Dagur - 15.05.1993, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 15. maí 1993
Valgarður Gíslason, skiptinemi í Þýskalandi:
99
Ekki með heimþrá
- en það verður samt ekkert verra að koma heim“
66
Valgarður Gíslason er átján ára gamall Akureyr-
ingur, sonur hjónanna Gísla Júlíussonar og Val-
gerðar Valgarðsdóttur. Fyrir u.þ.b. átta mánuð-
um fór hann í fyrsta skipti, til lengri tíma, að
heiman. Eins og svo margir á hans aldri, ákvað
hann að gerast skiptinemi. í gegnum skiptinema-
samtök sem kallast ASSE fékk hann pláss hjá
þýskri fjölskyldu, sem býr í litlu þorpi í nágrenni
Heidelberg. Valli, eins og hann er kallaður, varð
á vegi fréttaritara Dags í Þýskalandi eigi alls fyr-
ir löngu og honum lék hugur á að vita hvernig
kappanum hefði líkað dvölin fram að þessu og af
hverju hann ákvað að leggja land undir fót.
„Ég er mjög ánægóur með lífió og
tilveruna héma í Þýskalandi og ég
held aó þaó breytist ekkert á þeim
fjórum mánuðum sem eftir eru af
dvöl minni hér. Mig langaði til að
breyta til, taka mér frí frá skólan-
um og gera eitthvað allt annað.“
Þó svo aö Valli sé ánægður þá
hefur þetta tímabil ekki bara verið
dans á rósum og hann hefur t.d.
tvisvar sinnum skipt um fjöl-
skyldu.
„Það sem mér fannst erfiðast í
upphafi var það að ég var gjör-
samlega mállaus, kunni ekki stakt
orð í þýsku, og mér fannst og
finnst raunar enn skólinn sem ég
sæki mjög erfiður. Þýskan hefur
verió að koma hægt og sígandi og
eftir hálft ár gat maður talað um
næstum hvað sem er. Astæðan
fyrir því aö ég yfirgaf fyrstu fjöl-
skyldu mína var aðallega sú að
hún bjó í hundrað manna þorpi,
þar sem ég eignaóist enga vini og
þar var afskaplega lítið um aö
vera. Ég kom úr skólanum, sem
var í næsta bæ, fékk mér að borða,
horfði á sjónvarpió og fitnaói. Ég
gat ekkert farið eóa gert nema að
vera keyrður og það var ekki fyrr
en ég komist í samband við knatt-
spyrnulið, sem var í bæ sem er í
15 kílómetra fjarlægð, að ég fór
að gera eitthvað sem mér fannst
virkilega gaman. Mér kom illa
saman við strák sem var á sama
aldri og ég og bjó þarna á heimil-
inu og þaó má segja að fótboltinn
hafi algjörlega bjargað þessu
tímabili.
Ég hafði samband við trúnaðar-
manninn minn, en allir skiptinem-
ar hafa einn slíkan, sem þeir geta
alltaf leitaó til þegar eitthvað bját-
ar á, og á tveimur vikum tókst
honum að finna fyrir mig nýja
fjölskyldu. Þann 6. desember flutti
ég síðan til fjölskyldu númer tvö,
sem átti bara að vera til bráða-
birgða. Hún bjó í 4000 manna bæ
skammt frá mínu fyrra heimiii. Ég
skipti um skóla, sem ég kunni
strax betur vió en þann fyrri auk
þess sem ég eignaðist góða vini,
en ég hélt áfram að spila fótbolta
með sama liðinu og áður, enda
veró ég að vera í góóu formi þeg-
ar ég kem heim, en ég spila meó
2. flokki KA.“
Texti:
Árni Hermannsson,
Þýskalandi
Myndir:
Árni, Valli og fleiri.
í fjölskylduleit
. Það var ljóst að Valli myndi aldrei
vera lengur hjá þessari nýju fjöl-
skyldu en til áramóta og því var
unnið að því að finna fjölskyldu
númer þrjú fyrir piltinn. „Mér
bauðst að fara Hamborgar, en mér
leist illa á það af því að ég var far-
inn að kynnast fólki, auk þess sem
ég var ánægður með staðinn. Þaö
var síðan stúlka nokkur í sama
bekk og ég, sem bauð mér aó flytja
Valgarður Gíslason, 18 ára Akureyringur, sonur Gísla Júlíussonar og Val-
gerðar Valgarðsdóttur.
Aðfangadagskvöld hjá fjölskyldu númer tvö. Allir í hversdagsfötum og „ein með öllu“ á borðum.
heim til sín og mömmu sinnar.
Þetta hljómar nú kannski hálf
grunsamlega en það var bara af
góðmennsku sem hún bauð mér
þetta, ekki út af neinu öðru, hún er
meira að segja á föstu. Þetta var
eins og himnasending og án þess
aó hugsa mig um, þáói ég boðið
og ég sé svo sannarlega ekki eftir
því. Þær mæðgur búa í sömu borg
og skólinn minn er í, Weinheim,
en þar búa um 40.000 manns.
Þetta er falleg borg og mér líkar
mjög vel við hina nýju fjölskyldu
mína sem ég flutti til á annan í jól-
um og verð væntanlega hjá fram í
byrjun júlí. Þó þaó virki kannski
ncikvætt aó ég sé svona oft búinn
að flytja, þá held ég að ég hafi
haft gott af þessu og það er miklu
betra fyrir mann að skipta um fjöl-
skyldu heldur en að vera óánægð-
ur á sama stað í heilt ár.
„Ein með öllu“ á aðfangadag
Jólin eru sá tími sem mörgum
skiptinemum reynist hvað erfið-
astur og svo reyndist einnig hjá
Valli ásamt núverandi fjölskyldu sinni. Á myndina vantar heimilisköttinn.
Valla. „Á aðfangadag bjóst ég við
þvi að fólk myndi nú fara í betri
föt og að ég fengi eitthvaó gott að
borða, þó að ég vissi að ég fengi
ekki rjúpur eins og hjá mömmu.
En viti menn, í gallabuxum og
stuttermabol færði húsfreyjan í
fjölskyldu númer tvö mér „eina
með öllu“, sem Pési pylsa hefói
verið stoltur af. Á jóladag fékk ég
síðan kjúkling og franskar. Þetta
var auðvitað ekkert sérstaklega
skemmtilegur tími, en ég reyndi
bara að gleyma því að það voru
jól. Um áramótin heimsótti ég síð-
an frænku mína sem er „au-pair“ í
Stuttgart og það var mjög gaman.
Annars hef ég ekkert yfir matnum
svona dags daglega að kvarta,
nema að ég fæ náttúrulega aldrei
almennilegan fisk. Þaó er helst ef
maður rekst á íslenska fréttaritara
að maóur fær góöan fisk hjá
þeim!“
Átján slöngur og tvær eðlur
Þegar talið berst að skiptinema-
samtökunum verður Valli alvar-
legur á svip og það er greinilegt
að hann er ekki alls kostar ánægð-
ur með þau.
„Það er margt sem mér finnst
að mætti fara betur hjá þessum
blessuðu samtökum. Fyrir það
fyrsta kostar þetta stórfé sem ég
get engan veginn séð hvert fer, t.d.
fær fjölskyldan sem ég er hjá ekki
eyri. Ég var mikið búinn að hlakka
til að fara í ferðalag með öðr-
um skiptinemum á vegum samtak-
anna og þetta átti áð vera einn af
hápunktum dvalarinnar. Fyrir
nokkru fékk ég síðan fréttir af því
að þaó eigi að fara í fjögurra daga
ferð til Parísar, með rútu og það
verður gist á farfuglaheimili. Þetta
á að kosta tuttugu þúsund krónur
sem mér finnst alveg út í hött og
mér dettur ekki í hug að fara. Til
samanburðar má nefna að fótbolta-
liðið mitt fer í vikuferð til Mall-
orka eftir keppnistímabilið, með
flugvél og gistir á hóteli með inni-
földum morgunverði fyrir sama
pening.
I öðru lagi virðast þeir ekki
fara heim til fjölskyldna sem ætla
að taka skiptinema og skoða að-
stæöur og til marks um það eru
átta af þeim fimmtán krökkum
sem fóru á vegum ASSE til
Þýskalands í haust búnir að skipta
alla vega einu sinni um fjölskyldu.
Ein stelpan, sem er frá Akureyri,
lenti í því að það voru átján slöng-
ur, tvær eðlur, mýs og þar fram
eftir götunum inni á heimilinu
sem hún bjó fyrst á og hún var
ekki lengi að forða sér. Svona
dæmi eru ekki eingöngu bundin
við ASSE, því ég heyrði af strák
sem er skiptinemi á vegum AFS,
sem eru önnur skiptinemasamtök,
í Austurríki og er einnig Akureyr-
ingur. Hann lenti í því að fara til
sjö manna fjölskyldu í Vín, sem
bjó á sjöundu hæð í blokk. Konan
er fædd 1966 og maðurinn 1961.
Saman eiga þau þrjú börn, tvö
fósturbörn, hund og kött. Til að
kóróna þetta allt saman var ekki
einu sinni hægt að fara í bað í
íbúðinni. Eina rennandi vatnið
kom úr eldhúsvaksinum.“
Ánægður með Þjóðverjana
En yfir í léttara hjal. Hvemig kann
hann vió þýska jafnaldra sína og
Þjóðverja yfirleitt?
„Ég kann mjög vel við Þjóð-
verja. Áður en ég fór voru menn
að vara mig við því hvað þeir