Dagur - 19.05.1993, Síða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 19. maí 1993
IUIlNNING
A Odda Margrét Júlíusdóttir
Fædd 18. febrúar 1951 - Dáin 11. maí 1993
Kveðja
Sortnar þú ský suðrinu í
og síga brúnir lœtur.
Eitthvað að þér einsog að mér
amar ég sé þú grœtur.
Já þaö hefur eitthvað amað að okkur
vinum Oddu þessa mánuði og miss-
eri, sem við höfum vitað að sjúk-
dómur hennar myndi fyrr eða síðar
draga hana til dauða.
Og nú hefur það gerst, það
versta, eða kannski það besta eins
og komið var. En þetta er and-
styggilegt engu að síður.
Söknuður okkar er himinhár
kæra Odda.
Virðistþó greið liggja þín leið
um Ijósar himinbrautir.
En niðri hér ce mœta mér
myrkur og vegaþrautir.
Það var lítið um lognmollu í sam-
skiptum okkar Oddu.
Oftlega man ég fjör í reykmett-
aðri stofu. Þá var hlegið, grátið og
kysst, skeggrætt eða rifist hástöfum.
Gott ef stundum var ekki staðið upp
í þjósti og með tilþrifum. Því marga
stormana vöktum við Odda upp í
staupi, en þá storma lægði sam-
stundis - eða síóar.
Oftar en ekki reyndi Odda að ala
menn upp, því hún var mikill uppal-
- 'ji En hún vissi það svo sem að
þaö er erfitt að kenna gömlum
hundum að sitja, einkum þeim sem
ánetjast hafa „listabölinu“ (einsog
einn lítill skíðamann orðaði það í
Deginum), þeir þykjast sjálfstæðir
og stórir strákar. En Odda reyndi
samt og tíminn leiðir í ljós hversu
vel henni tókst til. Hafi hún náð
broti af þeim ámagir með okkur,
sem hún náði með börnunum, sem
hún kenndi af list, erum við á
grænni grein.
Jónsi minn og Vala, ég sam-
hryggist innilega.
Hœgfara ský flýt þér ogflý
frá þessum brautum harma.
Því jörðu hver ofncerrifer
oft hlýtur vœta hvarma.
(Ljóó: Til skýsins eftir Jón Thoroddsen)
Kristján Pétur.
Það var þriðjudagsmorguninn 11.
maí sem okkur barst til eyrna aö
Odda hefði látist þá um nóttina. Að
lokið væri langri og strangri baráttu
sem hún háði af bjartsýni, hörku og
á stundum ómannlegri seiglu.
Andspænis slíkri fregn mega
hversdagsleg orð sín lítils og eftir-
lifendum verður fátt fyrir annað en
að leita athvarfs í orðum sér vísari
manna.
I Ijóði Snorra Hjartarsonar
„Ferð“ segir að hver vegur að heim-
an sé vegur heim. Sá vegur er vissu-
lega misgrýttur og lífsgangan oftar
en ekki á brattan. En í lok sama
ljóðs er brugðið upp mynd af land-
inu handan fjalla þar sem ríkir eilíf-
ur friður. Þangað er góð heimvon.
Héma megin fjalla stendur eftir
hnípinn hópur sem í annað sinn sér
á bak félaga úr þeim flokki sem hélt
glaðbeittur út í lífið fyrir 22 árum.
Við þökkum samfylgdina og
biðjum ástvinum Oddu huggunar
harmi gegn.
Bekkjarsystur í 6.b MA 1971.
Enn er brosið þitt rjótt
og barnglatt,
barnið mitt sjúka,
þó vorið þitt ríka,
von mín
sem vermandi beið,
heyi nú eitt
við ofraun
örlagastríð.
Og allt sem ég vil,
allt sem ég gef
fœr engu breytt,
tár sem égfel,
föl sól
yfirföllnum val,
blómstráðri gröf;
bros þín og kvöl
eru byrgð þar,
byrgð hér
við hjarta mitt
húmrjóð og þreytt.
Með þessum erindum úr kvæði
Snorra Hjartarsonar viljum við
minnast okkar elskulega kennara og
félaga, Oddu Margrétar, sem var
okkur sannur vinur bæði í leik og
starfi.
Sérstakar kveðjur frá foreldrum
fyrir frábær kynni og samstarf í
gegnum árin.
Foreldrar og nemendur
7. bekkjar 21. stofu
Lundarskóla ’91-’92.
Eg man hana fyrst sem leggjalangan
ungling á Eyrinni. Seinna uröum
við málkunnugar. En haustið 1989
tókum við báöar við tíuárabekk í
Lundarskóla. Næstu ár var barist á
mörgum vígstöðvum. Sigrar og
ósigrar eins og gengur. Hún óx viö
hverja raun.
Síðasta orustan var hörð og hún
féll með sæmd. Kannski var það
hennar stærsti sigur.
Eg kveð Oddu Margréti með
virðingu og þökk.
Margrét Nýbjörg
Guðmundsdóttir.
Við lifum í vinum okkar í meira
mæli en við gerum okkur yfirleitt
grein fyrir. Ein mannsævi er ævin-
lega samofin lífi margra. Ef við
glötum vinum eða þeir deyja þá
deyr eitthvað í okkur. Odda Margrét
var vinur minn.
Odda Margrét ólst upp á Akur-
eyri, gekk hefðbundinn veg um
skóla bæjarins og lauk stúdentsprófi
frá MA áriö 1971. Hún lauk síðan
fóstrunámi frá Fósturskóla íslands
1973. Allan starfsaldur sinn vann
hún á Akureyri, lengst af við
kennslu í Lundarskóla en einnig
sem fóstra í leikskólum bæjarins.
Þótt nokkuð langt sé síðan hún
kenndi þess meins, sem hún laut í
lægra haldi fyrir, þá tókst henni að
vinna fulla vinnu fram eftir sl. ári,
enda var hún dugnaðarforkur og
hörð af sér.
Eg kynntist bæði henni og manni
hennar, sem síðar varð, Jóni Laxdal
Halldórssyni, í menntaskóla, en vin-
ur þeirra varð ég ekki fyrr en við
Jón vorum saman í Háskóla Islands.
Sumarió 1975 varð það að ráði að
ég og þau hjón leigðum saman heilt
hús í eitt ár á Akureyri. Næsta vetur
1976-77 dvöldu þau hjón í Arósum
í Danmörku, en ég hvarf í önnur út-
lönd um tíma.
Við gerðum ýmislegt okkur til
gamans, iðulega ásamt öðru fólki,
enda var gestkvæmt á heimili þeirra
hjóna. Við rákum Rauða húsið á
Akureyri. Stundum á sumrum höfð-
um við sumarhátíðir, þar sem allir
veizlugestir gerðu eitthvað til að
gleðja hina gestina, lásu ljóð eða
sögur, sungu, léku á hljóðfæri eða
geröu eitthvað annað, sem þeim datt
í hug. Viö hittumst líka reglulega og
borðuðum saman. Odda kom síðast
í slíkt matarboð snemma í apríl sl.
Oddu var margt til lista lagt. Hún
hélt fallegt heimili meö dóttur sinni
og manni, var góð matselja og bak-
aði afbragðs brauð. Hún var framúr-
skarandi kennari. Eg þekkti sjálfur
böm, sem fara ekkert í launkofa
meö það, að skólaseta hjá henni var
sífellt tilhlökkunarefni. Eg hygg, að
hún hafi ekki verið síðri fóstra. Hún
hafði mikinn áhuga á listum, en þó
sérstaklega á leikhúsi. Hún hafði
vanizt leikhúsi í æsku með föður
sínum, Júlíusi Oddssyni, sem lengi
lék með Leikfélagi Akureyrar, og
sótti þangað meðan hún mögulega
gat. Um tíma ritaði hún leikdóma í
Norðurland, sem þá var vikublað á
Akureyri.
Við höfðum bæði mikið dálæti á
Agötu Christie og skiptumst á bók-
um eftir hana öðru hverju, en Odda
las mikjð. Hún sökkti sér niður í
aðra höfunda, sérstaklega samtíma-
höfunda íslenzka. Hún hafði gaman
af að ræóa kosti og lesti á þeim bók-
um, sem hún var að lesa þá stund-
ina, og bryddaði oft upp á slíkum
umræðuefnum.
Odda hafði afdráttarlausar skoð-
anir á flestum hlutum, var stundum
nokkuð dómhörð, en það er enginn
löstur á fólki, ef það kann að fara
með hörkuna. Það var auk þess hátt-
ur vina hennar að taka afdráttarlaust
til orða og vera sem glannalegastir í
skoðunum. Hún átti það líka til að
reiðast við vini sína og fór þá ekki
dult með. En það stóð aldrei lengi
og skyggði ekki á vináttuna.
Það hafði verið ljóst nú um
nokkurt skeið að hverju dró. Odda
þjáðist af krabbameini, sem tókst
ekki að ráða við. Hún gisti spítala
nokkurt skeió, en fjórum dögum
fyrir andlátið kom hún heim. Flestir
áttu von á, að hún fengi nokkum
tíma heima. Hún var ánægó að vera
komin heim, enda undi hún hag sín-
um bezt þar. En því miður naut hún
þess stutt.
Dauðinn er böl, hvernig sem á er
litið. Hann sviptir þann sem deyr
lífinu, þá sem næstir standa því sem
hvað dýrmætast er, ættingja og ást-
vini. Jón Laxdal og Valgerður sjá
nú á bak eiginkonu og móður,
systkini hennar tvö kærri systur.
Megi góður Guð varðveita Oddu
Margréti og líkna og styrkja fjöl-
skyldu hennar og aðra ættingja í
sorginni.
Guðmundur Heiðar
Frímannsson.
Öll þurfum við að horfast í augu við
þá staðreynd að dauðinn bíður okk-
ar allra. Hann vægir engum og það
er sársaukafullt og illskiljanlegt fyr-
ir okkur sem eftir stöndum þegár
hann - alltof snemma - sækir heim
einhvem sem er eins og hluti af
okkur sjálfum. Þegar það gerist er í
fyrstu eins og þessi hluti deyi líka. I
gær vissi ég að ég kæmist ekki
norður á Akureyri til að vera við
jarðarför Oddu, æskuvinkonu minn-
ar, og ég fann sárt þörfina fyrir að
kveðja hana. Eg gerði mér grein fyr-
ir að þessi þörf er að hluta eigin-
gimi. Mér fannst eins og kveðjuat-
höfnin mundi gera mig heila aftur
og auðvelda mér að sætta mig viö
að minningarnar um Oddu og þann
hluta af lífi okkar sem vió áttum
saman, þurfa nú að koma í staóinn
fyrir hana sjálfa. Ég varð því að búa
mér til mína eigin kveðjuathöfn.
Ég skoðaði gamlar myndir frá
því við vorum í landsprófi, frá
skíðaferðum upp í Hlíðarfjall, frá
skátamótum og frá því í Mennta-
skólanum á Akureyri. A flestum
þessara mynda er Odda. Ég náði í
gamlan skókassa fullan af gömlum
bréfum og enn fleiri myndum, m.a.
frá heimili foreldra hennar við Sól-
velli. Ég fann þar gamla leikskrá frá
Þjóðleikhúsinu og mundi eftir
haustferð til Reykjavíkur, en þangað
áttum við vinkonurnar tvö erindi; að
versla föt í Karnabæ og fara í Þjóð-
leikhúsió. Við höfðum þénað ágæt-
lega um sumarið í Niðursuðuverk-
smiðju K.J. Við gerðum hvort
tveggja og komum norður í útsniðn-
um dátabuxum og þröngum rúllu-
kragabolum og höfðum séð „Ó þetta
er indælt stríð“. Ég rifjaði upp tjald-
ferðir í Vaglaskóg og Húsafell.
Hvaö það var gaman að vera ungur
og eiga allt lífið framundan. Og
hvað vinahópurinn var skemmtileg-
ur. Ein ljúf minning er frá því í des-
ember 1973 þegar ég heimsótti
Oddu og Jónsa og nýfædda dóttur
þeirra, hana Völu Dögg. Ég man
hvað við vorum sæl og ángæð, ég
með mína dóttur sem hafði fæðst
nokkrum mánuðum fyrr og þau með
sína. A þessum tíma vorum við
skólasystumar úr 6.b Menntaskól-
ans á Akureyri að eiga okkar fyrstu
böm, það var kominn myndarlegur
hópur af strákum en þetta voru
fyrstu stelpumar og við vorum stolt-
ar.
Eins og gengur völdum við okk-
ur mismunandi leiðir til að lifa líf-
inu og þær lágu ekki alltaf saman.
Odda og Jónsi völdu að flytja aftur
heim til Akureyrar eftir nokkur ár
hér í Reykjavík og í Danmörku; ég
settist að í Reykjavík eftir langa
námsdvöl erlendis. Vinátta okkar
Oddu varð hluti af sameiginlegri
fortíð okkar beggja en væntumþykj-
an var alltaf fyrir hendi. Þess vegna
var alltaf jafn ljúft að hittast, hvort
heldur það var í hópi gamalla skóla-
systra eöa bara við tvær.
I desember síðastliðnum hitti ég
Oddu hér í Reykjavík. Hún var í
einni af mörgum ferðum sínum á
sjúkrahús. Þó svo að það færi ekki
fram hjá neinum að þarna fór fár-
sjúk manneskja var hláturinn hennar
enn jafn bjartur og bjartsýnin og trú-
in á lífið sterk. Eg óttaðist að þetta
yrði síðasta skiptið sem ég sæi hana
og mér leið illa. Ég var svo hrædd
um að myndin af henni svona veikri
mundi skyggja á allar hinar mynd-
imar en ég veit það núna að það var
ástæðulaus ótti.
Elsku Jónsi, auðvitað geta minn-
ingar aldrei komið í staðinn fyrir
hana Oddu þína en þær eru raun-
verulegar. Huggun í fyrstu en von-
andi seinna meir mikilvægur þáttur
af því sem við erum og gera okkur
öll sem þekktum Oddu að betri
manneskjum. Ég sendi þér og dóttur
ykkar henni Völu Dögg, svo og
þeim Rósu og Nick, mínar innileg-
ustu samúöarkveðjur.
Stefanía Traustadóttir.
Við munum Oddu Margréti.
Við munum hana glaða og káta
opna okkur heimili sitt. Þangað sótt-
um við ávallt þótt oft skildu höf og
ár vini að.
Við munum Oddu Margréti bera
ilmandi brauð á borð og eiga leiftr-
andi samræður við hvem þann sem
vildi reifa áhugamál sín. Þannig
þjóta minningamar fyrir hugskots-
sjónum, ávallt glaðlegar, ávallt
brosandi. Missirinn er sár en minn-
ingin mun lifa með okkur.
Odda Margrét var skapandi
kona, hún hafði öllum eitthvað að
miðla, bömum jafnt sem fullorðn-
um. Þetta fundum við og okkur leið
vel í návist hennar. Og skemmst er
að minnast síðasta samkvæmis þeg-
ar við hittumst gamla klíkan á heim-
ili Oddu sumardaginn fyrsta,
snæddum saman og hlógum sem
jafnan fyrr. Það var tímalaust andar-
tak og eins getað gerst fyrir fimmtán
árum.
í dag þegar við kveðjum Oddu
vottum við ykkur, Jónsi og Vala,
Rósa, Gummi og fjölskyldur, okkar
dýpstu samúð.
Stefán Hörður var Oddu hugleik-
ið skáld. Þetta ljóð hans finnst okk-
ur hæfa þessari stund.
Helgistef
Affegurð blóms
verður aldrei sagt
aldrei sagt
með orðum
né þinni
með neinum orðum.
Sólveig og Kiddi, Haddú,
Hanna og Oli, Kristján Stein-
grímur, Guðmundur Oddur.
...“Og til eru þeir, sem gefa
og þekkja hvorki
þjáningu þess né gleði og eru sér ekki
meðvitaðir um dyggð sína.
Þeir gefa eins og blórnið í garðinum,
sem andar ilmi sínum út í loftið.
Með verkum þeirra talar guð
til mannanna,
og úr augum þeirra lýsir bros hans
jörðinni"...
(Kahlil Gibran)
Odda Margrét Júlíusdóttir andaðist
á heimili sínu aðfaranótt 11. maí sl
eftir langt og strangt veikindastríð. I
dag minnumst við hennar með
þakklæti og virðingu fyrir árin hér
við skólann. Hún hóf kennslustörf
við Lundarskóla haustið 1979, og
varð þegar ákaflega vinsæl af nem-
endum sínum. Hverjum bekk stjórn-
aði' hún af festu og öryggi en um-
fram allt sanngirni. Þessa eiginleika
kunna böm vel að meta. Oft fékk
hún erfióa einstaklinga og fjöl-
menna bekki tii umsjónar, sem
henni tókst frábærlega að koma til
þroska. Hún var jafnvíg á kennslu
yngri bama sem eldri.
Einnig var hún vinsæl á kennara-
stofunni glaðleg og hress, það raun-
ar geislaði frá henni lífsorkan og
starfsgleðin. Odda Margrét gerði
alla hluti vel og oftast betur en aðrir.
Alltaf var hún sívinnandi og allt lék
í höndunum á henni. Hún var ekki
gefin fyrir langar umræður og
vangaveítur um skólastarfið, hún
framkvæmdi hlutina án málaleng-
inga.
í bemsku kynntist hún töfra-
heimi leiklistarinnar og notfærði sér
gjaman þá kunnáttu í kennslustof-
unni. Marga eftirminnilega ljóða-
flokka og leikþætti æfði hún með
nemendum sínum. Allar þessar
skólasýningar báru vott um næm-
leika hennar og hæfileika. Hún var
líka mjög ljóðelsk og dáði mörg
Ijóðskáld svo sem Stein Steinar og
Jóhannes úr Kötlum og vakti áhuga
nemenda sinna á ljóðlist og fegurð
lífsins.
Odda Margrét Júlíusdóttir verður
þeim, sem umgengust hana og
þekktu, ógleymanleg. Minningin
um þessa lífsglöðu og hæfileikaríku
konu lifir í hjörtum okkar allra, jafnt
bama sem fullorðinna.
Við vottum ástvinum hennar
samúð og biðjum þeim guðs bless-
unar.
Tilviljun réði
að viðfylgdumst að
spölkorn eftir götunni.
Ennþá djarfar í hug mér
fyrir birtu dagsins.
Er þú hvarfst fyrir horn
stóð ég eftir andartak
í sömu sporum
og vissi vart hvert halda skyldi.
(Þóra Jónsdóttir)
Starfsfólk Lundarskóla.
Fleiri minningargreinar um Oddu
Margréti Júlíusdóttur bíða birt-
ingar til morguns.