Dagur - 20.04.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 20.04.1993, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. apríl 1993 - DAGUR - 11 Þessi gamia mynd er frá því Zion var vígt árið 1933, en konur í kristniboðsfélagi kvenna byggðu húsið. Myndin er úr fórum Kristins G. Jóhannssonar, en hann bjó í húsinu frá 1938 og fram yfir stríð. Kristinn varð fyrstur til að opna myndlistarskýningu í Listhúsinu Þingi. Áður en Zion varð Þing - saga kristniboðshússins í stuttu máli Listhúsið Þing er nýtt gallerí á Akureyri. Þórhallur Arnórs- son festi kaup á húsinu að Hólabraut 13 og gerði það upp, eins og fram hefur komið í Degi. Hús þetta er þekkt undir nafninu Zion og hýsti það kristniboðsstarf um langt árabil en samkomusalurinn verður nú helgaður listagyðj- unni en til fróðleiks verður saga Zion hér rifjuð upp í stuttu máli. Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri var stofnað 1. nóvem- ber 1926. Á fundi í félaginu 6. september 1931 vakti ritari félagsins, Sigríður Þorláksdóttir, máls á því hvort ekki væri tíma- bært að hyggja á byggingu til samkomuhalds. Jóhanna Þór var þá formaður félagsins en Gíslína Friðriksdóttir gjaldkeri. Við- brögðin urðu þau að þegar var efnt til byggingarsjóðs og var stofnfé hans 56,25 krónur en síð- an var áætlað að afla fjár til sjóðsins með happdrætti. Það var svo á fundi 13. nóvember 1932 sem félagskonur fylltust eldmóði og var þá kosin nefnd til að undirbúa fram- kvæmdir. Þá voru 360,00 kr. til í byggingarsjóði. Konurnar báru grjót í grunninn í ársbyrjun 1933 var efnt til fjár- söfnunar meðal bæjarbúa og söfnuðust þá 2.150 krónur, auk þess sem vinnuframlagi var lofað sem nam 3.428 krónum, og efni sem metið var á 250 krónur. Nú þótti ekki lengur til setunnar boðið enda konurnar þess full- vissar að Guð væri með í verki og starfið fánýtt án hans. Snemma vors 1933 hófust byggingarframkvæmdir og unnu konurnar þau störf sem til féllu og báru m.a. grjót í grunninn og svo rösklega var að verki staðið að 10. desember það sama ár var samkomusalurinn á efri hæð hússins fullbúinn og vígður með viðhöfn. Allar götur síðan hefur starfið í Zion verið fastur þáttur í bæjar- lífinu. Þar var haldið uppi öflugu kristilegu starfi um árabil, sunnu- dagaskóli fyrir börn og kvöld- samkomur fullorðinna. Hin síð- ari ár átti starf KFUM og K einn- ig athvarf í húsinu og eflaust margir sem eiga minningar þaðan, hafa hlýtt á Björgvin Jörgensson og séð myndir frá kristniboðsstarfinu í Afríkulönd- um. Sögu kristniboðsins í Zion er lokið og húsið að Hólabraut 13 hefur fengið nýtt hlutverk á sviði lista og menningar. SS Þingsalyktunartillaga um lög um greiðsluaðlögun: Gætu leyst vanda margra heimila sem eiga í greiðsluvandræðum Fram er komin á Alþingi þings- ályktunartillaga um að félags- málaráðherra verði falið að skipa nefnd til undirbúnings samningu laga um greiðslu- aðlögun til aðstoðar fólki í verulegum greiðsluerfiðleik- um. Flutningsmenn tillögunn- ar eru þingmennirnir Ossur Skarphéðinsson og Sigbjörn Gunnarsson. I þingsályktunar- tillögunni er tekið fram að nefndin skuli hafa hliðsjón af sambærilegum lögum annars- staðar á Norðurlöndunum og afla upplýsinga um reynslu af þeim. í greinargerð með þingsálykt- unartillögunni segir meðal annars að skuldir heimilanna hafi aukist mjög á síðasta áratug og láti nærri að þær hafi fjórfaldast frá árinu 1981 til loka ársins 1992. Samkvæmt upplýsingum Neyt- endasamtakanna hafa þær aukist úr, 60,5 milljörðum króna á árinu 1981 í allt að 226,7 milljarða á síðasta ári eða um 377%. Sé mið- að við hlutfall af landsframleiðslu 'á sama tíma hafa þær aukist úr 14% í tæp 54%. f greinargerðinni segir einnig Sigbjörn össur Gunnarssun. Skarphéöinsson. að orsaka þessarar þróunar sé ekki síst að leita í mikilli hækkun raunvaxta á bankalánum. Á árinu 1983 hafi vextir verið nei- kvæðir um 14,2% en voru orðnir jákvæðir um 15,9% á árinu 1989 er þeir fóru hæst. Bent er á að hækkun raunvaxta hafi þyngt greiðslubyrði heimilanna og hafi fólk neyðst til að mæta henni með auknum lántökum og af þeim sökum skapast illrjúfanleg- ur vítahringur sem í mörgum til- vikum hafi leitt til gjaldþrots og hörmulegra afleiðinga. Versn- andi atvinnuástand auki enn á þennann vanda þar sem örðugra sé nú að leysa úr mikilli greiðslu- byrði með því að taka að sér mikla aukavinnu. í greinargerð sem Sólrún Hall- dórsdóttir, hagfræðingur Neyt- endasamtakanna, hefur unnið um þessi mál kemur fram að markmið laga um greiðsluaðlög- un sé að hjálpa einstaklingum sem eigi í miklum og viðvarandi greiðsluerfiðleikum og sjái ekki fram á að geta greitt vexti og afborganir til lengri tíma. Með löggjöf um greiðsluaðlögun geta þeir sem falla undir skilgreiningu viðkomandi laga fengið lækkun á greiðslubyrði - til dæmis með lækkun vaxta, lengingu lánstíma eða breytingum á skammtíma lánum í lengri tíma lán. Ef talið er að slíkar aðgerðir dugi ekki til að leysa vanda viðkomandi aðila gefa slík lög einnig möguleika á að fá lækkaðan höfuðstól eða niðurfellingu skuldar sem ekki er nægjanlega tryggð með veði. ÞI Fyrir sumardaginn fyista Full búð af afskornum blómum og gjafavöru. Fagnið sumri með blómum. Vandið valið. * AKLJR KAUPANGIV/ MYHARVEG 602 AKUREVRI SÍMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498 Opið sumardaginn fyrsta frá kl. 09.00-18.00. Bílastæði við búðardyrnar. Gleðilegt sumar! Hús til sölu Til sölu er Laugarbrekka 14, Húsavík, tveggja hæða steinhús með stórri og góðri lóð. Húsið er byggt 1947, 165 m', endurnýjað og lag- fært töluvert á árunum 1978-82 og 1991-92. Einbýlishús eða tvær íbúðir. í húsinu eru tvær fbúðir með sameiginlegu þvottahúsi og geymslu á jarðhæð, með sam- eipn er íbúð á jarðhæð um 65 m , en á efri hæð er íbúðin um 100 m2, auðvelt að breyta í einbýlishús. Verðhugmynd: kr. 7.500.000 að teknu tilliti til greiðslu fyrirkomulags. Skrifleg tilboð, er tilgreini verð og greiðsluskilmála þurfa að berast undirrituðum fyrir 10. maí 1993. Öllum tilboðum verður svarað fyrir 20. maí 1993. Húsið er til sölu í heild. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er. Allar nánari upplýsingar um húsið og sölu þess gefur Stefán Jón Bjarnason, Norðurvöllum 20, Keflavík. Heimasími 92-14070, vinnu- sími 92-15200. Aðalfundur Kaupmannafélags Akureyrar veröur haldinn þriðjudaginn 27. apríl kl. 20.00 að Hótel KEA. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Nýtt símanúmer Frá og með 17. apríl er nýtt símanúmer Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 96-30100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.