Dagur - 25.05.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 25.05.1993, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. maí 1993 - DAGUR - 9 ÍÞRÓTTIR íslandsmótið í knattspyrnu, 2. deild: Blikarnir betri gegn KA Leikur UBK og KA, fallkandíd- ata síðasta árs, fór fram í frem- ur leiðinlegu veðri á Kópavogs- velli á sunnudaginn. Rigningar- úði var í fyrri hálfleik og þétt rigning í þeim síðari. Völlurinn var loðinn og því bæði þungur og háll. Blikarnir voru betri að- ilinn í leiknum og unnu sann- gjarnan sigur með marki Arn- ars Grétarssonar. Fyrri hálfleikur var að mestu í eigu Blikanna og færin flest þeirra. Strax á 2. mínútu lék Amar Grétarsson í gegn, gaf á Hákon Sverrisson, en Haukur varði vel. Á 6. mínútu var Grétar Steindórs- son með boltann eftir vamarmis- tök en skaut yfir og á 25. mínútu skall hurð nærri hælum þegar Willum Þ. Þórsson skallaði í þverslána eftir misheppnað út- hlaup Hauks í marki KA. KA- menn áttu aðeins eitt umtalsvert færi en glæsilegur samleikur þeirra endaói með skoti Þorvalds Sigbjörnssonar en Hajrudin Card- aklija varði í horn. Blikar fengu margar hornspyrnur og eftir eina þeirra, á 35. mínútu, björguðu KA-menn á línu og enn átti Hauk- ur misheppnað úthlaup. Þegar 2 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Arnar Grét- arsson eftir aukaspymu Blika. KA menn höfðu verið í þungri sókn, en dæmið snerist við og Blikar komust í sókn, fengu dæmda aukaspyrnu og upp úr henni skor- aði Amar. Síðari hálfleikur byrjaöi með þrumuskoti Kristófers Sigursteins- sonar sem Haukur varði meistara- lega vel. Jón Þ. Jónsson fékk tvö góð færi til viðbótar fyrir UBK en KA-menn björguðu í bæði skiptin. Blikar vom mun ákveðnari að- ilinn í þessum leik. KA- menn léku vel úti á vellinum en áttu lítil sem engin færi. Þeir spiluðu stífa „rangstöðutaktik" sem gekk að mörgu leyti vel en þó opnaóist vörnin oft illa og sigur UBK var sanngjarn. Besti maður vallarins var Amar Grétarsson en í annars jöfnu liði KA var Ormarr Örlygs- son langbestur. Gylfi Orrason dæmdi leikinn ágætlega og honum til aðstoðar voru Jón Sveinsson og Einar Guðmundsson. HB Mjólkurbikarinn: Athyglisverðir leikir á Norðurlandi Fyrsta umferó Mjólkurbikar- keppninnar í knattspymu fer fram í dag. Á Norðurlandi eru 3 athygl- isveröir leikir. Dalvík og Tinda- stóll leika á Dalvík, Hvöt og Magni á Blönduósi og Völsungur tekur á móti Þrym á Húsavík. All- ir leikimir hefjast kl. 20.00. KA, Leiftur, KS, Neisti og Austri R. sitja hjá. Ormarr Örlygsson var besti maður KA í Ieik þcirra við UBK í Kópavogi. Mynd: KK Heilsuhlaup Krabbameinsfelagsins - er að þessu sinni hluti af dagskrá Hversdagsleikanna Hið árlega heilsuhlaup Krabba- meinsfélagsins verður á Akur- eyri á morgun 26. maí (Grímsey 5. júni). Að þessu sinni verður hlaupið með nokkuð öðru sniði en vant er þar sem það verður hluti af dagskrá Hversdagsleik- anna, sem eins og kunnugt er ber upp á þennan dag. Hlaupið hefst við Dynheima og sem fyrr geta þátttakendur hvort heldur sem er, gengið, skokkað, hlaupið eða hjólað, allt eftir þörfum hvers og eins. Skráning hefst við Dynheima kl. 18.00, léttar upphitunaræfingar og teygjur verða kl. 18.30 og að því búnu hefst hlaupið. Lúðrasveit Akureyrar undir stjóm Atla Guð- laugssonar leikur fyrir þátttakend- ur fyrir hlaupið. Allir sem skrá sig fá merki. Sömu vegalengdir verða í boði og vant er, eða u.þ.b. 4,4 og 2,5 km. Aó hlaupinu loknu gefur Mjólkursamlag KEA öllum Blöndu að drekka. Sigurganga Stuttgart heldur áfram - Bayern og Bremen nú jöfn efst Eftir leiki helgarinnar í þýsku úrvalsdeildinni er spennan í há- marki eftir að Bayern Miinchen tapaði leik sínum gegn Karlsru- he á meðan að Werder Bremen lagði Saarbriicken að velli. Lið- in eru nú jöfn að stigum í topp- sætinu, en Bayern hefur örlítið betra markahlutfall. Það er því ljóst að úrslit deildarinnar ráð- ast ekki fyrr en í síðustu um- ferðinni sem leikin verður 5. júní nk. Leikur Karlsruhe og Bayem Múnchen sem háður var á sunnu- dagskvöldið var geysifjörugur og vel leikinn, sérstaklega af hálfu heimamanna sem skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Fyrstu tvö mörkin gerði Carl á 24. og 34. mín. og síðan bætti Rolff þriðja markinu við á 45. mín. Strax í upphafi síðari hálf- leiks bætti Schútterle, besti maður vallarins, fjórða markinu við fyrir Karlsruhe. Það sem eftir lifði leiksins sóttu leikmenn Bayern án afláts og uppskáru tvö mörk. Þar voru þeir Mazinho á 65. mín. og Zieg á 90. mín. að verki. Stuttgart vann gífurlega mikil- vægan sigur á laugardaginn, þegar liðið fékk Borussia Mönchengl- adbach í heimsókn. Knup náði forystunni strax á 7. mín. og stuttu síóar bætti Gaudino öðru markinu við. Gestirnir voru síður en svo búnir að gefa upp alla von og með góðri baráttu tókst þeim aó jafna leikinn með mörkum þeirra Wyn- hoff og Klinkert. Um miðjan síð- ari hálfleikinn fengu leikmenn Stuttgart dæmda vítaspyrnu, en Buchwald, fyrirliða, brást boga- listin, skaut framhjá. Það var síðan ekki fyrr en á síóustu mínútu leiksins að Dubajic tókst að tryggja heimamönnum sigurinn, með glæislegu skallamarki. Eyj- ólfur Sverrisson lék aðeins síðustu tíu mínútur leiksins, þar sem svo stutt var liðið frá landsleiknum sl. fimmtudag. í athyglisverðum töl- fræðiupplýsingum sem birtar voru á laugardagskvöldið í sjónvarpi, kemur í ljós að harðjaxlinn Eyjólf- ur hefur brotið oftast allra af sér í vetur, 89 sinnum, sex sinnum oft- ar en næsti maður sem er Buchw- ald félagi Eyjólfs hjá Stuttgart. Númberg er í bullandi fall- hættu eftir tap gegn Dortmund á heimavelli 1:2. Eckstein kom heimamönnum yfir með stórglæsi- legu marki á 32. mín. en í síðari hálfleik skoraói landsliósmaóur- inn Sammer tvö mörk fyrir gestina og þar við sat. Frankfurt virtist hafa gert góða ferð til Krefeld, þegar liðið vann stórsigur á Bayer Uerdingen, 2:5. Eftir leikinn kom hins vegar í ljós að þjálfari Frankfurt hafði gert sömu mistök og Daum, þjálfari Stuttgart gcrði á móti Leeds í Evr- ópukeppninni. Hann skipti fjórða útlendingnum inn á og Uerdingen verður því að öllum líkindum dæmdur 2:0 sigur. Þetta er sér- staklega gremjulegt fyrir Yeboah, framherja Frankfurt, sem skoraði fjögur mörk í leiknum og var þar með orðinn markahæstur í deild- inni ásamt Ulf Kirsten. Bochum og Köln gerðu marka- laust jafntefli í leiðinlegum botn- baráttuslag á heimavelli þeirra fyrmefndu. Saarbrúcken er svo gott sem fallið eftir tap á heimavelli gegn Werder Bremen, 0:4. Mörk gest- anna í leiknum skoruðu þeir Kohn með tvö, Neubarth og Herzog. I Hamborg skildu lið heima- manna og Keiserslautem jöfn, 2:2. Fyrir HSV skoruðu þeir Weichert og von Heesen, en fyrir gestina þeir Haber og Zeyer. Scahlke vann góðan sigur á Dynamo Dresden, 2:0, og heldur enn í vonina um Evrópusæti. Rússinn Borodjuk og Múller sáu um að skora mörkin. Yeboah, framherji Frankfurt, hefur vakið mikia athygli í þýsku úrvalsdeild- inni í vetur og er með markahæstu mönnum þó hann verði að öllum líkind- um af mörkunum 4 sem hann skoraði á móti Uerdingen. Halldór Arinbjarnarson Leikir sumarsins - 1. og 2. deild karla -1. deild kvenna 1. deild karla 27. maíkl. 20.00 5. júní kl. 16.00 9. júní kl. 20.00 20. júní kl. 20.00 24. júníkl. 20.00 I. júlí kl 20.00 14. júlí kl. 20.00 22. júll kl. 20.00 29. júlí kl. 20.00 8. ágúst kl. 19.00 12. ágúst kl. 19.00 19. ágústkl. 18.30 22. ágúst kl. 18.30 4. sept. kl. 14.00 II. sept kl. 14.00 18. scpt. kl 14.00 25. sept.kl. 14.00 1. deild kvenna 29. maí kl. 14.00 5. júní kl. 14.00 19. júní kl 14.00 23 júní kl. 20.00 26 júní kl. 14.00 10. júlí kl. 14.00 13. júlíkl. 20.00 24. júlí Id. 14.00 11. ágúst kl. 19.00 15. ágúst kl. 14.00 25. ágúst kl. 18.30 5. sept. kl. 14.00 12. sept. kl. 14.00 2. deild karla 28. maí kl. 20.00 29. maí kl. 14.00 29. maí kl 14.00 4. júní kl. 20.00 4. júní kl. 20.00 12. júníkl. 14.00 12. júní kl. 14.00 18. júní kl. 20.00 18. júní kl. 20.00 18. júní kl. 20.00 25. júní kl. 20.00 25. júníkl. 20.00 26. júníkl. 14.00 30. júní kl. 20.00 30. júní kl. 20.00 4. júlí kl. 20.00 4.JÚII kl. 20.00 4. júlí kl. 20.00 14. júlí Id. 20.00 14. júlí kl. 20.00 14. júlí kl. 20.00 22. júlíkl. 20.00 22. júli kl. 20.00 23. júlíkl 20.00 28. júlíkl 20.00 28. júlí kl. 20.00 28. júlí kl. 20.00 lOágústkl. 19.00 10. ágúst kl. 19.00 13. ágúst kl. 19.00 14. ágústkl. 14.00 20. ágúst kl. 18.30 20. ágúst kl. 18.30 21. ágúst kl. 14.00 28. ágústkl. 14.00 28. ágústkl. 14.00 28. ágúst kl. 14.00 4. sept. kl. 14.00 5. sept kl. 14.00 11. sepk kl. 14.00 U.septkl. 14.00 12. scpt kl. 14.00 18. sept. kl. 14.00 18. sept. kl. 14.00 18. septkl. 14.00 Fram-Þór Þór-ÍA Víkingur-Þór Þór-Fylkir ÍBV-Þór Þór-ÍBK Valur-Þór Þór-FH Þór-KR Þór-Fram ÍA-Þór Þór-Víkingur Fylkir-Þór Þór-ÍBV ÍBK-Þór Þór-Valur FH-Þór Valur-ÍBA ÍBA-ÍA ÍBA-Stjarnan KR-ÍBA ÍBA-ÍBV UBK-ÍBA Þróttur N.-ÍBA ÍBA-Valur ÍA-ÍBA Stjarnan-ÍBA ÍBA-KR ÍBV-ÍBA UBK-ÍBA KA-Sjarnan Leiftur-BÍ Þróttur N. Tindastóll BÍ-KA Tindastóll Leiftur KA-Tindastóll Iæiflur-ÍR ÍR-KA Tindastóll Grindavík Þróttur N. Leiftur UBK-Tindastóll KA-Þróttur N. Þróttur R. Leiflur Tindastóll Stjaman Uiftur-KA Grindavík Leiffur Þróttur R.-KA BÍ-Tindastóll Tindastóll Þróttur R. KA-Grindavík Lciflur-UBK Leiflur-Stjaman ÍR-Tindastóll KA-UBK Stjarnan-KA Bl-Leiflur Tindastóll Þróttur N. KA-BÍ Leiflur Tindastóll Tindastóll-KA ÍR-Lciftur Grindavík Tindastóll KA-ÍR Uiftur Þróttur N. Leiftur Þróttur R. Tlndastóll-UBK Þróttur N.-KA Stjarnan Tlndastóll KA-Lciflur KA-Þróttur R. Tindastóll-BÍ Leíftur Grindavik Þróttur R. Tindastóll Grindavík-KA UBK-Leiftur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.