Dagur - 20.04.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 20.04.1993, Blaðsíða 1
 Leiðbeinendur frá Slysavarnaskóla sjómanna mættu á Húsavík um helgina og skóluðu til nemendur tíunda bekkjar, sem eru að Ijúka námi til 30 tonna réttinda, og smábátasjómenn. Myndin er tekin á bryggjunni þar sem hópurinn er mættur í flotbúningum til að Iæra að bjarga sér og öðrum úr sjónum. Mynd im Akureyri: Ölvaðir og próf- lausir í umferðinni Tveir réttindalausir ökumenn voru stöðvaðir af iögreglunni á Akureyri um helgina. Annar þeirra hafði misst prófið ævi- langt fyrir nokkrum árum og hinn var ekki búinn að taka út tveggja ára ökuleyfissviptingu. Þá voru þrír ökumenn stöðv- aðir og færðir í blóðprufu vegna gruns um ölvun við akstur. Tilkynnt var um tvo smávægi- lega árekstra í gær og á sunnu- dag. Að minnsta kosti tveir öku- menn voru stöðvaðir fyrir hrað- akstur, annar var á 92 km hraða innanbæjar og hinn á 121 km hraða á Svalbarðsstrandarvegi. Brotist var inn í Hafnarstræti Endanlegir reikningar Kaupfélags Eyfirðinga: Tólf milljóna hagnaður móðurfélagsins en 230 nnlljóna tap af dótturfyrirtækjum Samkvæmt endanlegum reikn- ingum Kaupfélags Eyfirðinga fyrir síðasta ár skilaði félagið 12 milljóna króna rekstrar- hagnaði, þ.e. án áhrifa dóttur- fyrirtækja. KEA á meirihluta í 9 starfandi hlutafélögum og einu sameignarfyrirtæki og samtals nam tap þeirra tæpum 230 milljónum króna á árinu. Aðeins þrjú af þessum félög- um skiluðu hagnaði. í tilkynn- ingu frá Kaupfélagi Eyfirðinga í gær segir að þessi afkoma dótturfélaga sé mun verri en milliuppgjör á síðasta ári hafi gefiö tilefni til að ætla. Afkom- an hafi versnað mjög á síðustu Aðalfundur Þormóðs ramma: 3,5% arður til hluthafa - gert ráð fyrir 20% veltuaukningu á þessu ári Á aðalfundi Þormóðs ramma sl. föstudag var samþykkt að greiða hluthöfum 3,5% arð á þessu ári, en á síðasta ári var greiddur út 10% arður. Stjórn fyrirtækisins var endurkjörin, en hana skipa Óttar Proppé, formaður, Marteinn Haralds- son og Jóhannes Egilsson. Á árinu 1992 varð 45 milljóna króna tap á Þormóði ramma. Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma, segir að á þessu ári sé áætluð 20% veltuaukning hjá fyrirtæk- inu. „Við gerum ráð fyrir örlitl- um hagnaði í ár. Áherslan í rekstrinum hefur breyst. Þannig var bolfiskur fyrir um þrem árum nær 100% af veltu, en í dag er hann um 40% af veltu á móti 60% í rækju og reyktum laxi,“ sagði Róbert. Rækjuvinnsla Þormóðs ramma hefur stórlega aukist eftir að fyrirtækið festi kaup á Sunnu SI, sem gerð er eingöngu út á rækju. Nýlega var hafin vaktavinna í rækjuvinnslunni og er nú unnið á tveim átta tíma vöktum, frá kl. 04 til 12 og kl. 13 til 21. óþh Ólafsijcjrður: Harður árekstur Allharður árekstur varð í Ólafsfirði í hádeginu í gær, svo til beint fyrir framan lögreglu- stöðina. Jeppi og pallbíll skullu saman og urðu töluvert miklar skemmdir á bílunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Ólafsfirði urðu ekki slys á fólki en ökumaður annars bílsins kvartaði þó um eymsl í baki. Helgin var róleg í Ólafsfirði en lögreglan lét einn sofa úr sér í fangageymslum. Á Dalvík og Siglufirði voru menn spakir og umferðin gekk klakklaust, en lögreglunni á Dal- vík var kunnugt um einn bíl sem hafði lent út af veginum. Öku- maðurinn hafði misst hann út af vegna krapa á veginum en engin vandræði hlutust af. SS mánuðum ársins og valdi geng- istap þar mestu um. Brúttóvelta KEA og dótturfyr- irtækja var um 9,7 milljarðar á árinu 1992 og lækkaði um 6% frá fyrra ári. í aðalrekstri félagsins var veltan 8,6 milljarðar og sam- dráttur varð á öllum sviðum. Hlutdeild KEA í afkomu dótt- urfélaga er gjaldfærð á rekstrar- reikning félagsins þannig að tap af Útgerðafélagi Dalvíkinga er 112,3 milljónir, af Akva hf. 43,6 milljónir, af Hafnarstræti 87-89 33,9 milljónir, af Dagsprenti hf. 7,1 milljón, af Vöruborg hf. 9,1 milljón, af Þórshamri hf. 1,4 milljónir og af dótturfélögum sameinuðum KEA 33,2 milljón- ir. Hagnaður varð hins vegar af hlutum í Efnaverksmiðjunni Sjöfn hf. um 3,7 milljónir, af Garðræktarfélagi Reykhverfinga hf. um 1,2 milljónir og af Kaffi- brennslu Akureyrar hf. 6,5 millj- ónir. Frekari grein verður gerð fyrir rekstri og afkomu móðurfélags og dótturfyrirtækja á aðalfundi KEA næstkomandi mánudag en samkvæmt tilkynningu félagsins í gær er tap af Útgerðarfélagi Dal- víkinga aðallega tilkomið vegna gengistaps og fyrninga af veiði- heimildum sem samtals voru um 90 milljónir króna. Hvað varðar afkomu Akva hf. segir að rekstur þess gangi í samræmi við áætlanir þar sem gert hafi verið ráð fyrir verulegum útgjöldum umfram tekjur á sl. ári. í ár sé búist við auknum tekjum og minni tap- rekstri og að á næsta ári verði hagnaður af vatnsútflutningnum. JÓH Atvinnuástandið í mars 1993: Aldrei mælst fleiri atvinnuleysisdagar Samkvæmt yfirliti Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneyt- is voru skráðir atvinnuleysis- dagar í sl. marsmánuði 145 þúsund á landinu öllu, um 79 þúsund hjá körlum en um 66 þúsund dagar hjá konum. Samkvæmt þessu hefur skráð- um atvinnuleysisdögum fjölg- að um 11000 frá mánuðinum á undan en fjölgað um 63 þús- und frá marsmánuði 1992. Framangreindur fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga í mars sl., sem er sá mesti sem skráðst hefur í einum mánuði hér á landi, jafn- gildir að tæplega 6700 manns hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Þar af eru um 3600 karlar og um 3100 konur. Þessar tölur jafngilda tæp- lega 5,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eða 5,9% hjá konum og 5,0% hjá körlum. Það er að meðaltali rúmlega 500 fleiri atvinnulausir en í síðasta mánuði og um 2900 fleiri en í mars í fyrra. Atvinnuleysi á Norður- landi vestra nemur 4,7%, en á Norðurlandi eystra 6,6%. Atvinnuleysi er mest á Suður- nesjum, þ.e. 6,8%, en á höfuð- borgarsvæðinu 5,2%. 100 og nokkur glös brotin en ekki teljandi skemmdir unnar. Á laugardaginn fletti vangefinn piltur sig klæðum á Ráðhústorgi. Lögregla var kölluð til og ók hún piltinum til síns heima. SS Sauðárkrókur: Innbrot í heildverslun - málið upplýst Brotist var inn í heildverslun- ina Röst á Sauðárkróki nú um helgina. Engar skemmdir voru unnar og litlu stolið. Málið er upplýst. Tilkynnt var um innbrotið til lögreglunnar í gærmorgun. Er líklegt að brotist hafi verið inn á sunnudagskvöld eða aðfaranótt mánudags. Engar skemmdir voru unnar á húsnæðinu og litlu stolið. Málið er að fullu upplýst að sögn lögreglu. sþ Hrútafiarð- arbrú endurbætt og breikkuð - þjóðvegurinn færður til á 700 m kafla við Staðarskála Ákveðið hefur verið að ráðast í sumar í endurbætur á brúnni yfir Hrútafjarðará við veitinga- skálann Brú og jafnframt verð- ur legu þjóðvegar 1 við Staðar- skála breytt. Samkvæmt skipulagsuppdrætti var gert ráð fyrir byggingu nýrrar brúar yfir Hrútafjarðará fyrir neðan Staðarskála, sem hefði jafnframt þýtt að gamla Hrúta- fjarðarárbrúin og brúin yfir Síká hefðu lagst af. Þessum hugmynd- um vildu heimamenn alls ekki una og var ákveðið að taka tillit til vilja þeirra og fresta fyrirhug- aðri brúarbyggingu og breytingu á legu þjóðvegar 1 í Hrútafirði um óákveðin tíma. Jónas Snæbjömsson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðar ríkis- ins á Sauðárkróki, segir að brúar- vinnuflokkur Vegagerðarinnar muni í vor og sumar gera gagn- gerar endurbætur á brúnni yfir Hrútafjarðará, en hún var byggð árið 1912 og því orðin gömul og lúin. Gert er ráð fyrir að steypa undir burðarvirkið í brúnni og setja styrktarbita á hliðar hennar. Jafnframt verður brúin breikkuð um helming. Við Staðarskála verður þjóð- vegurinn færður fjær söluskálan- um á um 700 metra löngum kafla. Jónas segir þetta gert til þess að aðgreina þjóðveginn og athafna- svæði Staðarskála. Hann segir stefnt að útboði á þessari vega- gerð. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.