Dagur - 06.05.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 6. maí 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFTKR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDl'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASl'MI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Að auka á óvissuna
Allt frá því núverandi ríkisstjórn var mynduð hafa
öðru hvoru komið fram hugmyndir um breytingar á
ráðherraskipan innan hennar og jafnvel um upp-
stokkun ráðuneyta. Forystumenn stjórnarflokkanna
hafa látið í það skína að uppstokkun og manna-
breytingar geti styrkt stjórnina og eflt hana til
átaka við erfið viðfangsefni. Þótt slíkar tilfærslur
geti hugsanlega haft jákvæðar hliðar er mun lík-
legra að umrót af því tagi verði ekki án átaka og
skilji eftir sig spor, sem erfitt getur orðið að fylla. Af
þeim sökum er örðugt að koma auga á hver til-
gangurinn með þessum umræðum er annar en að
hræða einstaka stjórnmálamenn og ráðherra til
hlýðni við verkstjórnina á stjórnarheimilinu.
Fyrir skömmu setti formaður Alþýðuflokksins
fram hugmyndir um breytingar á skipan ráðuneyta.
Hann lagði til að myndað yrði eitt atvinnumála-
ráðuneyti og forræði landbúnaðar, sjávarútvegs og
iðnaðar þannig sett undir sameiginlega ráðuneytis-
stjórn líkt og er í sumum löndum Evrópu. Hvað
vakti fyrir ráðherranum er ekki að fullu ljóst en allar
líkur benda þó til að hann hafi ætlaði sínum flokki
hið sameiginlega ráðuneyti atvinnumála og þar
með stærri hluta yfirstjórnar ríkisins en hann hefur
nú. Tæpast er von að forsvarsmenn samstarfs-
flokksins séu tilbúnir að sleppa hendinni af land-
búnaðar- og sjávarútvegsmálum gegn því einu að
halda fjármálaráðuneytinu áfram.
Litlar lýkur eru því á að þessi hugmynd verði að
veruleika enda erfitt að samræma verkefni um-
ræddra ráðuneyta sameiginlegri yfirstjórn. í þeim
ríkjum sem forsvar landbúnaðar- og sjávarútvegs-
mála er undir sameiginlegu ráðuneyti er þáttur
sjávarútvegs margfalt minni í atvinnulífi viðkom-
andi ríkja en hér á landi. Vegna hins einstæða mik-
ilvægis, sem sjávarútvegurinn hefur í þjóðarbúskap
vorum er vandséð á hvern hátt fella eigi málefni
hans að starfsemi annarra ráðuneyta. Sömu sögu er
raunar að segja um landbúnaðinn þótt umfang
hans sé minna hvað atvinnulíf og þjóðarbúskap
varðar. Landbúnaðurinn býr engu að síður við
mikla sérstöðu og margt fólk um byggðir landsins á
atvinnu sína og framtíðarmöguleika undir því að
hann fái að þróast og dafna í sátt við aðra atvinnu-
starfsemi.
Fækkun ráðherra og ráðuneyta á sér nokkurn
hljómgrunn á meðal þjóðarinnar og hefur formaður
Alþýðuflokksins trúlega ætlað að höfða til þess
hóps er hann kunngjörði hugmyndir sínar. En slíkur
samdráttur í stjórnkerfi þjóðarinnar hefur einnig
neikvæðar hliðar. Með fækkun ráðuneyta er einfald-
lega verið að færa vald í hendur færri einstaklinga
og spyrja má hvort fólk álíti að slíkt sé æskilegt.
Vera má að almennningur telji sig eygja einhvern
sparnað með slíkum breytingum en hafi ekki komið
auga á hvaða samþjöppun valds er þeim samfara.
Hugmyndir ríkisstjórnarinnar og einstakra ráð-
herra um breytingar á ráðherrastólum og ráðuneyt-
um eru tæpast fallnar til lausnar á þeim vanda sem
nú er við er að glíma en stjórnvöld kjósa helst að
horfa framhjá. Þær koma aðeins til með að auka á
þá miklu óvissu sem nú ríkir í þjóðarbúskapnum og
þar er þó engu við að bæta. ÞI
Afglöp og ofrfld
í Morgunblaðinu þann 17. apríl
sl. er þess getið að um 3000
tonna innlend kjötframleiðsla,
sem fer hér til úrvinnslu í ýmsa
tilbúna kjötrétti, muni glatast ef
samningurinn um EES nær
fram að ganga. Ástæðan er sú
að þeir fyrirvarar, sem áttu að
vera inni í samningnum um svo-
kallað verðjöfnunargjald á inn-
flutt matvæli unnum úr þessum
vörum, halda ekki. En jöfnun-
argjöldin áttu að vernda inn-
lenda markaðhm tímabundið. Sé
þetta rétt gæti það valdið um
20% skerðingu á innlendri kjöt-
framleiðslu.
Þó þessi frétt kæmi manni ekki
svo mjög á óvart segir hún sína
sögu og er táknrænt dæmi um
EES-samninginn og þau afglöp
sem í honum felast. Og hún
bregður upp ljósi á þann skolla-
leik, sem Jón Baldvin og hans
undirsátar hafa leikið í þessu máli.
Fólki er talin trú um alls konar
hluti sem ekki standast. Til dæmis
að „girðingar“ og fyrirvarar geti
tryggt hagsmuni okkar gagnvart
erlendum ríkjum svo og svo mik-
ið. Þetta er auðvitað fráleitt sökum
þess að samningurinn er stórpólit-
ískur, og ef við ánetjumst honum
ráðum við sáralitlu, jafnvel alls
engu um framvindu mála. Auk
þess virðast þeir stjómmálamenn,
sem nú fara með völd, stefna að
því - í þessu máli sem að ofan
greinir - að afnema alla innflutn-
ingsvemd á landbúnaðarvömm
innan fárra ára, nema ef til vill á
hráu kjöti vegna sjúkdómahættu.
En jafnvel sá fyrirvari verður
væntanlega afnuminn fljótlega ef
svo heldur fram sem horfir, sem er
auðvitaö stórhættulegt.
Menn eru gersamlega blindir ef
þeir sjá ekki hversu hrikaleg aðför
frjáls innflutningur á landbúnaðar-
vörum er að sveitabyggðum og at-
vinnulífi til sjávar og sveita. Hug-
arfar ráðamanna þjóðarinnar og
fjölda fólks líka, er gegnsýrt af
sölumennsku, auðhyggju, sam-
keppnisæði og botnlausri alþjóða-
hyggju.
Eitt lítið dæmi: Formaður
Landssambands kúabænda sagði
nýlega í blaöaviótali aö það yrði
að fækka mjólkurbúum í landinu
um helming. Ég hefi ekki orðið
þess var að nokkur maður hafi
átalið Guðmund Lárusson fyrir
þessi ummæli. I mínum huga eru
þau vítaverð, sögð af manni í
hans stöðu, og stórskaðleg fyrir
bændastéttina, ef mark er á þeim
tekið. Þau sýna mikla þröngsýni
Friðjón Guðmundsson.
og ábyrgðarleysi í starfi. Er þeim
mönnum sem svona tala sama um
þótt mikill hluti landsins fari í
auðn? Og hvað ætla þeir að gera
við fólkið úr þeim héruðum sem
byggðin leggst af í? Svona lagaóar
kollsteypur myndu auðvitaó bitna
harkalega á allri þjóðinni þegar
Samningurinn viö EES er
hið versta mál sem hér
hefur rekið á fjörur í
manna minnum. Hann
felur í sér stórfelld afglöp.
Hann er í eðli sínu meðal
annars byggður á
hrokkafullri miðstýringu
og öfgafyllri pólitískri of-
trú. Hann er án efa brot á
íslensku stjórnarskránni.
Hann er aðför að fullveldi
landsins og svik við ætt-
landið með tilliti til til for-
tíðar, nútíðar og
framtíðar.
öllu er á botninn hvolft. Þetta sjá
allir sem eitthvað vilja sjá, og eitt-
hvað geta séð.
Islenska þjóðin hefur ekki efni
á að skerða sinn innlenda búvöru-
markað með innflutningi á þcim
búvörutegundum, sem hún getur
framleitt sjálf. Við verðum vegna
legu landsins og veðurfars að flytja
inn svo mikið meira af landbún-
aðarvörum en nágrannaþjóðimar;
sennilega um 50% af neysluþörf
landsmanna. Við eigum enga sam-
leið með öörum þjóðum í þessu
máli, sem kannski flytja út meira
en helming af sinni landbúnaðar-
framleiðslu. Við höfum algera sér-
stöðu að þessu leyti, og auk þess
frábærar afurðir, einhverjar bestu
og ómenguðustu búvörur sem völ
er á í heimi hér. Og við eigum að
sitja að þessari framleiðslu sjálf-
ir. Að öðrum kosti eyðum við
bara gjaldeyri að óþörfu, flytjum
inn lélegri vörur og enn meira at-
vinnuleysi en orðið er, leggjum
sveitabyggðir og sjávarpláss í rúst
og veikjum meö því stórlega stöðu
Islands sem sjálfstæðrar þjóðar.
íslenska þjóðin þarf auðvitað
að gera viðskiptasamninga við
aðrar þjóðir. En hún á ekki og
má ekki gera við þær stórpólit-
íska afsalssamninga.
Samningurinn við EES er hið
versta mál sem hér hefur rekið á
fjörur í manna minnum. Hann fel-
ur í sér stórfelld afglöp. Hann er í
eðli sínu meðal annars byggður á
hrokkafullri miðstýringu og öfga-
fyllri pólitískri oftrú. Hann er án
efa brot á íslensku stjórnar-
skránni. Hann er aðför að full-
veldi landsins og svik við ættland-
ið með tilliti til tilfortíðar, nútíðar
og framtíðar. Og hann mun á
margan hátt reynast skaðvænlegur
fyrir framtíð þjóðarinnar nái hann
fram að ganga.
Því miður eru íbúar landsins
ekki jafn réttháir fyrir lögum. Rík-
isstjóm og meiri hluti Alþingis
hefur komist upp með þá ósvífni
að brjóta rétt á þegnunum með of-
ríki og neita þjóðinni um þau
sjálfsögðu mannréttindi að greiða
atkvæði um þetta umdeilda og af-
drifaríka mál.
Það er hrikaleg staðreynd að
ekki skuli vera til stjórnlaga-
dómstóll í landinu, svo unnt sé
að láta á það reyna fyrir dómi
hvort stjómvöld fari að lögum, t.d.
í málum sem þessum þegar
ágreiningur kemur upp um túlkun
stjómarskrár. Eins og nú standa
sakir er þjóðin varnarlaus gagn-
vart ofríki og misgjörðum ríkis-
stjórnar og meirihluta Alþingis
sem þeir fremja í skjóli svokall-
aðrar þinghelgi.
Stofnun stjórnlagadómstóls
er því brennandi réttlætismál.
Jafnframt því ættu allir þegnar
þjóðfélagsins að verða jafn rétt-
háir gagnvart landslögum, með
því að rjúfa þinghelgina. Við
sem sjáum hætturnar í EES-göngu
ríkisstjómarflokkanna megum
ekki gefast upp fyrir þeim
óheillaöflum.
26.04. 1993.
Friðjón Guðmundsson.
Höfundur er bóndi, Sandi í Aðaldal.
Fjórtán reyklausir dagar
Krabbameinsfélag Akureyrar
og nágrennis hefur farið þess á
leit við Dag að blaðið birti leið-
beiningar til þeirra sem hættu
að reykja á „Reyklausa daginn"
svonefnda 29. apríl sl. Leið-
beiningar þessar taka til fyrstu
14 daganna. Hér á eftir fara
ráðleggingar sem gilda fyrir átt-
unda daginn, þ.e. fimmtudag-
inn 6. maí.
Áttundi dagur
Ef þú ert I hópi þeirra heppnu
þá muntu eiga í dag fyrsta
heila daginn án þess svo mikið
sem finna til löngunar í reyk.
Samt sem áður verða flestir að
sætta sig við smávegis vott af
tóbakshungri þó að slíkt sé I
sjálfu sér orðið að eins konar
vana sem tiltölulega auðvelt er
að hamla gegn. Að minnsta
kosti líða margir klukkutímar án
þess aö þér komi tóbak í hug.
Og þegar þér dettur sígaretta í
hug veldur það líkast til aðeins
lítilfjörlegum óróleika en alls
ekki brennandi löngum eins og
fyrst.
Með öðrum orðum: Sá tími
nálgast óðfluga að þér hafi tek-
ist að venja þig af reykingum.
En þú skalt samt ekki hafa
tóbak á heimili þínu því að þú
mátt ekki undir neinum kringum-
stæðum gefa sjálfum þér færi á
að kveikja í þegar koma erfiðar
stundir.
Þegar reykingalöngunin
minnkar er hún eins og bál
sem er að deyja út: Skyndilega
getur hún blossað upp, óvænt
og merkilega öflug. Hún logn-
ast fljótlega út af en þú verður
að gefa þér tóm til að íhuga
hvað getur hent. Sumir
„springa" einmitt í þennan
mund. Þeir uppskera sárar
samviskukvalir ásamt súrum
og vondum reyknum. Þeir hafa
þá með einni sígarettu aukið
erfiðleika sína en stökkvi þeir
ekki undir eins upp á vagninn
aftur geta þeir átt á hættu að
vera komnir innan fárra daga á
sama tóbaksneyslustigið og
áður.
Takist þeim á hinn bóginn
að yfirstíga viðbótarlöngunina í
tóbak sem þessi fáu reyksog
hafa valdið, þá eiga þeir enn
kost á að komast í mark.