Dagur - 25.05.1993, Blaðsíða 7
íslandsmótið íknattspyrnu 1. deild:
KR-íngar erfiðir heim að sækja
- Þórsarar máttu sætta sig við tap í fyrsta leik
ÍR-ingar sóttu Tindastól heim á
Sauðárkrók í fyrstu umferð 2.
deildar Islandsmótsins í knatt-
spyrnu sl. laugardag. Leikurinn
fór fram í ágætis veðri en
Það var sannkölluð hátíðar-
stemmning á KR-vellinum sl.
sunnudagskvöld þegar Þórsarar
sóttu þá heim. Þeir höfðu ný-
lega tekið í notkun glæsilega
stúku og hér eftir verður KR-
völlurinn sannkölluð ljónagrifja
því stúkan var þéttsetin og mikil
stemmning. Leikurinn var
mjög skemmtilegur, kraftmikill
og fjörugur og lofar svo sann-
arlega góðu varðandi fram-
haldið í sumar.
KR-ingar komu mun ákveðnari
til leiks og á 5. mínútu skoraði
Omar Bentsen eftir aukaspymu.
Boltinn fór hátt í loft^ innan vió
teiginn og barst til Ómars sem
náði að teygja sig fram og skora
undir Lárus í markinu. Lárus Orri
átti næsta færi í leiknum fyrir Þór
er hann skaut framhjá, dauðafrír,
einn í vítateignum utarlega. A 15.
mínútu bjargaði Lárus meö út-
hlaupi og skömmu fyrir leikhlé
fékk Ásmundur Arnarsson gott
færi fyrir Þór sem hann náði ekki
aö nýta.
Þórsarar voru miklu betri en
KR-ingar fyrstu 20. mínútumar í
síðari hálfleik. Þeir mættu mjög
grimmir og Hlynur Birgisson,
besti maður Þórs, lék einn í gegn
en Ólafur Gottskálksson bjargaði
glæsilega. Hann greip aftur inn í
á 57. mínútu eftir glæsilegan
samleik Þórsara og hirti boltann af
tám Hlyns og enn bjargaói hann
glæsilega í hom á 61. mínútu eftir
góðan skalla Júlíusar Tryggvason-
ar. Þetta var lang hættulegasta
færi Þórsara í leiknum.
Annað markið kom á 71. mín-
útu eftir homspymu KR-inga.
Boltinn fór yfir 3 Þórsara sem allir
stukku upp en misstu boltann yfir
sig. Aftan við þá var Tómas Ingi
einn og óvaldaður og renndi bolt-
anum í netið. Næst bar það til tíð-
inda að Birgir Karlsson Þórsari
fékk að líta rauða spjaldið á 78.
mínútu eftir samskipti við einn
KR-ing og var það mjög rökréttur
dómur. Litlu mátti muna að KR-
ingar bættu 3. markinu við þegar
2 mínútur voru komnar fram yfir
venjulegan leiktíma. Þrír KR-ing-
ar komust innfyrir en Lárus varöi
stórglæsilega. Bestu menn vallar-
ins voru Olafur Gottskálksson og
Þormóður Egilsson hjá KR en
Hlynur Birgisson hjá Þór. Guð-
mundur Stefán Maríusson dæmdi
leikinn vel og honum til aðstoðar
voru Kristján Guðmundsson og
Gísli Guðmundsson.
Leikurinn lofaði góðu. Liðin
voru bæði mjög ákveðin, leikinn
var hraður bolti og kraftmikill, lít-
ið var um opin færi en leikmenn
tóku vel á. Ljóst er að KR-ingar
verða ekki auðveldir heim að
sækja í sumar með þessu áfram-
haldi. HB
Lið KR: Ólafur Gottskálksson, Óskar
Þorvaldsson, Izudin Dervich, Þormóður
Egilsson, Atli Eðvaldsson, Sigurður
Ómarsson (48. mín.), Rúnar Kistisson,
Gunnar Skúlason, Einar Þór Daníelsson,
Óniar Bntsen, Tómas Ingi Tómasson og
Steinar Ingimundarson.
Lið Þórs: Lárus Sigurðsson, Öm V. Am-
arson, Birgir Þ. Karlsson, Láms Orri
Sigurósson, Asmundur Amarsson,
Sveinn Pálsson, Heiðntar Felixson,
Júlíus Tryggvason, Páll Gíslason, Þórir
Askelsson, Gísli Gunnarsson (50. mín.)
og Hlynur Birgisson.
Fyrrum Leiftursmaðurinn Steinar Ingimundarson er hcr í harðri baráttu við Þórsarann Pál Gíslason í leiknum á
sunnudagskvöld. Það voru Steinar og félagar sem höfðu bctur og verða án efa sterkir í sumar. Mymt kk
Sverrir Sverrisson skoraði 3. mark Tindastóls í stórsigri þcirra á ÍR
íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild:
Leiftursmenn í óstuði
- náðu sér ekki á strik gegn Stjörnunni
Leiftur frá Ólafsfirði náði sér
ekki á strik í 1. leik sínum á
þessu íslandsmóti. Liðið hélt til
Garðabæjar og lék þar við
heimamenn í Stjörnunni. Garð-
bæingar höfðu undirtökin
lengst af og það var aðeins á 20
mínútna kafla í síðari hálfleik
sem Leiftursmenn sýndu sitt
rétta andlit en náðu þó ekki að
koma boltanum í netið. Stjarn-
an sigraði í leiknum, 2:0 og
Heiðmar lék sinn fyrsta
leik fyrir meistaraflokk
Heiðmar Felixson lék sinn
fyrsta leik fyrir meistaraflokk
og jafnframt sinn fyrsta leik í 1.
deild, á sunnudaginn þegar
Þórsarar töpuðu fyrir KR.
Hann þykir mjög efnilegur
íþróttamaður og var einnig í eld-
línunni í handboltanum með Þór í
vetur. Hann er enn í 3. flokki og á
því svo sannarlega framtíðina fyr-
ir sér. I leiknum á sunnudaginn
þótti hann standa fyllilega fyrir
sínu á miðjunni og gaf hvergi eft-
ir í baráttunni við lióið sem spáð
er titlinum af mörgum.
Heiðmar Felixson
voru bæði mörkin skoruð í fyrri
hálfleik.
Fyrri hálfleikur var sérlega
slakur hjá Olafsfirðingum. Eyja-
maóurinn fyrrverandi, Leifur Geir
Hafsteinsson, sem gekk til liós
við Stömuna í vetur, reyndist
Garðbæingum mikilvægur í sínum
fyrsta leik. Hann skoraði bæði
mörk þeirra, hið fyrra á 29. mín-
útu og hið síðara á 31. mínútu.
Leiftursmenn mættu mun
grimmari til síðari hálfleiks og
sýndu þá á köflum ágætis spil.
Sóknaraðgerðir þeirra báru þó
ekki tilætlaðan árangur og virtist
þetta mótlæti fara illa í liðið. í
síðasta hluta leiksins gerðist fátt
markvert, en Gunnar Már Másson
var þó nærri búinn að jafna undir
lokin þegar hann átti skot í stöng.
Pétur H. Marteinsson var í banni í
leiknum og í raun var liðið að
koma saman í fyrsta sinn þar sem
Gunnar Már er nýkominn til
landsins.
íslandsmótið í knattspyrnu, 2. deild:
nokkrum strekkingi þó, sem
setti visst strik í reikninginn.
Tindastóll byrjaði betur og
skoruðu reyndar fyrsta markið eft-
ir aóeins 3 mínútur og var þar að
verki Stefán Pétursson sem fékk
boltann eftir innkast og skoraði af
miklu harðfylgi. Við þetta hresst-
ust IR-ingar nokkuð og sóttu
grimmt en Gísli Sigurðsson í
marki Tindastóls sá til þess að
boltinn lenti ekki í netinu, leikur-
inn jafnaðist aftur og stuttu fyrir
lok fyrri hálfleiks skoraði Þórður
Gíslason fyrir Tindastól 2:0 og
þannig var staðan í hálfleik.
Seinni hálfleikur var nokkuð
jafn framan af og áttu bæði lið sín
færi sem illa gekk að nýta en
Sverrir Sverrisson bætti þriðja
marki Tindastóls vió á 17. mín.
eftir góða sendingu frá Tryggva
Tryggvasyni. Stuttu síðar urðu
þeir Sverrir og Tryggvi að yfir-
gefa völlinn vegna meiðsla og inn
á komu þeir Ingi Þór Rúnarsson
og Bjöm Sigtryggsson. Áfram
börðust IR-ingar en óheppnin elti
þá og Gísli lokaði markinu, loks
innsiglaði Þórður Gíslason sigur
heimamanna eftir klaufaleg mis-
tök í vöm ÍR-inga og Tindastóll
sigraði því 4:0. Besti maður vall-
arins var án efa Gísli Sigurðsson
markvörður Tindastóls en hann
varði eins og ljón þegar vömin
sofnaði á verðinum.
Pétur Pétursson þjálfari Tinda-
stóls sagði eftir leikinn að hann
væri ánægður með sína menn því
alltaf væri erfitt að leika fyrsta
heimaleikinn, þó liðið gæti vissu-
lega leikið betur þá var hann
ánægður.
Dómari var: Marinó Þorsteins-
son og línuverðir þeir Ámi Arason
og Rúnar Steingrímsson og áttu
þeir ágætan leik.
Glæsileg byijun Stólanna
- sigruðu ÍR 4:0