Dagur - 19.05.1993, Side 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 19. maí 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Deilur um verðjöfnun
Á undanförnum árum og áratugum hefur ríkt
nokkur samstaða um að standa vörð um land-
búnaðinn sem atvinnugrein. í því efni hafa verið
gerðar til hans kröfur um ýmiskonar hagræðingu
og aðlögun að breyttum tímum hvað viðskipta-
hætti varðar. Bændur hafa að flestu leyti brugðist
vel við þessum kröfum og lagt sig fram um að
nálgast þau markmið er óumflýjanleg hafa verið
talin. Með núgildandi búvörulögum voru stigin
stór skref í átt til nýrra tíma þótt þau hafi kostað
bændastéttina erfiða aðlögun og ýmsar fórnir
hvað rekstrarmöguleika og tekjuöflun varðar.
Með búvörulögunum gengu íslendingar skrefi
lengra í aðlögun landbúnaðar í átt til samkeppni
og frjálsari viðskiptahátta en flestar aðrar þjóðir,
þar sem útflutningsbætur á landbúnaðarafurðir
voru lagðar niður. í því efni sýndu íslendingar
gott fordæmi og gengu einnig til móts við vilja
þeirra er vildu draga úr opinberum framlögum til
atvinnugreinarinnar. Þær deilur sem nú hafa orð-
ið um málefni landbúnaðarins innan ríkisstjórn-
arinnar og á Alþingi endurspegla þó svo djúp-
stæðan ágreining að ljóst er að sú samstaða sem
ríkt hefur um tilvist hans virðist vera að rofna.
Með samningunum um Evrópska efnahags-
svæðið er gert ráð fyrir að leyfa takmarkaðan
innflutning á ákveðnum tegundum landbúnaðar-
vara hingað til lands. Vegna þess að í mörgum
tilfellum er um niðurgreiddar vörur að ræða -
meðal annars með útflutningsbótum í viðkom-
andi framleiðslulandi - eru í samningunum heim-
ildir til að jafna verð innfluttra vörutegunda við
verð hér á landi. Skal það gert með sérstöku
verðjöfnunargjaldi er leggja má á viðkomandi
vörur eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Ætli ís-
lendingar að standa vörð um landbúnað sinn og
framleiðslu matvæla í landinu er ljóst að þessum
gjöldum verður að beita, komi til innflutnings
þeirra framleiðsluafurða, sem landbúnaðurinn
framleiðir nú. Af þeim ástæðum er talið eðlilegt
og réttmætt að ráðuneyti landbúnaðarmála fari
með ákvörðunarvald um hvenær verðjöfnunar-
heimildunum verði beitt.
Á þetta sjónarmið geta sumir ráðamenn þjóð-
arinnar ekki fallist og af þeim sökum kom til
hinna snörpu átaka í þinglok. Þótt alþingismenn
væru sendir í sumarfrí hafa þau málefni, er deilt
var um, ekki verið til lykta leidd. Ástæður þess
eru fyrst og fremst þær að nú ætla þeir aðilar, er
opna vilja fyrir innflutning á landbúnaðarvörum
til landsins, að nýta sér þessar aðstæður. Þeir
telja að með því að fela landbúnaðarráðuneytinu
forræði verðjöfnunar á milli innlendra og erlendra
búvara verði verjöfnunargjöldum fremur beitt og
þar með dregið úr innflutningi. Þegar þessir aðil-
ar tala um sparnað af innflutningi landbúnaðar-
afurða þá gleyma þeir því gjarnan að til innflutn-
ings þarf erlendan gjaldeyri. Þeir gleyma einnig
að mikill kostnaður er samfara því að leggja heila
atvinnugrein að mestu niður er verða mundi ef
erlendir ríkissjóðir verða látnir niðurgreiða land-
búnaðarvörur ofan í íslendinga.
Landbúnaðurinn á háværa og öfluga andstæð-
inga í landinu og áhrif þeirra virðast fara vax-
andi. Til þeirra eru stjórnmálamenn einkum að
höfða þegar þeir efna til deilna um verðjöfnun á
landbúnaðarvörum. ÞI
Kvenfélagasamband Norður-
Þingeyinga er 50 ára um þessar
mundir. Félagið hélt aðalfund
sinn á Kópaskeri 8. maí sl. í til-
efni afmælisins var Stefaníu
Maríu Pétursdóttur, formanni
KÍ, og Steinunni Ingimundar-
dóttur, starfsmanni KI, boðið að
sitja fundinn og þáðu þær boð-
ið, sambandskonum til mikillar
ánægju, að sögn Maríu Páls-
dóttur, formanns Kvenfélags
Keldhverfinga.
Umhverfismál voru mjög til
umræöu á fundinum, auk venju-
legra aðalfundarstarfa. Áhersla
Keldhverfskar konur á Signubökkum.
Kvenfélagasamband Norður-Þingeyinga 50 ára:
Aðalfundur og kvöldvaka
- sagt frá Parísarferð Keldhverfinga
var lögð á aukna fræðslu í þeim
efnum. Einnig var sjónvarpsefni
nokkuð til umræðu. Fordæmdu
fundarkonur vaxandi þátt ofbeld-
ismynda í dagskránni og þær lýstu
undrun sinni og hneykslun á þeirri
sagnfræði sem kom fram í fyrsta
sjónvarpsþætti Baldurs Her-
mannssonar, þar sem fjallað var
um vistarbandið og bændasamfé-
lagið.
Að fundi loknum var fulltrúum
og gestum boðið að skoða
Byggðasafn Norður-Þingeyinga á
Kópaskeri. Safninu hefur verið
komið haganlega fyrir í gamla
skólahúsinu, sem endumýjað var
til þeirra nota.
Kvöldvaka var síðan haldin í
Skúlagarði. Til hennar bauð
KSNÞ öllum sínum félagskonum,
ásamt mökum þeirra og gestum.
Á Signubökkum. Notre Dame í baksýn.
Haldin var kaffiveisla og ýmis
skemmtiatriði flutt meðan á borð-
haldi stóð. Anna Helgadóttir, for-
maður sambandsins, rakti í stuttu
máli 50 ára sögu þess og minntist
þeirra kvenna er stærstan þátt áttu
í stofnun KSNÞ, vexti þess og
viðgangi. Ávörp fluttu Stefanía
María Pétursdóttir og Gerður
Pálsdóttir, sem var fulltrúi frá
sambandi Norðlenskra kvenna.
Fluttu þær sambandinu afmælis-
kveójur og heillaóskir. Félögin
innan KSNÞ lögóu til skemmti-
efnið, sem var hið fjölbreyttasta,
upplestur, bæði ljóð og laust mál,
frásögn af Parísarferð Kvenfélags
Keldhverfmga, söngur, lúðrasveit-
arspil og leikur á píanó. Að lokum
var dansað. Um 170 manns tóku
þátt í kvöldvökunni.
Stjóm KSNÞ skipa Anna
Helgadóttir, formaður, Guðný H.
Bjömsdóttir, ritari, og Kristín
Kristjánsdóttir, gjaldkeri.
Beðíð eftir hreSSÍngU í ParÍS. Myndin María Pálsdóltir
Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit:
Handunnar ullarpeysur ofar-
lega í huga í vorkuldanum!
Baldvin Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri verksmiðjunnar
Foldu, mætir í Miðstöð fyrir
fólk í atvinnuleit í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju í dag,
miðvikudag, 19. maí, og hug-
leiðir atvinnuhorfur og viðhorf
til nýrra verkefna.
Baldvin ræðir um átaksverk-
efni á vegum Akureyrarbæjar og
Atvinnuleysistryggingarsjóðs, en
hugmyndir hafa m.a. verið uppi
um framleiðslu hér á handunnum
ullarpeysum. Þá mun Edda Her-
mannsdóttir, íþróttakennari,
einnig kynna „Hversdagsleikana“,
sem er alþjóðlegur hreyfidagur og
jafnframt bæjakeppni milli Akur-
eyrar og Aschkelon í ísrael. Mun
Edda gera nánari grein fyrir til-
gangi þessa hreyfidags, sem
ákveðinn er 26. maí nk.
Veitingar verða á borðum öll-
um að kostnaðarlausu og er þess
vænst að sem flestir noti tækifærið
Miðstöð fyrir fólk í atvinnulcit er til húsa í Safnaðarheimili Akureyrar
kirkju.
og taki þátt í samverustundinni,
sem hefst kl. 15.00. Allir eru vel-
komnir hvort sem þeir eru í eða án
vinnu.
í Mióstöð fyrir fólk í atvinnu-
leit eru upplýsingar gefnar í síma
Safnaðarheimilisins milli kl. 15 og
17 á þriðjudögum og föstudögum.