Dagur - 06.05.1993, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 6. maí 1993
Ferðafélag Akureyrar
kynnir ferðaáætlun sína
- boðið upp á fjölbreyttar gönguferðir
Fimmtudagskvöldið 6. maí mun
Ferðafélag Akureyrar kynna
ferðaáætlun sína að Galtalæk,
húsi Flugbjörgunarsveitarinnar.
Þar verða einnig sýndar myndir
í tengslum við ferðirnar.
Ferðafélag Akureyrar var
stofnað 1936 og er sjálfstæð deild
innan Feröafélags Islands. Stofn-
félagar voru 50 en nú eru 450
skráðir félagar í F.F.A. Félagið á
og rekur 5 skála, Þorsteinsskála í
Herðubreiðarlindum, Dreka í
Dyngjufjöllum, Bræðrafell austan
Kollóttudyngju, Laugafell og
Lamba á Glerárdal. Sjötti skálinn
er í byggingu en það er göngu-
skáli sem áætlað er að setja niður í
Dyngjufjalladal í sumar. En sá
skáli er í gönguleið sem F.F.A. er
að skipuleggja um Ódáðahraun frá
Herðubreióarlindum í Svartárkot.
Áhugi fyrir gönguferóum hefur
aukist nú hin síðari ár. F.F.A. hef-
ur reynt að koma til móts viö þenn-
an áhuga bæði með því að setja
niður gönguskála og bjóða upp á
fjölbreyttar gönguferðir bæði um
byggðir og óbyggðir. Á áætlun
eru léttar dagsgönguferðir auk
lengri og erfiðari ferða. Undanfar-
in ár hefur verið boðið upp á
gönguferðir á Homstrandir og svo
er einnig í ár. í fyrra var farið í
Reykjafjöró norður og þaðan farið
í dagsferðir. Hér var ekki um erf-
iða ferð aó ræða, þar sem fólk
þurfti ekki að bera farangur með
sér, kokkur var einnig með í för
svo ferðalangar þurftu aðeins að
huga að nesti til dagsins, fengu
bæði morgunmat og heitan kvöld-
mat. Þar sem þessi ferð mæltist
mjög vel fyrir var ákveðið að hafa
aðra slíka á áætlun í ár. Sumar-
leyfisferóin í ár verður um Austur-
land en þá veróur haldið til á Hér-
aði og farið þaðan í dagsferðir t.d.
niður á firði og inn að Snæfelli.
Einnig er ástæða til aö vekja
sérstök athygli á tveimur eyja-
ferðum sem famar verða snemm-
sumars. I lok maí verður farin
bátsferð út í Málmey og helgina á
eftir flogið út í Grímsey. Fólki er
bent á að panta tímanlega í þessar
ferðir þar sem getur þurft að tak-
marka þátttöku í þær, hið sama
gildir um ferðina á Homstrandir.
Reynt er að stilla verði á ferð-
um í hóf. í lengri ferðum er inni-
falinn matur.
Félagar í F.F.A. fá árbók F.í.
og Ferðir rit F.F.A. Rétt er aó geta
þess að hægt er að fá alla árganga
Tónlist
árbókarinnar og Ferða á skrifstofu
F.F.A. Eldri árganga er hægt að fá
á mjög lágu veröi en þar er að
finna mikinn og fjölbreyttan fróð-
leik. Veittur er 25% afsláttur ef
allir árgangar árbókarinnar eru
keyptir í einu.
Állir eru velkomnir í ferðir
F.F.A. og fólk hvatt til að líta vió
á skrifstofunni og afla sér upplýs-
inga, líta í bækumar og fá sér
kaffisopa. Allar ábendingar eru
líka vel þegnar. Skrifstofan verður
opin í maí miðvikudaga og föstu-
daga frá kl. 17-19 en yfir sumar-
mánuðina mánudaga til föstudaga
frá kl. 16-19. Nú er tilvalið tæki-
færi til að líta á ferðaáætlunina og
koma síðan á kynningarkvöldið
og fá nánari upplýsingar.
Mynd: GG
Gljúfrabú, verslunarhúsnæðið við Laxárvirkjun.
Enginn grundvöllur fyrir verslun við
Laxárvirkjun yfír vetrartímann:
KÞ leigir húsnæðið
- og verður opið frá 10. maí til ágústloka
Þijár konur - þijú hljóðfæri
Kaupfélag Þingeyinga hætti
rekstri verslunar við Gljúfrabú
í september á sl. ári en þá hafði
verið rekin þar verslun í 33 ár.
Gljúfrabúsverslunin er staðsett
við Laxárvirkjunina. Fyrir sl.
áramót fór Elín Kjartansdóttir
í Norðurhlíð þess á leit að fá
verslunina leigða yfir sumar-
tímann og hefur fengið já-
kvætt svar við þeirri umsókn.
Elín segir ekki vera grundvöll
fyrir því að reka verslun þarna
nema yfir sumartímann því bæði
sé dýrt að vera með stóran lager
og ekki mikil hreyfing á honum
og eins fari þeir sem næst versl-
uninni búa mikið til Húsavíkur
og Akureyrar enda sé ekki mögu-
legt að keppa við stórmarkaðina í
verði, ekki síst þegar samgöngur
eru orðnar eins góðar og raun ber
vitni.
„Fyrir ekki stærri verslun er
svona stór lager og birgðasöfnun
mikið vandamál og engin grund-
völlur fyrir þessum rekstri yfir
vetrarmánuðina. Yfir sumarmán-
uðina kemur hins vegar mikið af
ferðafólki hingað og eins veiði-
menn og svo fjölgar mikið á
bæjunum yfir sumartímann og
fólk hefur mun minni tíma þá til
að fara í verslun, bæði vorverkin
og heyskapurinn eru það tíma-
frek. Fólkið kaupir oft aðeins
það nauðsynlegasta, mjólk og
brauð, en á þeim vörum er einna
lægst álagning," sagði Elín Kjart-
ansdóttir.
Til stendur að opna 10. maí
nk. og hafa opið til ágústloka og
að sögn Elínar hefur fólki þótt
einna lakast að geta ekki keypt
bensín á staðnum en styst er í dag
að fara í Laugar eða til Húsavík-
ur. Mjólkurframleiðendur fá
mjólk og mjólkurvörur til baka
með mjólkurbílnum þrisvar í
viku og eru því sæmilega settir að
því leyti. GG
29. apríl stóð Tónlistarfélag Akur-
eyrar að tónleikum í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju. Fram
komu Hólmfríður Benediktsdóttir,
sópran, Helga Bryndís Magnús-
dóttir, píanóleikari, og Jennifer
Spear, gítarleikari.
Hólmfríður Benediktsdóttir hóf
tónleikana á flutningi sjö vinsælla
spænskra söngva eftir Manuel de
Falla. Undirleikari á gítar var
Jennifer Spear. Spönsk söngtónlist
er nokkuð sérstök ekki síst hvað
raddbeitingu snertir. Hólmfríður
hafði þann þátt ekki á valdi sínu
sem skyldi. Hins vegar var flutn-
ingur hennar áferðargóður að
flestu öðru leyti og víða innilegur
svo sem í vögguvísunni Nana.
Jennifer Spear studdi söngkon-
una allvel með undirleik sínum.
Hún naut sín best í þeim lögum,
sem voru róleg og nokkuð róman-
tísk, en síður í þeim, sem kröfðust
meiri hraða og átaka, svo sem Jot-
unni frá Andalúsíu.
Jennifer Spear lék Fimm smá-
verk frá Venesúela eftir Vincente
Passíukórinn undir stjóm stofn-
anda síns, Roars Kvam, efndi til
tónleika í Glerárkirkju 28. apríl. Á
efnisskrá voru tvö verk. Hið fyrra
Stabat Mater eftir G. Pergolesi, en
hiö síðara Messa í A-dúr eftir
César Franck.
Passíukórinn líður fyrir það,
hve ójafnt hann er skipaóur. Söng-
fólk á tónleikunum í Glerárkirkju
var þrettán kvennaraddir og fjórar
karlaraddir. Þegar um svo ójafnt
skipaðan kór er að ræða, er ekki
von til þess, að flutningur verði
svo góður, sem æskilegt er. Þessa
gætti óneitanlega á tónleikunum
ekki síst í fyrra verkinu, Stabat
Mater. Sem betur fer voru þó hlut-
ar í flutningi kórsins, sem tókust
allvel; einkum í nokkrum hlutum
seinna verksins. Þar átti kórinn
talsvert hrífandi kafla í til dæmis
Gloríunni. Einnig náðist nokkuð
oft góður stígandi í styrk og einn-
ig vel unnin blæbrigði í túlkun.
Einsöngvarar í flutningi Stabat
Maters voru Guðrún Jónsdóttir,
sópran, og Þúríóur Baldursdóttir,
alt. I Messunni í A-dúr sungu ein-
söng Guðrún Jónsdóttir, Jón Þor-
steinsson, tenór, og Michael Jón
Clark, bariton.
E. Soho. Leikur hennar var víða
fallegur, svo sem í hinu þýðlega
Candico og í Cancion. Nokkurrar
ónákvæmni gætti hins vegar í öðr-
um verkanna svo sem í Arie Vene-
zolano. Tónn Jenniferar Spears
er oft fallegur og víða brá fyrir
hita, sem átti vel við hina sólríku,
suðrænu tónlist.
Hólmfríður Benediktsdóttir
flutti næst tíu laga flokk eftir
Samuel Barber, sem ber heitið
Hermit Songs. Undirleikari á pí-
anó var Helga Bryndís Magnús-
dóttir. Hér var Hólmfríður miklu
nær heimaslóð. Henni tókst víða
vel og var iðulega nánast í essinu
sínu. Svo var til dæmis í At Saint
Patrick’s Purgatory, Crusifixion
og The Desire for Hermitage. Þá
náði Hólmfríður skemmtilega að
túlka kímni sumra laganna, svo
sem í Heavenly Banquet og The
Monk and His Cat.
Undirleikur Helgu Bryndísar
Magnúsdóttur var víða hrífandi og
hvarvetna vel við hæfi. Samvinna
hennar og söngkonunnar var náin
og stuðningur við flutning Hólm-
Þuríóur Baldursdóttir gerði vel
og söng af öryggi og festu. Hin
breiða rödd hennar naut sín víða
fallega. Guðrún Jónsdóttir náði
vel styrk og þó nokkurri breidd á
háum tónum, en lágir tónar höfðu
tilhneigingu til þess að verða
nokkuð þunnir og þróttlitlir. Fyrir
brá, að tónhæð hjá Guðrúnu væri
ekki alls kostar rétt. Michael Jón
Clark skilaói sínum hluta fallega
og virtist hvergi vera í vandræðum
með hvort heldur tónhæð eða
styrk. Jón Þorsteinsson hafði gott
vald á flutningi þeirra hluta, sem
voru í meðalhæð, en virtist þurfa
að beita nokkurri þvingun á háa
tóna.
Lítil hljómsveit lék með flutn-
ingi Passíukórsins og einsöngvar-
anna á tónleikunum í Glerár-
kirkju. Hún var skipuð Grétu
Baldursdóttur og Ástu Oskarsdótt-
ur, fiðluleikurum, Jónínu Auði
Hilmarsdóttur, lágfiðluleikara,
Eileen Silcocks, sellóleikara, Jóni
Rafnssyni, kontrabassaleikara,
Helgu Kvam, slagverksleikara,
Moniku Abendroth, hörpuleikara,
og Richard Simm, sem lék á
hljómborð og orgel.
Leikur hljómsveitarinnar var
nokkuð góður í Messunni í A-dúr,
fríðar sem næst ætíð svo sem best
verður á kosið.
Helga Bryndís flutti sem loka-
atriði tónleikanna Sonatina Pour
Yvette eftir Xavier Montsalvatge.
Verkið er í þrem þáttum, sem bera
heitin Vivo et spirituoso, Moder-
ato molto og Állegretto. Leikur
Helgu Bryndísar var í stuttu máli
glæsilegur og verður ekki ýkja
miklu við það bætt. Skemmtilegt
var að fylgjast með öryggi hennar
í hinum ýmsu köflum verksins,
sem hún Iék bæói af þrótti og til-
finningu jafnframt því, sem hún
dró fram úr hljóðfærinu aðskiljan-
leg blæbrigði af kunnáttu þess,
sem gerþekkir og veit, hvað unnt
er að gera og á við að gera í túlk-
un tónlistar á flygil.
Vel er til fundið hjá þessum
þrem konum að vinna saman aó
tónleikum. Vonandi flytja þær
efnisskra sína víðar og ekki síður
væri það tilhlökkunarefni að eiga
þess kost að heyra þær síðar með
aðra efnisskrá, því vafalítið hafa
þær af nógu að taka.
Haukur Ágústsson.
en verulega lakari í Stabat Mater.
I Stabat Mater var leikur hljóm-
sveitarinnar iðulega ekki hreinn,
einkum í fiðlum, og auk þess
gjarnan heldur hávær, en það
spillti fyrir öðrum flytjendum,
einkum kórnum. I Messunni í A-
dúr, sem virtist betur æfð, var
styrkur hljómsveitarinnar mun
hóflegri.
Eileen Silcocks, Richard
Simm, Jón Rafnsson og Monika
Abendroth voru hinar styrku stoð-
ir hljómsveitarinnar og gerðu víða
fallega. Monika Abendroth lék
reyndar ekki með nema í A-dúr
messunni og hið sama gilti um
Helgu Kvam.
Það er að ýmsu Ieyti lofsverð
dirfska, að leggja upp í flutning
verka, sem þeirra, sem flutt voru á
tónleikum Passíukórsins 28. apríl í
Glerárkirkju, með flytjendahóp,
sem ekki er betur skipaður til
þess, en Passíukórinn því miður
er. Vonandi verður eitthvað til
þess, að kórinn nái liði, svo að
söngmenn í honum og stjórnandi
hans hafi þann mátt, sem þarf til
þess að standa undir þeim metn-
aói, sem þetta fólk allt hefur
greinilega til að bera.
Haukur Ágústsson.
Aðalfundur
Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu
verður haldinn í húsakynnum endurhæfingastöðvarinnar
að Bjargi, laugardaginn 8. maí 1993, og hefst kl. 15, að
lokinni göngu.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestir fundarins verða hjónin María Guðmundsdóttir og
Haukur Þórðarson, yfirlæknir á Reykjalundi.
Félagar, fjölmennið og takið maka ykkar með.
Nýir félagar, verið velkomnir.
Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Passíukórinn