Dagur - 28.05.1993, Side 11

Dagur - 28.05.1993, Side 11
Föstudagur 28. maí 1993 - DAGUR - 11 Hér og þar_______________ Pottþétt ráð til að öðlast vinsældir Sumir eiga erfítt með að eign^ ast vini og vita ekki af hverju. í rauninni er sáraeinfalt að verða vinsæll og vinamargur, þú þarft aðeins að fylgja þeim átta ráð- leggingum sem koma hér á eftir: Vertu brosmildur. Það er ótrúlega einfalt og árangursríkt að auka vinsældirnar með því að brosa og því er ráðlegast að vera ekki spar á brosið. „Eitt bros get- ur dimmu í dagsljós breytt", sagði Einar Ben. Ef þú brosir við fólki finnur það að þér líkar vel við það. Ef þú ert ekki ánægður með brosið þitt skaltu æfa þig fyrir framan spegil og leita álits hjá einhverjum nákomnum. Vertu vel upplýstur. Þú þykir mun skemmtilegri en ella ef þú ert vel heima í nýjustu kvikmynd- unum, vinsælustu lögunum, hita- málum dagsins í dag og helstu slúðursögunum. Það er nauðsyn- legt fyrir konur aö vera vel að sér í öllu sem viðkemur slúðri, tísku og bamauppeldi. Karlamir þurfa að þekkja vel til í heimi íþrótta, fjármála, bíla og hljómtækja. Eigðu eitthvað sameiginlegt með öðrum. Þú tengist sjálfkrafa öðru fólki ef þú lætur í það skína að þú hafir svipaða reynslu og sömu áhugamál. Vertu skilnings- ríkur hlustandi, hvettu aðra til að tala og spurðu út í sameiginleg áhugamál. Hrósaðu öðrum. Það þarf ekki að vera mikið. Yfirleitt er nóg að nefna nafn viðmælandans stöku sinnum meðan á samræðum stendur. Ekki segja „heyrðu“ heldur „Kristján" eða „Já, Jósef- ína“. Fólki finnst notalegt að heyra nafn sitt nefnt og það treystir sjálfsmynd þess. Vertu óhræddur við snert- ingu. Eitt lítið klapp á öxlina eða ofurlétt snerting á handarbakið sýnir glöggt að þér fellur vel við viðkomandi. Og klapp á öxlina eða handtak þegar þið kveðjist styrkir böndin. Vertu uppveðraður. Þegar kunningi þinn hringir máttu ekki svara fýlulega „halló“ eða ,já“ eða „sæll/sæl“ heldur skaltu upp- veðrast og segja „hæ“ meó há- stemmdri röddu eða „nei, komdu blessaóur/blessuö". Gefðu það skýrt í skyn að þú sért glaður yfir upphringingunni. Vertu bjartsýnn og kvartaðu ekki. Ef þú er bjartsýnin uppmál- uð vill fólk gjaman vingast við þig. Þaó fælir fólk hins vegar frá ef þú ert síkvartandi, upptekinn af bölmóði og áhyggjum. Ekki svara með einsatkvæðis orðum. Stuttaraleg svör á borð við „já“ eða „nei“ fæla fólk frá þér. Ef einhver biður þig til dæmis að koma í keilu, íþrótt sem þú hefur aldrei prófað, þá skaltu ekki bara segja „nei“. Segðu frekar: „Nei, takk, ég kann ekki keilu. En ég er til í að koma í ballskák.“ Eða: „Ég hef aldrei farið í keilu, en það væri gaman að prófa.“ Hér koma átta ráð frá bandarískum sérfræðingum til fólks sem vill auka vinsældir sínar og efla vinatengsl. Tvær hliðar á hverju máli Það hefur löngum verið sagt að það séu tvær hliðar á öllum málum og það á svo sannarlega við þegar ekið er fram hjá þessum gömlu húsarústum nærri smábænum Le Petit-Quevilly í Frakklandi Húsin eyðilögðust á stríðsárunum þegar andspyrnuhreyfingin var að reka nasistana af höndum sér en Iist- málarinn Pierre Garcette sá óvenju- legt notagildi í rústunum og málaði á framhlið þeirra eftirlíkingu af frægu málverki eftir málarann Millet, sem hcitir „Angelus“. Vinningstölur 26. maí ’93 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING — | 6at6 0 19.880.000.- m 5 af 6 +bónus 0 353.428.- i 5 af 6 3 92.564.- É 4 af 6 263 1.679.- 3 af 6 +bónus 1.041 182.- UPPLYSINGAR, SÍMSVARI91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Nú getur þú eignast þína eigin perlu Classika garðhús tvœr stœrðir 9 m2 og 15 m2. Sýningarhús á staðnum. KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 j. TZ ,--T 1 á QjgfJ og vörum Komið og gerið góð kaup s iplolrl t Glerárgötu 28 • Sími 11445. Af tilefni 70 ára afmælis míns 19. maí, vil ég færa öllum þeim, fjær og nær, sem glöddu mig með gjöfum, blómum og heillaóskum, hugheilar þakklætiskveðjur. HARALDUR M. SIGURÐSSON, Hrísalundi 2, íb. 201. I

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.