Dagur - 25.05.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 25. maí 1993
Minning
'jí* Tryggvi Héðinsson
Fæddur 11. júní 1974 - Dáinn 16. maí 1993
Hvar semfyrir hug þig ber
hjörtun okkar Jylgja þér.
(Stefán G.)
Þaö er erfiðara en orð fá lýst að
skrifa minningargrein um elsku-
Iegan systurson minn sem féll frá í
blóma lífsins.
Tryggvi var elsti sonur hjón-
anna Huldu Finnlaugsdóttur og
Héðins Sverrissonar á Geiteyjar-
strönd í Mývatnssveit. Systkini
Tryggva eru Ema, f. 10.1. 1976;
Jóhannes Pétur, f. 31.3. 1979;
Helgi, f. 13.4. 1988 og Einar, f.
20.4. 1990.
Tryggvi ólst upp við leik og
störf, var kraftmikill og því allfyr-
irferðarmikill í æsku sinni en varð
með árunum ábyrgðarfullur og
duglegur ungur maður. Þar sem
undirrituð á dreng ekki ósvipaóan
í háttalagi og Tryggvi var, þá
hugsa ég oft um að ef hann líktist
frænda sínum þá þarf ég ekki að
kvíöa framtíð hans, því annan eins
öðlingsdreng og Tryggva er vart
hægt að hugsa sér.
Síðastliðin fjögur ár var hann í
Laugaskóla þar sem hann stundaði
nám sitt með mjög góðum árangri.
A sumrum vann hann við fjöl-
skyldufyrirtækið og bústörfm
ásamt föður sínum, afa og öðrum
sínum nánustu. Þar komu kostir
hans og hæfni vel í ljós.
Fjölskylda mín hefur mörg
undanfarin ár notið gestrisni og
hlýju á Geiteyjarströnd bæði í
sumarleyfum og á páskum. Alltaf
fylgdi því mikil tilhlökkun þegar
lagt var í þessar ferðir. Okkur Há-
koni fannst því mikið gleðiefni
þegar við eignuðumst stóra íbúð
miðsvæðis í höfuóborginni og gát-
um að nokkru endurgoldið þær
einstöku móttökur og gestrisni
sem við nutum þar nyrðra.
Tryggvi var einn þessara au-
fúsugesta sem í heimsóknir komu,
og ég tel að ekki verði á nokkurn
hallað þótt ég segi aó engan betri
gest bar að okkar garði en hann.
Hann var einstaklega þægilegur í
allri umgengni. Og ekki fannst
Ingvari Andra frænda hans verra
að hann tók nokkur glímutök við
hann á meðan á dvölinni stóð.
Tryggvi hafði um árabil stund-
aó glímu og keppti í þeirri íþrótta-
grein heima og erlendis. I apríl-
mánuði síðastliðnum keppti hann í
Islandsglímunni 1993 um Grettis-
beltið. Þar náði Tryggvi þriðja
sæti. Þorsteinn Einarsson, fyrrver-
andi íþróttafulltrúi ríkisins, sagði í
blaðagrein, þar sem hann fjallaói
um þessa gímukeppni, að Tryggvi
Héðinsson hefði verið sá glímu-
maður sem mestar framfarir hefði
sýnt frá síðustu Íslandsglímu.
Það var gaman að hitta
Tryggva glaðan og kátan eftir
þessa keppni því hann hafði ekki
náð slíkum árangri í glímukeppni
fyrr. Við sátum og spjölluðum
fram á nótt um framtíð hans, því
hann hafði enn ekki afráðið I
hvaða skóla hann færi næsta vet-
ur.
Um síðustu helgi fórum við
ásamt öðrum úr fjölskyldu okkar
noróur til að samgleðjast Jóhann-
esi Pétri bróður Tryggva, í tilefni
af fermingu hans. En skjótt skip-
ast veður í lofti. Um kvöldió frétt-
ist um lát Tryggva. Eins og hendi
væri veifað tók sorgin öll völd í
sveitinni fallegu.
Aldrei er svo bjart
yfir öðlingsmanni,
að eigi geti syrt
eins sviplega og nú;
og alurei er svo svart
yfir sorgarranni
að eigi geti birt
fyrir eilífa trú.
(M. Joch.)
Vió vitum að núna líður honum
betur, Guð hefur ætlað honum
annað og meira hlutverk, og við
erum þess fullviss að vel verður
tekió á móti Tryggva af Helga
bróður mínum, sem átti afmæli á
dánardegi hans, og öllum hans
nánustu sem famir eru yfir móð-
una miklu.
Systir mín, mágur, Ema, Jói,
Helgi, Einar, Sverrir, Fríða,
mamma og pabbi og allir vinir og
vandamenn, á svona stundum er
Guð okkar besta stoð. Megi minn-
ingin um góðan dreng veróa styrk-
ur í sorg okkar.
Vertu sæll elsku vinur.
Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir
og íjölskylda.
Kveðja frá Glímusambandi
íslands
Sviplegt fráfall Tryggva Héðins-
sonar hefur komið sem reiðarslag
að okkur öllum. Stórt skarð hefur
myndast í hinn vaxandi flokk
ungra manna sem lagt hafa stund
á þjóðaríþrótt okkar á undanföm-
um árum. Tryggvi hóf ungur iðk-
un glímunnar og var þar strax
framarlega í flokki. Hann hafði
unnið til fjölmargra titla og verð-
launa í yngri flokkum og sýndi
jafnan mikla hreysti og dugnað í
keppni.
Tryggvi stefndi alltaf að best-
um árangri í því sem hann tók sér
fyrir hendur enda var hann í
fremstu röð hvarvetna í íþróttum,
námi eða starfi. Það er vissulega
erfitt að sætta sig við að slíkt
mannsefni muni ekki starfa með
okkur framar.
Árió 1989 var Tryggvi Héóins-
son valinn efnilegasti glímumaður
ársins af stjóm GLI. Hann sýndi
það og sannaði að þetta val var
engin tilviljun. Á næstu ámm var
hann, þó komungur væri, kominn
í hóp sterkustu glímumanna lands-
ins. Á síðustu Islandsglímu náði
Tryggvi frábæmm árangri er hann
tryggói sér þriðja sætið eftir harða
úrslitakeppni við öfluga andstæð-
inga og sýndi þar sína bestu
glímu.
Tryggvi var tæplega meðal-
maður á hæó, sterkbyggður og
afrendur að afli. Góðir hæfileikar,
ásamt viljastyrk og ástundun
höfðu skilað honum í röð fremstu
glímumanna landsins. Félagar
hans úr keppni og mörgum utan-
landsferðum á vegum Glímusam-
bandsins munu sakna góðs félaga
sem létti lund manna og gott var
Petrea Jónsdóttir
Fædd 16. október 1904 - Dáin 14. maí 1993
Stundum er sagt að fólk sem lifir allt
frá fyrstu árum aldarinnar til þessa
dags hafi séð svo stórfelldar breyt-
ingar á æviskeiói sínu að það gæti
verið allt aó því þúsund ára gamalt.
Hafi upplifaó slíka byltingu í þjóðlíf-
inu að fátt sem það reyndi í bemsku
og æsku sé með sama hætti á fullorð-
insárum. Samt sem áður eru viss
gildi þau sömu nú og um síðustu
aldamót. Trygglyndi og ást við sína
nánustu og góðvild til manna og mál-
leysingja. Þannig var Petrea Jóns-
dóttir sem aðfaranótt föstudagsins 14.
maí kvaddi þennan heim.
Petrea fæddist í Baldursheimi á
Árskógsströnd við Eyjafjöró hinn 16.
október árið 1904. Foreldrar hennar
voru hjónin Jón Júlíus Jónsson bóndi
og smiður frá Kífsá í Lögmannshlíð,
fæddur 14. júli 1862 og móðir María
Þorsteinsdóttir frá Grund í Þorvalds-
dal fædd 5. nóvember 1869. Þau
María og Jón Júlíus eignuðust sjö
böm, þar af komust fimm til fullorð-
insára. Mikill harmur var kveðinn að
fjölskyldunni þegar hús, sem þau
höfðu nýlega byggt fauk fram af
klettum við Rauðuvík og á sjó fram
með Maríu og fjögur böm. Tvö böm-
in fómst en öðmm tveim og móður
þeirra var bjargað við illan leik. Þetta
hörmungarslys geróist haustið 1900.
Bömin sem fómst hétu Katrín og
Oskar Kató. Tveir drengir sem kom-
ust af voru Valtýr fæddur 1885 og
Jón fæddur 1898.
Sem að líkum lætur markaði þessi
atburður djúp spor í hugum Maríu
Þorsteinsdóttur og Jóns Júlíusar.
Missirinn var sár en þau voru bæði
manndómsfólk sem uppgjöf var fjarri
skapi. Þau reistu sér nýbýlið Vallholt
á Árskógsströnd þar sem þrjú böm
bættust í hópinn, þau Oskar Kató Að-
alsteinn f. 1. nóvember 1901, Petrea
f. 16. október 1904 og Helga f. 1. júlí
1907. Árið 1909 fluttu Jón og María
með bamahópinn sinn að Baldurs-
heimi í Möðruvallasókn um hríð uns
þau fluttu að Stærri-Árskógi á Ár-
skógsströnd. Jón Júlíus var eftirsóttur
og mikilvirkur smiður og því oft
fjarri heimilinu. Það kom því í hlut
Maríu og bamanna að sinna búinu.
Vinna og eljusemi, að láta sér ekki
falla verk úr hendi var svo sjálfsagt
að um slíkt tók ekki að ræða.
í Stærri-Árskógi ólst svo systkina-
hópurinn upp. Systumar þóttu báðar
afburða fríðar stúlkur og því eðlilegt
aó ungir menn í sveitinni litu þær
hýru auga. Það fór líka svo að þegar
Petrea var 18 ára trúlofaðist hún ung-
um myndarmanni, Jóni Kr. Níelssyni
frá Bimunesi og þau giftu sig 17.
nóvember 1923. Ungu hjónin bjuggu
fyrst hjá foreldrum hans, þeim Níelsi
Jónssyni og Kristínu Kristjánsdóttur,
aó Bimunesi og þar fæddist þeim
fyrsta bamið sem hlaut nafnió Elsa.
Mikill harmur var kveðinn að ungu
hjónunum er dóttirin lést, þá á öðru
ári. Til þess að dreifa huga og vinna
sig út úr sárustu sorginni fór Petrea á
sjó með manni sínum, réri með hon-
um heilt sumar.
Þau Petrea og Jón eignuðust eftir
þetta fimm böm: Jón Maríus, Elsu
Kristínu, Maríu, Níels Brimar og Jó-
hönnu Helgu. Jón Maríus er látinn en
hin fjögur á lífi.
Fjölskyldumar í Stærri-Árskógi
og á Bimunesi tengdust enn frekar
þegar Gunnar, yngri bróðir Jóns, og
Helga, yngri systir Petm, giftust.
Þessi tvenn ungu hjón stofnuðu sam-
an nýbýlið Brimnes á Árskógsströnd
þar sem þau byggðu stórt og myndar-
legt íbúðarhús árió 1931. Þeir stund-
uðu jöfnum höndum búskap og út-
geró auk þess sem vinna var sótt ann-
að. Jón var t.d. mörg sumur við neta-
bætingar á Siglufirði og kom þá í hlut
Petm að annast heyskap og að sinna
öðrum búverkum. Bömin uxu úr
grasi og voru foreldrum sínum stoð
og stytta.
Eftir aó hafa búið á Brimnesi í 18
ár fluttu þau Jón og Petrea til Siglu-
fjarðar og síóar til Dalvíkur. Þaðan til
Ákureyrar þar sem þau áttu heima
að hafa með í ferðum. Þó var
meira um vert að Tryggvi var
drengur góður, prúðmenni sem
gaf öðmm gott fordæmi meó
áhuga og dugnaði.
Þeir sem mest hafa starfað inn-
an glímunnar á undanfömum ár-
um hafa kynnst afar vel innbyrðis.
Brotthvarf eins úr hópnum snertir
okkur alla djúpt.
Þegar slíkt gerist að ungur og
efnilegur maður er hrifinn brott á
morgni lífsins eru orð lítils megn-
ug. Iþróttin okkar hefur misst góð-
an liðsmann, góður félagi er horf-
inn. Mestur er þó missir fjöl-
skyldu hans og viljum við stjóm-
armenn Glímusambandsins votta
aðstandendum Tryggva okkar
dýpstu samúð í sorg þeirra.
Stjórn Glímusambands
íslands.
Hver fugl skal þreyta flugið móti sól.
Aðfótskör Guðs, að lambsins dýrðar stól
og setjast loks á silfurbláa tjörn
og syngja fyrir lítil englabörn.
Davíó Stefánsson.
Svo fljótt lauk hinn ungi maður
Tryggvi Héðinsson sínu flugi og
settist á silfúrtjömina fögru, en
hann lést tæpra nítján ára gamall,
sunnudagskvöldið 16. maí. Eftir
glæsilegt flug um stormasama
slóð. Glæstara ungmenni að gáf-
um og gæðum er vandratað á, svo
vel var hann að Guði gerður,
greindur, styrkur, iðinn og vand-
virkur, allra manna hugljúfi. Það
er missir að slíkum manni.
Öll höfum við verkefni að
vinna hér á jörð og til þess ætlaður
mislangur tími. Tryggvi nam mik-
ið á skömmum tíma og tók út sinn
þroska fyrr en margur.
Við sem í kringum hann lifð-
um, minnumst hans með gleói, þar
sem fögur fyrirmynd hans geymist
allt til hinsta dags.
Hvíl þú í friði og gleði frændi.
Föðursystkini og fjölskyldur.
A Hulda Vil-
hjálmsdóttir
Fædd 31. júlí 1932
Okkur var gefinn dagurinn.
Við Hulda vorum dætur systk-
ina, og í nágrenni hvor við aðra
slitum við bamsskónum. í fyllingu
tímans kvöddum viö túnið heima
og héldum til móts vð verkefni
dagsins.
Við urðum mæður og síðan
ömmur. Er dagsins þyt lægði hin
síðari ár hittumst við oftar.
Við gengum saman út og
spjölluðum um lífið og tilveruna.
Návist hennar var góð. Þessar
gönguferðir voru mér ekki síður
síðan. Um það leyti var atvinnuleysi í
bænum og þvi erfitt að sjá stórri fjöl-
skyldu farborða. Jón stundaði í fyrstu
daglaunavinnu en síðar verslunar-
störf. Petrea lá heldur ekki á liði sínu
og til þess að drýgja tekjur heimilis-
ins, byrjaði hún að selja mönnum
fæði. Oft voru tveir til þrír
kostgangarar við matborðið auk
heimafólks. Þessi fíngeróa og fallega
kona var víkingur til vinnu, eldaði og
bakaði og hugsaði um heimilið seint
og snemma.
Þeim Petreu og Jóni búnaðist vel á
Akureyri er frá leið. Ariö 1960 stofn-
aði Jón húsgangaverslunina Kjama í
félagi við góðan vin sinn, Magnús
Sigurjónsson húsgagnabólstrara.
Verslunin blómgaðist og um tíma
unnu þau Petrea og Jón bæði í
Kjama. Við þessi störf nutu eðlis-
kostir hjónanna sín vel. Heiðarleiki
Dáin 19. maí 1993
ávinningur en henni. En þær urðu
of fáar. Lífið bar Huldu beiskan
kaleik, en hún æðraðist ekki.
Nú hefur nóttin breitt vængi
sína yfir hana og veitt henni líkn
frá þraut.
Það var sumarsins bam, sem
kvaddi nú að vori. Eg þakka
Huldu fyrir daginn, sem við áttum
saman, fyrir vináttu hennar og
trygglyndi.
Hún bíður mín ásamt fleirum
og þegar þar að kemur, þá verður
það hún, sem styður mig á göngu-
og góðvild var alls ráðandi ásamt
mikilli reglusemi í hvívetna. Þau
urðu vinsælir húsgagnasalar sem áttu
viðskiptavini um svo til allt Norður-
land. Þessi ár er mér næst aó halda að
hafi veriö þeirra bestu. Petrea og Jón
voru virt og vinsæl, tóku drjúgan þátt
í félagslífinu og nutu þess að blanda
geði við annað fólk. Bamabömin
komu í heiminn og urðu afa og
ömmu mikill gleðigjafi, svo bam-
góðu fólki sem þau vom bæði. Þegar
húsið Grænagata 12 var byggt keyptu
þau þar íbúð. Þessi staður var fyrr-
verandi bónda og konu hans vel að
skapi. Utsýni yfir Eiðsvöll þar sem
grænkaói snemma vors og þar sem
vel hirt blómabeð voru yndisauki
sumarlangt. Þama var gott að koma.
Allt tekur enda, bæði sælt og sárt.
Jón Kr. Níelsson lést árið 1980.
Petrea bjó áfram í Grænugötu 12,
lengst af við góöa heilsu. Hún naut
ástríkis bama sinna og bamabama.
Aldur og mikil vinna allt frá bam-
æsku fóru aó taka sinn toll þegar
komið var á níræðisaldurinn og sl.
haust flutti hún að Dyalarheimilinu
Hlíð á Akureyri þar sem hún naut
góðrar umönnunar síðustu vikur og
mánuði.
Líf fólks er misjafnt að lengd og
gæðum. Petrea Jónsdóttir lifði langan
dag. Hún naut þess að sjá ömmu-
bömin vaxa og dafna og brátt komu
langömmubömin hvert af öðm. Eg er
þess fullviss að um æviskeið Petreu
Jónsdóttur tengdamóður minnar megi
með sanni segja: Það var fagurt
mannlíf.
Sveinn Sæmundsson.