Dagur - 20.03.1993, Síða 19

Dagur - 20.03.1993, Síða 19
Laugardagur 20. mars 1993 - DAGUR - 19 Við RósaUnda erum líkar um margt - segir Ingibjörg Marteinsdóttir, sem syngur hlutverk Rósalindu í Leðurblökunni í uppfærslu Leikfélags Akureyrar Stund milli æflnga á tröppum Samkomuhússins. Hver er Rósalinda? Er hún hávaxin og Ijóshærð nútíma- kona sem berst fyrir því er hún hefur tekið að sér - berst fyrir frama og velgengni þegar hún hefur fundið sér farveg? Eða er hún af öðrum toga - undirgefin og bíður þess sem koma skal meðan hún berst við tiltinning- ar sínar? Rósalinda í Leður- blöku Jóhanns Strauss var 19du aldar kona. Persóna hennar var mótuð eftir hefðum og venjum þess tíma er borgara- stéttin í Evrópu var að vaxa og ný skipan að komast á mynd samfélagsins. Hún er felld inn í tímabil magnaðra breytinga í sögunni - breytinga sem í raun hafa lagt grundvöll- inn að hinu vestræna samfélagi eins og við þekkjum það undir lok 20stu aldar. Saga Rósa- lindu er saga breytinga. í fyrstu bíður hún þess sem koma skal, eins og 19du aldar konum var boðið. En er líður á verkið styrkist sjálfsmynd hennar og hún nær undir- tökunum í umhverfí sínu. Yerður hinn sterki aðili þess. Hún náigast þannig þá nútíma- konu sem við þekkjum - kon- una sem þorir að taka málin í sínar hendur og leiða þau til lykta. Hver er Ingibjörg Marteins- dóttir? Hún er söngkona - konan sem túlkar Rósalindu. Syngur hlutverk hennar - aðalhlutverkið í Leðurblökunni - óperettu Jóhanns Strauss í uppfærslu Leikfélags Akureyrar, sem frum- sýnd verður næstkomandi föstu- dag. Ingibjörg hefur fengist við söng frá æskuárum - allt frá .því hún var í sveit hjá afa sínum og ömmu í Landeyjunum. Þótt hún sé fædd og uppalin í Reykjavík þá lítur hún raunar á sig sem Sunnlending. Þaðan sem ættir hennar liggja og fyrstu tengsl við sönginn verða rakin. Alltaf verið tónlistarlíf í kringum mig Ingibjörg kvaðst alltaf hafa haft mjög gaman af því að syngja. Hún hafi snemma komist að raun um að hún hafði stærra raddsvið en vinkonur sínar og oft notað tækifærið til að æfa sig úti í fjósi þegar hún var í sveitinni í Land- eyjunum. „Það hefur alltaf verið tónlist- arlíf í kringum mig og mikið sungið,“ segir Ingibjörg. „Afi minn var organisti í Akureyjar- kirkju í Landeyjunum og móðir mín hefur alltaf sungið - meðal annars í kirkjukór Háteigskirkju. María Markan starfaði einnig með Háteigskórnum og hún og móðir mín þekktust því vel í gegnum sönginn. Þótt ég lærði nokkuð á píanó á unglingsárum þá stundaði eldri systir mín píanónámið af meiri alvöru og krafti. Söngurinn stóð mér alltaf nær.“ „Þú ert efni í söngkonu“ Og Ingibjörg rifjar upp atvik úr æsku - atvik er ef til vill varð til þess að hún lagði sönginn fyrir sig sem listgrein og atvinnu. „Við systurnar lékum okkur stundum að því að halda tónleika heima í stofu. Við völdum okkur stundir þegar öruggt var að eng- inn væri heima. Þá spilaði systir mín á píanóið og ég söng og stældi þá móður mína og Maríu Markan. Einhverju sinni kom móðir mín óvænt heim meðan á einum af þessum „tónleikum“ stóð. Hún varð auðvitað strax vör við hvað við vorum að hafast að. En hún lét okkur ekkert vita af sér - hefur líkast til legið á hleri og fylgst vel með því sem fram fór. Þegar við hættum birtist hún, leit á mig og sagði - „þú ert efni í söngkonu." Hún hringdi síðar í Maríu Markan, sagði henni frá þessum „óvæntu“ hæfi- leikum dótturinnar og spurði hana um hvort hún vildi taka hana í söngtíma. María Markan er mjög elskuleg kona og ég fór í nokkra söngtíma til hennar." Lét undan þessu einlæga áhugamáli mínu Ingibjörg lítur upp - fær sér meira te og hallar sér síðan aftur á bak í stólnum. „Söngvarar mega ekki drekka kaffi - kaffið fer illa með hálsinn og röddina,“ segir hún. „Ég lagði sönginn aldrei á hill- una. Tók þátt í ýmsu kórastarfi. Hef sungið mikið með Ljóða- kórnum en einnig tekið þátt í starfi Pólýfónkórsins, Þjóðleik- húskórsins og kór Bústaðakirkju þar sem ég hef starfað mikið. Söngurinn lét mig aldrei í friði. Þörfin að halda áfram á þessari braut blundaði alltaf innra með mér. Að lokum lét ég undan þessu einlæga áhugamáli mínu - hringdi í Þuríði Pálsdóttur og spurði hana hvort hún vildi taka mig í söngnám. Þuríður tók mér opnum örmum og síðan hef ég haldið mínu striki og helgað söngnum krafta mína eftir því sem við hefur verið komið.“ Bjó í klaustri á Ítalíu Ingibjörg kvaðst einnig hafa farið í söngtíma .erlendis - svona til að halda sér við og verða ekki eins og ryðguð dráttarvél sem lagt er í túnfæti, eins og hún komst að orði. Árið 1989 dvaldi hún um nokkurn tíma á Ítalíu og stund- aði nám hjá konu að nafni Rina Malatrasi. Þann tíma bjó hún í klaustri og kynntist nunnum. Hún minnist þeirra með miklum hlýhug. „Þetta er mjög sérstakt sam- félag - en hvílík fórn sem þær færa. En þær eru hamingjusamar og klausturlífið virðist veita þeim mikla ró. Þetta var einstök lífs- reynsla að dvelja þarna.“ Auk þessa tíma á Ítalíu hefur Ingi- björg einnig sótt söngtíma í Kaupmannahöfn. En hún telur sig greinilega eiga Þuríði Pálsdóttur mest að þakka og ber mikla virðingu fyrir henni. Að undanförnu hefur hún líka sýnt þessa virðingu í verki - virð- ingu fyrir lærimeistara sínum og ekki síður verkum föður hennar, Páls ísólfssonar, tónskálds og fyrrum dómorganista. Jafnframt því að æfa hlutverk Rósalindu norður á Akureyri hefur hún ásamt tveimur félögum sínum, þeim Þorgeiri J. Andréssyni, söngvara og Láru Rafnsdóttur, píanóleikara flutt minningartón- leika um Pál ísólfsson víðsvegar um Suðurland og mun flytja þá dagskrá á Sauðárkróki á morgun. Listamaðurinn opinberar sjálfan sig um leið og hann túlkar Ingibjörg er sjálfstæð hvað áhugamál hennar varðar, eins og Rósalinda undir lok þriðja þáttar Leðurblökunnar. Ekki verður aftur snúið. En hverjar eru til- finningar hennar gagnvart söngnum og þeim persónum og höfundum sem hún þarf að túlka? „Listamaðurinn gefur að sjálf- sögðu af sínum eigin persónu- leika þegar hann túlkar persónu úr tón- eða leikbókmenntunum. Hann opinberar sjálfan sig í söngnum - í túlkuninni. Hann ljáir einnig höfundi viðkomandi verks líkama sinn til að koma hugsun hans á framfæri, hvort sem er í látbragði, tali eða tónum. Þegar sungið er um regn- ið þá þarf áheyrandinn að skynja regndropann - heyra hann falla til jarðar. Á sama hátt verður áheyrandinn að skynja tilfinn- ingarnar þegar sungið er um ást eða hatur. Hlustendur sem ekki hafa nægilega gott eða þjálfað tóneyra vilja oft kenna flytjand- anum um ef þeir ná ekki tilfinn- ingunni í tónlistinni. En flytj- andns er engu að síður að ná til sem flestra - að koma því til skila sem honum er trúað fyrir. Við Rósalinda erum líkar um margt En hverju þarf Ingibjörg Mar- teinsdóttir að koma til skila á fjölunum í Samkomuhúsinu á Ákureyri nú á útmánuðum? Hver er þessi kona - þessi Rósa- linda? Gæti hún rétt eins átt heima í nútímanum - ef til vill verið á meðal áhorfenda á þriðja bekk og vera að ná undirtökun- um í umhverfi sínu? I starfi eða á heimili og í fjölskyldulífi? Þarf hún ef til vill aðeins að koma sjálfri sér til skila - þessari konu sem situr á móti mér viðmælanda sínum yfir snarli í hádeginu á virkum degi og spurningin tekur að mótast? Eru þið Rósalinda líkar? „Um margt,“ svarar Ingibjörg að bragði. „Ég er áhrifanæm en ég get líka verið ákveðin - eins og Rósalinda. Ég finn margt sem við eigum sameiginlegt þótt umgjörð okkar og umhverfi sé eðlilega um margt ólíkt þar sem heil öld mannkynssögunnar skil- ur okkur að.“ Tímar hinnar vaxandi borgarastéttar Og Ingibjörg heldur áfram að ræða um umhverfi Leðurblök- unnar og um Rósalindu. „Hún er dæmi um konu sem vex og öðlast sjálfstæði sitt. En til þess að átta sig á henni þá verður að hverfa í huganum til baka - til síðasta fjórðungs 19. aldar þegar borgara- stéttin var að festa sig í sessi. Til þeirra tíma er það umhverfi og þeir siðir, sem við búum við enn þann dag í dag voru að mótast og verða til. Iðnbyltingin hafði átt sér stað og iðnvæðingin í Evrópu var orðin almenn. Nýlenduveldin höfðu skipt heiminum á milli sín og „heimsverslunin" miðaðist við þarfir Vestur-Evrópu. Fram- leiðsla og verslun með vörur frá nýlendunum voru farnar að skila miklum auðæfum til hinnar ört vaxandi borgarastéttar, sem einnig greiddi stóraukna skatta til ríkis og aðals. Á þessum tíma dró einnig úr stéttaskiptingunni á milli efri laga borgarastéttarinnar og aðalsins og stundum varð hún vart sýnileg. Að sama skapi varð bilið á milli borgarastéttar og lág- stéttanna greinilegra. Borgara- stéttin hafði í raun tekið völdin í þjóðfélögum Evrópu og krafðist því áhrifa í krafti auðæfa sinna. Með þessum breytingum vökn- uðu einnig hugmyndir um jafn- rétti kynjanna. Réttlæti á milli stétta, dýra- og náttúruvernd og jafnvel heilsuvernd eiga sínar fyrstu rætur í hugmyndafræði 19du aldar. Kvenfrelsishreyfingin á einnig fyrstu rætur í þessum tíma.“ Samkvæmislíf - samningar - launráð „Staða konunnar var þó í raun fremur valdalítil í þessu sterka borgarsamfélagi. Fyrir karl- manninum var þetta þjóðfélag hraða og viðskipta - þjóðfélag tengsla, samninga, útþenslu og hreyfingar. Þjóðfélag hins dæmi- gerða „bissnissmanns“. Konurn- ar voru á hinn bóginn kyrrar. Þeirra var að sjá um heimilis- reksturinn. Þær voru jafnvel eitt stofustássið í augum karlmann- anna eða urðu að látast vera það. En með aukinni velmegun og vél- væðingu fengu borgararnir rýmri tíma til skemmtana og tóm- stundaiðkana. Útivera jókst, íþróttir urðu vinsælar og sam- kvæmislíf tók einnig að þróast. Þar gat fólk hist, ræðst við, gert samninga og bruggað launráð. Já, til hvers var að hittast á dag- inn enda fóru menn seint í hátt- inn og seint á stjá.“ Konurnar voru ekki áhrifalausar Var konan á tímum Rósalindu þá kvöldvera - drottning kvöldsins ætti ef til vill betur við? „Opinber dagur“ húsfreyjunn- Viðtal og mynd: Þórður Ingimarsson ar hófst ekki fyrr en upp úr hádegi og jafnvel síðar með tedrykkju. En konur voru ekki áhrifalausar. Þær konur sem það vildu gátu vel látið í sér heyra og hinar gátu haft mikil áhrif á bak við tjöldin í bókstaflegri merk- ingu.“ Ingibjörg vitnaði til Björns Th. Björnssonar, sem bent hefur á að í Reykjavík um þetta leyti hafi konur verið eina borgarastéttin hér á landi. Þær einar hafi haft tóm til sinna bók- menntum og listum á meðan karlarnir hugsuðu um búskap og sjávarútveg enda konur snemma orðið áhrifamiklar í menningar- málum. Þvílík kona „Já - Rósalinda er dæmi um þessa konu sem þróast og breyt- ist. í fyrstu bíður hún heimkomu Eisensteins á meðan hann stund- ar viðskiptalífið og reynir að hafa hemil á tilfinningum sínum þegar elskhugar úr fortíðinni birtast. Tilfinningar hennar eru háðar aðgerðum karlanna og Rósalinda bregst við á þann hátt að verða fremur fyrir áhrifum en verða sjálf að áhrifavaldi. Verður þann- ig trúverðug kvenímynd þessa tíma. Er fram í sækir fer hún þó að sýna á sér aðrar hliðar. í öðr- um þætti tekur hún atburðarásina föstum tökum og sveigir hana að sínum vilja. í lok verksins tekst henni að leiða málin til lykta - með einu orði bjargar hún heim- inum ef svo má að orði komast. Enginn annar í verkinu hefur þennan mátt sem Rósalinda býr yfir - þvílík kona.“ Ég held ég gæti búið á Akureyri Ingibjörg lætur vel af dvölinni á Akureyri. „Ég held ég gæti átt þar heima,“ segir hún og brosir - þessu tvíræða brosi þeirrar konu sem er í senn áhrifagjörn og áhrifarík - þessu dæmigerða brosi Rósalindu. „Ég kann vel við fólkið og ég hef eignast hér alveg frábært samstarfsfólk í leikhúsinu." Hún nefnir leikstjórann, Kolbrúnu Halldórsdóttur sérstaklega. „Kolbrúnu er svo lagið að ná því besta út út fólki. Einnig hljóm- sveitarstjóranum okkar Roari Kvam. Það er mikill styrkur fyrir leikhús- og tónlistarlíf að hafa slíku fólki á að skipa. Ég held að við höfum öll, sem vinnum að þessu verkefni náð ákaflega vel saman. Ég vil einnig nefna Jón Þorsteinsson, sem fer með hlut- verk Eisensteins - hann hefur af svo mikilli reynslu að miðla, sem hann er óspar á að leyfa okkur hinum að njóta. Einnig Aðal- steinn Bergdal og ekki síst Guð- rún Jónsdóttir, vinkona mín. Við höfum náð mjög vel saman þótt við séum báðar sópran. Þá get ég einnig nefnt leikmynd og bún- inga. Hönnuðinum Karli Aspe- lund hefur tekist frábærlega vel upp við að koma glæsilegri leik- mynd fyrir á litla sviðinu í Sam- komuhúsinu.“ Ingibjörg er greinilega sátt við hlutskipti sitt og ber hlýjar til- finningar til félaga sinna í leikhúsinu á Akureyri á þessum tilvonandi vordögum þegar sýn- ing Leðurblökunnar er að ná endanlegri sköpun þrátt fyrir að spenna frumsýningarinnar sé framundan. Hún virðist jafn sátt og Rósalinda er við hlutskipti sitt í lok þriðja þáttar. Sennilega er það rétt hjá Ingibjörgu - þær Rósalinda eru dálítið líkar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.