Dagur - 02.06.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 02.06.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 2. júní 1993 Fréttir_____________________________________________ Grænlandsfararnir komnir heim: „There is some icecream!“ sagt frá heimsókn í yfírgefna radarstöð á miðjum Grænlandsjökli Ingþór Bjarnason: „Þcgar kuldinn fór yfir 30 frostgráður vöknuðum við við skjálfta þótt við værum kappklæddir ofan í svefnpokunum.“ Grænlandsfararnir þrír komu til byggða í Syðri- Straumsfirði fyrir réttri viku eftir eins mán- aðar ferðalag frá jökulröndinni á austurströnd Grænlands. Um 600 km leið yfir jökulinn tók innan við fjórar vikur á skíðum en um 30 dagar voru áætlaðir í ferðina sem gekk mjög vel. Ing- þór Bjarnason er sex kílóum léttari eftir ferðina, leiðangurs- stjórinn Ólafur Örn Haralds- son er samur við sig og sonur hans Haraldur Örn þyngdist heldur í ferðinni. Þremenning- arnir komu til íslands um helg- ina og ræddi Dagur við einn þeirra, Akureyringinn Ingþór Bjarnason, af því tilefni. Ingþór segir að sá mikli undir- búningur sem var undanfari leið- angursins hafi verið heilladrjúgur enda hafi fátt komið þeim félög- um á óvart í ferðinni. „Flest allir útreikningar sem við gerðum stóó- ust mjög vel; það sem kom okkur á óvart var hvað erfitt var að draga vistirnar upp á hábungu og líka aó það skyldi vera búið að leysa svo mikinn snjó á vestur- ströndinni þannig að gangan niöur af jöklinum yrði þetta erfið,“ seg- ir Ingþór í samtali við Dag. Mat- ar- og eldsneytisþörfin var eins og búist var við og ekkert bilaði af tækjum sem höfð voru meóferðis. Bandaríkjaforseti boðberi Samskipti við ættingja og vini hérlendis gengu mjög vel sem og fréttasendingar til fjölmiðla. Þre- menningarnir höfðu fjarskipta- samband við áætlunarflugvélar Grönlandsfly sem kom boðum til Sigurðar Aðalsteinssonar, fram- kvæmdastjóra Flugfélags Noröur- lands, sem síðan hafði samband við vini og vandamenn. Einnig fékkst leyfi til fjarskipta vió ýms- ar þotur í millilandaflugi sem komu skilaboðum til Sigurðar í gcgnum Gufunesradíó. Síðustu skilaboðin áður en leiðangurinn kom til byggða fóru einmitt í gegnum þotuna „USA 1“ sem ku vera einkaþota bandaríkjaforseta! Kallmerki þremenninganna var „IceGreen“ sem þotuflugstjóri frá franska flugfélaginu „Air France“ breytti reyndar í „icecream" (rjómaís) - meó frönskum hreim - áður en loftskeytastöðin í Syðri- Straumsfirði gat útskýrt málið fyrir honum. „Við reyndum að vera léttir og gera að gamni okkar“ „í feróinni mættum við ýmsum Bæjarráð Akureyrar samþykkti sl. fimmtudag að taka tilboði Verkvals hf. í jarðvegsskipti og lagnir bílastæða í portinu sunn- an Bautans og austan og sunn- an við gamla hitaveituhúsið. Fjögur tilboð og eitt frávikstil- boó bárust í verkið og var tilboð Verkvals hf. lægst, rétt rúmar 4 milljónir króna. Að sögn Gunnars H. Jóhannes- sonar, verkfræðings hjá Akureyr- arbæ, er gert ráð fyrir um 145 bílastæðum á þessu svæöi. Fram kom á fundi bæjarráðs að vilji væri til þcss aó flytja Iang- erfiðleikum sem reyndu á en við misstum aldrei móðinn enda töl- uðum við stöóugt um að við myndum klára þetta dæmi og sannfærðum okkur um það. Sam- staðan í hópnum var mjög góð og menn rifust aldrei,“ segir Ingþór og tekur fram að einnig á þessu sviði hafi góður undirbúningur reynst vel. Við ákvarðanatöku voru málin rædd og þá sjaldan sem skoðanamunur kom upp var sammæli um að meirihlutinn réöi. „Verkaskiptingin var mjög sjálfvirk og við vorum orðnir mjög fljótir að taka okkur til og koma okkur af stað. Vió gengum í lotum sem voru einn og hálfur tími í senn og síðan stoppuðum við - á mínútunni. Fyrsti maður passaði bæöi stefnuna og klukk- una og það var dálítill starfi. Þá stoppuðum við í allt að því hálf- tíma til aó borða og drekka. Þetta var mjög fast skipulag og það er ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Svona gekk dagurinn með fimm göngulotum og fjórum hvíldum þannig að við gengum í sjö og hálfan klukkutíma á dag og hvíldumst í u.þ.b. tvo tíma sam- tals. Síðan var alltaf stoppað á slaginu sjö á kvöldin. Það tók okkur svona tvo tíma að tjalda, tímastæði af bílastæðunum austan Skipagötu suður á nýju bílastæóin og rýma þannig tií. Gert er ráð fyrir fjölgun stöðumæla á bíla- stæóunum austan Skipagötu og segir Sigurður J. Sigurðsson, for- maóur bæjarráðs, að markmiðið með því sé að „fá örari hreyfingu á þessi bílastæði þannig aó þau nýtist fleirum.“ Settir verða niður tveir svokallaðir miðamælar, þeir fyrstu á Akureyri, og segist Gunnar H. Jóhannesson leggja til að annar þeirra verði staðsettur í portinu sunnan Bautans, en ekki sé Ijóst hvar hinum verði fundinn staður. óþh borða og koma okkur í poka,“ segir Ingþór. Þá var spjallaó sam- an, skrifað í dagbækur, tekin staósetning og reiknuð út vega- lengd dagsins. „A hverju kvöldi var mikill spenningur um hvað við hefðum komist langt enda vorum viö með ágiskanir. Við vorum orðnir býsna naskir á það hvað við hefðum gengið langt - oft skeikaði ekki nema kílómetra," segir Ing- þór. Hélað tjald að morgni Þegar merkir áfangar náðust í ferðinni skáluðu leióangursmenn til tilbreytingar með einu staupi af rommi eða koníaki að kvöldi - en staupið var mælt í filmuboxi. Ferðin yfir Grænlandsjökul gekk áfallalaust þótt bæði leiðin upp á hábunguna, 180 km inni á jökli, og niðurleiðin væru mjög erfiðar. „Auðvitað vildum við hafa þann tón í fréttunum að ekk- ert gæti hrætt fólk en það kom ekkert fyrir. Það komu upp hjá okkur svolítil álagsmeiðsl og menn voru misjafnlega upplagðir dag frá degi og þá hægðum við kannski á okkur ef einhver átti bágt. Við stilltum okkur bara saman en þurftum ekki að gera neinar sérstakar ráðstafanir. Við sváfum yfirleitt mjög vel; við áttum reyndar dálítió erfitt með svefn þær nætur sem kuldinn var mestur. Þegar kuldinn fór yfir 30 frostgráður vöknuöum vió viö skjálfta þótt við værum kapp- klæddir ofan í svefnpokunum. Þá hrímaði í kringum pokaopið enda kólnaði um leið og við slökktum á prímusnum á kvöldin. Þegar við vöknuóum var tjaldið allt oröið hélað að innan og frostið allt að 20 gráðum. Heimamenn mjög hjálplegir Ingþór, Olafur Om Haraldsson og Haraldur Om, sonur hans, flugu frá Islandi hinn 20. apríl sl. til Kulusuk og þaðan til þorpsins Tasiilaq, sem oft er kennt við sveitarfélagið Angmassalik, á austurströnd Grænlands. Vegna þyrlubilunar töfðust þeir þar í fjóra daga en hefðu ekki viljaó missa af því að sögn Ingþórs enda nutu þeir mikillar gestrisni íbú- anna og fræddust um Austur- Grænland. „Þessir dagar í Tasiilaq voru mjög ánægjulegir,“ segir Ingþór og bætir vió að þar um slóðir sé mikill áhugi á meiri samskiptum við Islendinga. „Mönnum fannst súrt í broti aö missa „Odin Air“ sem flaug þangað en nú er Grön- landsfly einrátt á ferðamanna- markaðnum,“ segir Ingþór. Tengsl við Islendinga sjást með því að íslenskar neysluvörur fást í kaup- félaginu. Vegna vetrarhörkunnar er helsta samgöngutækið hundasleð- ar. „Þama voru ákaflega fáir bílar og mér er minnisstætt að lífið þar er þægindaminna en við eigum að venjast; húsin eru byggð á staur- um ofan á klöpp og ekkert frá- rennsli þótt þarna sé rennandi vatn.“ Töluvert atvinnuleysi er í þessu 1200 manna sveitarfélagi en margir starfa við verslun og þjón- ustu auk veiða. Einnig er nokkur útgerð frá þorpinu og dvelja tog- arasjómenn langdvölum að heim- an vegna þess að sjóleiðin er ófær vegna ísa. Ingþór sagðist reyndar hafa upplifað það í fyrsta skipti á sjómannsævi sinni að ganga á skíðum í höfn. Sungist á við þorpsbúa Að lokinni dvölinni í Tasiilaq var haldið til Isertoq, 120 manna þorps nær jökulröndinni. Þar er helsta atvinnugreinin fisk-, sel og hvalveiðar og einu vélknúnu far- artækin voru vélbátar og ein skurðgrafa. „Dvölin í þorpinu var mjög skemmtileg og sérstök. Ibú- arnir voru mjög vingjamlegir en frekar hlédrægir," segir Ingþór. Þremenningamir sýndu í verki að Ieiðangurinn væri vináttuferð því þeir óskuðu eftir því að hitta þorpsbúa og syngja fyrir þá ís- lenska söngva og heyra á móti grænlenska. „Kennarinn á staðn- um lét boð út ganga og um kvöld- ið mættu um sextíu manns og við skiptumst á aó syngja og flögguð- um með íslenska og grænlenska fánanum sem við ákváðum að bera með okkur yfir jökulinn,“ segir Ingþór og bætir við aö fátítt sé að erlendir leiðangursmenn blandi geði við heimamenn. Heimamenn voru boðnir og búnir til að hjálpa leiðangurs- mönnum og fór danski kennarinn m.a. með þeim út á ís á hundsleð- um. „Við fengum aó kynnast því að spenna hundana fyrir og það var mjög skemmtilegt. Lyktin af hundunum var ekki mjög góð enda liggja þeir allan ársins hring úti og er gefið tvisvar í viku því þeir mega ekki fitna; þeir fá góðan skammt af selkjöti og bardaginn um matinn er alveg gífurlegur. Yfir sumarið er því þannig háttaó að hver hundaeigandi hefur sker í nágrenninu þar sem hundarnir dveljast allt sumarið og er gefið einu sinni í viku,“ segir Ingþór og bætir við að hundarnir hafi verið mjög viljugir. Óvæntur „Piteraq“-felli- vindur í upphafí Leiðangursmenn fengu tvo hunda- sleða undir farangur inn að ísnum hinn 27. apríl. „Síðan var haldið af stað upp á jökulinn; byrðin var mjög þung og talsvert mikill bratti. Þá gerðist það sem enginn reiknaði með að gæti gerst aftur - að annar „Piteraq“-fjallastormur úr norðvestanátt kæmi ofan af jöklinum. Svona fellivindar hafa lagt þorp í rúst enda liggur öll starfsemi niðri í þann sólarhring sem óveðrið stendur,“ segir Ing- þór. Þar sem stormurinn skall fyr- irvaralaust á um morguninn urðu þremenningarnir að halda dauða- taki í tjaldið í 22 klukkustundir til að missa ekki neinar vistir. „Þetta var mjög erfið nótt líkamlega og andlega. Síöan fór vindurinn að rífa upp köggla og þeyta í tjaldið þannig að við fengum nokkra góða skelli í bakió.“ Við tók leiðindaveður og hættulegt sprungusvæði en þre- menningarnir gengu í línu og sluppu naumlega við að missa sleða niður í sprungu. A einni viku komust félagarnir aðeins 30 km en veðrið fór að batna og brattinn að minnka. Smám saman fór dagleiðin að lengjast og varð oft um 20 km upp á bungunni. Sólin skein til loka ferðalagsins. Menjar kalda stríðsins Einn áfanginn í ferðinni var bandarísk radarstöð „Dye 2“ um 180 km frá jökulröndinni. „Bygg- ingin er heljarstór, margra hæða og stendur á sex tjökkum í auðn- inni en hún var yfirgefin skyndi- lega 1988,“ segir Ingþór. I ljós kom að tveir menn störfuöu við að halda við troðnum flugvelli og voru þeir glaðir að hitta leiðang- ursmenn og buðu þeim upp á ferska ávexti. Fast land undir fótum „Daginn eftir að við náöum til Dye 2 náðum við þeim áfanga að fara yfir 50 km á einum degi og það var eina skiptið sem við gát- um notað vindhifar í meóbyr. Þetta gekk allt mjög greiðlega þar til við komum að jökulröndinni. Þegar við áttum eftir rétt um fimm km tók við skriðjökull,“ segir Ingþór og voru þremenningarnir 10 stundir á leið niður af jöklin- um. M.a. þurfti að fara tvær könnunarferðir án farangurs. Síð- asta spölinn að sk. „Hæð 660“ gengu þeir félagar í 18 tíma og vöktu í meira en sólarhring.“Það voru alveg gífurleg fagnaðarlæti sem brutust út þegar við loksins höfðum fast land undir fótum.“ Til byggða með kveðjur Snemma hafði vorað og höfðu leysingar og skorningar gert síð- asta áfangann erfiðari en vorið tók síðan á móti leiðangursmönn- um. „Hæóin var lyngivaxin og við urðum strax varir við mikið dýralíf og vorum vaktir upp af rjúpu. Þá tók við erfiður kafli leiðar- innar enda vorum við þrjá daga á leió til byggða. Venjulega er hægt að fara langleióina á ísilögöum stöðuvötnum en nú hafði ísa leyst og ár voru opnar. Þess vegna þurftum við að selflytja allar byrðar á bakinu, krækja fyrir vötn og vaða ár. Landið þarna var óskaplega fallegt þar sem and- stæóur mætast í Sandflugtsdalen. Þar sem við tjölduðum síðast var mikilfenglegt að sjá stór jökul- stykkin brotna úr jökulstálinu í Rössel-jökli ofan í jökulána." Til byggða, í Syðri-Straums- firói, komust leiðangursmenn á mióvikudagskvöld hinn 28. maí og létu sækja byrðarnar á fjór- hjóli daginn eftir en síðan var flogið til Nuuk. Áður cn flogið var til Keflavíkur síðdegis á föstudcgi færðu þremenningarnir græn- lensku heimastjórninni kveðjur utanríkisráðuneytis, borgarstjóran- um í Nuuk kvcðjur frá borgar- stjóranum í Reykjavík auk þess sem grænlenskum fyrirtækjum voru bornar kveðjur frá íslensk- um viðskiptaaðilum. GT Akureyri: Fleiri stöðumælar í imðbæinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.