Dagur


Dagur - 20.03.1993, Qupperneq 11

Dagur - 20.03.1993, Qupperneq 11
Laugardagur 20. mars 1993 - DAGUR - 11 Eins og hver önnur söftiunarárátta - spjallað við Þorstein Arnórsson, formann Félags norðlenskra steinasafnara „Ætli þetta sé ekki eins og hver önnur söfnunarárátta. Eg held þó að ég sé ekkert mjög illa haldinn,“ segir Þorsteinn Arnórsson, formaður Félags norðlenskra steinasafnara, sem var stofnað 1990. Félagið tók á leigu húsnæði að Hafnar- stræti 90 á Akureyri af Kaup- félagi Eyfirðinga í mars 1991 og þar hafa félagsmenn unnið að því að koma upp aðstöðu til sýningarhalds. Fyrsta steina- sýning á vegum félagsins var á haustdögum árið 1991 og önn- ur sýningin í fyrrasumar. Sú þriðja er í undirbúningi og er stefnt að því að hún verði opn- uð í júní nk. Blaðamaður hitti Þorstein að máli á dögunum í húsakynnum Félags norðlenskra steinasafn- ara. Þarna er óteljandi fjöldi steina, fyrst og fremst úr íslensku steinaflórunni, og margir þeirra eru einkar fallegir og sérstakir. Félagið sjálft á nokkra steina, en bróðurpartur þeirra er í eigu félagsmanna. í kjallara hússins er unnið að því að koma upp aðstöðu til að saga og slípa steina og félagið hefur einnig yfir að ráða ágætri smásjá. Tæplega 70 félagsmenn „í Félagi norðlenskra steina- safnara eru 67 félagar, en það var stofnað 15. febrúar 1990,“ sagði Þorsteinn þegar hann var inntur eftir stofnun félagsins. „Þó að félagið heiti Félag norðlenskra steinasafnara, þá eru félagar í því allt frá Húnavatnssýslu og austur á Eskifjörð. Markmið með stofn- un félagsins var að efla þekkingu og vinnslu á steinum. Við vinnum að því að koma upp steinteg- undasafni í samvinnu við Nátt- úrufræðistofnun Norðurlands. Það getur hver sem er gengið í félagið, félagsmenn þurfa ekki einu sinni að eiga steina. Við erum með opið hús hálfsmánað- arlega, á miðvikudagskvöldum. Þetta eru engir formlegir fundir, heldur koma félagsmenn og bera saman bækur sínar yfir kaffi- bolla.“ Töluvert flókin stúdía Þorsteinn segir að ýmsir merki- legir steinar leynist í heimahús- um. Ótrúlegur fjöldi fólks safni steinum á gönguferðum úti í nátt- úrunni og síðan vakni spurningar þegar heim sé komið um kristalla- byggingu og gerð steinanna. „Þetta er töluvert flókin stúdía, ef fólk sökkvir sér djúpt. Einkum liggur kristallabygging steinanna ekki alltaf í augum uppi. Til dæmis er oft ekki hægt að sjá kristallana í geislasteinum og þá Sími 26211 Þorsteinn Arnórsson, formaður Félags norðlenskra safnara: Þó að félagið heiti Félag norðlenskra steinasafnara, þá eru félagar í því allt frá Húnavatns- sýslu Og austur á Eskifjörð. Mymlir: Óskar Þór Halldórsson Hringdu strax Takmarkaður fjöldi Félag norðlenskra steinasafnara er til húsa í suðurhluta hússins Hafnarstræti 90 á Akureyri. 180 HEILSURÆKT KA-heimilið við Daisbraut þarf stundum að röntgengreina þá. Við höfum reyndar ekki yfir þeirri tækni að ráða, en við eig- um góða smásjá, sem oft kemur að góðum notum,“ sagði Þor- steinn. „Þegar ég byrjaði að safna steinum fyrir um tuttugu árum var talið að um 100 tegund- ir steina væru í íslensku steina- flórunni, en nú eru þær um 150 talsins,“ bætti hann við. Geislasteinar í uppáhaldi Þorsteinn sagðist ekki geta neitað því að geislasteinar, eða Zeolítar, væru hans uppáhalds steinar. „Síðan hef ég dálæti á steini sem ég fann suður í Borg- arfirði fyrir nokkrum árum. Það var eitthvað grænt í honum sem líktist helst kopar. Mér fannst það skrítið óg sendi steininn því til greiningar í Reykjavík. í ljós kom að þarna var á ferðinni kop- arbundið súrefni. Jafnframt var upplýst að þetta væri eini steinn- inn hér á landi þar sem þetta hef- ur greinst," sagði Þorsteinn. Góð aðsókn Eins og áður segir tók Félag norðlenskra steinasafnara hús- næði að Hafnarstræti 90 á Akur- eyri á leigu árið 1991. „Fljótlega eftir að við tókum þetta húsnæði á leigu settum við upp sýningu og höfðum opið um helgar. Ætlum okkar var sú að hafa opið í fjórar vikur, en vegna mikillar aðsókn- ar var opið í sjö vikur og á þeim tíma sóttu um 1000 manns sýn- inguna. Á síðasta sumri settum við síðan upp fyrstu alvöru sýn- inguna og höfðum opið frá 15. júní til ágústloka. Sýningargestir urðu um 2100 og voru erlendir ferðamenn rúmur helmingur þeirra. Við erum að vinna að því að setja upp sýningu sem við munum opna í vor. Hún verður kynnt nánar síðar,“ sagði Þor- steinn Arnórsson. óþh 8 vikna STÍFT FITUBRENNSLUNÁMSKEIÐ HEFST MIÐVIKUDAGINN 24. MARS ★ Fitumæling og vigtun + Ráðgjöf varðandi mataræði * Matarlistar - Spennandi mataruppskriftir + Fyrirlestrar um megrun og mataræði Sigríður Eysteinsdóttir næringarfræðingur + Þjálfun og hreyfing 5 sinnum í viku Verð 9.800 Eina varanlega leiðin að lækkaðri líkams- þyngd er aukin hreyfing og rétt mataræði. Láttu okkur hjálpa þér að losna við auka- kílóin og halda þeim frá fyrir full og allt. Skráning er hafin. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Leikklúbburinn LOCOS sýnir í Gryfjunni á Eyrarlandsholti leikritið „Fyrir austan mána“ eftir Carol Churchill Leikstjóri er Jón Bjarni Guðmundsson. Sýningar: Sunnudag 21. mars kl. 20.30. Mánudag 22. mars kl. 20.30. Þriðjudag 23. mars kl. 20.30. Sala aðgöngumiða hefst kl. 20.00 og miðinn kostar 500 krónur. LOCOS-Leikklúbbur VMA Auglýsing í Degi ber árangur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.