Dagur - 06.05.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 06.05.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 6. maí 1993 Fréttir Hafspil-vélaverkstæði hf. sett á stofii á Þórshöfn - Hreinn Elliðason flytur Hafspil sf. til Þórshafnar frá Svalbarðseyri Hlutafélagið Hafspil-vélaverk- stæði tók þann 1. maí sl. við rekstri bifreiðaverkstæðis á Þórshöfn. Að hlutafélaginu standa Hreinn Elliðason, sem á 80% í félaginu, og Þórshafnar- hreppur, sem á 20%. Hlutafé í Hafspili-vélaverk- stæði er 5 milljónir króna og leggur Hreinn Elliðason fram 4 milljónir króna en Þórshafnar- hreppur 1 milljón króna. Hlutafélagið leigir húsnæði sem Vélar og raf hf. á, en þar hef- ur fram að þessu verið rekió bif- reióaverkstæði, þ.m.t. smurþjón- usta, hjólbarðaþjónusta, réttingar og sprautun. Frá áramótum hafa þrír fyrrum starfsmenn Véla og rafs hf. leigt reksturinn. Hafspil- vélavcrkstæöi hf. keypti rekstur bifreiðaverkstæðisins 1. maí sl. og framvegis verður þar einnig starf- semi Hafspils sf„ þ.e. framleiósla á vökvadrifnum spilbúnaði í báta og skip. I kjölfarið á stofnun þessa hlutafélags flytja tvær fjölskyldur til Þórshafnar, en með flutningi Hafspils sf. frá Svalbarðseyri skapast þrjú ný störf á Þórshöfn. Hjá hinu nýja fyrirtæki munu einnig vinna tveir af þeim þrem mönnum sem hafa haft bifreiða- verkstæðið á leigu frá áramótum. Þar að auki er gert ráð fyrir störf- um á skrifstofu og því er um að ræða fyrirtæki með 6-7 starfs- menn. „Þáttur sveitarfélagsins er ann- ars vegar fjárframlag í formi hlutafjár og hins vcgar ákveðin aóstöóusköpun til þess að þetta fyrirtæki gæti flutt starfsemi sína hingað,“ sagði Reinhard Reynis- son, sveitarstjóri á Þórshöfn. Hreinn Elliðason rak á sínum tíma Hafspil hf. á Akureyri, en það fyrirtæki var lýst gjaldþrota 13. maí 1992. Skiptum á þrotabúi þess lauk sl. föstudag. í fyrra- haust hóf Hreinn rekstur Hafspils sf. á Svalbarðseyri, sem nú hefur verið sameinað rekstri bifreióa- verkstæðis á Þórshöfn undir nafn- inu Hafspil- vélaverkstæði hf. óþh Þessi glæsilega skúta lagðist að Torfunefsbryggju á Akureyri um miðjan dag á mánudag. Hún var smiðuð í Danmörku árið 1931 og er 18 metra löng. Skútan kom beint frá Jan Mayen og var um þrjá sólarhringa á leiðinni. Um borð eru 7 skipverjar, flestir frá Þýskalandi, og upphaflegur tilgangur ferðar þcirra, sem hófst fyrir tvcimur árum, er að sigla yfir Norðurpólinn. Þeir hafa gert tvær tilraunir með að sigla austur yfir pólinn en ekki haft er- indi sem erfíði. Frá Akureyri sigla þeir til Reykjavíkur, þaðan til Græn- lands og með vesturströndinni og ætla reyna að komast vestur yfir pólinn Og til Kanada. Mynd:Robyn Tæpum Qórum milljónum varið til atvinnuuppbyggingar kvenna á Norðurlandi árið 1992: Brýnt að byggja upp ráðgjafarþjónustuna - segir Elín Antonsdóttir, markaðsfræðingur og fyrrverandi ráðgjafi í atvinnumálum kvenna Á síðasta ári var varið 3,8 millj- ónum króna til að styrkja at- vinnuuppbyggingu kvenna í Norðurlandskjördæmunum tveimur. Stærstur hluti þeirra 2,3 milljóna sem runnu til Norð- urlands eystra voru laun ráð- Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Sólbakur til hcimahafnar vegna bilunar í ásrafli - dræm veiði undangengna daga Kaldbakur EA hélt til veiða um niiðjan dag í gær eftir löndun á 80 tonnum af karfa og grálúðu. Undangengna daga hefur afli togara verið fremur rýr. Hrímbak- ur kom til löndunar í gær hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa hf. Afl- inn var þorskur, 80 tonn, veiddur í Jökuldýpi. Frystitogarinn Sólbakur leitaði hafnar á þriðjudag, en togarinn hélt til veiða sl. sunnudag. Ástæða þess að skipinu var snúið til heimahafnar, var að lega í ásrafli hafói gefið sig. Viðgerð er hafin hjá Slippstöðinni Odda hf. og tog- arinn heldur á ný til veiða fyrir vikulok. Frystitogarinn Sléttbakur held- ur til veióa um helgina, en í vik- unni, í lögboðnu fríi áhafnar, var togarinn málaður hátt sem lágt. ój gjafa, sem starfaði á vegum Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, eða 1,3 milljónir. Þeim 1,5 milljónum króna sem varið var til Norðurlands vestra var út- hlutað í sjö verkefni. Þessar upplýsingar koma fram í svari félagsmálaráðherra við fyr- irspum Jörgínu Jónsdóttur, al- þingismanns, um atvinnuþátttöku kvenna á landsbyggðinni. Félags- málaráðherra segir í svarinu að við úthlutun á fé hafi einkum ver- ið tekið mið af þróunarvcrkefn- um, sem þyki líkleg tii að fjölga atvinnutækifærum kvenna á við- komandi atvinnusvæði. „Einnig hefur verið litið til þess að ráðn- ing sérstakra ráðgjafa til að leið- beina og hvetja til atvinnuátaks kvenna er aö mati kvennanna sjálfra talin vænleg til árangurs. Leitast hefur verið við að dreifa fjármagninu um allt land þannig að í hvern landshluta kom nokkuð svipuð upphæð. Einnig hefur ver- ió horft til atvinnuástandsins á hverju svæði, þ.e. atvinnuleysis, einkum meðal kvenna,“ segir Jó- hanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráðherra, m.a. í svari sínu. I heild var varið 15 milljónum króna á síðasta ári til atvinnuupp- byggingar kvenna. Þau sjö verk- efni á Norðurlandi vestra sem skiptu 1,5 milljónum króna voru hönnunar- og markaðsátak saumastofunnar Test, styrkur til markaöátaks saumastofu á Hof- sósi, auk styrkja til Bardúsu á Hvammstanga og fleiri verkefna. Elín Antonsdóttir, markaós- fræðingur, var í starfi ráðgjafa um atvinnuuppbyggingu kvenna hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar. Hún leggur áherslu á nauðsyn ráðgjaf- ar. „Eg held að það hljóti að vera byrjunin. Sumt fólk er mjög sjálf- bjarga en hinir eru miklu fleiri sem einhvers staóar stranda. Eg held að byrja ætti á að hafa að minnsta kosti þrjá atvinnuráð- gjafa á landinu og stefna að því aó þeim fjölgi þannig að verði einn í kjördæmi. Miðað við hvað konur stefna æ meira út í sjálfstæðan at- vinnurekstur þá er þetta nauðsyn, líka til að nýting fjármuna sem varið er í þessu skyni verði mark- vissari,“ sagði Elín .JÓH Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga: Stuðningur til manna sem lentu í íjárhagsskuldbiiidiiigum vegna KSÞ Landssamband verslunarmanna: Ársþing á Hótel Sögu um helgina Þing Landssambands íslenskra verslunarmanna, hið 19. í röð- inni, verður haldið á Hótel Sögu 7.-9. maí nk. í sambandinu eru 26 félög með rúmlega 15 þúsund félaga. Búast má við að viðhorfm í kjaramálum verði efst á baugi en einnig verður fjallað um lífeyris- mál og stöðu verkalýðshreyfmgar- innar. Þingið verður sett kl. 10.00 á morgun og gert er ráð fyrir aó því verói slitið um kl. 14.00 á sunnu- daginn. KK Til sölu húseignin að Háalundi 6 Akureyri Upplýsingar í síma 96-11857. „Menn ræddu málefnalega stöðu félagsins og báru sig nokkuð vel miðað við að vera með taprekstur. Það var enginn bilbugur á mönnum að standa sig og ætlast til þess að starfs- menn stæðu sig. Það urðu um- ræður um stöðu félagsins og stöðu samvinnuhreyfingarinnar sem heildar og því var beint til stjórnar að beita sér fyrir sér- stökum fundi um rekstur og skipulag kaupfélagsins,“ sagði Hreiðar Karlsson, kaupfélags- stjóri hjá KÞ, aðspurður um hljóðið í kaupfélagsmönnum á aðalfundi félagsins sl. þriðjudag. Sett var reglugerð um starfsemi sláturhússins. Sérstakt sláturhús- ráð verður skipað og skal það fjalla um rekstur og málefni húss- ins og vera stjórn til stuðnings og ráðuneytis. Ákveðið var að úthluta ekki úr Menningarsjóði kaupfélagsins að þessu sinni. Aftur á móti var ákveðið að styðja menn sem lentu í fjárhagsskuldbindingum vegna gjaldþrots Kf. Svalbarðseyrar með 300 þúsund króna framlagi. IM Akureyri: Landsftmdur jafnréttis- nefnda sveitarfélaga - að Hótel KEA í dag og á morgun Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 1993 verður hald- inn að Hótel KEA á Akureyri í dag og á morgun. Jafnréttisráð og jafnréttisnefnd Akureyrar boðuðu til fundarins. Samkvæmt núgildandi jafnrétt- islögum ber öllum sveitarfélögum með 500 íbúa eða fleiri að skipa jafnréttisnefnd og fundurinn nú er fyrsti ciginlegi landsfundur þess- ara nefnda. Markmið landsfundar- ins er að efla innbyrðis tengsl jafnréttisnefnda og að gefa þeim möguleika á að bera saman bækur sínar og móta stefnuna í jafnréttis- starfinu á komandi ári. „Mikilvægt markmið er einnig að treysta samband nefndanna við Jafnréttisráð og aðra sem að þess- um málaflokki koma. Fyrra degi landsfundarins verður einkum var- ið til að fræðast og að nefndimar fái að kynnast starfí hverrar annarrar, en seinni dagurinn verður starfs- dagur þar sem unnið verður í hóp- um að sameiginlegum starfsáætl- unum nefndanna og skilgreind helstu markmið og leiðir í jafnrétt- isstarfinu,“ segir í fréttatilkynn- ingu um fundinn. Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjómar Akureyrar, mun setja landsfundinn og Lára Júlíus- dóttir, formaður Jafnréttisráðs, flytur ávarp. Aðrir ræðumenn eru Unnur Dís Skaftadóttir, Elín An- tonsdóttir, Ragnheiður Harðar- dóttir, Elsa Þorkelsdóttir, Hugrún Sigmundsdóttir, Valgerður H. Bjamadóttir, Hanna María Péturs- dóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.