Dagur - 06.05.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 6. maí 1993
Spurning vikunnar
Hvaö ætlar þú aö gera í sumar?
(Spurt í Síðuskóla á Akureyri)
Brynja Hrönn Ólafsdóttir
14 ára
Ég fer í enskuskóla til Skot-
lands 20. júlí. Ég hef aldrei
komið til útlanda og hlakka
því mjög til að fara.
Guðjón Már Þráinsson
13 ára
Ég fer sennilega í sveit í
Vallakot í Reykjadal, þar
sem afi og amma búa.
Hildur Bára Leifsdóttir
13 ára
Ég fer í vinnuskólann og
svo ætla ég að reyna að fá
pössun.
Guðmundur Ólafur Her-
mannsson 13 ára
Eg æfi knattspyrnu í sumar
með 4. flokki Þórs og svo ætla
ég að leika mér í körfubolta.
Gauti Gunnarsson 13 ára
Ég veró aó hjálpa pabba,
sem er smiður.
Á landssambandsfundi Soroptimista, Sigurlaug Barðadóttir, ritari landssambandsins, Hildur Hálfdanardóttir, for-
seti iandssambandsins, Luisa Bjarnadóttir, scndifuiltrúi, og Björg Friðriksdóttir, forseti Soroptimistaklúbbs Húsa-
víkur og nágrennis. Mynd im.
Landssambandsfundur Soroptimista á Húsavík:
„Ómetanlegt hvað ég hef kynnst
mörgum góðum konum,“
- segir Hildur Hálfdanardóttir, forseti landssambandsins
Landssambandsfundur Sorop-
timista var nýlega haidinn á
Húsavík. Þetta var 19. lands-
fundur sambandsins en 15
klúbbar eru starfandi á landinu
og félagar rúmlega 400. Fyrsti
íslenski klúbburinn var stofnað-
ur í Reykjavík 1959. Soroptim-
istaklúbbar eru starfsgreindir,
eins og Rotaryklúbbar, en það
var einmitt maður sem vann að
stofnun Rotaryklúbbs í Banda-
ríkjunum snemma á öldinni sem
stofnaði fyrsta Soroptimista-
klúbbinn. Hann átti pantað við-
tal við skólastjóra til að bjóða
honum inngöngu í klúbbinn, en
þegar í Ijós kom að skólastjór-
inn var kona fæddist hugmynd-
in um að stofna hliðstæðan
klúbb fyrir konur. Ekki er hægt
að sækja um inngöngu í Sorop-
timistaklúbba, heldur er þátt-
taka boðin einni konu úr hverri
starfsgrein og þurfa allar klúbb-
systur að vera samþykkar að
bjóða nýrri systur inntöku.
Vinátta og skilningur eru kjör-
orð Soroptimista, sem vilja hið
besta fyrir konur, frá konum. Sor-
optimistar hafa ýmist nefnt sig
Bestusystur eða Bjartsýnissystur
og hafa unnið að ýmsum fram-
fara- og líknarmálum, bæói innan-
lands og erlendis.
Markmið Soroptimista eru:
Að gera háar kröfur til siðgæö-
is á sviði viðskipta, starfa og ann-
arra þátta mannlífsins.
Að vinna að mannréttindum og
einkum að því að auka réttindi
kvenna.
Að efla vináttu og einingu
meðal Soroptimista allra landa.
Að auka hjálpsemi og skilning
meóal manna.
Að stuðla að auknum skilningi
og vináttu á alþjóðavettvangi.
Alþjóðasamtök Soroptimista
hafa vítt starfsvið sem skipt er
niður í sex verkefnasvið, eins
starfa landssamböndin og hver ein-
stakur klúbbur. Verkefnasviðin
eru: Alþjóðleg vinátta og skilning-
ur. Efnahags- og félagsleg þróun.
Mannréttindi og staða konunnar.
Mennta- og menningarmál. Heil-
brigðismál. Umhverfismál.
Soroptimistar eiga m.a. aðild
að Efnahags- og félagsmálaráði
Sameinuðu þjóöanna (ECOSOC)
og eru þar í hópi óháðra félaga-
samtaka sem eiga hlutdeild í því
að draga úr vandamálum á hverj-
um tíma og marka leiðir fyrir
framtíðina. Sambandið innur einn-
ig með UNICEF, bamahjálpar-
sjóði Sameinuðu þjóðann, að því
að hjálpa konum og bömum í
þriðja heiminum meó fræðslu, þar
sem áhersla hefur verið lögð á
heilbrigðismál og fjárhagsaðstoð.
Landssambandsstjórn hélt
blaóamannafund í upphafi fundar-
ins á Húsavík og þar spurði Dagur
nokkrar forsvarskonur samtak-
anna hvers virði það væri fyrir
þær að vera Soroptimistar.
Hildur Hálfdanardóttir, for-
seti Soroptimistasambands ís-
lands:
Mér finnst yndislegt að vera
Soroptimisti. Mér finnst það lífs-
fylling að finna að ég get oróið
öðrum að liði. Svo finnst mér
ómetanlegt hvað ég hef kynnst
mörgum góðum konum. Eg er í
Kópavogsklúbbnum en hef verið
nokkuð lengi í stjóm landssam-
bandsins, í ýmsum embættum.
Það er engin undantekning frá því
að allar konur sem ég hef kynnst í
starfi Soroptimista eru yndislegar
og ég hef eignast margar vinkon-
ur. Mér finnst vera svo mikil
hlýja, vinátta og einlægni á milli
okkar. Þegar ég fer út fyrir land-
steinana er það mjög sérstök til-
finning, og kom mér í fyrstu tals-
vert á óvart, að mér fannst eins og
ég væri að hitta ættingja þegar ég
hitti Soroptimista erlendis. Við er-
um bestu systur, sem vinnum að
því sama hvar sem er í heiminum
og þó að við búum við afskaplega
ólíkar aðstæður. Markmiðið er, að
reyna að láta eitthvað gott af sér
leiða.
Sigurlaug Barðadóttir, ritari
landssambandsins:
Eg hef starfað í Kópavogs-
klúbbnum síðan hann tók til starfa
1975. Það var dálítið erfíð fæðing
þegar við vorum að stofna klúbb-
inn og fá systur til að starfa með.
Það hefur verið óskaplega gaman
og gefið mér mikla lífsfyllingu að
fylgjast með klúbbnum, frá því
hann var að slíta bamsskónum og
til þess sem hann er orðinn í dag.
Aldrei hef ég iðrast að hafa geng-
ið í þessi samtök sem hafa gefiö
mér ómælda lífsfyllingu. Það er
þessi hlýleiki og góðvilji allsstað-
ar, við mætum svo mikilli hlýju
og systurkærleik hvar sem vió
komum, hjá systrum sem við höf-
um þó aldrei séó áður.
Luisa Bjarnadóttir, sendifull-
trúi landssambandsins:
Eg er í Hafnarfjarðar- og
Garðabæjarklúbbnum og við ætl-
um að halda uppá 20 ára afmæli
klúbbsins í sumar. Mér fínnst dá-
samlegt að vera Soroptimisti. Það
er hlutur sem virðist fylgja þér, þú
lærir markmið Soroptimista og lif-
ir samkvæmt þeim. Eg starfa í
heilbrigðiskerfinu og hef alla tíð
unnið á fjölmennum stað, en í
samtökum Soroptimista hef ég
kynnst miklum fjölda elskulegra
kvenna, sem ég hefði ekki haft
nokkum möguleika á að hitta ann-
ars. Það standa margar dyr opnar
Soroptimistum, hvar sem er í
heiminum. Um páskana var ég í
Sviss, í skíðaferð. A þremur stöð-
um í bænum sá ég merki Sorop-
timista, gekk inn og um leið og ég
sagðist vera Soroptimisti komu
systur meó útbreiddan faðminn á
móti mér. Það er svo auðvelt að
umgangast þessar konur og eins
og þú fallir inn í hópinn. Eg hugsa
að grunnurinn að þessu séu mark-
mið Soroptimista. IM
Tónlistarskólinn á Akureyri:
Fjölmargir tónleikar á næstunni
Um helgina og í næstu viku
verða fjölmargir tónleikar á
vegum Tónlistarskólans á Akur-
eyri.
Fyrst skal nefna að nk. sunnu-
dagskvöld, 9. maí, verða brottfar-
artónleikar nemanda við gítar-
deild, Halldórs Más Stefánsson-
ar. Tónleikamir verða í Akureyr-
arkirkju. Þriðjudaginn 11. maí
verða tónleikar gítardeildar í
kapellu Akureyrarkirkju. Mið-
vikudaginn 12. maí kl. 20.30
veróa vortónleikar eldri nem-
enda Tónlistarskólans í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju, fimmtu-
daginn 13. maí kl. 19 verða tón-
leikar strengjasveita í Glerár-
kirkju, laugardaginn 15. maí kl.
16 verða á sal Tónlistarskólans
söngtónleikar - brottfarartón-
Ieikar Steinars Magnússonar,
sem er að ljúka 8. stigi frá söng-
deild Tónlistarskólans, og loks
verða tónleikar blásaradeild-
ar skólans í Safnaðarheimili Ak-
ureyrarkirkju sunnudaginn 16.
maí kl. 16. óþh