Dagur - 25.05.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 25. maí 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFTKR. 1200ÁMÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Vond þjóðarsátt
Kjarasamningarnir, sem undirritaðir voru sl. föstu-
dag, verða að teljast einstakir í sinni röð. í fyrsta
lagi er ekki gert ráð fyrir að laun hækki um svo mik-
ið sem eina krónu á samningstímabilinu, sem er
eitt og hálft ár. í annan stað er gert ráð fyrir því að
ríkissjóður greiði nær allan þann kostnað, sem af
samningunum hlýst, en hann er talinn nema um
3.500 milljónum króna á samningstímabilinu. Hvort
tveggja er nokkur nýlunda þegar kjarasamningar
eru annars vegar.
Samkomulagið, sem fulltrúar ríkisvalds, atvinnu-
rekenda og flestra stærstu launþegasamtaka lands-
ins, undirrituðu á föstudaginn, er afrakstur langra
og strangra viðræðna. Það ber öll merki þess að
vera gert í tímahraki og raunar er enginn samn-
ingsaðilanna allskostar ánægður með niðurstöðuna.
Það er ofur eðlilegt, því nýju kjarasamningarnir eru
meingallaðir og of dýru verði keyptir, hvernig sem á
þá er litið.
Sem fyrr segir fá launþegar enga beina kaup-
hækkun á samningstímabilinu. Helsti ávinningur
þeirra felst hins vegar í „ríkisstjórnarpakkanum".
Ríkið skuldbindur sig til að lækka matarskattinn
svonefnda úr 24,5% í 14% frá og með næstu ára-
mótum en greiða niður verð á kjöt- og mjólkurvör-
um sem þeirri lækkun nemur, frá og með 1. júní nk.
til áramóta. Að auki skuldbindur ríkissjóður sig til
að leggja tvo milljarða króna til atvinnuskapandi
aðgerða á samningstímabilinu. Flestum er hulin
ráðgáta hvernig ríkisvaldið ætlar að standa straum
af þessum stórauknu útgjöldum. Hallinn á ríkissjóði
er geigvænlegur nú þegar og stefnir í stjarnfræði-
lega upphæð, verði kjarasamningarnir að veruleika.
Á sama tíma lofar ríkisvaldið því samt sem áður að
beita sér fyrir lækkun vaxta og er sú fyrirætlan vit-
anlega dæmd til að mistakast.
Sýnu verst er að sjálfar forsendur kjarasamning-
anna eru mjög hæpnar, svo ekki sé fastar að orði
kveðið. Þannig ganga samningsaðilar út frá því að
aflakvótar á næsta fiskveiðiári verði ekki minni en á
yfirstandandi fiskveiðiári, að verðlag sjávarafurða
verði að meðaltali þremur af hundraði hærra á
þriðja ársfjórðungi 1993 en á þeim fyrsta og loks að
gengi íslensku krónunnar verði innan viðmiðunar-
marka Seðlabanka íslands. Það er ekki aðeins
óraunhæft heldur einnig í hæsta máta óskynsam-
legt að ganga út frá því að sú ofveiði, sem hefur
verið stunduð á íslandsmiðum undanfarin ár, verði
leyfð áfram. Staðreyndin er samt sem áður sú að
rányrkja er ein meginforsenda hinna nýgerðu kjara-
samninga og er það vafalaust einsdæmi í íslands-
sögunni.
Svo sem marka má af framangreindu er hin nýja
þjóðarsátt aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins
afar óhyggileg. í raun er fullkomið ábyrgðarleysi að
„skrifa upp á‘‘ að ríkið taki að sér að borga þann
kostnað sem samingarnir hafa í för með sér. Ríkið -
það er að segja íslenska þjóðin í heild sinni - rís
ekki undir hinum nýju skuldbindingum. Vafalaust
verður þrautalendingin sú að slá fleiri og stærri lán,
innan lands og utan. Þjóðarsátt sem felur slíkt í sér
er í einu orði sagt vond. BB.
Friðrik Sigurðsson:
Talað gegn betri vitund
Ekki nenni ég að fara í þrætubók-
arlist vió Þorgrím Starra Björg-
vinsson, en sé mig þó tilknúinn að
andmæla hluta af samhljóða
greinum hans í Morgunblaðinu
þann 11. maí sl. og Degi þann 14.
maí sl.
Um áraraðir hefur Þorgrímur
Starri haldið á lofti röngum og
órökstuddum fullyrðingum um
meinta skaðsemi Kísiliðjunnar á
lífríki Mývatns. Rannsóknir á líf-
ríki vatnsins hafa staðið yfir árum
saman og kostað hátt í eitt hundr-
að milljónir króna. Þar hefur ekk-
ert komið fram sem styður álit
Þorgríms Starra og skoðanabræðra
hans.
Þegar svo er komið sögu,
bregður Þorgrímur Starri á það
ráð, með dyggum stuðningi sveit-
unga síns, Eysteins Sigurðssonar á
Amarvatni, aó beina spjótum sín-
um að persónu framkvæmdastjóra
Kísiliójunnar. Dylgjur þeirra eru
ekki svaraverðar. Þær lýsa aðeins
rökþroti.
Þeir Þorgrímur Starri og Ey-
Friðrik Sigurðsson.
steinn saka framkvæmdastjóra
Kísiliðjunnar um að ala á sveita-
ríg. Sjálfir hafa þeir í áraraðir
staðið að árásum á starfsemi Kísil-
iðjunnar og allt sem henni tengist
og þannig átt í útistöóum við að
minnsta kosti 40% Mývetninga.
Þeir hafa stefnt lífsafkomu þessa
fólks í voða, sem og möguleikum
Skútustaðahrepps til að veita þá
þjónustu sem honum ber. Hver el-
ur á sveitaríg?
I áðumefndri Morgunblaðs- og
Dagsgrein reynir Þorgrímur Starri
að bera til baka yfirlýsingar sínar í
frægu viðtali við Þjóðviljann árið
1959. Hann segir að ekki hafi sést
önnur eins veiði í Mývatni og
sumarið 1959. Þá er talið að veióst
hafi 47.500 silungar. „Slík tala
hefur ekki sést á blaði síðan Kísil-
iðjan fór að láta að sér kveða,“
segir Þorgrímur Starri í grein
sinni. Þetta er rangt.
Þegar Kísiliðjan hélt upp á 20
ára starfsafmæli sitt árið 1986,
sama ár og þáverandi iðnaðarráð-
herra framlengdi námaleyfi fé-
lagsins til 2001, veiddust 45.826
silungar í Mývatni, eða 96,5% af
veiðinni 1959. Hvers vegna velur
Þorgrímur Starri að geta þess
ekki?
Höfundur er framkvæmdastjóri Kísil-
iðjunnar við Mývatn.
Haukur Þorsteinsson, starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins t.h., afhendir Birgi
Snorrasyni hjá Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. viðurkenningarskjal verk-
efnisstjórnar en fyrirtækið ótti ekki fulltrúa við athöfnina í Reykjavík fyrir
skömmu. Með þeim á myndinni er Ófcigur Marinósson, öryggistrúnaðar-
maður fyrirtækisins. Á innfeiidu myndinni er Reynir Eiríksson, framieiðslu-
stjóri og öryggisvörður hjá íslenskum skinnaiðnaði hf., með viðurkenning-
arskjai fyrirtækisins, sem afhent var af frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta
íslands. Myndir: Robyn.
Viðurkenning fyrir vinnuverndarstarf - í lok vinnuverndarárs:
16 fynrtæki og stofiianir fengu
viðurkermingu verkefiiisstjómar
- tvö akureyrsk fyrirtæki, Kristjánsbakarí og
íslenskur skinnaiðnaður, þar á meðal
Hér á landi voru lok evrópska
vinnuverndarársins mörkuð
með hátíðlegri athöfh, sem hald-
in var í Borgartúni 6 í Reykja-
vík fyrir skömmu. Þar afhenti
forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, 16 fyrirtækjum og
stofnunum viðurkenningu verk-
efnisstjórnar vinnuverndarárs-
ins. Þessir aðilar tóku allir
áskorun si. haust að efna til
átaks til að efla eigið vinnu-
verndarstarf. Fjögur skilyrði
voru sett fyrir þátttöku í þessu
átaki, þ.e. að hafa stefnu í
vinnuverndarmálum, hafa ör-
yggisnefnd, vinna markvisst að
úrbótum og halda skrá yfir
vinnuslys.
Af þeim sem hófu þátttöku,
reyndust 16 fyrirtæki og stofnanir
skara fram úr í ýmsu sem ber vitni
um gott vinnuvemdarstarf. Hjá
sumum þeirra er slysaskráning ná-
kvæmari en hjá öðrum og hún
notuð í fyrirbyggjandi tilgangi.
Hjá nær helmingi aðilanna höfóu
verió gefnar út starfsmannahand-
bækur eða ítarlegar öryggisreglur
sem fylgt er eftir. Nokkrir hafa
reglubundna og víðtæka fræðslu
um öryggismál fyrir stjómendur
og starfsmenn. Nokkrir hafa gert
vinnustaði sína reyklausa og víða
má finna snjallar úrlausnir á
vandamálum sem tengjast aðbún-
aði og öryggi á vinnustöðum og
dæmi um að verulegar úrbætur
hafi verið gerðar.
Sérstaka viðurkenningu verk-
efnisstjómar vinnuvemdarársins
hlaut Iðnskólinn í Reykjavík. Þar
var að ljúka framkvæmd á víð-
tækri áætlun í 24 liðum um úrbæt-
ur í öryggis- og heilbrigðismálum.
Öryggisnefnd og stjómendur skól-
ans hafa sýnt í verki sterkan vilja
til að ná því markmiði að skapa
verðandi iónaðarmönnum starfs-
umhverfi sem telja má til fyrir-
myndar og getur orðið þeim for-
dæmi í framtíðinni. Frú Vigdís
Finnbogadóttir, forseti Islands og
vemdari vinnuvemdarársins, af-
henti Ingvari Ásmundssyni, skóla-
meistara, listaverk eftir Jón Snorra
Sigurðsson, gullsmið, sem vott
hinnar sérstöku viðurkenningar.
Vióurkenningu sem veitt var
fyrir skipulegt starf sem miðar að
því að tryggja öryggi og góðan
aðbúnað innan fyrirtækisins eða
stofnunarinnar, hlutu eftirtaldir
aðilar: Brauðgerð Kr. Jónssonar &
Co. á Akureyri, Fönn hf. í Reykja-
vík, Hraðfrystihúsið hf. Hnífsdal,
Iðntæknistofnun íslands, Islenskur
skinnaiðnaður hf. á Akureyri, ís-
tex hf. í Mosfellsbæ, Kaupfélag
Fáskrúðsfirðinga, Keflavíkurverk-
takar sf. á Keflavíkurflugvelli,
Kennaraháskóli Islands, Mjólkur-
samsalan í Reykjavík, Póstur og
sími, Rafmangsveitur ríkisins, Se-
mentsverksmiðja ríkisins á Akra-
nesi, Vinnslustöðin hf. í Vest-
mannaeyjum og Vífilfell hf. í
Reykjavík.