Dagur - 25.05.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 25. maí 1993
V
„Hvað er einkavæðing?
Hvaða gagn hefur þú af einkavæðingu?“
Fundur um
einkavæðingu
verður haldinn á Hótel KEA í dag, þriðjudaginn
25. maí, og hefst hann kl. 20.00.
Á fundinum verður fjallað um starf og stefnu ríkis-
stjórnarinnar í einkavæðingu. Ræðumenn eru
Hreinn Loftsson formaður einkavæðingarnefndar og
Finnur Sveinbjörnsson skrifstofustjóri í viðiskipta-
ráðuneytinu.
Allir velkomnir.
FRAMKVÆMDANEFND UM EINKAVÆÐINGU.
/
Aukaaðalfundur
Veiðifélags Hörgár og vatnasvæðis hennar verð-
ur haldinn að Melum, laugardaginn 5. júní kl. 14.00.
Aðalmál fundarins:
1. Ný arðskrá.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Bridge - Bridge
Opið Húsavíkurmót
í tvímenningi
í bridge verður laugardaginn 29. maí.
Spilað verður um silfurstig eftir Michell fyrirkomulagi.
Mótið byrjar kl. 10.00. Þátttökugjald kr. 1.800 á
mann. Matur innifalinn.
Skráning hjá Björgvin í s. 96-42076, v.s. 41344,
Svenni s. 96-42026, v.s. 41510.
gjalddagi húsnæðislána
I .iVfA Í I
DRÁTTARVEXTIR
leggjast á lán með lánskjaravísitölu
J - 6,. m u
DRÁTTARVEXTIR
leggjast á lán með byggingarvísitölu
ijíím i
[£] HÚSNÆÐISSTOfNUN RÍKISINS
U LÁNADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REVKJAVÍK • SÍMI91-696900
Fréttir
Heraðssýning kynbótahrossa á Melgerðismelum um helgina:
í heildina mjög góð útkoma
- segir Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur
Röð efstu hesta á Melgerðismel-
um
Einstaklingssýndir stóðhestar
6 vetra og eldri
Óður frá Torfunesi aðaleink. 8,07
Rökkvi frá Álftagerði 8,03
Þytur frá Kúskerpi 8,02
Einstaklingssýndir stóðhestar 5 vetra
Gustur frá Hóli aðaleink. 8,14
Dynjandi frá Þverá Skíðad. 7,90
Vængur frá Akureyri 7,87
Einstaklingssýndir stóðhcstar 4 vetra
Óður frá Brún aóaleink. 7,87
Meili frá Miðdal 7,51
Fleygur frá Selá 7,50
Ungfolar byggingardæmdir
Amor frá Árgerði sköpulag 7,73
Einstakiingssýndar hryssur
6 vetra og eldri
Saga frá Þverá aðaleink. 8,21
Hoffa frá Litla-Dal 8,10
Dögun frá Ytra-Hóli 8,06
Einstaklingssýndar hryssur 5 vetra
Tinna frá Bringu aðaleink. 7,85
Laufa frá Þverá Skíðadal 7,81
Snælda frá Akureyri 7,75
Einstaklingssýndar hryssur 4 vetra
Brynja frá Hrafnsstöðum aóal. 7,74
Heiðdís frá Ytra-Dalsgerði 7,70
Þruma frá Höskuldsstöóum 7,55
Afkvæmi
Fjölnir frá Gili aóaleink. 7,96
Runni frá Heiði 7,84
Tjörfi frá Akueyri 7,83
„í heild var útkoman mjög góð og
segja má að í öllum flokkum hafi
komið fram vel frambærilegir
hestar,“ sagði Kristinn Hugason,
hrossaræktarráðunautur, en hann
ásamt Þorkeli Bjamasyni og Vík-
ingi Gunnarssyni dæmdu um 170
hross af Norðausturlandi um helg-
ina.
Kristinn sagði að á yfirlitssýn-
ingunni á Melgeróismelum um
helgina hafi komið fram nokkrir
einkar eftirminnilegir hestar. í
flokki stóðhesta nefndi hann
Gust frá Hóli (for. Gáski frá
Þessi mynd var tekin tyrir hclgina
og sýnir Þorkel Bjarnason, hrossa-
ræktarráðunaut, að störfum.
Mynd: Robyn
Hofsstöðum og Abba frá Gili), 5
vetra í eigu Ragnars Ingólfssonar
á Hóli í Eyjafjaröarsveit og Óð
frá Torfunesi (for. Ófeigur frá
Flugmýri og Kvika frá Rangá), 6
vetra í eigu Vignis Siguróssonar á
Akureyri. Af hryssum nefndi
Kristinn m.a. Sögu frá Þverá í
Skíðadal (for. Kjarval frá Sauðár-
króki og Nótt frá Leifsstöðum), 6
vetra í eigu Baldvins Ara Guð-
laugssonar á Akureyri. „Utkoman
hjá hryssunum var mjög góð.
Margar þeirra fengu einkunn yfir
átta og fara á fjórðungsmótið á
Vindheimamelum um mánaða-
mótið júní-júlí,“ sagði Kristinn.
„Hins vegar var útkoman hjá
unghryssum dræmari en oft áóur.
Ég er viss um aó það býr töluvert í
sumum hryssunum, en engin
þeirra bar af núna,“ bætti hann
við.
Almennt sagði Kristinn aó
staða hrossaræktar á Norðaustur-
landi væri góð. „Umtalsverður ár-
angur hefur náðst á síðustu árum
og það er greinilegt að menn eru
famir að hafa miklu meiri skilning
á dómkerfínu. A næstu árum
þurfa menn að leggja áherslu á að
grisja meira úr stofninum. Þama
eru mjög góð hross inn á milli, en
aftur á móti er of mikió af hinu.
Kúnstin er sú að nota dómana,
sem eiga að vera afgerandi leið-
beining, til þess að ná umtals-
verðum árangri. Ræktuninni hefur
farió fram, en aftur á móti er of
mikill ásetningur. Hrossin eru
oróin óþarflega mörg. Menn á
þessu svæði hafa alveg efni á að
grisja úr stofninum. Það er til
hagsbóta fyrir alla, líka þá sem
eiga löku hrossin,“ sagði Krist-
inn.
Fyrr í þessum mánuði dæmdu
hrossaræktarráðunautamir hross í
Austur- og Vestur-Húnavatns-
sýslu og sagði Kristinn að þar hafi
útkoman aldrei verið eins góð,
einkum þó í Vestur- Hún. „Þetta
eru bestu sýningar sem þar hafa
verið frá upphafí,“ sagði Kristinn.
Af eftirminnilegum hrossum í
Vestur-Hún. nefndi hann Gust frá
Syðra-Langholti í eigu Halldórs
P. Sigurðssonar á Efri-Þverá. Þá
nefndi hann tvær hryssur frá
Grafarkoti.
Ekki voru allir hestamenn
ánægðir með dóma þremenning-
anna um helgina og tóku stórt upp
í sig. Kristinn segir að auðvitað
sé það alltaf svo að ekki séu allir
jafn ánægðir. „Menn geta hafa
gert sér óraunhæfar vonir og
einnig kemur það til að menn
hafa misjafnan skilning á dóm-
kerfinu. Én ég tel aó skilningur
manna á því hafí aukist og útgáfa
bókarinnar Kynbótadómar og sýn-
ingar markar þáttaskil, því þar
hafa menn aðgang að öllum upp-
lýsingum um dómkerfió," sagði
Kristinn Hugason.
I gær hófust kynbótadómar á
skagfirskum hrossum á Vind-
heimamelum í Skagafirði og sagði
Kristinn að dæmd yrðu á þriðja
hundrað hross. Niðurstaóan ligg-
ur trúlega fyrir nk. föstudag. óþh
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu fundar á Hótel KEA í kvöld:
Tilgangurimi að koma á framfæri
upplýsingum til almennings
- um áform ríkisstjórnarinnar í einkavæðingu ríkisfyrirtækja
Framkvæmdanefnd um einka-
væðingu gengst þessa dagana
fyrir kynningarfundum um
stefnu og störf ríkisstjórnarinn-
ar í einkavæðingu. Fyrsti fund-
urinn var í Borgarnesi í gær-
kvöld en í kvöld verður fundur
nefndarinnar að Hótel KEA á
Akureyri og hefst kl. 20.00.
Hreinn Loftsson, formaður
einkavæðinganefndar, sagði í
samtali við Dag, að tilgangur
fundanna sé að koma á framfæri
upplýsingum til almennings um
einkavæðingaáform ríkisstjómar-
innar og eins að heyra sjónarmið
almennings gagnvart þeim hug-
myndum.
„Okkur hefur fundist að um-
ræðan sé farin að fara um of um
víðan völl í sambandi við þetta
viðfangsefni og ýmsir hópar að
heimfæra alls kyns áhugamál sín
þama undir. Þaó sem þessi ríkis-
stjóm stendur fyrir er hins vegar
mun afmarkaðra og sérstaklega
tilteknir ákveónir þættir.“
Hreinn segir að það sem helst
hafi gerst fyrir tilstilli nefndarinn-
ar, sé sala þeirra ríkisfyrirtækja
sem átt hafi sér stað, m.a. á Jarð-
borunum ríksins, Ferðaskrifstofu
Islands, Prentsmiðjunni Guten-
berg og íslenskri endurtryggingu.
„Að auki hefur nefndin unniö
að undirbúningi frumvarpa og
stefnumörkun á þessu sviði. En
við erum fyrst og fremst að hugsa
um sölu fyrirtækja sem að okkar
mati eru betur komin í höndum
einstaklinga. Það sem einnig hefur
gerst í þessum málum, þó það sé
ekki fyrir tilstiili nefndarinnar, er
m.a. niðurlagning Ríkisskipa og
Alafoss, svo dæmi séu tekin.“
Hreinn segir að önnur mál sem
eru á dagskrá, séu sala Búnaðar-
bankans og þá hafi orðið að lög-
um frumvarp um að breyta Síld-
arverksmiðjum ríkisins og Se-
mentsverksmiðju ríkisins í hluta-
félög og að sá undirbúningur sé í
fullum gangi.
Fundurinn á Hótel KEA í kvöld
er öllum opinn og eru áhugasamir
hvattir til að mæta og hlýða á
sjónarmið nefndarmanna og eins
til aó koma sínum skoðun á fram-
færi. KK
Ferðafélag
Akureyrar
Bæjarbúar athugið
Tímasetning breytist á gönguferðinni „Innbærinn
og fjaran,“ sem er þáttur í Hversdagsleikunum,
miðvikudaginn 26. maí.
Lagt verður af stað frá Dynheimum kl. 20 og áætluð
göngulok kl. 22. Að göngu lokinni verður fólki séð
fyrir fari til baka að Dynheimum.
Óbreytt fyrirkomulag er á gönguferðinni „Oddeyr-
in, hernámsárin og liðnir dagar.“ Brottför frá
skrifstofu félagsins, Strandgötu 23, kl. 17.30 og
áætluð göngulok kl. 19.00.
Ferðanefnd.