Dagur - 02.06.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 02.06.1993, Blaðsíða 1
76. árg. Akureyri, miðvikudagur 2. júní 1993 101. tölublað Vel ífc 1 1 klæddur |||yi ffá BERNHARDT Ull II II The Taik>r-l.«K*k errobudíin 1 y HAFNARSTRÆTI92 • 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Hér má sjá annan bílanna sem skullu saman við Hlíðarbæ á hvítasunnudag. Eins og sjá má var áreksturinn töluvert harður. Mynd: GO. Skullu saman við Hb'ðarbæ Völsungur-KS 3. fl. karla: Leikurinn flautaður af eftír slys - tveir fluttir á sjúkrahús - annar til Akureyrar Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir nokkuð harðan árekstur tveggja bíla á hvítasunnudag við afleggjarann að félagsheim- ilinu Hlíðarbæ í Glæsibæjar- Rússneski frystitogarinn „Mir- ash“ landaði í gær 160 tonnum af heilfrystum bolfiski á Sauðár- króki og fer aflinn til vinnslu hjá Fiskiðjunni Skagflrðingi hf. y Norðurland: A aðra millj. í sektír Löggæslumenn á Norðurlandi stöðvuðu vel á annað hundrað ökumenn í síðustu viku vegna hraðaksturs, en þá stóð lögregl- an á Norðurlandi að umferðar- átaki þar sem sjónum var sér- staklega beint að hraðakstri. Kristján Þorbjörnsson, yfirlög- regluþjónn á Blönduósi, hafði í gær upplýsingar um 150 öku- menn sem lögreglan á Norður- landi stöðvaði í síðustu viku vegna hraðaksturs, en þá höfðu ekki borist lokatölur frá öllum löggæslumönnum. Auk þessara 150 hraðakstursökumanna voru 50 aðrir ökumenn stöðvaðir vegna annarra brota, þ.á m. réttindaleys- is, bílbeltaleysis og ölvunarakst- urs. Kristján segir að lauslega megi áætla að þessum 200 öku- mönnum verði gert að greióa í ríkissjóð samtals um 1,2 milljón króna. Næsta skref í umferðarátakinu verður tekið um miðjan þennan mánuð, en þá líta löggæslumenn sérstaklega eftir ástandi öku- manna, þ.m.t. áfengisnotkun, og ástandi ökutækja. óþh hreppi. Slysið varð með þeim hætti að bíl var ekið af afleggjaranum að Hlíðarbæ í veg fyrir bíl sem ekið var í norður eftir þjóðvegi 1. Að Aflinn fékkst í Barentshafl. Fiskiðjan hefur haft nægjanlegt hráefni til vinnslu að undan- förnu og því er þessi fiskur eins konar baktrygging til að halda úti stöðugri vinnu í frystihús- inu. Þetta er fyrsta löndun rúss- nesks togara á Sauðárkróki síð- an um jólaleytið. Togarinn landar hérlendis á vegum Fiskmiðlunar Norðurlands hf. og er þetta fyrsta löndun rúss- nesks togara á vegum Fiskmiðl- unar Norðurlands hf. síðan í apr- ílmánuði sl. en þá landaði togari í Hafnarfirði og fór sá afli til vinnslu þar. Asgeir Amgrímsson segir að farið sé að vinna físk úr Barentshafi í stöðugt verðmætari pakkningar og það á eflaust eftir að aukast til muna ef sjávarút- vegsráðherra fer eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar um þorsk- kvóta á næsta fiskveiðiári. Sex rússneskir togarar munu á næstu misserum kaupa vogir frá Marel hf. í Reykjavík þannig aó nokkur viðskipti eru að skapast fyrir hérlend útflutningsfyrirtæki Þrír ökumenn voru sviptir öku- leyflnu sl. laugardag í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi vegna gruns um ölvun við akstur. Lögreglan á Blönduósi sagði sögn lögreglunnar á Akureyri voru tveir í hvorum bíl, farþegi auk ökumanns. Tveir voru fluttir á slysadeild FSA, en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg. óþh og vonir standa til að um aukn- ingu geti orðið að ræða á fleiri sviðum. Vandkvæðin eru hins vegar þau að greiðslugeta þessara rússnesku viðskiptavina er mjög bág. GG Stórt viðhaldsverkefni stendur yfir við vélina í Laxá 3, sem verður fyrir miklu sliti vegna óþverra í ánni. Verið er að skipta um hjól í vatnsvélinni og endurnýja hana að mestu leyti. Einnig er verið að hreinsa að- rennslisgöngin, en í þeim eru gryfjur sem eru orðnar fullar af grjóti og sandi. Vegna lokunar jarðganganna er Laxá 1 einnig stopp, þar sem vélin gengur fyr- ir vatni úr sömu aðrennsl- að ökumennimir hafi verið stöðv- aðir á tímabilinu frá hádegi og fram að kvöldmat. í einu tilvikinu, uppi á Holtavörðuheiði, haföi ökumaður velt bílnum. óþh „Ég man ekki eftir svona uppá- komu þau 20 ár sem ég hef ver- ið í fótbolta,“ sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson, þjálfari Völsunga eftir leik í 3. fl. karla milli Völs- unga og KS frá Sigluflrði sl. laugardag. Aðalsteinn þurfti með tvo leik- menn Völsunga á sjúkrahús í fyrri hálfleik en eftir það var ákveóið að flauta leikinn af og spila seinna. Þetta var leikur í Islandsmótinu sem fram fór á malarvellinum á Húsavík. Snemma í leiknum fór einn Völsunganna á hausinn, fékk skrámu og vankaðist. Aðalsteinn fór með piltinn á sjúkrahúsið, þar sem gert var að sárum hans. Þegar þjálfarinn var nýkominn á völlinn aftur varð annað slys og alvar- legra. Piltur stökk upp til að skalla bolta þegar Siglfirðingur kom að- vífandi og skallaði hann í hausinn. Aðalsteinn sagði að þetta hefói verið óvart gert en klaufalegt. Völsungurinn, sem var mun létt- ari, féll aftur fyrir sig og hlaut mikinn heilahristing, hljóðhimna sprakk og hann laskaðist á nefi. Aðalsteinn fór meó piltinn á sjúkrahúsið á Húsavík, en síðan var hann fluttur á Fjóröungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er kominn heim og heilsast þokka- lega, eftir fregnum sem Aöal- steinn hefur fengið. Menn voru miður sín á vellin- um og ákveðið var að flauta leik- inn af, eftir að þjálfararnir komu úr seinni sjúkraflutningnum. Aðspurður sagði Aðalsteinn að isgöngum og Laxá 3. Rafmagn er framleitt í Laxá 2. „Þetta er það sem við má búast vió þær aðstæður sem við búum við, þær eru crfiðar," sagði Héð- inn Stefánsson, stöðvarstjóri í samtali við Dag. „Laxá 3 hefur í raun aldrei fengið þær rekstrarað- stæður sem hún hefur þurft, til að hægt væri að reka hana til lengri tíma,“ sagói Héðinn. Laxá var virkjuð í þremur áföngum og Laxá 3 er nú 20 ára. Vélin notast við inntaksmannvirki sem byggð voru 1939, þegar fyrsta virkjunin var reist, en hún nýtti um 10% af ánni. „Það er lítið við þessu að gera nema að það fáist heimild til að laga inntaksmannvirkin hjá okkur, en það er háð samkomulagi við hagsmunaaóila,“ sagði Héðinn. Kostnaður við vélarupptektina nemur tugum milljóna króna, en Héðinn vildi ekki nefna tölur í því sambandi. IM slík óhöpp gætu alltaf komið fyrir og að ekki hafi verið óvenjuleg harka í leiknum. Ekki haft verið um ásetning að ræða þegar meiðslin urðu, en þama væru ákafir strákar að leik og kraftur í þeim. Hann sagði það umhugsun- arefni hvort ekki þyrfti að vera til- tæk þjónusta við vellina þegar leikir stæðu yfir, að þar væru tilteknir menn sem vel væru að sér í slysahjálp. IM Siglufjörður: Fá yfirlög- regluþjón frá Kópavogi Dómsmálaráðuneytið hefur sett Guðmund H. Jónsson, aðstoðaryflrlögregluþjón í Kópavogi, yflrlögregluþjón á Siglufirði í júní, júlí og ág- úst. Eins og kunnugt er var yfir- lögregluþjóninum á Siglufirði veitt lausn úr embætti um stundarsakir vegna meintra af- brota í starfi. A meðan rann- sókn stendur stýrir Guðmund- ur lögreglunni á Siglufirði. Til stóð að hann kæmi til Siglu- fjarðar í gær, en það breyttist og hans cr að vænta þangað cftir nokkra daga. Forseti íslands veitti sl. föstudag sýslumanninum á Siglufirði lausn um stundarsak- ir vegna rannsóknar á hugsan- legri aðild hans að brotum á tollalögum og almennum hegningarlögum. Á meðan á rannsókn málsins stendur er sýslumaður Skagfiróinga einn- ig sýslumaður Siglfirðinga. óþh Handbolti: Sigmar Þröstur leikur með KA í gær varð endanlega Ijóst að Sigmar Þröstur Oskarsson, markvörður ÍBV og íslenska landsliðsins, mun verða í her- búðum KA næsta vetur. Þetta eru góð tíðindi fyrir KA. Sigmar Þröstur mun án efa styrkja liðið verulega í harðri baráttu 1. deildar. Sigmar kom norður um helgina og leit á aðstæður hjá KA og síðdegis í gær var skrifað undir samninga. Þessi afburðasnjalli markvörður, sá besti á landinu að margra mati, mun flytja til Akureyrar með fjölskyldu sína í byrjun ágúst, eða að lokinni þjóðhátíð í Eyjum. HA Nánar á bls. 8 Fiskiðjan Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki: Fyrsta löndun á þorski úr Barentshafi á þessu ári Húnaþing: Bakkus við stýrið Laxárvirkjun: Tugmiiljóna viðhaldsverkefni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.