Dagur - 15.05.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 15.05.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. maí 1993 - DAGUR - 9 : : stuðningi meðal almennings við þá ákvörðun dómaranna að draga sig í hlé. Fólk tali um a< þetta hafí orðið að gerast enda dómaramáli; komin í þær ógöngur að erfitt verði að kom ast út úr þeim aftur. Peningarnir spila stórt hlutverk - Þú sagðir áðan að ástandið hafi farið mjö versnandi í vetur. Kanntu skýringu á því? „Mér finnst dómgæslan hvorki hafa veri verri né betri. Meginþátturinn í þessu er a mínu mati peningamál hjá félögunum. Ei stig getur skipt milljónum, til eða frá og leik menn geta misst bónusgreiðslur. Pening; greiðslur hafa færst mjög í vöxt í handboltan um og ég held að leikmannasamningarni hljóti að hafa verið mistök vegna þess ein faldlega að ekki er óalgengt að deildimai skuldi um 10 milljónir króna núorðið. Vió þær aðstæður skipta stigin enn meira máli.“ Mótið í Svíþjóð var ævintýri En veturinn verður Stefáni sennilega eftir- minnilegri fyrir annaó en lokakaflann. Þeir félagar Rögnvald og Stefán náðu þeim góóa árangri að komast á heimsmeistaramótið í Svíþjóð og voru þar taldir til 8 bestu dómara- para mótsins. „Þetta var heilt ævintýr. Við dæmdum þarna fimm leiki, sem er mikið í svona keppni, en við hefðum aldrei fengið svo marga nema vegna þess að við stóðum okkur. Þetta var kretjandi verkefni enda eru dómar- amir þama með forystu IHF og eftirlitsdóm- ara á bakinu. En við reyndum að útiloka okk- ur frá þessari pressu og gekk það vel vegna þess hve verkefnin gengu vel. Það er ólýsan- legt að vera þama mitt í hringiðu handboltans og meðal þeirra bestu.“ I þessu sambandi bendir Stefán á að það að íslenskt dómarapar nái inn á stórmót eins og heimsmeistarakeppni hafi vakið eftirtekt, ekkert síður en árangur handknattleiksliðsins íslenska. Á sama hátt og liðið hafi verið að keppa um að komast áfram milli riðla í mót- inu þá hafi dómararnir háð sömu keppni sín í milli. Samt sem áður hafi hér heima ekkert verið gert í því að styðja við bakið á dómara- parinu, þeir hafi ekki farið með íslenska lió- inu til mótsins og ekki verið hafðir með þeg- ar íslenska liðió var einkennisklætt fyrir mót- ið. Þarna sé enn ein undirstrikun þess hvaða viðhorf dómararnir búi við. Þarf að nota sumarið vel Stefán segist vona innilega að sumarið verði vel notað til að bæta þau mörgu vandamál sem til staðar eru í íslenskum handknattleik, dómaramál þar á meðal. Hann segir að á meðal þess sé að auka þurfi þekkingu leik- manna á reglum enda sé það hart aö horfa upp á leikmenn í 1. deildinni á Islandi sem ekki þekki til leikreglna í íþróttinni. „Eg hef til dæmis aldrei verið kallaður inn á æfingu hjá neinu félagi hér á landi til að uppfræöa leikmenn um reglur. Þetta er meö ólíkindum og sýnir að við erum í þeirri aðstöðu aó á okkur þarf að halda í leikjum og utan þess er- um vió ekki til. Eg færi að sjálfsögðu inn á æfingu til að fræða leikmenn og þjálfara um þessi mál einfaldlega vegna þess að það væri íþróttinni til heilla.“ Einn besti handknattleiksdómari Iandsins sagði hingað og ekki lengra: Leiðindi í garð dómaranna eru handboltanum til vansæmdar - segir Stefán Arnaldsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.