Dagur - 20.04.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 20. apríl 1993
Þorleifur Ananíasson
Enska knattspyrnan
Lið Man. Utd. færist nær titlinmn
- fátt til bjargar hjá Oldham og Nott. For. eftir tapleiki um helgina
John Barnes og Mark Walters sem skoraði þrennu sækja hér að marki Coventry.
komast yfir. Robert Rosario
skallaði yfir eftir góða sendingu
Gary Bannister og Kingsley
Black komst einn innfyrir vörn
Wimbledon en skaut beint í
markvörðinn.
■ Crystal Palace nældi sér í gott
stig á útivelli með markalausu
jafntefli gegn Leeds Utd. og stig-
ið léttir nokkuð af þeim fallóttan-
um.
■ Liverpool fór létt með Coven-
try á Anfield og sigraði 4:0. Mark
Walters sem verið hefur hálf-
gerður utangarðsmaður hjá
félaginu skoraði þrjú af mörkun-
um og David Burrows það
fjórða.
■ Og að lokum má geta um
markalaust jafntefli í leik Sout-
hampton á heimavelli gegn
Everton. Þ.L.A.
■ Leikmenn Man. Utd. eru
hungraðir í Englandsmeistaratitil
og með sigri á heimavelli gegn
Chelsea stigu leikmenn liðsins
stórt skref í átt að titlinum.
Manchester liðið hafði yfirburði í
Aðeins voru leiknir sjö Úrvals-
deildarleikir á laugardag vegna
urslitaleiksins í Deildabikarn-
um á sunnudag og tveggja leikja
í Úrvalsdeild á sunnudag og
mánudag. Segja má að liðin
séu nú á síðustu metrunum og
mistök sem nú eru gerð eru því
afdrifarík bæði hvað varðar
baráttuna um meistaratitilinn
og ekki síður baráttu þeirra
liða sem nú berjast fyrir sæti
sínu í Úrvalsdeildinni næsta
vetur. En förum þá yfír leiki
laugardagsins.
Arsenal Deildabikarmeistari
Aston Villa gefur ekkert eftir
Andy Clarke skorar her sigurmark Wimbledon gegn Nott. For. án þess að
Mark Crossley komi vörnum við.
leiknum gegn Chelsea og sigur
liðsins síst of stór. Liðið hafði 2:0
yfir í hálfleik og Chelsea náði
aldrei að ógna sigri liðsins. Mark
Hughes skoraði fyrsta markið, en
það næsta var sjálfsmark Steve
Clarke bakvarðar hjá Celsea.
Lokaorðið átti síðan Frakkinn
Eric Cantona. Þess má geta að
Bryan Robson kom inná sem
varamaður hjá Man. Utd. í leikn-
um eins og í leikjum liðsins að
undanförnu og stóð sig skínandi
vel.
■ Sheffield Utd. tapaði á heima-
velli sínum gegn Blackburn og er
því enn í bullandi fallhættu. Glyn
Hodges náði þó forystu snemma
leiks fyrir Sheff. Utd., en Kevin
Gallacher jafnaði fyrir Blackburn
skömmu fyrir hlé. Mike Newell
kom Blackburn síðan yfir rétt
eftir hlé. Tim Sherwood bætti
síðan þriðja marki Blackburn við
og gestirnir höfðu öll völd á vell-
inum undir lok leiksins.
■ Oldham á í mikilli fallbaráttu
og ekki bætti 4:1 tap á útivelli
gegn Tottenham úr skák. Old-
ham hafði þó yfir í hálfleik með
marki Darren Backford, en í síð-
ari hálfleiknum snerist gæfan
gegn þeim. Teddy Sheringham
og Darren Anderton létu þá til
sín taka, Sheringham jafnaði úr
vítaspyrnu og lagði síðan upp
mark fyrir Anderton. Shering-
ham skoraði síðan þriðja mark
Tottenham úr annari vítaspyrnu
og lagði síðan upp fjórða markið
fyrir Andy Turner. Fallið blasir
við Oldham liðinu ef það lagar
ekki verulega leik sinn í þeim
leikjum sem eftir eru.
■ Nottingham For. er svo gott
sem fallið eftir að hafa tapað fyrir
Wimbledon á útivelli með eina
marki leiksins. Það var Andy
Clarke sem skoraði markið fyrir
Wimbledon á 32. mín. og Wim-
bledon hafði nokkra yfirburði í
fyrri hálfleik. í þeim síðari snerist
dæmið nokkuð við og leikmenn
Forest fengu færi á að jafna og
Staðan
Úrvalsdeild
Man. Uld. Aston ViUa 39 21-12- 6 60:29 75 39 21-11- 7 56:34 74
Nonvich Blackburn 39 20- 8-11 56:59 68 38 17-11-10 61:42 62
qpr Tottenham 38 15-10-13 57:52 55 37 15-10-12 53:53 55 Xft 14 40.41 54
MJUI. VYCu. Chclsea Liverpool JV Irlí"W •Wl'w 34 40 13-14-13 47:49 53 38 14-11-13 52:49 53
Man. City Wimblcdon 38 14-10,14 52:45 52 39 14-10-15 53:51 52 4H 11 11 15 48.51 51
Arsenal 36 14- 8-14 35:33 50 40 13-11-16 51:56 50
Everton Leeds 39 14- 7-18 48:51 49 38 12-12-14 52:55 48
Ipswich Cryslal Palace I|,rl 39 10-16-13 44:50 46 38 10-15-13 45:55 45 38 11. 9-18 45’50 <P
ollvIL Oldbam JO 11*7 10 39 10-10-19 55:69 40 st 3910- 9-2039:5739
Middlcsbrough 39 9.1(1-20 45:70 37
1. deild
Ncwcusllc 42 25- 9- 8 80:36 84
Purtsmoulh 43 24-10- 9 75:41 82
VVcsf Hani 43 24-10- 9 74:39 79
Swiudon 43 21-12-10 72:54 75
l.ciccslcr 42 21 8-13 66:53 72
Traiimerc 42 21- 8-13 67:53 71
Milhvall 43 17-16-10 63:47 67
Grimsby 43 19- 7-1757:52 64
VVolvcs 43 15-13-15 54:51 58
Dcrliy 41 17- 7-17 62:5458
fliarllou 43 15-13-15 47:43 58
Harnslcy 43 16- 9-18 54:56 57
Pclcrhoroiigh 42 15-12-15 50:60 57
Watford 43 13-13-17 55:68 52
Brislol City 42 13-11-18 45:66 50
Luton 43 10-19-14 46:60 49
Nolls Counly 42 11-14-17 50:65 47
Sundcrland 42 12-11-19 44:57 47
Osford Uniled 41 11-13-17 47:52 46
Birmiiigham 43 12-10-21 46:69 46
Soulhend 42 11-13-18 49:56 46
Brcnlford 43 12-10-21 48:65 46
Camhridgc Cniled 43 10-15-18 45:66 45
Brislol Rovcrs 43 9-10-24 48:82 37
Það voru mikilvægir leikir á
dagskrá í Englandi á sunnu-
Úrslit
Úrslit í vikunni:
Úrvalsdeild
Oldham-Sheffíeld Utd. 1:1
Norwich-Leeds Utd. 4:2
1. deild
Cambridge-Watford 1:1
Leicester-Millwall 3:0
Luton-West Ham 2:0
Southend-Bristol Rovers 3:0
Úrvalsdeild
Aston Villa-Manchester City 3:1
Ipswich-Norwich mánud.
Leeds Utd.-Crystal Palace 0:0
Liverpool-Coventry 4:0
Manchester Utd.-Chelsea 3:0
Sheffield Utd.-Blackburn 1:3
Southampton-Everton 0:0
Tottenham-Oldham 4:1
Wimbledon-Nottingham For. 1:0
1. deild
Barnsley-Southend 3:1
Bristol Rovers-Cambrídge 1:1
Derby-Grimsby 2:1
Millwall-Newcastle 1:2
Notts County-Portsmouth 0:1
Oxford-Charlton 0:1
Petcrborough-Bristol City 1:1
Sundcrland-Luton 2:2
Swindon-Leicester 1:1
Watford-Birmingham 1:0
West Ham-Brentford 4:0
Wolves-Tranmere 0:2
Deildabikarinn
Úrslitaleikur.
Arsenal-Shefíield Wed. 2:1
dag. Úrslitaleikur Deildabik-
arsins var leikinn á Wembley
og toppslagur í Úrvalsdeildinni
þar sem mættust Aston Villa
og Man. City.
■ Á Wembley mættust Arsenal
og Sheffield Wed. í úrslitaleik
Deildabikarsins, en sá leikur var
sýndur í sjónvarpinu. Sheffield
liðið byrjaði betur og náði for-
ystu strax á 9. mín. með marki
John Harkes frá vítateig. Þrumu-
skot hans hafnaði í bláhorninu
niðri án þess að David Seaman
hefði möguleika á að verja. Þá
hefði Paul Warhurst einnig getað
skorað fyrir Sheff. Wed. í byrjun
leiksins, en skot hans hafnaði í
stöng. Á 18. mín. náði síðan Paul
Merson að jafna leikinn fyrir
Arsenal með glæsilegu langskoti.
Merson lét þó ekki þar við sitja
því hann átti stóran þátt í sigur-
marki Arsenal um miðjan síðari
hálfleik, en Steve Morrow kom
boltanum í netið eftir að Carlton
Palmer hafði mistekist að bægja
frá skoti Merson. Paul Merson
var valinn besti maður leiksins og
var vel að því kominn, en Morrow
var ekki jafn lánsamur því hann
meiddist illa í fagnaðarlátunum
eftir leik og verður frá keppni um
;hríð. Þessi sömu lið munu mætast
að nýju á Wembley 15. maí í
úrslitum FA-bikarsins.
■ Aston Villa tók á móti Man.
City í Úrvalsdeildinni og sigraði
3:1 þannig að Man. Utd. hefur
áfram eins stigs forskot eftir leiki
helgarinnar. Það blés þó ekki
byrlega fyrir Villa framan af
leiknum því Niall Quinn náði for-
ystu fyrir Man. City í fyrri hálf-
leiknum. En í þeim síðari sýndu
leikmenn Villa hvað í þeim býr
og þeir Dean Saunders, Garry
Parker og Ray Houghton skor-
uðu fyrir liðið og tryggðu félag-
inu þennan mikilvæga sigur.
Þ.L.A.
John Harkes náði forystu fyrir Sheff. Wed. gcgn Arsenal, en það dugði þó
ekki til sigurs.