Dagur


Dagur - 20.03.1993, Qupperneq 12

Dagur - 20.03.1993, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 20. mars 1993 Málverk mánaðarins Málverk mánaðarins er að þessu sinni ekki málverk heldur tvö sýnishorn af innsetningum (in- stalliation) eftir bandaríska Cherokee indíánann Jimmie Durham. Innsetning er tiltölu- lega nýlegt listform og byggir á því að listamaðurinn raðar upp hlutum í sýningarsal sem hafa skírskotun hver til annars og mynda á endanum eitt heildar- verk innan ramma sýningarrým- isins. Jimmie Durham hefur not- ið verðskuldaðrar athygli hin síð- ari ár fyrir list sína sem þykir bæði frumleg og ögrandi. Tilverubarátta „týnda“ fólksins Jimmie Durham fæddist inn í Ættkvísl úlfsins 1940 í sólbakaðri Nevada eyðimörkinni. Hann ólst upp á flakki milli nálægra fylkja þar sem faðir hans leitaði sér að vinnu. Fyrstu kynni hans af list- um voru 1963 þegar hann framdi gjörning í Arena leikhúsinu í Houston. í leikhúsinu fór fram eins konar gjörningahátíð. Helsti hvatamaður hennar var afrísk- ameríska leikritaskáldið og Pulitz- er vinningshafi Vivian Ayers sem hvatti Durham til dáða en hann las texta eftir fræga indíánaleið- toga. Fleiri þreyttu frumraun sína við þetta tækifæri, boxarinn frægi, Muhammed Ali las ljoð eftir sjálfan sig. Fram til 1968 var hann í Texas háskóla, ekki sem nemandi held- ur sem umsjónarmaður með mið- stöð stofnunarinnar. Hann nýtti sér háskólaumhverfið vel, sótti fyrirlestra og annað sem hann taldi koma sér að gagni. í skólan- um kynntist hann svissneskum stúdentum. Þau kynni leiddu til þess að Durham settist í lista- akademíuna í Genf 1968 og út- skrifaðist þaðan. Um þetta tímabil segir hann hálf skömm- ustulegur: „Ég var Cherokee indíáni að reyna að vera Evrópu- búi, þetta voru skrýtin verk.“ Durham snéri aftur til Bandaríkj- anna 1973 og tók virkan þátt í félags- og stjórnmálum indfána. Hann var háttsettur innan „The Ainerican Indian Movement" og var meðal annars fulltrúi þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum og vann að sameiningu indíána Norður- og Suður-Ameríku. Durham gafst upp á flokka- dráttum og stirðbusahætti kerfis- ins og snéri sér meira að listheim- inum og tók þar þátt í félagsmál- um og ritstörfum, var t.d. meðrit- stjóri blaðsins Art and Artists. List hans hafði tekið miklum breytingum frá Evrópuárunum. í stað abstrakt skúlptúra voru komin margræð verk þar sem margs konar formum og aðferð- um var blandað saman við sterka sögulega og menningarlega skír- skotun til þess veruleika sem amerískir indíánar búa við. Þetta fólk sem Evrópubúar „fundu“ án þess að það vissi af því að vera týnt. Margræð list með sögulegum og félagslegum undirtón List Jimmie Durham má skipta í fimm flokka eftir efnistökum þó að mjög sterkt sameiginlegt ein- kenni með öllu því sem hann ger- ir sé að svipta skrautumbúðunum utan af fyrirbærinu „amerískir indíánar". í fyrsta lagi eru Haraldur Ingi Haraldsson Villimaðuriim! - bandaríski Cherokee indíáninn Jimmie Durham Ónefnd innsetning frá 1992. „sætir“ skúlptúrar úr dýrabeinum sem eru máluð og skreytt í því markmiði að endurlífga og end- urskreyta fortíðina. I öðru lagi eru háðsádeiluverk eins og flokk- ur verka sem titluð voru „Láns- gripir frá ameríska indíánasafn- inu“ sem voru allskyns smáhlutir, s. s. tannbursti, nærbrækur með fjöðrum, fjölskyldumyndir o.fl. rammaðir af með tilvitnunum í hversdagslíf nútíma indíána. Hlutirnir eru mótmæli gegn söluímynd ameríska indíánans sem lítið á skylt við hversdagsleg- an veruleika. í þessu skyni skap- aði Durham kúbanska landkönn- uðinn José Bedia sem uppi er á 4ða árþúsundi eftir Krist og finn- ur hluti frá löngu horfinni hvítri menningu. Verk af þessu tagi eru t. d. „Stýri Bedias" og „Stuðari Bedias" sem er bílstuðari settur upp svo hann líkist boga. Stýrið er skreytt fjöðrum, skinnum og höfuðkúpu og stendur í bílfelgu því fylgir texti „Bedia fann þetta stýri, stundum kallað „hið fimmta“ eða „stóra“ hjólið þegar hann í annað sinn stundaði upp- gröft á Hvítu-sléttu 3290. Sam- kvæmt þjóðsögnum var Hvíta- slétta höfuðborg hvíta-sléttu fólksins, þó svo að Bedia finni ekkert því til sönnunar". í þriðja lagi eru verk þar sem samband ritmáls og flutnings verður innilegra eftir því sem andstæður þessara tveggja forma dýpka. I fjórða lagi eru kraftmiklir skúlptúrar sem hafa yfir sér minnisvarða- (monumental) og abstraktblæ eins og 100 feta lang- ur snákur á nýlegri sýningu „Vilji/Vald“. Snákurinn var gerður úr grænum plaströrum sem mjókkuðu þar sem aftar dró. Höfuðið var úr leirugum jarðvegi teknum af árbakka í nágrenni sýningarinnar og tvær trjágreinar mynduðu horn upp úr höfði hans. Á vegginn voru máluð form sem minntu á dýr með sams konar jarðvegi og höfuðið var gert úr. í fimmta og síðasta lagi eru gjörningar og inni- sem úti inn- setningar sem hafa að geyma flest það sem á undan er getið. „Ég vinn einungis fyrir sýning- ar eða verkefni vegna þess að ég vil ávallt tengjast því beint sem ég hef fyrir stafni í þjóðfélaginu og því sem vakir fyrir þjóðfélag- inu í núinu,“ segir Jimmie Durham. „...Ég geri mig ekki ánægðan með að búa til hluti og henda þeim í veröldina. ...Ég er ekki listamaður sem einstakling- ur. Ég er félagslegur listamaður og vil að verk mín séu þátttak- andi í umræðunni hver svo sem hún er hverju sinni...“ Það er ekki nóg að taka upp lifnaðarhætti hvítra Saga Cherokee þjóðarinnar er um margt öðruvísi en annarra indíánaættbálka þó svo hún sé ekki síður hryggileg. Þeir tóku þá skynsamlegu ákvörðun, að úr því hvíti maðurinn yrði ekki sigraður þá þyrftu þeir að aðlagast breytt- um aðstæðum. Um 1820 var ljóst að þessi aðlögun hafði tekist afar vel. Cherokeearnir höfðu bland- að blóði við svarta og hvíta ná- granna sína. Þeir stunduðu land- búnað og verslun og voru eini ættbálkurinn sem að sjálfsdáðun komu sér upp eigin ritmáli. Þús- undir Cherokeea voru læsir og skrifandi og dagblaðið The Phoenix hafði mikla útbreiðslu. Sú von indíánanna að þeir hefðu unnið sér inn rétt til að lifa í samfélagi hinnar nýju Ameríku var blekking ein og þjóðin var svipt landssvæðum sínum og rek- in nauðungaflutningum þar sem tæplega þriðjungur hennar beið bana. Þessi saga og saga frum- byggja undir evrópskri stjórn er Jimmie Durham ávallt í huga þó svo hann leggi sig í líma við að forðast útvatnaða frasa, og ofnot- uð tákn hinnar stöðluðu sölu- indíánalistar. „Biblían myndskreytt...“ Innsetningarnar sem fylgja þess- ari grein eru gott dæmi um hvern- ig Durham blandar saman skúlp- túr, ritlist, málverki og hlutum sem hann tínir upp af götu sinni. Efra verkið heitir „Biblían myndskreytt, eða Alexander von Humbolt og Karl Marx ferðast um Ameríkurnar" (1990). Titill- inn gegnir hér mikilvægu hlut- verki til að beina hugsun áhorf- andans á ákveðnar brautir. í hon- um eru þrjár tilvísanir til afar sterkra þátta sem mótað hafa hinn vestræna hugmyndaheim og þau sett í samhengi við tákn, myndir og texta sem vísa til veru- leika frumbyggjans í nútíð og fortíð. Með biblíuna að vopni fóru trúboðar á milli frumbyggja til að breyta hugmyndaheimi þeirra. Alexander Von Humbolt var þýskur landkönnuður fæddur 1769. Hann kannaði landsvæði í S.-Ameríku á seinni hluta aldar- innar og hlaut mikla frægð fyrir. Karl Marx þekkja flestir, hann var hugmyndafræðingur komm- únismans. Fremst á myndinni má sjá trjábol sem líkist tótemsúlu, útskorið dýrahöfuð trónir efst, horn af nautgrip er hægri hönd súlunnar en sú vinstri baksýnis- spegill af vörubíl þar sem skoð- andinn fær að sjá hvað er fyrir aftan hann, e.t.v. mannkynssag- an sjálf. Neðri myndin er af nafnlausri innsetningu frá 1992. Eins og fyrr er það samspil ólíkra hluta og texta sem mynda heild. Á skúlp- túrinn fremst á myndinni, sem líkist á fjarstæðukenndan hátt gangandi manni, hefur verið fest- ur miði sem á er letrað „Það er með tennurnar úr hr. Durham“. Heimildir: Byggt á tímaritinu „Art in America“ feb. 1993.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.