Dagur


Dagur - 20.03.1993, Qupperneq 23

Dagur - 20.03.1993, Qupperneq 23
I UPPÁHALDI Laugardagur 20. mars 1993 - DAGUR - 23 „Langar ekki til Akureyrar aftur“ - segir Jón Eiður Jónsson Jón Eiður Jónsson er verslunar- stjóri hjá Verslunarfélagi Rauf- arhafnar hf., en auk þess að starfrækja verslun á staðnum rekur félagið gistiheintili á efri hæð hússins við Aðalbraut 24. Jón Eiður er einnig kafari í aukavinnu en segir ekki mikið að gera á því sviði og þá er hann sjúkraflutningamaður, lærði til þess á Borgarspítalanum 1987, og því starfi þarf hann skiljanlcga að sinna öðru hverju. Við slógum á þráðinn austur til Akureyringsins fyrrverandi. Hvað gerirðu helst ífrístundum? „Ég vi! helst vera heima með fjölskyld- unni. Frístundimar eru það fáar að mér finnst þeim best varið heima.“ Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „íslenska lambakjötið, hvemig sem það er nú matreitt.“ Uppáltaldsdrykkur? „Ætli það sé ekki aðallega kók og líka kaffi, svo maður tali eins og sannur koffínisti." Ertu hamhieypa til allra verka á heim- ilinu? „Ég er ekkert rosalega duglegur í heint- ilisverkunum en reyni að hjálpa tii. Ég hef yfirleitt alltaf vaskað upp á kvöldin síðan strákurinn fæddist 1990, en mað- ur hefur ósköp lítinn tíma.“ Spáirðu mikið í heikusamlegt líferni? „Nei, ég spái akkúrat ekkert í það. Og þó. Það blundar í meðvitundinni að Jón Eiður Jónsson. drífa sig í eitthvað en ég hef aldrei gert neitt í því.“ Hvaða blöð og tímarit kaupirðu? „Að sjálfsögðu kaupi ég Dag og við kaupum Dagblaðið líka. Það eru einu blöðin sem ég les.“ Hvaða bók er á náttboröinu hjá þér? .íað er bókin um Kristján Jóhannsson, söngvara. Ég er ágætlega hrifinn af honum, enda er hann góður söngvari.“ Hvaða hljómsveitltónlistarmaður er i mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er nú gamli Mick Jagger og Roll- ingamir." Uppáhaldsiþróttamaður? ,JHver gæti það nú verið? Nei, ég held að ég eigi engan uppáhaldsíþróttamann. Þeir standa sig sjálfsagt allir með ágæt- um.“ Hvað horfirðu hekt á í sjónvarpi? „Fréttir. Ég eltist ekkert við annað efni en horfi kannski á stöku bíómyndir ef þannig stendur á.“ Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Svei mér þá, ég held að ég hafi ekki álit á neinum þeirra í dag. Steingrímur Hermannsson hefur þó alltaf verið í nokkuð miklu uppáhaldi hjá mér en ég veit ekki hvort hann nái þvt f dag.“ Hvar á landinu vildirðu helst búafyrir utan heimahagana? „Ætli Húsavík yrði ekki fyrir valinu. Nei, mig langar ekki til Akureyrar aft- ur. Það er helst að ég sakni trjánna það- an og Hlíðarfjalls. Það var alltaf hress- andi að skreppa á skíði.“ Hvaða hlutlfasteign langar þig mest til að eignast um þessar mundir? „Nú seturðu mig í bobba. Ætli ég myndi ekki bara vilja eignast mína fast- eign sjálfur, þessa sem maður er með á herðunum í dag.“ Hvernig myndirðu eyða þriggja vikna vetrarfríi? „Á skíðum í Austurríki. Það er að vísu háð því skilyrði að ég fái lottópottinn." Hvað œtlarðu að gera um helgina? ,JÉg ætla með konunni minni á stórhátíð sem jeppaklúbburinn héma heldur. Þetta er að verða cin stærsta hátíðin héma og ég held að það verði fleiri í mat en á þorrablótinu. Síðan ætla ég að eyða helginni heima og safna kröftum fyrir langa og stranga vinnuviku." SS PÓSTKORT FRÁ PAU Fannhvít jörð í Frans Kæri vinur. Ég er farinn að halda að eitt- hvað veðurfarslegt ólán elti mig á röndum. Fyrst var það sex vikna sleitulaus rigning og núna . . . Hvort sem þú trúir því eða ekki þá gerðist það einn laugardags- morguninn þegar ég halaði hler- ann frá glugganum hjá mér, að við blasti hvít jörð og slydduhríð. Skemmst er frá að segja, að ég var fljótur að skríða aftur upp í og lá þar í eymd og volæði, horf- andi á hvítar flygsurnar svífa fram hjá glugganum, allt fram undir hádegi. Ég, kominn alla leið frá íslandi, landi snjóa, og suður undir Spán, land sólar, en samt snjóaði úti. Stórfurðulegt, þar sem hér snjóaði síðast fyrir fjórum árum og þá duttu einungis örfá korn úr lofti. Ég var ekki lengur í nokkrum vafa um að veðurguðirnir væru í því að ergja mig með að snúa veðri suðlægra slóða upp í andhverfu sína hvað eftir annað. Fyrst rigning að hausti, síðan hitabylgja í janúar, nú snjókoma og guð má vita hvað vorið ber í skauti sínu. Annars verður að segjast eins og er, að þegar ég skreiddist loks- ins fram úr þennan snjóhvíta laugardag og gekk út til að sannprófa að þetta væri raun- verulegur snjór, þá fór um mig sæluhrollur. Að finna snjókornin bráðna í hárinu, sjá fótspor sín í snjónum og hnoða snjókúlur, vakti upp hlýjar minningar og mér fannst ég vera kominn heim. Ekki var heldur hægt annað en komast í gott skap, svo skemmti- leg voru viðbrögð fullorðins fólks, sem og barna, við þessum hvíta gesti. Allir hlæjandi, að gera snjókarla eða kasta snjó í hvern annan. Að vísu sýndi fólk ekki mikla leikni í snjókúlugerð, en það verður að teljast eðlilegt miðað við búsetu. Ég naut þess því, að senda nokkrar góðar, án þess að mikið bæri á, sem ollu smá usla. Eitt vakti þó meiri athygli hjá mér en annað. Flestir voru vopn- aðir regnhlífum í snjókomunni og satt best að segja kom það mér íslendingnum hálf spánskt fyrir sjónir. En hvers vegna? Sennilega vegna þess að maður er vanari að grípa snjóbuxurnar og úlpuna að ógleymdri lambhús- hettunni, en dusta rykið af regn- hlífinni áður en ætt er af stað út í norðangarrann. Kannski ekki að ástæðulausu, því það er eins með snjókomuna á íslandi og rigning- una, hún er yfirleitt lárétt en ekki lóðrétt. Hér í Frakklandi heldur snjó- koman hinsvegar í gamlar venjur og fellur af himnum ofan líkt og regnið. Þetta með regnhlífarnar reyndist því ekki svo ýkja galið hjá Frökkunum, þó ég hafi kosið að snúa heim með snjóblautt hár. Annars entist blessaður snjórinn heldur stutt og ég kvaddi hann með tárin í augunum, fjórum dögum eftir komu hans, því auð- vitað er ég sannur íslendingur, sem þrái snjó þegar hann er ekki til staðar, en bölva honum í sand og ösku loksins þegar hann lætur sjá sig. Þetta föl sem kom varð því ekki til annars, en kveikja hjá mér óstjórnlega löngun í að kom- ast heim i kuldann og snjóinn. Hver getur líka hugsað sér betri líkamsrækt en moka snjóinn af tröppunum heima hjá sér, moka snjóinn frá bílnum, moka sig í gegnum nokkra skafla á leiðinni í vinnuna, ýta á bílana hjá þeim sem hafa fyrir fádæma klaufa- skap fest sig í fölinu og gera yfir- leitt allt það sem venjulegur íslendingur gerir á hverjum degi þegar snjó festir í byggð. Ef það er snjór fyrir utan gluggann hjá þér núna, sem þú ert búinn að bölsótast mikið yfir, máttu altént vita að einn vinur þinn vildi gjarnan vera kominn til þín, til að drífa þig út í snjókast. Ton ami SBG Nú bjóðum við 15% staðgreiðslu- afslátt af allri íslenskri málningu Ifram að páskum ★ Komið og kynnið ykkur fjölbreytt úrval lita og málningarefna. ★ Ath. Mjög lágt verð á sérblandaðri málningu. Verið velkomin. Sjúkrahúsið í Húsavík s.f. Sími 41333 - 640 Húsavík H j ú kru narf ræði ngar LAUSAR STÖÐUR: Hjúkrunarfræðingur óskast á blandaða legudeild nú þegar. Hjúkrunarfræðingur óskast á skurðstofu frá 1. maí. Deildarstjóri óskast á öldrunardeild frá 1. júlí. Allar nánari upplýsingar gefur Aldís Fr. hjúkrunarfor- stjóri í síma 96-41333. LUHDARSKÓU Lundarskóli Akureyri Sérkennara vantar að skólanum næsta skólaár. Megin viðfangsefni hans verður, í samvinnu við bekkjarkennara, að þróa kennsluaðferðir sem hæfa mjög fötluðum nemanda sem kemur í 1. bekk skól- ans í haust. Frekari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 96- 24888 og 96-21749 utan skólatíma. HóTELÍflffiinnr Þingeyingar! Hótel Laugar auglýsir eftir starfsfólki til almennra hótelstarfa í sumar. Lágmarksaldur 18 ár. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 30. mars nk. Hjördís Stefánsdóttir, sími 43340, 650 Laugar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.