Dagur - 25.05.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 25.05.1993, Blaðsíða 16
Norðurland vestra: Atvinnuástand fer batnandi - atvinnuleysi 1 apríi sl. 2% minna en í sama mánuði í fyrra í aprílmánuði sl. var meðalfjöldi atvinnulausra á Norðurlandi vestra 222, eða um 4,3% af áætluðum mannafla á svæðinu, samkvæmt yfirliti frá Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins. Atvinnuástandið hélt áfram að batna á nær öllu Norðurlandi vestra en atvinnuleysi minnkaði um 7,6% frá því í mars. Atvinnu- leysi í apríl sl. var jafnframt 2% minna en í sama mánuöi í fyrra. Þetta er eina svæðið sem var með minna atvinnuleysi nú heldur en í apríl í fyrra en atvinnuleysió var þá 4,4%. Atvinnuleysið dreif- ist nokkuð jafnt um svæðió. At- vinnuleysi minnkaði um 22% á Blönduósi, þar sem það var mest í mars. Um 20% atvinnulausra á svæð- inu voru skráðir á Blönduósi, 20% á Sauðárkróki, 17% á Siglufirði og 15% á Hvammstanga. Á Blönduósi og Sauðárkróki voru 44 skráðir atvinnulausir, 38 á Siglu- firði, 33 á Hvammstanga, 19 á Skagaströnd og 15 í Lýtingsstaða- hreppi. KK SigluQarðarvegur: Bjöm ívarsson lægstur Landsbankahlaupið fór fram víða um land sl. laugardag. Þátttaka var svipuð og á síðasta ári, en um 5000 krakkar sprettu úr spori að þessu sinni. Hér er verið að ræsa keppendur á Akureyri en greint verður frá úrslitum hlaupsins í vikunni. Mynd: Robyn Göngumennirnir á Grænlandsjökli: Koninir yflrjökulinn og stefna til byggða í kvöld - 600 km „labbitúr" á tæpum mánuði I gær voru opnuð tilboð í þrjú verk hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki. I öllum tilfellum voru lægstu tilboð langt undir kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar. í fyrsta lagi voru opnuð tilboð í 8,1 km vegarkafla á Siglufjarðar- vegi, frá Hlíðarenda að Gröf. Björn Ivarsson, Hofsósi, átti lægsta tilboðið, 19,8 milljónir, 56,2% af kostnaðaráætlun. Næstlægsta tilboðió átti Fjöröur á Sauðárkróki, 20,8 milljónir, 59,2% af kostnaðaráætlun og þriðja lægsta tilboðið áttu Vinnu- Klæðning í Garðabæ átti lægsta tilboðið í lagningu 6,5 km kafla á Norðurlandsvegi milli Skútu- staða og Helluvaðs í Mývatns- sveit. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var rétt rúmar 52 milljónir króna, en tilboð Klæðningar Vegagerðin: Samið við Guðmund Hjálmarsson Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki hefur samið við Guðmund Hjálmarsson á Akureyri á grundvelli tilboða hans í annars vegar Hólaveg og hins vegar ræsi í Grjótá á Öxnadalsheiði. Guðmundur átti lægstu tilboðin í bæði þessi verk. I Hólaveg bauð hann 12,67 milljónir, 66% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, og í ræsisgerð á Óxnadalsheiði bauð Guðmundur 1,43 milljónir króna, 72,5% af kostnaðaráætlun óþh © VEÐRIÐ í dag verður hitastig 10-15 stig til landsins en 3-7 stig við sjávarsíðuna. Hæg- viðri og gola verður um allt Norðurland, þokuloft við ströndina en bjartviðri til landsins. vélar Gunnars Agústssonar á Sauðárkróki, 21,5 milljónir króna, 61,1%. Verkinu skal lokið l.júlí nk. I öðru lagi voru opnuð tilboö í styrkingu Blöndudalsvegar, 1,3 km. Lægsta tilboðið átti Steypu- stöð Blönduóss, 641 þúsund kr, 53% af kostnaðaráætlun. Verkinu skal lokið 1. ágúst nk. I þriðja lagi voru opnuð tilboð í malarslitlög á Norðurlandi vestra, samtals lengd vegarkafla 22 km. Uppfylling í Garðabæ átti lægsta tilboðið, 2 milljónir króna, 64,5% af kostnaðaráætlun. Verkinu skal lokiö 15. júlí nk. óþh hljóðaði upp á 29,86 milljónir króna, eða 57% af kostnaðaráætl- un. Næst lægsta tilboðió var frá Uppfyllingu í Garðabæ, 30,84 milljónir, 59,3% af kostnaóaráætl- un og þriðja lægsta tilboðið var frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða á Selfossi, 35,50 milljónir króna, 68% af kostnaðaráætlun. Öll þau tólf tilboð sem bárust voru undir kostnaóaráætlun Vegagerð- arinnar. Um er að ræða um 62 rúm- metra fyllingar, um 32 þúsund rúmmetra í neóra buróarlag og tæplega 9 þúsund rúmmetra fláa- fleyga. Verkinu skal lokið l.sept- ember nk. óþh Skíðagöngugarparnir á Græn- landsjökli komu niður af jöklin- um síðastliðið sunnudagskvöld, þ.e.a.s. ef áætlun þeirra frá laugardeginum hefur staðist. Að sögn Sigurðar Aðalsteinssonar er um tveggja sólarhringa gang- ur frá jökulbrúninni til byggða í Syðri-Straumfirði og þremenn- ingarnir gætu því komist í höfn í kvöld. „Þetta er um 40 kílómetra leió og þama er enginn snjór og þeir eru með gríðarmikinn farangur. Eftir því sem ég best veit eru þeir ágætlega á sig komnir og allt í stakasta lagi. Förin niður jökulinn virðist hafa gengió mjög vel og þeir hafa unnið upp tafimar í byrj- un og gott betur,“ sagði Sigurður, sem hefur verió tengiliður þrc- menninganna við fjölmiðlaheim- inn. Ingþór Bjamason, sálfræðingur á Ákureyri og reyndur skíðagöngumaður, og feðgamir Ólafur Öm Haraldsson og Harald- ur Öm Ólafsson, sem eru kunnir jöklafarar, munu síðan fara til Nu- uk, vinabæjar Reykjavíkur, meö skjal frá borgarstjóranum í Reykjavík. Þremenningamir lögðu upp frá þorpinu Isertoq, sem er skammt frá Ammasalik á austurströnd Grænlands, þriðjudaginn 27. apríl. Þeir gengu á skíðum með sleða í eftirdragi upp Grænlandsjökul og Meðalfjöldi atvinnulausra á Norðurlandi eystra í apríl sl. var 768, eða um 6,4% af áætluð- um mannafla á svæðinu, sam- kvæmt yfirliti frá Vinnumála- komust hæst í um 2700 metra hæð. Slæmt veður setti mark sitt á ferðina framan af svo og óslétt færi en seinni hluta leiðarinnar fóru þeir hratt yfir. Nú mánuði síðar hafa þeir lagt að baki um 600 km leió yfir jökulinn, sem þýóir 20 km á dag, en þeir áætl- uðu einmitt að vera 30 daga á leiðinni svo dæmið hefur gengið upp og vel það. SS skrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins. Atvinnuástand á Norðurlandi eystra batnaði um tæp 2% frá því í mars en að meðaltali fækkaði at- vinnulausum um 11 í mánuðinum. Atvinnuleysi hefur farið minnk- andi víðast hvar nema á Húsavík, þar sem fjölgaði um 30 að meóal- tali. Atvinnuleysi minnkaði mest á Akureyri en atvinnulausum fækk- aði um 61 að meðaltali eða um 11 % og voru 482 í síðasta mán- uði. Þá varð um 31% fækkun á Þórshöfn en þar voru 15 á skrá. I Ólafsfirði voru 20 á atvinnuleysis- skrá í apríl, 18 á Dalvík, 164 á Húsavík, 33 í Eyjafjarðarsveit, 3 í Hrísey, 9 í Árskógshreppi, 7 í Öx- arfjarðarhreppi, 12 á Raufarhöfn og 5 í Grýtubakkahreppi. Hlutur Akureyrar lætur nærri að vera um 66% alls atvinnuleysis á svæðinu. Hlutdeild Húsavíkur var um 22% af atvinnuleysi svæð- isins. Atvinnuleysi á svæðinu var um 55% meira en í sama mánuði í fyrra. KK Sigluprður: Sýslumaður í Sýslumanninum í Siglufirði hefur verið vikið tímabundið úr starfi vegna gruns um aðild á smygli á reiðtygjum á nafni eiginkonu hans sem flutt voru til landsins í hestakerru á nafni viðtakanda í Reykjavík. Sendandi kerrunnar er Norð- lendingur búsettur í Þýska- landi. Sýslumaður hefur þegar verið yfirheyrður vegna máls- ins en Halldór Þ. Jónsson, sýslumaður á Sauðárkróki, hefur verið settur til að gegna starfi sýslumanns í Siglufirði um tíma jafnframt starfinu á Sauðárkróki. Fyrr í vikunni fóru fulltrúar frá dómsmálaráðuneytinu ásamt tollayfirvöldum til Siglufjarðar vegna þessa máls og auk þess hefur Ríkisendurskoðun tekið fjármál sýslumannsembættisins til skoðunar. Kerrunni var skip- að upp í Reykjavík og hún hengd aftan í bíl og ekið til Siglufjaróar. Skráður móttak- andi kerrunnar í Reykjavík var sonur sendandans og segir hann aó láðst hafi að geta þess á fylgiskjölum að í kerrunni væru reiðtygi framlcidd í Póllandi fyrir föður hans en síðan hafi hann sent reiðtygin til íslands á nafni eiginkonu sýslumannsins en í kerru á öðru nafni. Jafn- framt upplýsti sonur sendandans að eiginkona sýslumannsins hafi einnig verið kaupandi að kerr- unni. GG Skútustaðir-Helluvað: Klæðning með lægsta boð Atvinnuleysi í april sl. á Norðurlandi eystra: Var um 55% meira en í sama mánuði í fyrra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.