Dagur - 28.05.1993, Síða 4

Dagur - 28.05.1993, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 28. maí 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRIÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Almenn óánægja með nýgerða kjarasamninga Afspyrnuléleg þátttaka almennra félagsmanna í verkalýðsfélögum um land allt í atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga hefur vakið verðskuld- aða athygli. Um og innan við 10% atkvæðisbærra launþega hafa séð ástæðu til að segja álit sitt á samningunum en yfirgnæfandi meirihluti hefur kosið að leiða atkvæðagreiðsluna hjá sér. Þátttaka í atkvæðagreiðslu sem þessari hefur líklega aldrei verið minni í gervallri sögu verkalýðshreyfingarinn- ar. Sem dæmi má nefna að í stærsta verkalýðsfé- laginu á Norðurlandi, Einingu í Eyjafirði, greiddu einungis 180 af um 3.700 félagsmönnum atkvæði. Það er um 5% þátttaka. í Verkalýðsfélagi Austur- Húnvetninga eru tæplega 300 félagsmenn en ein- ungis 9 tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Þar af samþykktu 5 manns samninginn, tveir voru á móti og tveir skiluðu auðu. Með öðrum orðum sam- þykktu tæplega 2% félagsmanna nýgerða kjara- samninga en það nægir til þess að þeir öðlist gildi! Hin mjög svo takmarkaða kosningaþátttaka tal- ar sínu máli um hve launþegar eru almennt óánægðir með nýgerða kjarasamninga. Jafnframt er þó ljóst að þeir treysta sér ekki til að fella samn- ingana og efna þar með til ófriðar á vinnumarkað- inum. Sú afstaða er skiljanleg í ljósi ríkjandi að- stæðna í þjóðfélaginu. í blaðinu í gær er haft eftir Valdimar Guðmanns- syni, formanni Verkalýðsfélags Austur-Húnvetn- inga, að hið eina jákvæða, sem fólk sjái við ný- gerða kjarasamninga, sé það samningsákvæði að hægt verði að segja þeim upp í haust! Valdimar lætur jafnframt í ljós áhyggjur af því hvernig ríkis- valdið ætlar að fjármagna sinn hlut samninganna. „Fólk óttast að ríkið fari bara í hinn vasann og taki peningana með öðrum hætti af fólki,“ segir Valdi- mar Guðmannsson. Áhyggjur hans og annarra vegna þessa eru ekki ástæðulausar. Talið er að kostnaður ríkissjóðs vegna nýgerðra kjarasamn- inga nemi að minnsta kosti 3.500 milljónum króna á samningstímabilinu. Það er einfaldlega allt of mikið, með hliðsjón af því hve staða ríkissjóðs var afleit fyrir. Hvaðan ætlar ríkisvaldið að taka peninga til að borga það sem atvinnulífið treysti sér ekki til að borga? Þeirri spurningu er ósvarað ennþá en í raun er einungis um þrjár leiðir að velja. í fyrsta lagi getur ríkisstjórnin gripið til stórfellds niðurskurðar á öllum sviðum, í öðru lagi getur hún hækkað skatta og í þriðja lagi getur hún slegið lán. Stór- felldur niðurskurður ríkisútgjalda við núverandi aðstæður væri mjög óheppilegur og bryti í bága við þá yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að hún hygg- ist beita sér til þess að efla atvinnulífið. Ef ríkis- stjórnin grípur til skattahækkana er hún að gera nákvæmlega það sem formaður Verkalýðsfélags Austur-Húnvetninga óttast að hún muni gera: „að fara í hinn vasann og taka peningana af fólki með öðrum hætti". Sú leið að taka ný lán til að borga reikninginn kemur alls ekki til greina, því ríkissjóð- ur er nú þegar á ystu nöf hvað skuldsetningu varðar. Forsætisráðherra þarf að svara þeirri spurningu afdráttarlaust fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar hvernig hann hyggst fjármagna hlut ríkis- ins í nýgerðum kjarasamningum; samningunum sem enginn er ánægður með. BB. Haukur Hauksson: Er verið að gera grín að okkur? - Hugleiðingar um gengisfellingu og grátkór Það er margt sem vekur furðu hins venjulega manns, sem reynir að fylgjast með fréttum og því sem stjómmálamenn og atvinnurek- endur matreiða ofan í okkur, sem erum minni spámenn í þessu þjóðfélagi. Gott dæmi um slíkt er 6% gengisfelling seint á síðasta ári. Til hvers var hún og fyrir hverja? Hver bað stjómvöld um gengis- fellingu? Voru það ekki atvinnu- rekendur og aðrir forsvarsmenn fyrirtækja í útflutningi? Ekki man ég betur en aö framkvæmdastjóri Utgerðarfélags Akureyringa hafi, á síðustu misserum fyrir áður- nefnda gengisfellingu, komið fram í fjölmiðlum og kvartað sár- an yfir rangt skráðu gengi. A svipuóum tíma notaði formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna hvert tækifæri sem gafst til að predika um nauðsyn þess að fella gengið. Svo var reyndar um fleiri og fleiri. Ekki hafói ég þá ástæðu til að efast um réttmæti þessa áróðurs. En nú stendur mað- ur ráðvilltur og steinhissa yfir því nýjasta. í frétt Dags frá aðalfundi Út- gerðarfélags Akureyringa þann 1. maí síðastliðinn stendur orðrétt: „Gengisfellingin undir lok síð- asta árs fór illa með Ú.A. eins og önnur sjávarútvegsfyrirtæki. Gengistapið varð 142 milljónir króna á móti 17,5 milljóna geng- ishagnaði árið 1991.“ Foreldrar og annað fullorðið fólk: Kaupið þið vín fyrir böm og unglinga? trúa að svo sé. Við neitum að trúa því að nokkurt foreldri vilji í raun og veru aó barn þess drekki áfengi. Við mælumst til þess að for- eldrar bama og unglinga staldri við og hugsi sinn gang. Það hlýtur öllum að vera ljóst að áfengi veldur þeim mun meiri skaða eftir því sem einstaklingurinn er yngri þegar neysla hefst. Það er einnig staðreynd að því fyrr sem einstak- lingur byrjar aó neyta áfengis, aukast líkumar á því að hann verði áfengissjúklingur. Því spyrj- um við: Foreldrar, gerið þið ykk- ur grein fyrir þeirri miklu ábyrgö sem þið takið á ykkur þegar þið kaupió áfengi fyri böm ykkar? Við vonum að enginn kaupi áfengi fyrir ungmenni til að afla sér vinsælda. Vonandi kaupir heldur enginn áfengi fyrir bam sitt til aö lækna samviskubit vegna þess að viðkomandi hefur ekki haft nægan tíma til að sinna bami sínu. Vonandi kaupir heldur enginn áfengi fyrir ungmenni í þeim tilgangi að hagnast á „við- skiptunum“. Við viljum beina þeim tilmæl- um til lögreglunnar að hún hafi eftirlit meó áfengiskaupum ung- linga við lögboðinn sölustað slíkra vímuefna. Slíku eftirliti þarf lögreglan að sinna öðru hverju allan ársins hring, en ekki síst fyrir helgi eins og þá sem nú er að ganga í garð, þ.e. þegar ungling- arnir fagna skólaslitum grunnskól- ans. Foreldrar! Tökum höndum saman því samstaða er okkar styrkur. Sýnum í verki ást okkar og umhyggju fyrir bömum okkar. Kaupum ekki vín fyrir þau! Mun- um líka að bjór er áfengi! Ahyggjufullir foreldrar. Nú er grunnskólum að ljúka og má því búast við mikilli ölvun meðal ungmenna - eða sú var alla- vega raunin þegar samræmdum prófum lauk í vor. Að gefnu tilefni spyrjum við: Hvar er dómgreind fullorðins fólks, sem telur það í lagi að kaupa áfengi fyrir böm og ung- linga? Fólk segir ef til vill sér til málsbóta: „Eg vil heldur kaupa sjálf/ur áfengið sem mitt bam drekkur en að þaó sé að drekka eitthvað og eitthvað niðri í bæ.“ En hvað er fólk að segja með þessu? Jú, hreinlega að það hafi gefist upp og því sé alveg sama þótt bamið þess drekki áfengi. Vilja foreldrar baminu sínu ekki betur en svo? Við viljum ekki Utúrdrukkinn unglingur á víðavangi. Ætli mamma eða pabbi hafi keypt áfcngið sem hann drakk svo ótæpilega? Myndin er tekin um verslunar- mannahelgi árið 1989. Mynd: KL LaáarveltenS^r^ I - hlutahafar voru u«ón króna A heildarhlutafe 531 mi J EignKtaðaoa«««• ■ , ..lium árió iíur- Afsk ft 1 stctk Bókfæn * Ah- <eVsirw«'-l miUiónum sem a 3,48 nú«j> % n ”r“' 30 milljónum IteWslun um » ^ Wutur V.ia °8 1*? _ \kurevrtir- ItsU hluHj.f” ..’i14nir króna. Ví.'vsru1827 Athyglisvert! Nokkrum dögum síðar, þ.e. eft- ir áðumefndan aðalfund, kom forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- ffystihúsanna fram í kvöldlféttum Ríkisútvarpsins og sagði aó því miður væri líklega ekkert til bjargar sjávarútveginum nema gengisfelling! Er verið að gera grín að okkur, þ.e. almenningi í landinu? Þaó er ekki nema von að spurt sé. Ef til vill á þetta sína eðlilegu skýringu en það er venjulegum áhuga- manni um þjóðmál vissulega erfitt að skilja þetta. Ég tel það hið besta mál ef ein- hver mér fróðari myndi vilja stinga niður penna og reyna að út- skýra þessa augljósu mótsögn fyrir óupplýstum alþýðumanni og þá gjaman, með leyfi ritstjóra, hér á síðum blaðsins. Haukur Hauksson Höfundur er áhugamaður um þjóómál. Fyrirsögn er blaösins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.