Dagur - 02.06.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 02.06.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 2. júní 1993 ÍÞRÓTTIR Staðan 1. deild karla: Úrsllt: Fram-Þór 1:2 ÍBV-ÍBK 1:2 ÍA-KR 1:0 Víkingur-FH 0:0 Fylklr-Valur 2:1 ÍA 2 2-0-0 6:06 ÍBK 22-0-04:26 Valur 21-0-14:33 KR 2 1-0-1 2:1 3 Fram 21-0-13:33 Fylklr 21-0-13:33 Þór 21-0-12:33 Víkingur 20-1-11:31 ra 2 0-1-10:51 ÍBV 2 0-0-2 2:4 0 1. deild kvenna Úrslit: Þróttur N-Stjarnan 2:2 Valur-ÍBA 0:1 UBK-KR 0:2 ÍA-ÍBV 5:0 KR 22-0-0 9:0 6 Þróttur N 21-1-06:54 ÍA 21-0-15:23 Valur 21-0-1 2:13 ÍBA 21-0-14:43 UBK 21-0-1 3:23 Stjarnan 2 0-1-13:4 1 ÍBV 2 0-0-2 0:12 0 2. deild karla Úrslit: KA-Stjarnan 1:2 Þróttur R-ÍR 2:2 Grindavík-UBK 0:3 Lciftur-BÍ 3:2 Þróttur N-Tindastóll 2:2 UBK 2 2-0-0 4:0 6 Stjarnan 2 2-0-04:16 Tindastóll 21-1-0 6:24 Þróttur N 21-1-0 3:2 4 Leiftur 21-0-1 3:4 3 Grindavík 21-0-11:34 Þróttur R 20-1-12:31 ÍR 20-1-12:61 BÍ 20-0-22:40 KA 20-0-21:30 3. deild Úrslit: Skallagrímur-HK 1:6 Grótta-Magni 1:1 Huukar-Víðir 1:1 Völsungur-Dalvík 1:1 Selfoss-Reynir 4:1 IIK 2 2-0-00:16 Grótta 21-1-0 6:24 Dalvík 21-1-04:14 Sclfoss 11-0-04:13 Völsungur 20-2-0 2:2 2 Víöir 20-2-0 2:2 2 Haukar 1 0-1-0 1:1 1 Magni 2 0-1-1 1:5 1 Reynir 2 0-0-2 2:9 0 Skallugr. 20-0-21:90 4. deild Úrslit: Þrymur-Ncisti 1:1 Hvöt-SM 4:1 Dagshrún-HSÞ 2:6 HSÞ-b 2 2-0-010:5 6 Ilvöt 21-1-0 6:3 4 Þrymur 20-2-0 2:2 2 Ncisti 2 0-2-0 3:32 KS 10-1-01:11 SM 2 0-0-24:8 0 Dagsbrún 10-0-12:6 0 Halldór Arinbjarnarson Handbolti: Sigmar Þröstur í KA - skrifaði í gær undir samning við félagið og mun leika með því næsta vetur Sigmar Þröstur Óskarsson, markvörður ÍBV og íslenska iandsliðsins í handknattleik, mun standa milli stanganna hjá KA næsta vetur. í gær var end- anlega gengið frá málinu og án efa kætir þetta margan KA- manninn mjög, enda Sigmar Þröstur án efa einn besti mark- vörður landsins. Sigmar Þröstur átti hreint frá- bært tímabil sl. vetur. Hann varði mest allra markvarða í 1. deild- inni, var valinn markmaður ársins af félögum sínum og í lið ársins af þjálfurum 1. deildar félaganna. Hann hefur átt fast sæti í lands- lióshópnum um nokkurt skeið, en ekki fengið að njóta sín sem skyldi að margra mati. Vart þarf að fjölyrða um hvílík- ur fengur þetta er fyrir KA. Mark- varslan var einn aðal höfuðverkur liðsins síðasta vetur, þó Bjöm Bjömsson stæði sig oft vel. Þegar besti markvörður landsins leikur með liði sem er með eina bestu vömina í deildinni, er raunhæft að gera sér vonir um árangur, enda ljóst af þessu að KA ætlar sér stóra hluti næsta vetur. Sigmar Þröstur lék meó KA fyrir nokkrum árum, fór síðan til Stjömunnar og varð bikarmeistari meó henni, síóan til ÍBV og varð aftur bikarmeistari og nú er hann kominn norður. Sigmar sagðist ánægður með niðurstöðuna. Hon- um hafi strax litist vel á að koma norður þegar KA-menn höfðu samband og því væri ánægjulegt að hlutirnir hefðu gengið í gegn. Tími hafi verið kominn til að breyta til. Hann mun flytja norður í byrj- un ágúst með fjölskyldu sína. Auk atvinnu sinnar hér fyrir norðan og þess að leika með KA, mun hann sjá um markvarðaþjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Þeir Sigmar Þröstur, Sigurður Sigurðsson, formaður handknattleiksdcildar KA, og Þorvaldur Þorvaldsson, varaformaður KA, voru að vonum ánægðir þegar gengið hafði verið frá málinu síðdegis í gær. Mynd: HA Knattspyrna, 4. deild C-riðill: HSÞ-b trónir á toppnum Kraftlyftingar, Opna Akureyrarmótið: Flosi Jónsson stigahæstur Sl. laugardag fór Opna Akur- eyrarmótið í kraftlyftingum fram í íþróttahöllinni á Akur- eyri. Keppendur voru 7 og var 1 íslandsmet sett, Björn Jóhanns- son setti íslandsmet í flokki öld- unga er hann lyfti 142,5 kg í bekkpressu. Flosi Jónsson frá Akureyri varð stigahæstur á mótinu með 398,27 stig. Flosi, sem keppti í 90 kg flokki, lyfti 265 kg í hnébeygju, 165 í bekk og 250 í réttstöðu- lyftu. Honurn tókst hins vegar ekki að bæta Akureyrarmetió í 90 kg flokki, til þess hefði hann þurft að lyfta 270 kg í réttstöðu- lyftunni. Karl Ingi Torfason, Borgamesi, sigraði í 56 kg flokki. Hann lyfti 110 kg í hnébeygju, 60 kg í bekk og 135 kg í réttstöðulyftu. Halldór Halldórsson Akureyri, stoð sig vel á sínu fyrsta móti. Hann keppti í 75 kg flokki og lyfti 112,5 kg í hnébeygju, 70 kg í bekk og 135 kg í réttstöðulyftu. Ingimundur Ingimundarson keppti í 82,5 kg flokki. Hann lyfti 260 kg í hné- beygju, 147,5 í bekkpressu og 230 í réttstöðulyftu. Hann varó 2. að stigum með 394,8 stig. Bjöm Jóhannsson, Borgarnesi, keppti í 100 kg flokki. Lyfti 130 kg í hné- beygju, 142,5 í bekkpressu, sem eins og fyrr segir er íslandsmet öldunga, ogl85 kg í réttstöðu- lyftu. Tómas Einarsson, Reykja- vík, keppti í 110 kg flokki. Hann lyfti 280 kg í hnébeygju, 155 í bekkpressu og 250 í réttstöðu- lyftu. Hann varð 3. að stigum með 377,48 stig. Flosi Jónsson í réttstöðulyftu. Lið HSÞ-b er efst í C-riðli 4. deildar íslandsmótsins í knatt- spyrnu að afloknum 2 umferð- um. Liðið, sem að mestu er skipað leikmönnum úr Mý- vatnssveit og Reykjadal, hefur unnið báða sína leiki og hefur nú 2 stiga forskot á Hvöt sem kemur næst, eftir eitt jafntefli og sigur. Liðin í riðlinum eru 7 og því situr alltaf eitt yfír í hverri um- ferð. Að þessu sinni var það KS, en Dagsbrún hvíldi í 1. umferð. Jafntefli á Króknum Neisti og Þrymur mættust á Sauð- árkróki sl. föstudagskvöld. Neisti fékk óskabyrjun þegar Jón Þór Oskarsson náði forystunni strax á fyrstu mínútunni með laglegu skallamarki eftir homspymu. Þrymur lék undan vindi í fyrri hálfleik og sótti talsvert meira, án þess þó að ná að skora og reyndar mátti litlu muna að Neisti bætti við öðru marki undir lok hálf- leiksins. Þrymur var áfram meira með boltann í síðari hálfleik og náði að jafna um hann miðjan með marki Orra Hreinssonar. Eft- ir markið gerðist fátt markvert og úrslitin verða að teljast sanngjörn þegar á heildina er litið þó Þrym- ur hafí sótt talsvert meira. Öruggt hjá Hvöt Hvatarmenn frá Blönduósi tóku á móti SM á laugardaginn. Hvöt hafði talsverða yfirburði í leiknum og í fyrri hálfleik var nánast einstefna að marki SM. Staðan í hálfleik var 2:0. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og var sigur heimamanna aldrei í hættu. Lokatölur urðu 4:1 og skoraði Rúnar Guðmundsson 2 mörk fyrir Hvöt, Asgeir Valgeirsson 1 og Rúnar Guðmundsson 1. Donald Kelley skoraði mark SM. HSÞ tryggði toppsætið HSÞ-b var eina lið riðilsins sem vann sigur í 1. umferð og var því eitt á toppnum fyrir umferðina. Liðið mætti Dagsbrún í 2. umferð á heimavelli þeirra síðamefndu. Dagsbrún mætir nú með lið á Is- landsmót eftir nokkurt hlé en reið ekki feitum hesti frá fyrsta leikn- um. HSÞ var mun sterkari aðilinn og skoraði 4 mörk í fyrri hálfleik á móti einu heimamanna. Síðari hálfleikur var jafnari en þá bætti HSÞ 2 við en Dagsbrún 1. Loka- tölur urðu því 6:2. Mörk Dags- brúnar skoruóu Sveinn Reynisson í fyrri hálfleik og Bjarni Bærings- son, en fyrir HSÞ skoruðu: Vil- hjálmur Sigmundsson 3, Magnús Aðalsteinsson 2 og Friðrik Jóns- son 1. Leikið var á malarvelli Þórs og var völlurinn mjög harður sem varð til þess að leikurinn var lítið fyrir augað. Knattspyrna: Mörg jafiitefli í 3. deildinni Það var mikið um jafntefli í 3. deildinni í 2. umferð en lokatöl- ur í 3 af 5 Ieikjum urðu 1:1. Svo var um báða leikina sem lið af Norðurlandi áttu aðild að. Ann- ars vegar var það viðureign Völsungs og Dalvíkur á Húsavík en hins vegar Magna og Gróttu fyrir sunnan. Það biðu margir spenntir eftir leik Dalvíkur og Völsungs. Leikið var á malarvelli Húsvíkinga, enda grasvöllurinn nánast ónýtur eftir veturinn. Dalvíkingar voru sprækari í byrjun og komust í 1:0 strax á 12. mínútu með marki Örvars Eiríkssonar eftir varnar- mistök Húsvíkinga. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik. I leikhléi virtist Aðalsteinn Aðal- steinsson hafa lesið yfir sínum mönnum og mættu Völsungar grimmir til leiks og sóttu ákaft. Dalvíkingar áttu þó hættulegar skyndisóknir. Jöfnunarmarkið kom þegar um 15 mínútur voru liðnar og þaö gerði Róbert Skarp- héðinsson. Þrátt fyrir fleiri færi vildi boltinn ekki inn og 1:1 því úrslitin. Magnamenn léku við Gróttu á útivelli. Fyrri hálfleikur leið án þess að mark væri skorað. Gren- víkingar náðu síðan forystunni í upphafi þess síðari en þá skoraði Hreinn Hringsson. Þegar um 20 mínútur voru eftir jöfnuðu heima- menn, þegar Magnamenn „færðu þeim mark á silfurfati,“ eins og Is- ak Oddgeirsson, fyrirliði Magna orðaði það. Leikurinn var í heild- ina frekar jafn og úrslitin ekki ósanngjörn. Aðstæður voru slakar, leikið á möl, enda grasvellir víða seinir til.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.