Dagur - 20.04.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 20.04.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 20. apríl 1993 IÞRÓTTIR Handknattleikur, íslandsmót yngri flokka: Fádæma glæsilegur árangur KA KA virðist á góðri leið með að byggja upp mikið stórveldi I handbolta. Um það vitnar árangur félagsins í yngri flokkum. Alls kepptu 4 yngri flokkar karla á íslandsmótinu og 3 þeirra náðu Islandsmeist- aratitli. Þetta er afrek sem, eft- Skíði, íslandsgangan: Fjarðargangan í Olafsfírði Fjarðargangan á Ólafsfirði, sem er hluti íslandsgöngunnar, var haldin í Skeggjabrekkudal sl. sunnudag. Veður og færi var eins og best verður á kosið, hiti um frostmark, sól og goia af austri og nýfallinn sjór. Auk þeirra sem tóku þátt í göngunni voru nokkrir trimmarar nættir á staðinn og gengu utan tímatöku. Gengið var með hefð- bundinni aðferð. Eftir göngu voru bornar fram veitingar í boði skíðadeildar Leifturs. Úrslit urðu þessi: 17-34 ára, 20 km: 1. Sigurgeir Svavarsson, Ól. 2. Árni Freyr Elíasson, fs. 54,05 56,29 3. Kristján Hauksson, Ól. 1:01,46 4. Kári Jóhannesson, Ak. 1:05,10 5. Sigurður Sigurðsson, Ól. 1:05,19 35-49 ára, 20 km: 1. Sigurður Gunnarsson, fs. 1:03,50 2. Jóhannes Kárason, Ak. 1:06,58 3. Konráð Gunnarsson, Ak. 1:11,41 4. Ingvar Þóroddsson, Ak. 50 ára og eldri, 20 km: 1. Björn Þór Ólafsson, Ól. 1:17,59 1:03,48 2. Elías Sveinsson, ís. 1:08,42 3. Svavar B. Magnússon, Ól. 1:24,04 13-16 ára, 10 km: 1. Þóroddur Ingvarsson, Ak. 35,04 2. Gísli Harðarson, Ak. 35,36 3. Helgi Jóhannesson, Ak. 44,46 17 ára og eldri, 10 km: 1. Bergur Björnsson, ÓI. 36,20 2. Brynjar Sæmundsson, Ól. 46,23 ir því sem næst verður komist, ekkert félag hefur áður leikið og ekki líklegt að verði endur- tekið í bráð. Um helgina kepptu 2., 3. og 4. flokkur félagsins til úrslita í Valsheim- ilinu, 3. og 4. flokkur náðu Is- landsmeistaratitli og 2. flokkur varð í 4. sæti. Áður hafði 5. flokkur KA orðið Islands- meistari. Strákarnir í 2. flokki léku fyrst við KR og töpuðu 13:16 eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 8:8. KA keppti því um 3. sætið við FH, hafði yfir 9:5 í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir og FH marði sigur 14:13. Helgi Ara- son var markahæstur með 10 mörk, Leó Örn Þorleifsson, Ómar Kristinsson og Atli Þór Samúelsson skoruðu 4. KR-ingar voru einnig and- stæðingar KA í 3. flokki. Nú gaf KA engin grið og vann 17:15 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 7:5. Þar með var tryggt að liðið myndi leika um íslandsmeistaratitilinn. Þar voru andstæðingar Akureyr- inga Valsmenn, sem léku á, heimavelli. KA tók leikinn föst- Hæfileikamótun, átak KSÍ í þjálfun efnilegustu leikmannanna: Beinist ekki síst að aðstoð við Mu félögin Á dögunum kynntu forráða- menn KSÍ áætlun sem miðar að bættri þjálfun efnilegustu leikmannana. Stefnt er að því að auka gæði allra þátta í knattspyrnuumhverfi bestu Ieikmanna okkar á aldrinum 14-19 ára, þannig að þeir verði með tímanum frambærilegir á alþjóðlegum vettvangi. Mark- miðið er að A landslið Islands verði komið í 3. styrkleika- flokk fyrir riðlakeppni HM 1998 og að bestu íslensku fé- lagsliðin komist í 3. umferð í Evrópukeppni félagsliða fyrir 1997. Til að forvitnast nánar um þessa áætlun var haft sam- band við Eggert Magnússon, formann KSI og hann spurður nánar um hvað hér væri á ferð- mm. „Auðvitað erum við ekki á byrjunarreit því við höfum verið með svona starf í gangi undanfar- in ár. Við höfum Iagt mikla áherslu á yngri landsliðin og árangur 16 og 18 ára landsliðanna að undanförnu sýnir að við höf- um verið á réttri leið. Við höfum spilað fullt af leikjum og verið með æfingar meira og minna allt árið. Við erum því komnir vel af stað en nú erum við kannski að gera þetta meira markvisst til þess að finna betur þessa hæfi- leikamenn sem eru út um allt land og síðan reyna að gera meira fyrir þá en nú er gert.“ Hann lét þess einnig getið að KSÍ hafi verið í fararbroddi sér- sambanda ÍSÍ hvað fræðslustarf áhrærir. „Við höfum reynt að koma inn hugarfarsbreytingu t.d. varðandi þjálfaramál og leggjum ríka áherslu á að félög ráði ekki þjálfara nema þeir hafi tekið eitthvað af þeim námskeiðum sem mönnum stendur til boða hjá sambandinu. Sem betur fer hefur líka þróunin verið í þessa átt.“ Landinu skipt í 8 svæði Framkvæmd áætlunarinnar verð- ur með þeim hætti að landinu er skipt í 8 svæði sem eru kjördæm- in og er hverju svæði stýrt af svokölluðum trúnaðarmanni. Trúnaðarmenn eru í raun lykil- menn áætlunarinnar. Þeir bera ábyrgð á vali, eftirliti og hæfi- leikamótum efnanna á svæðun- um. Hann fer í heimsóknir til félaganna og heldur upplýsinga- og fræðslufundi með þjálfurum og stjórnar hópæfingum leik- manna á sínu svæði. Síðan kemur landsliðsþjálfarinn einnig í reglu- legar heimsóknir. Áætlunin er í raun ekki farin af stað sem slík. Eggert sagði nauð- synlegt að vanda mjög allan undirbúning. „Við sjáum fyrir okkur að búið verði að velja trúnaðarmennina fyrir haustið. Eins og gefur að skilja skiptir miklu máli að velja hæfa menn sem trúnaðarmenn. Þetta verða að vera menn sem njóta virðingar á sínu svæði og menn sem aðrir treysta." Að öðru leyti sagði Eggert enga ákvörðun hafa verið tekna um valið á mönnunum. Beinist að aðstoð við litlu félögin Tekið er fram í áætluninni að eft- ir sem áður fer megin hluti upp- byggingarinnar fram innan félag- anna sjálfra og þjálfarar eru því míkilvægir samstarfsaðilar. Trún- aðarmennirnir eiga sem fyrr segir að fara inn í félögin og sjá hvað þar.er verið að gera og koma með tillögur um úrbætur ef þarf. „Þessi áætlun beinist því ekki síst að aðstoð við litlu félögin. Trún- aðarmaðurinn velur síðan með aðstoð hvers landsliðsþjálfara, bestu efnin á svæðinu. Það verð- ur því miklu stærri hópur sem verður fylgst með. Landshluta- æfingarnar eru til að finna bestu efnin innan svæðisins og síðan koma menn inn í knattspyrnu- skólann og landsliðsæfingarnar. Fara allir í bestu félögin? Bent hefur verið á að þessi stefna geti leitt til þess að menn skipti í auknu mæli í bestu félögin og þá ekki kannski síst í félögin á Reykjavíkursvæðinu. „Það er hlutur sem hefur viðgengist í mörg ár að þeir sem eru mestu efnin sækja í bestu félögin og það verður aldrei stoppað. Með því sem verið er að gera núna erum við skapa betri aðstæður hjá öll- um félögum. Landsliðið og bestu félagsliðin verða aldrei betri nema grunnurinn batni. Við vilj- um gjarnan finna þessa miklu hæfileikamenn sem leynast út um allt land og veita þeim þá aðstoð sem hægt er. Það merkir ekki að við viljum að þeir gangi í eitthvað félag hér fyrir sunnan heldur að þeir hafi tækifæri til að æfa betur.“ Skapa þarf betri aðstæður á landsbygðinni Eggert sagði að stærsta málið væri kannski að reyna hafa áhrif á að betri aðstæður skapist til knattspyrnúiðkunnar út um land. „Það er auðvitað engin hemja að knattspyrnumenn á Akureyri t.d. geti ekki æft knattspyrnu nema nokkra mánuði á ári. Þarna verð- ur að skapa ákveðinn þrýsting. í þessu sambandi hefur t.d. verið bent á að reisa skemmu sem væri kannski 40x70 og bara með möl. Þá væri hægt að æfa á fullu í skjóli fyrir veðri og vindum. Framfarir eiga sér ekki stað nema menn hafi aðstæður til að æfa við sem best skilyrði.“ Eggert lét þess að lokum getið að hann, ásamt fleirum hefði ferðast tals- vert um landið til að kynna áætl- unina og allsstaðar hlotið góð viðbröð þegar búið hafi verið að útskýra um hvað málið snýst og öllum misskilningi hafi verið eytt. um tökum strax í upphafi og hleypti Valsmönnum í raun aldrei að. Sigurinn byggðist á sterkri liðs- heild, en að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins Atli Þór Samúelsson. Hann var marka- hæstur í leikjunum með 17 mörk, Matthías Stefánsson skoraði 7, Sverrir Björnsson 6 og Heimir Haraldsson 3. KA er með besta lið landsins í 4. flokki. Það kom berlega í ljós á þessu íslandsmóti. Liðið lék alls 22 leiki, vann 21 og tapaði einum. Þjálfari liðsins er Jóhann- es Bjarnason en hann gerði 5. flokk einnig að íslandsmeisturum fyrir skömmu síðan. Það er því vægt til orða tekið að Jóhannes geti verið ánægður með afrakstur vetrarins. í úrslitunum um helgina lék KA fyrst við Þór Vestmannaeyj- um og vann öruggan sigur 20:13. í úrslitaleiknum voru síðan and- stæðingarnir FH. Liðin höfðu leikið saman fyrr í vetur og þá voru 2 KA-menn teknir úr umferð allan leikinn. Svo var einnig að þessu sinni en nú voru KA-menn viðbúnir. Búið var að þjálfa línumann liðsins, Vilhelm Jónsson, í stöðu skyttu og fór hann hreinlega á kostum í leikn- um og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bak við sigurinn. KA var yfir allan leikinn og vann sig- ur 20:16. Leikurinn var vel spil- aður af beggja hálfu og hin besta skemmtun. Halldór Sigfússon skoraði 7 mörk fyrir KA, Vil- helm Jónsson 6, Þórir Sigmunds- son 4 og Axel Árnason 3. Þess má geta að þrír af leikmönnum 4. flokks urðu einnig meistarar með 3. flokki. íslandsmeistarar 3. flokks KA. Efri röð frá vinstri: Hall Tómas Jóhannesson, Heimir Haraldsson og Árni Stefá Magnússon, Atli Þór Samúelsson, Hörður Flóki Ólaf Islandsmeistarar 4. flokks KA. Efri röð frá vinstri: Jó insson, Guðmundur Brynjarsson, Axel Árnason, Arn Níelsson liðsstjóri. Neðri röð frá vinstri: Hlynur Erlin Flóki Ólafsson, Þórir Sigmundsson, Hákon Örn Atlas Knattspyrna: Guðmundur Benediktsson undir hnífínn í fjórða sinn leikur ekki knattspyrnu næstu mánuði, óvíst með framtíð hans hjá Ekeren Guðmundur Benediktsson, atvinnuknattspyrnumaður hjá Ekeren í Belgíu, þarf að gang- ast undir enn einn uppskurð- inn í byrjun næsta mánaðar. Hann verður þá skorinn upp á vinstra hné og liðbönd skoðuð. Það er því ljóst að Guðmundur leikur ekki knattspyrnu næstu mánuði en í herbúðum Þórs á Akureyri hafði verið gælt við þá hugmynd að Guðmundur léki með Þór í sumar. Þetta er í fjórða sinn sem Guð- mundur er skorinn upp við meiðslum í hné og í þriðja sinn á því vinstra, frá því að hann gerð- ist atvinnumaður árið 1990. Hann hefur verið einstaklega óheppinn frá upphafi atvinnu- mannaferils síns og ekki náð að sýna hversu snjall knattspyrnu- maður hann er. Guðmundur verður skorinn upp þann 4. maí nk. og í fram- haldi af því kemur hann til íslands í maílok. Samningur hans við Ekeren rennur út í vor og alls óvíst með framtíð hans hjá félag- inu. Rætt hefur verið um að Guð- mundur verði í einhverjum tengslum við Ekeren áfram og nái hann sér vel á strik á ný, að gerður verði við hann nýr samn- ingur. -KK Þýska knattspyman Úrslit: Núrnberg-Kaiserslautern 0:0 Bremcn-Dresden 3:0 Bochuni-Hamburg 1:2 Dortinund-Wattenscheid 6:0 Stuttgart-Frankfurt 2:2 Leverkusen-Uerdingen 1:0 Karlsruhc-Schalke 0:0 Gladbach-Bayern Múnchen 2:2 Saarbrúcken-Köln 0:3 Staðan: Bayern Múnchen 26 14- 9- 3 50:29 37 Breinen 26 14- 8- 4 43:23 36 Frankfurt 26 12-10- 4 46:30 34 Dortmund 26 14- 5- 7 50:31 33 Leverkusen 26 10-11- 5 50:32 31 Karlsruhe 26 10- 9- 7 45:43 29 Mönchengladbach 26 9- 9- 8 45:44 27 Schalke 26 8-10- 8 27:31 26 Kaiserslautern 26 9- 7-10 36:28 25 HSV 26 6-13- 7 34:31 25 Stuttgart 26 7-11 8 36:38 25 Saarbrúcken 26 5-13- 8 35:43 23 Núrnberg 26 9- 5-12 23:36 23 Dresden 26 6- 9-11 28:41 21 Wattenscheid 26 7- 7-12 33:51 21 Köln 26 9- 1-16 35:45 19 Uerdingen 26 5- 7-14 25:52 17 Bochuin 26 4- 8-14 32:44 16

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.