Dagur - 02.06.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 2. júní 1993
Iþróttir
Halldór Arinbjarnarson
Siglingar:
Nökkví að missa aðstöðuna
ríður á að fínna úrlausn í málefnum félagsins hið fyrsta
Siglingafélagið Nökkvi á Akur-
eyri er nú að missa aðstöðu þá
sem félagið hefur haft í gömlu
tunnuverksmiðjunni gegnt Hö-
epfnersbryggju. Húsið þar verð-
ur rifið, að öllum líkindum inn-
an hálfs mánaðar. Sumarstarfíð
er nú í þann veginn að fara af
stað hjá Nökkva og sem stendur
er félagið á götunni í orðsins
fyllstu merkingu, hefur hvorki
aðstöðu fyrir búnað né félags-
starfsemi.
Nökkvi hefur verió með aðset-
ur í gömlu tunnuverksmiðjunni
undanfarin ár en félaginu var á
sínum tíma útlilutað húsnæðinu til
bráðabirgða. Ávallt var vitað að
það þyrfti að rífa fyrr eða síðar og
nú er komið að því. Það var hins
vegar ekki fyrr en nýlega að sigl-
ingafólk komst á snoðir um þetta
en framhaldið er mjög á huldu.
Fundaó var um málið sl.
fímmtudagskvöld og þar kom
fram að finna verður lausn sem
allra fyrst þar sem starfsemin er í
þann veginn að fara af stað, m.a.
siglinganámskeið. Bæði er um að
ræða siglingaaðstöðu og ekki síð-
ur félagsaðstöðu og hreinlætisað-
stöðu. Eins og gefur að skilja er
vart forsvaranlegt að bjóða upp á
siglinganámskeið ef ekki er svo
mikið sem eitt klósett til staóar.
Af máli fundarmanna á fimmtu-
dagskvöldið mátti ráða að vænleg-
asta lausnin í flestra augum sé
bráðabirgöaaðstaða sem hægt
verður að standsetja á mjög
skömmum tíma, svo tóm gefist til
að vinna að framtíðarskipulagi
þessara mála í bænum.
Fram kom einnig að náttúru-
legar aðstæður til siglinga eru
óvíða betri en einmitt á pollinum
vió Akureyri en aðstöðuleysi hef-
ur staðið starfseminni mjög fyrir
þrifum undanfarin ár og gengu
sumir svo langt að segja að verið
væri að ganga af siglingaíþróttinni
dauðri. Félagsaðstöðu vantar ekki
seinna en strax svo starfsemin geti
þrifist. Varðandi staðsetningu er
helst rætt um þann stað þar sem
nú er „gert út“, þ.e. á tanganum
sunnan Höepfnersbryggju. Einnig
var rætt um krikann við Strand-
götuna norðan Torfunefsbryggju
en aðstæður til siglinga eru þar
allar miklu verri, m.a. mun vera
nær ógemingur fyrir óvana að
komast frá landi í sunnanátt, sem
verður aó teljast fremur óhagstætt.
Körfubolti, drengjalandslið - unglingalandslið
Dregið í riðla fyrir EM
Eins og fram hefur komið náði
íslenska drengjalandsliðið og
unglingalandsliðið í körfubolta,
sem skipað er sömu leikmönn-
um, frábærum árangri á Evr-
ópumótunum fyrir skömmu.
Liðið er komið í úrslitakeppni
drengjalandsliða og í milliriðil
hjá unglingalandsliðum.
Nú hefur verió dregið í rióla í
úrslitakeppni drengjalandsliöa,
sem fram fer í Trabzon í Tyrk-
landi dagana 1.-8. ágúst. Island er
í riðli með ítölum, Tyrkjum,
Frökkum, Þjóðverjum og Rússum.
Ljóst er að róðurinn verður þung-
ur fyrir Axel Nikulásson og læri-
sveina hans því Island lenti í
sterkari riðlinum.
Einnig hefur verið dregið í
rióla í EM unglingalandsliða. Þar
leika 18 lið í þremur riðlum. Is-
lenska liöið leikur í Þýskalandi og
er riðillinn skipaður eftirtöldum
þjóðum: Ukraínu, Slóveníu,
HM í badminton:
Gengur bæði
upp og ofan
íslendingar taka nú þátt í HM í
badminton sem fram fer í
Birmingham í Englandi. ís-
lenska Iiðinu tókst ekki að
vinna sig upp um styrkleika-
flokk í liðakeppni og nú stend-
ur yfír einstaklingskeppni.
íslendingar höfðu um tíma
góða möguleika á að vinna sig
upp um styrkleikaflokk í liða-
keppninni, en við erum í 6. riðli.
Tap fyrir Tékkum í síðasta leik
gerði þær vonir hins vegar að
engu. Kóreumenn uróu Heims-
meistarar landsliða er þeir lögðu
Indónesíu með 3 vinningum gegn
2.
Nú stendur yfir einstaklings-
keppni. Broddi Kristjánsson
komst í 2. umferð í einliðaleik en
tapaði þar fyrir næst sterkasta
spilara Englendinga, Anders Nil-
sen. Árni Þór Hallgrímsson komst
í 3. umferð í einliðaleiknum sem
er mjög góður árangur. Þar lenti
hann gegn besta spilara Englend-
inga og tapaði í tveimur lotum
Árni Þór Hallgrímsson og
Broddi eru komnir í 2. umferð í
tvíliðaleik, sem og Þorsteinn Páll
Hængsson og Nich Hall frá Nýja
Sjálandi, sem léku saman. Keppni
í tvíliða- og tvcnndarleik var fram
haldið síðdegis í gær en úrslit
höfðu ekki borist þegar blaðið fór
í vinnslu.
Þýskalandi, Lettlandi, Rúmeníu
og íslandi. Efstu 3 þjóðirnar kom-
ast áfram í úrslitakeppnina sem
verður í Israel í júlí á næsta ári.
Stefnan hefur þegar verið sett
þangað þó á brattan verði að
sækja. Með liðunum leika sem
kunnugt er 2 Norðlendingar, Haf-
steinn Lúðvíksson úr Þór og Omar
Sigmarsson úr Tindastóli.
Nökkvi hefur haft aðstöðu í gömlu tunnuverksmiðjunni og gert út frá tang-
anum. Nú er hins vegar óvissa um hvert framhaldið verður og ríður á að
finna lausn hið fyrsta. Mynd: ha
Knattspyrna, Star mót 1. flokks:
Jaftitefli í 1. leik
Fyrsti leikurinn í 1. flokks móti
liðanna á Norðurlandi, Star
mótinu, fór fram um helgina.
Þar áttust við Þór og Dalvík á
heimavelli þeirra síðarnefndu.
Leikurinn var nokkuð kafla-
skiptur en lokatölur urðu 2:2.
Dalvíkingar léku undan vindi í
fyrri hálfleik og sóttu þá mun
meira. Þeir náðu að skora 2 mörk í
fyrri hálfleik og voru þar að verki
Ingvar Jóhannsson og Daníel
Hilmarsson. Dæmió snerist við í
síðari hálfleik og þá höfðu Þórs-
Þýska knattspyrnan:
Werder Bremen í toppsætið
- sigur hjá Stuttgart Qórða leikinn í röð
Nú þegar aðeins einni umferð
er, ólokið í Þýsku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu er Bayern
Miinchen í fyrsta skipti í allan
vetur ekki á toppnum. Stórsigur
Werder á HSV fleytti þeim,
vegna hagstæðs markahlutfalls,
í toppsætið. Stuttgart heldur
enn í vonina um Evrópusæti eft-
ir sigur á Saarbriicken á úti-
velli.
Eyjólfur Sverrisson mátti sætta
sig við að sitja á bekknum annan
leikinn í röð þegar Stuttgart sótti
Saarbrúcken heim. Með sínum
öðrum útisigri í vetur, sendu leik-
menn Stuttgart heimamenn endan-
lega í aðra deild. Gaudino skoraði
tvö mörk fyrir gestina og þeir
Knup og Schafer sitt markið hvor.
Eina mark gestanna gerði Wyn-
alda. Eyjólfur lék síðustu þrjátíu
og fimm mínúturnar og stóð sig
vel.
Bayern fékk Bochum í heim-
Saarbrucken-Stuttgart
Gladbach-Niirnbcrg
Dresden-llerdingen
Köln-Schalke
Bayern-Bochum
Wattenscheid-Karlsruhc
Dortmunt-Lcverkasen
Frankfurt-Kaiscrslautern
Werder-HSV
1:4
2:1
1:1
2:1
3:1
0:2
1:2
3:0
5:0
Bremen
Bayern
Borussia
Frankfurt
Levcrkusen
Karlsruhe
Stuttgart
Gladbach
Kaiscrslaulern
Schalkc
HSV
Wattcnscheid
Köln
Drcsdcn
Niirnberg
Bochum
Uerdingen
Saarbriicken
33 18-10-5 60:3046
3318-10-5 71:4246
3318-5-1061:4041
3314-12-7 54:3840
3313-12-8 60:4538
3313-11-9 57:5437
33 12-12-9 56:47 36
3313-9-1159:5535
3312-9-12 48:4033
3311- 11-1139:4033
33 8-15-1041:4231
3310-8-1545:6428
3312- 3-1841:5127
33 7-13-1332:4727
33 9 - 8-1626:4626
33 7-10-1642:5124
33 7 - 9-17 35:64 23
33 5 -13-15 36:67 23
sókn og sigraði 3:1. Staöa Boch-
um er nú orðin mjög erfið í deild-
inni og liðið er nánast fallið.
Scholl, Ziege og Mattháus gerðu
mörk heimamanna en Wosz mark
gestanna. Leikmenn Bayern óðu í
færum allan leikinn, en slæm nýt-
ing þeirra hafði það í för með sér
að liðið missi toppsætið til Wer-
der. I síðasta leiknum mætir liðið
Schalke á útivelli.
Werder vann stórsigur á HSV,
5:0. Herzog og Rufer gerðu tvö
mörk hvor og Kohn bætti því
fimmta við. I síðasta leiknum
þurfa leikmenn Werder að sækja
Stuttgart heim og þar verður ör-
ugglega við ramman reip að
draga.
Karlsruhe sem háir harða bar-
áttu við Stuttgart um að ná Evr-
ópusæti, gerði góða ferð til Boch-
um þegar liðið lagði Watten-
scheid, 0:2, að velli. Carl sá um að
gera bæði mörkin.
Dresden losaði sig endanlega
við falldrauginn þegar liðið gerði
jafntefli við Uerdingen, 1:1, á
heimavelli. Uerdingen er þar með
fallið í aðra deild. Melzig skoraði
fyrir heimamenn, en Kúhn fyrir
gestina.
Sömu sögu er að segja um
Köln, sem með 2:1 sigraði á
Schalke, bjargaði sér endanlega
frá falli. Steinmann og Greiner
skoruðu mörk liðsins en Möller
klóraði í bakkann fyrir gestina.
Leverkusen vann sigur á Dort-
mund á útivelli, 1:2. Kirsten og
Hapal skoruðu fyrir gestina en
Grauer fyrir Dortmund.
Frankfurt vann öruggan sigur á
Kaiserslautern á heimavelli, 3:0.
Binz, Bindewald og Yeboah sáu
um að koma knettinum í netið.
Borussia Mönchengladbach
fékk Núrnberg í hcimsókn og sigr-
aði 2:1. Oechler kom gestunum
yfir, en Pflipsen og Kastenmaier
svöruðu fyrir heimamenn og náðu
þar með að tryggja þeim sigur.
Núrnberg er enn í bullandi fall-
hættu, en nái liðið öðru stiginu
þegar það fær Saarbrúcken í heim-
sókn á laugardaginn heldur þaó
sér í deildinni.^
Árni Hermannsson,
Þýskalandi.
arar töglin og hagldimar. Þegar
um 15 mínútur voru búnar af síð-
ari hálfleik minnkaði Elmar Ei-
ríksson muninn og Brynjar Karl
Ottarsson jafnaði skömmu síöar.
Þrátt fyrir ákafar tilraunir voru
fleiri mörk ekki skoruð og úrslitin
því 2:2. Besti maður vallarins var
Birgir Þór Karlsson hjá Þór.
Auk þessara liða eru lió frá
KA, Tindastóli og Leiftri með í
mótinu. Leiftur er framkvæmdar-
aðili en Tölvutæki-Bókval aðal
styrktaraðili og er mótið nefnt
Star mótið eftir samnefndum
tölvuprenturum. Reglumar eru
þær að liðin geta notað þá leik-
menn sem ekki hófu síðasta
meistaraflokks leik síns félags, í
móti á vegum KSI, fyrir 1. flokks
leik félagsins. Svo dæmi sé tekið
þá gat Birgir Þór Karlsson leikið
með Þór þar sem hann var í leik-
banni á móti Fram. Með þessu
móti fá þeir leikmenn sem eru aó
banka á dyr meistaraflokks leik-
æfingu.
HVERSDAGSLEIKAR
I gær var í 3. sinn dregið í happdrætti Hversdagsleikanna á Ak-
ureyri, en allir sem skráðu sig, hvort heldur er í síma eða á
þátttökublöðin, geta átt von á vinningi.
Elva Ólafsdóttir, Birkilundi 16, hlaut íþróttaskó frá Sport-
veri, Glerárgötu 28. Ragnhildur Hjartardóttir, Fögrusíðu 1
hlaut mánaðarkort í Vaxtarræktina. Gunnlaugur Sigvaldason,
Kambagerði 6, hlaut árskort í Sundlaug Glerárskóla. Dregið
verður í síðasta sinn á morgun.
Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður annaðist sem fyrr útdráttinn og hann er
hér ásamt Hermanni Sigtryggssyni, ívari Sigmundssyni og Bergljótu
Jónsdóttur sem fylgdust með að allt færi vel fram.