Dagur - 15.05.1993, Blaðsíða 19

Dagur - 15.05.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 15. maí 1993 - DAGUR - 19 Valli á Ítalíu. Valli á spjalli við frcttaritara Dags í Þýskalandi. Gitthvað er tilveran öfug- snúin hjá þeim. væru stífír, strangir og leiðinlegir. Þetta er auðvitað hin mesta fírra og ég gæti m.a.s. alveg hugsað mér að búa hérna i framtíðinni, þó þaó verði auðvitað gott að koma heim í sumar. Krakkar á mínum aldri skemmta sér allt öðruvísi en heima og t.d. drekka þau aldrei stcrk vín heldur bjór og þá í litlum mæli og þau verða aldrei ofurölvi eins og er svo algengt heima. Aft- ur á móti var ég hissa á því hvað margir reykja hérna, miklu fleiri en heima og það fer mjög í taug- arnar á mér. Mér finnst Þjóðverjar mun aft- ar á merinni en vió í sambandi við klæðaburð, sérstaklega fólk sem er komið yfir þrítugt. Þýsku stelp- urnar eru alveg ágætar þó svo að mér finnist nú að þær mættu raka sig undir höndunum.“ Hann segist ekki hafi orðið var við hatur í sinn garö vegna þess að hann sé út- lendingur. „Slík hatur beinist aðal- lega gegn flóttamönnum og þá frá öfgafullum minnihlutahópi.“ Saknar pizzanna frá Greifanum Það er komið að lokum þessa spjalls okkar. Undirritaður búinn að vaska upp eftir matinn og Valli búinn að tala svo mikið að báðar hliðar sextíu mínútna TDK hljóð- snældunnar minnar eru yfirfullar. Að lokum spyr ég hann hvers hann sakni mest frá voru ástkæra föðurlandi. „Auðvitað sakna ég mömmu og pabba, systur minnar Gunnu á Stöng og unnusta hennar og Siggu systur minnar, sem 17. mars ól Svani unnusta sínum sveinbam sem ég hlakka mikið til að sjá. Síðast en ekki síst sakna ég bestu vina minna Ivars, Eggerts og Jóns Óla, sextán tommu pizza frá Greifanum og þess að geta ekki verið með KA í undirbúningnum fyrir keppnistímabilið. En annars er ég ekki með heimþrá. Mér líður vel, en auóvitað verður ekkert verra að koma heim.“ Sakamálaþraut Verið á undan Carter lögregluforingja að leysa þrautina. Ykkur til aðstoðar eru teikningar með mikilvægum vísbendingum... Opni peningaskápurinn - eftir Francis Clarke Það brakaði í snjónum undan fótataki Carter lögregluforingja og Graham undirforingja þetta frostkalda kvöld og appelsínugul birtan frá ljósastaurunum kastaði undarlegum skugga frá mönnunum tveimur þegar þeir staðnæmdust fyrir utan heimili frú Eleanor Trimble. Graham bankaði á dymar og til dyra kom rithöfund- urinn sjálfur og bauð þeim að koma inn í setustof- una. Þar inni; við veglegt píanó stóð hin S' hávaxna og hógværa Anne Goodsmith, einka- ritari frú Trimble. Hún snökti og ætlaði að fara aó segja eitthvað en hætti við þegar húsmóðir henn- ar bar fram sára kvörtun. „Þetta var svo hræðilegt lögregluforingi,“ stundi frú Trimble. „Ég var nýbúin að kaupa þennan hring; fyrir aðeins þremur dögum... og nú er hann gjörsamlega horfinn!" Og vissulega hafði þessi einstaki demantshringur, sem metinn var á 20 þúsund pund, horfið úr húsinu. Honum hafði verið stolið úr peninga- skáp sem stóð í svefnherberginu, bókstaflega fyrir fyrir framan nefið á frú Trimble. „Við voium nýbúnar að borða,“ útskýrði fröken Goodsmith fyrir lögregluþjónunum þegar húsmóðir hennar hafði yfirgefið þau. „Vinnukonan var í fríi og ég var á leiðinni inn í eldhús með diskana eftir kvöldverðinn þegar frú Trimble fór upp.“ Frádregin gluggatjöld Svo virðist sem frú Trimble hafi farið inn í svefnherbergið sitt og komið þjófnum á óvart sem þar stóð með hringinn í hendinni. Hún rak þegar upp óp. „Ég var ekki einu sinni búin að kveikja ljósið,“ útskýrði hún. „En glugga- tjöldin voru dregin frá svo ég sá hann í skím- unni frá götu- ljósunum... samt ekki nógu greini- lega til að sjá andlit hans. En ég tók eftir því að hann var hávax- Kinu ;iI þessiini hlutuin lijúlpar ykkur við að leysa þraulina. Lausn á sakamálaþraut: ipuiq -sjpq „Jimu" poui bjoa 3o joj „p[q“ i jnppæjjj bjoa qb ijjb iuos joíijsiojquui b jsuuo)[ puoq ;>(>[o s|[b iac) jbS a[quiuj_ jouBO[g 'uin -ji| jb puAui bSubj bjo3 (3uipuoqsiA sof[SnB) njjjq B|n3nuis[addB jos bjj bjo3 uias jBjnBjSBSofg •Bj|t>fs oiquiug njj juunj3 jojjb^ inn... var klæddur í blá föt og hafði rautt háls- bindi... já og ég held að hann hafi verið dökk- hærður.“ Dymar að peningaskápnum höfðu staðið opnar en þegar frú Trimble tókst að kveikja ljósin hafði þjófurinn stungið af út af svölun- um sem snéru út að götunni. „Það hræðileg- asta við þetta,“ viðurkenndi frú Trimble, „er að bara Anne og frændi minn, Miles Coles, vissu um tilvist hringsins. Og Miles var ekki heima allan daginn." Graham undirforingi staðfesti að svo hefði verið. Hann fór upp á þriðju hæð hússins og hitti þar þennan hávaxna, dökkhærða mann sem reyndist vera frændi frú Trimble. „Já ég var héma í morgun,“ viðurkenndi hann. „Ég ók Eleanor frænku í bæinn... fór meira að segja í bestu bláu fötin mín af þessu tilefni. Við snæddum saman hádeg- isverð og síðan hef ég ekki séð hana.“ Fór að leika golf Coles hafði yfirgefið frænku sína eftir hádegið, farið heim til að skipta um föt til að fara að leika golf og yfirgefið húsið. Þcgar hann kom heim klukkan níu um kvöld- iö hafði hann sjálfur hleypt sér inn með eigin lykli og farið rakleitt inn í herbergið sitt án þess að hitta frænku sína. Graham undirforingi kinkaði kolli í áttina að Carter lögregluforingja og var dapur í bragði. „Hann lék í alvöru golf herra... ég at- hugaði málið,“ sagði hann. „Hann var í golf- klúbbnum þar til klukkan var rétt að verða níu... en þá voru tuttugu mínútur liðnar frá innbrotinu.“ Lögreglumennimr fóm nú aftur niður þar sem þeir hittu fröken Goodsmith í enn meira uppnámi en áður. „Þetta er svo mikið áfall fyrir frú Trimble,“ sagði hún þeim. „Bækumar hennar hafa selst illa upp á síð- kastió. Og vissulega var hringurinn tryggður en það er lítil huggun í því, ekki satt?“ Carter kinkaði k-olli en var hugsandi á svip- inn. „Er það svo?“ spurði hann aðstoðarmann sinn. Svo bætti hann við: „Ein af þessum manneskjum liggur undir gmn, ekki satt Graham?“ Hverja þeirra gmnar Graham?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.