Dagur - 20.03.1993, Síða 17
Laugardagur 20. mars 1993 - DAGUR - 17
BÖRNIN OKKAR Kristín LindaJónsdóttir
„Barnið mitt er veikt“
Þegar barnið okkar veikist skiptir það eitt okkur máli að það
nái heilsu á ný. Sjúkdómar eru eins mismunandi og þeir eru
margir. Börnin okkar geta veikst vegna léttvægs kvefs eða af
alvarlegum sjúkdómi. í þessari grein er einungis fjallað um
algenga smitsjúkdóma. Það er að segja þau tilvik þegar börn-
in okkar eru veik og við, foreldrar þeirra, önnumst þau eftir
bestu getu heima, þá reynir á að hafa ráð undir rifi hverju.
Þegar börnin okkar veikjast leit-
ar sú spurning fyrst á hugann hve
alvarleg veikindin séu og hvort
ástæða sé til að leita til læknis.
Sjálfsagt er að fylgjast náið með
barni sem er að veikjast og veita
eftirtekt líðan þess og hegðun á
næstu klukkustundum. Nauðsyn-
legt er að ná í hitamæli og mæla
barnið. Með hitamælingu fá for-
eldrar ákveðnar hlutlægar upp-
lýsingar sem ekki byggjast á hug-
lægu mati þeirra. Því er margfalt
öruggara og nákvæmara að nota
mælinn og í raun út í hött að
meta hitann með því að þreifa á
barninu.
Rétt er að velta því fyrir sér
hvort barnið sé hugsanlega með
smitsjúkdóm sem er að ganga í
umhverfi þess, svo sem maga-
veiki, inflúensu, hálsbólgu, kvef
eða einhvern barnasjúkdóm. Ef
foreldrarnir eru ekki vissir í sinni
sök getur stutt símtal við heimil-
islækni fjölskyldunnar veitt svör
við þeim spurningum sem leita á
hugann. Minnumst þess að ávallt
er mun erfiðara að meta veikindi
barna en fullorðinna og því erfið-
ara því yngra sem barnið er. Þess
vegna er betra að fá lækni í lið
með sér því fyrr sem sjúklingur-
inn er yngri að árum.
Að lækka hitann
Þegar börn eru með háan hita er
hægt að beita ýmsum leiðum til
að reyna að lækka hitann sem um
leið bætir líðan barnsins. Helsta
lyf sem foreldrar geta gefið börn-
unum sínum til hitalækkunar er
parasetamól stílar. Einnig eru til
fleiri hitalækkandi lyf heppileg
fyrir börn en þau eru eingöngu
seld samkvæmt lyfseðli. Para-
setamól er hægt að gefa börnum
3-4 sinnum á sólarhring í nokkra
daga jafnvel allt upp undir viku.
Hins vegar er nauðsynlegt að
hafa samband við lækni ef barn
er með hita í svo langan tíma til
að leita skýringa á hitanum. Ef
um flensu er að ræða getur lyfja-
gjöfin verið rétta leiðin en ávallt
verður að leita orsaka hitans og
átta sig á af hverju hann stafar.
Nauðsynlegt er að fylgjast vel
með hita barnsins þar sem hann
getur rokið skyndilega upp um
leið og lyfið hættir að verka.
Þegar barn er með háan hita
verður að gæta þess að hafa ekki
of heitt í húsinu eða herberginu
sem barnið dvelur í. Heppilegt
hitastig er í kringum 20° C.
Athugið að barnið þarf að tapa
hita til umhverfisins. Þess vegna
má ekki byrgja hitann inni með
fötum, sæng eða ullarteppi, best
er að hafa aðeins lak ofan á barn-
inu. Gætum okkar á þeirri til-
hneigingu okkar að vefja veik
börn inn í teppi. Til hitalækkunar
má setja barnið í bað, láta það
liggja í volgu baðvatni en þá tap-
ar barnið hita til umhverfisins.
Einnig má þvo barninu hátt og
lágt með volgu vatni, uppgufun
vatnsins á húðinni hjálpar barn-
inu að tapa hita til umhverfisins.
Til hitalækkunar getur verið gott
að hafa viftu í gangi í herbergi
barnsins.
Hættumerki
Þegar barn er með háan hita skal
ávallt fylgjast sérstaklega vel með
hegðun barnsins. Ef barnið er
frísklegt og sprækt, drekkur og
leikur sér og ekkert sljólegt þá er
að öllum líkindum ekki hætta á
ferðum. En ef barnið er sljótt,
snýr sér upp í horn, vill fá að vera
í friði, vill ekki drekka og jafnvel
kastar upp þá er hætta á ferðum.
Varasamast í þessu sambandi er
ef barnið gæti verið með heila-
himnubólgu. í þeim tilfellum
verður barnið sljótt og dauft og
vill kúra í friði uppi í rúmi og get-
ur fallið í nokkurs konar mók.
Kastar jafnvel upp og einnig geta
þau fengið punktblæðingar á húð
einhvers staðar á líkamann.
Því betur hefur heilahimnu-
bólgutilfellum fækkað verulega á
síðustu árum hér á landi og má
þakka það að mestu leyti því að
farið var að bólusetja börn við
heilahimnubólgu. Hér á landi var
byrjað að bólusetja árið 1988 en
þá voru Finnar eina Norðurlanda-
þjóðin sem höfðu hafið bólusetn-
ingar við heilahimnubólgu. Nú
hafa hinar Norðurlandaþjóðirnar
tekið þær upp. Bólusett er við
einni algengustu tegund heila-
himnubólgu en til eru fleiri teg-
undir sem ekki er bólusett við.
Heilahimnubólga er eitruð bakt-
ería og ef barn fær hana geta
batahorfur oltið á því hvort barn-
ið kemst klukkutímanum fyrr
eða seinna undir læknis hendur.
Allir foreldrar ættu að vera vel á
verði gagnvart þessari bakteríu
og fylgjast náið og stöðugt með
börnunum sínum jafnt að nóttu
sem degi hafi þau háan hita. Lítið
á uppköst í þessum tilfellum sem
hættumerki. Það eru einmitt
börnin sem kúra róleg í móki inni
í rúmi sem eru hugsanlega í
hættu, ekki þau sem gráta og
heimta athygli og umönnun. Þess
vegna er heilahimnubólga lúmsk-
ur óvinur.
Andartak krampans
Börn geta fengið hitakrampa
vegna mikils hita og skiptir þar
engu af hverju hitinn stafar. í
langflestum tilfellum er hita-
krampinn sem slíkur ekki hættu-
legur. Þegar barn fær hitakrampa
er það eina sem foreldrar geta
gert að gæta þess að barnið skaði
sig ekki og reyna að halda ró
sinni. Hafa síðan samband við
lækni eða aka með barnið á
Barnið þitt þarf
á þér að halda
þegar það er veikt,
vertu hjá því!
„Því miður kem ég ekki til vinnu í dag þar sem barnið mitt er veikt.“
(Myndir úr bókinni Fjölskylduhandbók um hjúkrun heima)
„Það er ekkert vont að láta mæla sig
með svona hitamæli.“
sjúkrahús eftir því hvernig
aðstæður eru. Leitist við að forð-
ast að barn fái hitakrampa með
því að vinna að því að lækka lfk-
amshita veiks barns.
Lífsnauðsynlegur vökvi
Þegar börnin okkar eru með hita
er mjög nauðsynlegt að þau
drekki nóg, meira en einn og
einn sopa, svo þau fari ekki að
þorna upp. Börnum sem kasta
upp eða eru með niðurgang er
sérlega hætt þar sem þau tapa svo
miklum vökva úr líkamanum. í
þeim tilfellum er reynandi að
gefa þeim, í smáskömmtum,
saltvatn. í apótekum er slík salt-
blanda til að setja út í vatn fáan-
leg. Ef foreldrar telja möguleika
á að barn sé að þorna upp, fái
ekki nægilegan vökva, þá er
nauðsynlegt að hafa samband við
lækni. Barnið þarf þá hugsanlega
á því að halda að það sé lagt inn
á sjúkrahús og því gefinn vökvi í
um. Hægt er að búa til hlaup úr
matarlími og ávaxtasafa, fáið
ömmu eða afa í heimsókn og
bjóðið barninu að drekka með
þeim. Berið drykkina fram í glasi
með röri, dúkkubollastelli eða
lítilli gosflösku. Búið til íshristing
og bjóðið barninu fjölbreytt úr-
val af drykkjum í fernum svo sem
léttmjólk, kókómjólk eða
blöndu. Athugið þó hvaða
drykkir eru heppilegir ef barnið
þolir einhverja þeirra illa vegna
veikindanna.
Ég er með kvef
Ef barn er með þrálátan hósta er
hægt að minnka ertinguna með
því að gefa barninu hóstasaft. Ef
um nefkvef er að ræða, í nef-
kokseitlinum, þá lekur úr honum
niður í kokið þegar barnið leggst
útaf og það veldur ertingu og
hósta. Þá getur verið heppilegra
að nota saltvatnsdropa eða nef-
dropa og hreinsa úr nefinu með
nefsugu en að gefa barninu hósta-
saft.
Ef barn fær barkabólgu er
nauðsynlegt að hafa rakt loft í
herberginu sem barnið sefur í og
fara með barnið í gufu. Til dæmis
er heppilegt að láta renna heitt
vatn í baðkerið og sitja með
barnið í gufunni inni á baði. Ef
barnið slefar, virðist ekki geta
kyngt og á erfitt með öndun,
verður að leita læknis og því
alvarlegar er ástandið sem börnin
eru yngri. Ef börn fá asma í kjöl-
far kvefs er nauðsynlegt að leita
til læknis og fá lyf til að létta
asmann. Gruni foreldra að barn-
ið þeirra sé með eyrnabólgu þarf
að leita til læknis og fá viðeigandi
lyf.
Hvenær má barn fara aftur
í skóla eða leikskóla
eftir veikindi?
eða veik ættu að sofa úti í vagni,
þá er rétt að athuga að öryggi
veiks barns er mun meira sé
barnið inni. Foreldrar geta fylgst
betur með barninu sé það inni í
rúmi en úti í vagni. Þar heyra for-
eldrarnir betur í barninu ef
eitthvað kemur upp á, til dæmis í
sambandi við öndun ef barnið
hóstar, kokar eða hrekkur ofan í
það.
Það er almennt talið nauðsyn-
legt að veikur einstaklingur sé
tvo daga inni hitalaus áður en
gengið er til daglegra starfa.
Sjúkdómar, til dæmis flensa, geta
verið þess eðlis að hitinn liggi
niðri í einn dag en blossar svo
upp aftur. Þá er sjúkdómurinn
ekki um garð genginn þó komið
hafi einn hitalaus dagur. Því er
óráðlegt að senda börn í skóla
eða leikskóla þó hitinn hverfi í
einn sólarhring. Hins vegar getur
aðstaða foreldra í þjóðfélagi
nútímans verið slík að þeir séu
undir verulegri pressu frá vinnu-
veitanda vegna fjarvista vegna
veikinda barna. í raun er hlálegt
að ímynda sér að sjö daga fjar-
vera frá vinnu á ári, vegna veikra
barna, sé nægjanleg á nokkrum
öðrum en þeim heimilum þar
sem tveir aðilar geta nýtt sjö daga
hvor vegna eins barns. Hvar
standa þá allir einstæðu foreldr-
arnir og hver er staða útivinnandi
fólks sem á nokkur börn? For-
eldrar veikra barna á íslandi eru í
vanda, neyðin er misstór en
vandinn er verulegur og nauðsyn-
legt að berjast fyrir úrbótum
barnanna vegna.
Barnasmitsjúkdómar
Nú er bólusett hér á landi fyrir
mörgum barnasjúkdómum sem
áður voru algengir svo sem
barnaveiki, kíghósta og misling-
um og rauðum hundum.
Skarlatssótt er talsvert algeng
nú og ef börn fá hana er nauðsyn-
legt að þau fái lyfjagjöf. Börn
geta fengið skarlatssótt oftar en
einu sinni. Helstu einkenni eru
hár hiti, útbrot einkum í andliti
til að byrja með en síðan víðar á
líkamanum. Börnin fá rauðar
eplakinnar, útbrot á tungu og
hálsbólgu. Ef skarlatssótt er ekki
meðhöndluð með lyfjum er
möguleiki á fylgikvillum svo sem
nýrnabólgu og liðagigt.
Hlaupabóla er algeng og mjög
smitandi en ekki alvarlegur sjúk-
dórnur. Aðalatriðið í umönnun-
inni er að bæta líðan barnsins og
gæta þess að það rífi ekki ofan af
bólunum þar sem það opnar leið
fyrir sýkingu inn í húðina. Gott
er að gefa börnunum paraseta-
mól stíla til hitalækkunar og til að
slá á óþægindin sem bólurnar
valda. í apótekum er til fljótandi
áburður sem bera má á bólurnar
til að draga úr kláðanum en gætið
þess að rífa ekki ofan a þeim um
leið. Bað getur dregið úr kláða.
Einn barnasjúkdóminn enn
mætti nefna sem er töluvert
algengur, það er svo kölluð
fjögurra daga hitasótt. Börn sem
fá þann sjúkdóm fá háan hita í
þrjá til fjóra daga og þegar hitinn
dettur niður eftir þessa daga þá fá
þau útbrot um allan líkamann
sem síðan hverfa af sjálfu sér.
Þetta er vægur sjúkdómur sem
ekki eru gefin lyf við.
æð.
Ef barnið vill ekki drekka
nægilegan vökva reynir á hug-
myndaflug foreldranna. Bjóðið
barninu ís eða frostpinna, búið til
klaka úr ávaxtasafa í ísmolabox-
Ef við veltum því fyrir okkur
hvort ungabörn sem eru kvefuð
Greinin er byggð á samtali við barna-
lækni og ýmsum handbókum um efnið.
Næsti þáttur: Um sérkennslu