Dagur - 15.05.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 15.05.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 15. maí 1993 í ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Hvað tefur nýsköpunina ? Formaður bankaráðs Seðla- banka íslands, Ágúst Einars- son, lýsti því yfir á ársfundi bankans fyrir nokkru að ekkert í efnahagskerfi íslensku þjóðar- innar sé það frábrugðið efna- hagskerfum annarra Evrópu- ríkja að tryggt geti að hér verði minna atvinnuleysi en annars- staðar í álfunni. Á aðalfundi Vinnuveitendasambands ís- lands, síðastliðinn þriðjudag, birti aðstoðarframkvæmda- stjóri sambandsins, Hannes G. Sigurðsson, spá um að at- vinnuleysi verði orðið allt að 14% um aldamót. í spá Hannesar kemur fram að skapa þurfi allt að 20 þús- und störf á næstu árum. Er það nálægt því að vera sami fjöldi og öll störf við iðnað hér á landi að fiskvinnslunni meðtal- inni. í forsendum þessarar framtíðarspár er gert ráð fyrir að þorskaflinn verði árlega sá sami og á síðasta ári eða um 270 þúsund lestir og litlar breytingar verði á umfangi og verðmæti annarra sjávarafurða. Þá er gert ráð fyrir að þau stór- iðjufyrirtæki sem nú eru starf- andi á landinu verði það áfram en engu verði bætt við. Auk þess haldi önnur atvinnustarf- semi sínum hlut að viðbættri nokkurri aukningu atvinnu- tækifæra í opinberri stjórn- sýslu. Ástæður þess að störf- um muni fækka á næstu árum telur aðstoðarframkvæmda- stjórinn vera þær að litlar sem engar fjárfestingar hafi orðið í nýjum atvinnutækifærum eða séu í sjónmáli á næstunni. Vart er annað mögulegt en staldra við athugasemdir af þessu tagi. Eru menn að boða þá framtíðarsýn er þeir telja eðlilega eða fjalla um veruleika sem þeir óttast? Óraunhæft væri að ætla mönnum annað en að þeir hafi áhyggjur af því síð- arnefnda. Viðvarandi atvinnu- leysi um 14 af hundraði vinnu- færra manna innan nokkurra ára er alvarlegt mál. Hvað sem skoðunum einstakra manna líður er ljóst að íslendingar verða að hyggja af fullri alvöru að atvinnumálum þjóðarinnar. Fiskurinn bjargar ekki öllu á síðustu stundu - að minnsta kosti ekki ef ekkert er hugað að framþróun í sjávarútvegi. Nýsköpun verður ekki til af sjálfu sér. Ekki er nægilegt að halda ræður um nauðsyn henn- ar á mannfundum heldur verða framkvæmdir að fylgja orðun- um eftir. Ef þær svartsýnisspár, sem nú líta dagsins ljós, eiga ekki að verða að veruleika og þau vandræði sem tæpt er á ekki að mæta okkur af alvöru og þunga verður að hefja nýsköpunina nú þegar. Sóknarfæri eru til í ís- lensku atvinnulífi og lands- menn verða að nýta þau. í því sambandi ber fyrst að nefna það hugvit sem með þjóðinni býr og virkja það til þess að þróa fullvinnslu framleiðsluaf- urða okkar verulega frá því sem nú er. íslenska ríkið ræður yfir mestu af því fjármagni sem þjóðin þarfnast til sóknar í at- vinnumálum. Því er hætt við að framþróun verði hæg ef stjórn- völd telja eflingu atvinnulífsins algjörlega utan síns verka- hrings. Stöðugum samdrætti fylgja minnkandi tekjur á öllum sviðum - einnig hjá hinu opin- bera. Það virðast ráðamenn þjóðarinnar ekki skilja þegar þeir sjá engin önnur ráð en draga úr flestum athöfnum manna. Því er von að spurt sé hvað tefji nýsköpun í atvinnu- málum á þeim tímum sem at- vinnuleysi fer dagvaxandi og framtíðarspár lýsa nánast svartnætti í þjóðlífinu. ÞI Hræringur Stefán Þór Sæmundsson Brennivm og bameignir Fjórir ef ekki fimni nýir veitingastaðir munu líta dagsins ljós á Akureyri á næstunni í miðri efnahagskreppu og þrengingum. Allir verða þeir með vín- veitingaleyfi og þótt áherslumar verði misjafnar róa þeir væntanlega á sömu mið. Þetta eru gleðifréttir, jafnt fyrir þá sem hafa tíma, fjárráð og þrek til að fljúga á milli bara (svokallaðar bar- flugur) og ekki síður fyrir ímynd Ak- ureyrar, en dugleysi og framkvæmda- hræósla var orðinn svartur blettur á þessari annars fögru ímynd iðnaðar- og menningarbæjarins. „Dauðarúntur“ á Akureyri Loks geta Akureyringar farið á „dauóarúntinn'' sem margir hafa kynnst í Kaupmannahöfn og er reynd- ar orðinn vel frambærilegur í Reykja- vík. Hófsamari menn kalla þetta kráa- rölt en hvaða nafni. sem þetta nefnist þá er Ijóst að tilkoma fleiri veitinga- staða auðgar menningarlífið. Nú þurfa Akureyringar og gestir þeirra ekki aö híma heiia kvöldstund í Kjallaranum eða á KEA og slefa stöðugt ofan í sama glasió. Það er hægt að fara á flakk, koma víða við og kíkja í glas, sem er bæði gefandi, andlega, líkam- lega og ekki síst félagslega, og líka at- vinnuskapandi. Ekki skemmir fyrir að dómsmálayf- irvöld hafa uppgötvaó hvað það er innilega hallærislegt að leyfa ekki vín- veitingar um hábjartan daginn, frá þrjú til sex á daginn eóa þar um bil, og i þessi höft veróa því afnumin, eða hafa verið það nú þegar. Umræddur tími hefur reynst mörgum barflugum þung- ur í skauti. Menn hafa mætt á hádegis- barinn og rétt sig af en síðan hefur verið skrúfað fyrir áfengissöluna klukkan hálf þrjú og tíminn fram til sex oft verið skelfilegur og þynnkan náð að taka völdin uns barimir hafa verið opnaðir á ný. Bjór undir beru loftl og ámátlegar auglýsingar Eftir því sem ég besl veit á þó enn eft- ir að afnema þær fáránlegu reglur sem kveða á um bann við áfengissölu utan dyra. Þessi höft eru auóvitað ótæk, ekki síst í menningar- og ferðamálabæ eins og Akureyri. Veitingamenn koma gjaman upp borðum og stólum utan dyra yfir hásumarið þegar mollan ætl- ar allt lifandi aó drepa en sá hængur hefur verið á að viðskiptavinimir hafa ekki mátt panta áfengi við þessi borð og ekki heldur kaupa sér bjórglas inni og rölta með það út. Allir sern hafa kynnst götulífi og menningu erlendis vita aó það skapast aldrei nein mið- bæjarstemmning eða fjölskrúðugt mannlíf ef ekki er heimilt aó þjóra bjór úti undir beru lofti. Ég hugsa að þessi mál leysist öll farsællega. íslendingar stefna í frjáls- ræóisátt í áfengismálum, einkafram- takið tekur völdin og innan tíðar verð- ur væntanlega heimilt að auglýsa áfengi eins og hverja aóra vöru. Þá þurfum við ekki á þessum dulbúnu áfengisauglýsingum að halda sem nú tröllríða fjölmiðlum. Þar er til dæmis verið að auglýsa þekktar bjórtegundir meó mynd af freyðandi bjór í glasi og síðan er einhvers staóar getið með smáu letri að um léttöl sé aó ræða. Veitingahús eru líka í stöðugum orða- leikjum. Þau auglýsa að „einn stór" kosti þetta og hitt, „Bud" mæti á stað- inn, helmingsafsláttur „úr krana" ef maður kemur snemma og svo fram- vegis. Þessar ámátlegu tilraunir til aó sneiða fram hjá lagagreinum munu þá vonandi hverfa. Rallhálfur og reyklaus fyrirmyndarþegn Já, þaö er bjart framundan. Mér finnst hins vegar dálítió einkennilegt hvað íslendingar keppast við aö lofa áfeng- ið en lasta tóbakið um þessar mundir. Þetta er mjög áberandi múgsefjun. Reykingafólk er hvarvetna gert út- lægt, stöðugur áróður dynur á því og predikanir um skaðsemi tóbaks eru nær daglega í fjölmiðlum. Á sama tíma er frekar verið aö ýta undir áfengisneyslu en hitt og allt annað og jákvæðara andrúmsloft kringum þá umræðu. Fyrirmyndarþegninn hlýtur því að vera rallhálfur og reyklaus. En þaö er ekki bara brennivínið sem er á uppleið í kreppunni því barn- eignir eru undir sama hatti. Þær fréttir komu mörgum fræðingum í opna skjöldu að atvinnulausir og fátækir ís- lendingar kepptust við að búa til börn dag og nótt og fæðingum hefði hríð- fjölgað. Skýringin á þessu bameignabrölti hlýtur að vera sú að fólk hefur meiri tíma og þrek þegar atvinnan minnkar og hefur þar af leiðandi aukið svigrúm til hvílubragða. Þessi skýring er birt án ábyrgðar, en þaö er alkunna að erf- iðleikar geta þjappað fólki saman og styrkt ástina. Aukið samlífi er því rök- rétt afleiðing. Þá erum við komin að því sem margir segja aó sé þrennt það besta í heimi; sjúss á undan og sígaretta á eft- ir, en ég fer ekki nánar út í þá sálma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.