég var
þó aldrei afgerandi en hafði óskaplega gam-
an af því að leika knattspyrnu og var því
viðloðandi þetta eins lengi og raun ber vitni.
Ég hef líka lengi verið viðloðandi stjórn
knattspyrnudeildarinnar, var 17 ára þegar
ég kom þar fyrst í stjórn sem gjaldkeri og
hef verið í stjórn allar götur síðan að undan-
skildu einu ári, en þá var ég formaður aðal-
stjórnar Leifturs og hef því verið við stjórn-
arstörf hjá félaginu í tvo áratugi. En þetta
allt væri ekki hægt í bæjarfélagi sem telur
1200 íbúa ef við hefðum ekki að baki okkur
gríðarlegan áhuga bæjarbúa og eru sumir
alveg helteknir af „fótboltabakteríunni“.
Það eru dæmi þess að fullorðnir menn sjái
alla leiki liðsins, ekki aðeins hér í Ólafsfirði
heldur einnig á útivöllum og mér finnst
Myndir og texti:
Geir Guðsteinsson
þetta vera mjög góðkynjaður „sjúkdómur'
Sumir hafa fengið bakteríuna mjög seint e
hafa orðið þeim mun „veikari". Þar lang;
mig sérstaklega að nefna Aðalbjörn Sigui
laugsson, sem er á netaveiðum og byrja
snemma vetrar til þess að geta lokið vertú’
inni áður en næsta vertíð, þ.e. knattspyrni
vertíðin hefst. Þess eru einnig dæmi að i
hann hefur verið á sjó og ekki í símasan
bandi þegar Leiftur hefur verið að leika a
hann hefur keyrt trillluna í þrjá tíma til a
komast í símasamband og fá fréttir af leikr
um.
Upphafið að knattspyrnuáhuga Aðal
björns var það að við vorum að leika hér vit'
Grindvíkinga og Aðalbjörn hitti mann sen
hafði komið með þeim og fór með honum á
völlinn og það er raunar hægt að segja að
þar hafi hann verið síðan. Hann tók sig m.a.
til í sumar og safnaði farþegum í Fokker-vél
sem átti að fara til ísafjarðar með hópinn til
að fylgjast með leik okkar gegn ísfirðingum
en tilboð Flugleiða brást en þeir peningar
sem ætlaðir voru til farmiðakaupa runnu til
knattspyrnudeildarinnar.
Sjómenn hafa verið dyggir stuðnings-
menn og m.a. stofnað stuðningsmannafélag
um borð og þar get ég nefnt Nikulás um
borð í frystitogaranum Sigurbjörgu og
nýstofnað stuðningsmannafélag, Ketilás,
hjá þeim á Mánabergi ÓF og VeðdeildBlíð-
fara sem þeir stjórna snillingarnir Aðal-
björn, Jakob og Haukur. Þetta væri ekki
hægt fjárhagslega nema til kæmi öflugur
bakstuðningur en við erum í fjáröflunar-
verkefnum nánast allan ársins hring. Öðru
vísi næðust endar ekki saman. Það má því
með sanni segja að mínar tómstundir og
áhugamál sameinist í kringum knattspyrn-
una en það væri ekki hægt nema til kæmi
stuðningur frá eiginkonunni og eins eru
báðir synirnir á kafi í íþróttum, knattspyrnu
á sumrin og skíðum á veturna. Það er engin
tími aflögu til að stunda neitt annað eins og
t.d. golf eða laxveiði.
Góðir meðstjórnarmenn
En ertu mjög einráður í stjórn knattspyrnu-
deildarinnar?
„Nei því fer vtðsfjarri að ég stjórni knatt-
spyrnudeildinni einn og meðstjórnendur
mínir eru hamhleypur til vinnu. Eins eru
konurnar mjög starfsamar enda gengi þetta
ekki öðruvísi. Þær standa m.a. fyrir kútt-
magakvöldi eða sjávarréttakvöldi þar sem
saman hefur komið allt að 300 manns og
vinsældir þessa kvölds aukast stöðugt.
Fyrsta skóflustungan að nýjum grasvelli
var tekin 1987 og það var búið að vera
gríðarlega löng og mikil barátta fyrir því við
bæjarstjórn Ólafsfjarðar að það fengist en
1988 var Leiftur eina fyrstudeildarliðið sem
lék sína heimaleiki á möl og það var mjög
gagnrýnt útávið og ég skil það mætavel.
Margir vildu byggja íþróttahús á undan
grasvellinum en menn báru gæfu til að fara
í grasvöllinn á undan íþróttahúsinu enda
væru þá enn mörg ár í það að grasvöllur sæi
hér dagsins ljós.
En ég er að sjálfsögðu mjög sæll með það
að það hillir undir nýtt íþróttahús hér því ég
er sannfærður um að það verður öllu íþrótta-
lífi á staðnum mikil lyftistöng. Með íþrótta-
húsinu rætist gamall draumur margra Ólafs-
firðinga.“
Mesta gleðistundin sem
Leiftursmaður
Hver hefur verið mesta gleðistundin í þínu
lífi sem Leiftursmaður?
„Gleðistundirnar eru margar en ætli það
sé ekki þegar flautað var til leiksloka á
Þróttarvellinum í Reykjavík og ljóst var að
við höfðum unnið okkur sæti í fyrstu deild
með sigri á Þrótturum en við reiknuðum
aldrei með þvf en um sumarið höfðum við
aðeins unnið einn útileik. Takmarkið var að
halda sér í deildinni en því meiri varð
ánægjan enda var staðan sú þegar þrjár
umferðir voru eftir að við gátum allt eins
lent í fallbaráttu.“
Setja Leiftursmenn markið hátt á kom-
andi sumri?
„Við náðum 4. sæti í 2. deildinni sl. sumar
og stefnum að því að árangurinn verði ekki
lakari. Marteinn Geirsson verður áfram
þjálfari en ég álít að komandi sumar verði
að mörgu leyti skemmtilegra því KA og
Tindastóll verði bæði í deildinni og því
verða hér nokkrir „derby“ leikir með til-
heyrandi stemmningu." GG