Dagur - 15.05.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 15.05.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 15. maí 1993 Tveir ungir dýralæknar frá Litháen á íslandi í boði Dýralæknafélags fslands: Hafa um 1300 krónur í mánaðarlaun Þeir félagarnir brugðu scr á hcstbak á Akureyri í siðustu viku og fannst mikið til mýktar íslenska hestsins koma. Zygimantas Simelionis t.v. og Darius Bakutis. Mynd: Robyn. Darius Bakutis kemur frá Kaunas, næst stærstu borg Litháens, en Zygi- mantas Simelionis frá Vilnius, höfuðborg Iandsins. Kon: óskar i>6r Haiidórsson. Þessa dagana eru hér á landi tveir ungir dýralæknar frá Lit- háen í boði Dýralæknafélags ís- lands til þess að kynna sér ýmis- legt er að dýralækningum og heilbrigðiseftirliti hér á landi lýtur. Þeir voru í nokkra daga á Akureyri og þar hitti blaða- maður þá að máli. Dýralæknamir heita Darius Bakutis og Zygimantas Simelion- is. Darius er 26 ára en Zygimant- as 28 ára. Blaðamaður hafði af því töluverðar áhyggjur að þeir félag- arnir gætu lítt tjáð sig nema á móðurmálinu, en sá ótti reyndist sem betur fer ástæðulaus. Darius talar prýðisgóða ensku, en minna fer fyrir enskukunnáttu hjá Zygi- mantasi. Því kom í hlut Dariusar að svara spumingum blaða- manns. „Dýralæknafélag íslands varsvo höfðinglegt að bjóða okkur í heimsókn til Islands til þess að fræðast um dýralækningar hér á landi og störf dýralækna. Einnig höfum við m.a. kynnt okkur starf- semi sláturhúsa og lækningar á gæludýrum. Takmarkið með þess- ari heimsókn er auðvitað að auka þekkingu okkar og henni munum við miðla heima í Litháen. Sláturhúsin hér komu okkur á óvart. Þau eru afar fullkomin, mun fullkomnari en við eigum að venjast heima. Sláturhús í Litháen eru gamaldags og vélakostur er ekki til að hrópa húrra fyrir. Fjárskortur kemur hins vegar í veg fyrir að við getum lagt í nauðsynlegar breytingar og úrbæt- ur á honum. Ég neita því ekki að það kom okkur spánskt fyrir sjónir að Is- lendingar skuli ekki nýta innyfli betur en gert er. Heima er allt nýtt til matar - meira að segja lungun!“ Margt komið á óvart á Islandi Þeir félagarnir komu til Islands 30. apríl sl. en fara aftur til Lithá- en 25. maí nk. Þeir gátu ekki var- ist brosi þegar þeir rifjuðu upp komuna til Keflavíkur. „Veðrið kom okkur í opna skjöldu. Við fórum úr 26 gráðu hita í Litháen en stórhríó tók á móti okkur í Keflavík! En veórið hefur sem betur fer skánað og mér skilst að vorið sé komið hér. Við treystum því aó minnsta kosti! Vissulega hefur margt hér á landi komið okkur á óvart. Til dæmis fer hér heldur lítið fyrir trjám. í Litháen eru um 3/4 hlutar landsins þaktir trjám. Okkur fannst leiðin frá Keflavík til Reykjavíkur líkjast einna helst eyðimörk! Sama gilti um háhita- svæðið í Mývatnssveit. Það var engu líkara en þar væri maður kominn til tunglsins!" Erfitt efnahagsástand Dýralæknanám tekur fimm ár í Litháen. Darius segist hafa sótt menntunina að hluta til Tékkó- slóvakíu, en lokið náminu heima í Litháen. Langskólanám er ekki metið á nokkum hátt til launa í Litháen og sagði Darius dýra- lækna hafa mun lægri laun en yerkamenn. Launakjör alþýðunnar í Litháen er reyndar sérstakur kapítuli. Þó að hvorki sé hægt að bera efnahag né framfærslu íbúa á Islandi og í Litháen saman á einn eóa annan hátt, þá segir það sína sögu að Darius hefur aðeins 21 dollara í mánaðarlaun, eða heilar 1300 krónur! „Efnahagsástandið í Litháen er mjög erfitt um þessar mundir og lífskjör versna dag frá degi. Ég er ekki viss um verðbólgustigið núna, en ég hygg aó 1000 til 1200 prósent séu ekki fjarri lagi. Með- allaun eru um 20 dollarar (um 1240 íslenskar krónur - innsk. blaóam.) á mánuði. Þetta eru auð- vitað hlægileg laun og 93% af þjóðinni eiga í verulegum fjár- hagserfiðleikum. A sama tíma og við búum við gífurlega mikla verðbólgu og verðlag á öllum sköpuðum hlutum hækkar dag frá degi, þá hækka launin ekki að sama skapi,“ sagði Darius. Hann sagði aðspurður að mjólkurlítrinn kostaði tæpar 13 krónur. Sam- kvæmt því getur launamaður í Litháen með 1300 krónur í mán- aðarlaun keypt 100 lítra af mjólk fyrir launin sín, en láglaunamaður á Islandi með 50 þúsund krónur í mánaðarlaun getur hins vegar keypt 746 lítra mjólkur fyrir þá upphæð. Stéttskipting er þekkt hugtak í Litháen eins og víðast annars staðar. Á sama tíma og bróður- partur þjóðarinnar býr við fátækt- armörk eru örfá prósent Iauna- manna meó svimandi laun, allt aó 3-400 þúsund krónur á mánuði. Þetta eru forstjórar einkafyrir- tækja, sem í sumum tilfellum eru að hluta til í eigu erlendra aðila. Ætla að sigrast á erfiðleikunum Darius segir atvinnuleysi í Litháen vaxandi vandamál og því miður sé það svo að ungu menntafólki bíði ekki björt framtíð. Hins vegar sé litháenska þjóðin ákveðin í því að sigrast á erfiðleikunum og sýna sjálfri sér og öðrum fram á að hún geti staðið efnahagslegan brotsjó af sér. Efnahagslífið í Litháen er þjak- að af fjárskorti. Eitt helsta vanda- mál sem fyrirtæki standa frammi fyrir er að hafa ekki peninga til aö tæknivæðast og geta þannig verið samkeppnishæf á erlendum mörk- uðum. Landbúnaðurinn er gamal- dags og dráttarvélar og önnur landbúnaðartæki úrelt. Dráttarvél- ar eru að stærstum hluta rúss- neskar, en kaup á vestrænum vél- um, t.d. Massey Ferguson, er fjar- lægur möguleiki. ísland á allra vörum í Litháen Darius sagði að íbúar í Litháen vissu heilmikið um Island, enda hefði landið verið á allra vörum þegar Islendingar viðurkenndu fyrstir þjóða sjálfstæði Litháen. „Við erum Islendingum afar þakk- látir fyrir þennan mikilvæga stuðning og munum alltaf minn- ast þess dags þegar tilkynnt var að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að viðurkenna sjálfstæði okkar. Þetta var gríðarlega mikilvæg ákvörðun gagnvart öðrum þjóðum og braut ísinn.“ Darius kemur frá Kaunas, næst stærstu borg Litháens, en Zygi- mantas frá Vilnius, höfuðborg landsins. Darius sagðist minnast þess að daginn sem Island viður- kenndi sjálfstæði Litháens, hafi Landsbergis, þáverandi forseti Litháa, fyrirskipað að rússneskur skriðdreki, sem lengi hafði staðið í miðborg Kaunas, yrði fjarlægð- ur og í hans stað byggt hvítt fjall til heiðurs íslendingum. „Þetta var gert og á topp fjallsins var settur hvítur kross. Fjallið stendur ennþá og mun væntanlega standa um alla framtíð,“ sagði Darius. óþh Hús til sölu á Húsavík Til sölu er 3ja ára einbýlishús að Stekkjarholti 6,130 fm ásamt 40 fm bílskúr. Uppl. í síma 41826. Frá menntamálaráðuneytinu. Styrkveiting úr Þróunarsjóði leikskóla Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefn- um í leikskólum/skóladagheimilum. Með þróunar- verkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreytni í uppeldisstarfi. Um styrk geta sótt sveitarstjórnir/leik- skólastjórar/fóstruhópar/einstakar fóstrur. Sækja má um styrk til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru hafin. Umsókn fóstru skal fylgja umsögn viðkom- andi rekstraraðila. Styrkumsóknir skulu berast menntamálaráðu- neytinu fyrir 30. maí næstkomandi á þar til gerð- um eyðublöðum sem liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.