Dagur - 02.06.1993, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 2. júní 1993
SÁÁ-N
Aðalfundur Norðurlandsdeildar SÁÁ
verður haldinn, miðvikudaginn 9. júní kl. 20.30 í
Alþýðuhúsinu á Akureyri, 4. hæð.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Áðalfundur
Handknattleiksdeildar Þórs
verður haldinn í Hamri, mánudaginn 7. júní kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Fiskeldi Eyjafjarðar hf.
Aðalfundur
Fiskeldis Eyjafjarðar hf.
verður haldinn í Sæluhúsinu á Dalvík laugardaginn
5. júní kl. 15.00.
Stjórnin.
tilefni af 70 ára afmæli mínu 26. maí,
þakka ég fyrrum samstarfsfólki, börnum,
tengdabörnum og öðrum ættingjum fyrir
margvíslegar gjafir, blóm og skeyti.
Guð veri með ykkur öllum.
FRIÐFINNUR GÍSLASON.
Af tilefni 70 ára afmælis míns 19. maí,
vil ég færa öllum þeim, fjær og nær,
sem glöddu mig með gjöfum, blómum og
heillaóskum, hugheilar þakklætiskveðjur.
HARALDUR M. SIGURÐSSON,
ifB
Útför eiginkonu minnar og móður okkar,
ÞORGERÐAR RÓBERTSDÓTTUR,
Skarðshlíð 32 b, Akureyri,
verður gerð frá Glerárkirkju föstudaginn 4. júní kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Árni Jakob Stefánsson,
Stefán B. Árnason, Róbert Árnason,
Sólborg Árnadóttir,
Magnús Árnason, Bragi Árnason.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug við andlát
og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
' GUÐRÚNAR JÓNÍNU ÓLAFSDÓTTIR,
áður til heimilis að Þverholti 12.
Kolbrún Geirsdóttir, Jóhann Hauksson,
ívar Geirsson, Guðrún Þórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Alúðar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við
andlát og útför,
ODDU MARGRÉTAR JÚLÍUSDÓTTUR,
Jón Laxdal Halldórsson,
Valgerður Dögg Jónsdóttir,
Rósa Kristín Júlíusdóttir,
Guðmundur Arnar Júlíusson,
Oddný Laxdal.
Minning
íi* Tryggvi Héðinsson
Fæddur 11. júní 1974 - Dáinn 16. maí 1993
Mjög erum tregt
tungu að hrœra.
(Egill Skallagrímsson: Sonartorrek)
Þær sorgarfréttir bárust okkur aó
kvöldi sunnudagsins 16. maí aó
skólafélagi okkar og vinur,
Tryggvi Héðinsson væri látinn.
Þessi fregn fékk mikið á okkur,
það er erfitt að sætta sig viö að
missa góðan félaga. Tryggvi var
búinn að vera með okkur í skóla í
mörg ár og voru kynni okkar góð
á þessum árum. Best kynntumst
við honum nú síðasta vetur þegar
að við vorum saman í liði Lauga-
skóla í spumingakeppni fram-
haldsskólanna. Þær voru ekki ófá-
ar stundimar sem við eyddum
saman við það að lesa ýmsan
fróðleik. A þeim stundum var allt-
af stutt í glensið hjá Tryggva og
var hann iðinn við að lyfta okkur
hinum upp með góðu gríni ef hon-
um fannst við vera of niðursokkn-
ir.
Það voru margar gleðistundim-
ar sem Tryggvi skapaði okkur í
vetur og horfum við nú með sökn-
uði á framtíðina. - Framtíð án
nærvem Tryggva, - en samt get-
um við ennþá horft til baka og
munað hann eins og hann var þeg-
ar viö þekktum hann og um leið
óskað þess að honum líði vel þar
sem hann er staddur núna.
Það var mjög gott aö starfa
með Tryggva og sýndi hann vin-
um sínum alltaf mikil liðlegheit
þegar þeir þurftu á að halda. Það
er mikil eftirsjá að svo góðum fé-
laga sem Tryggvi var og það tekur
tíma fyrir okkur að venjast því að
hann hafi verið kallaður frá okkur.
Við kveðjum Tryggva hryggir í
huga, hann veitti okkur gíeði og
við nutum hennar. Við vottum
fjölskyldu hans okkar dýpstu sam-
úð.
Við kveðjum þig, Tryggvi,
klökkir í huga.
Deyr fé
deyja frœndur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál).
Raggi og Bjössi.
Gj aldeyrismarkaður:
Nýtt gengisfyrirkomulag
Nýtt gengisfyrirkomulag hefur
tekið gildi hér á landi. Eftirleiðis
er gert ráð fyrir að gjaldeyris-
markaðurinn verði millibanka-
markaður og að þátttakendur á
Sími11500
honum verði auk Seðlabankans,
viðskiptabankarnir þrír og
Lánastofnun sparisjóðanna hf. I
nýju gengisfyrirkomulagi felst
að gengi krónunnar mun ekki
lengur verða ákveðið einhliða af
Seðlabankanum að morgni
hvers dags heldur ákvarðast af
framboði og eftirspurn á mark-
aði. Þetta er hliðstætt gengisfyr-
irkomulag og í flestum ná-
grannaríkjunum, þ. á m. öðrum
Norðurlöndum.
Stofnun gjaldeyrismarkaðar
hefur engin áhrif á gengisstefnu
ríkisstjórnarinnar. Meðalgengi
krónunnar verður eftir sem áður
haldið stöðugu gagnvart meðaltali
erlendra gjaldmiðla skv. núgild-
andi gengisvog. Leyfileg fráviks-
mörk frá meðalgengi verða áfram
þau sömu, þ.e. 2,25% til hvorrar
áttar. Sú mikilvæga breyting verð-
ur hins vegar frá núgildandi geng-
isfyrirkomulagi að Seðlabankinn
mun halda gengi krónunnar innan
fyrrgreindra marka með markaðs-
aógerðum en ekki einhlióa
ákvörðun, þ.e. meö kaupum og
sölum á erlendum gjaldeyri á
markaði og með því að beita
stjórntækjum sínum í peningamál-
um til að hafa áhrif á skammtíma-
vexti í landinu og þannig á fram-
boð og eftirspurn eftir erlendum
gjaldeyri.
A söluskrá:
+ Bakkasíða:
5 herbergja einbýlishús á einni
hæð með bílskúr, samtals um
175 fm.
* Borgarhlíð:
2ja herbergja íbúð á annarri hæð
í svalablokk, um 61 fm.
+ Hríseyjargata:
3ja herbergja efri hæð í tvíbýli,
um 79 fm.
* Móasíða:
4ra herbergja raðhús á einni
hæð með bílskúr. Samtals um
150 fm. Ekki alveg fullgerð.
Áhvílandi húsnæðislán u.þ.b.
7.8 millj. Skipti á minni eign.
★ Móasíða:
4ra herbergja raðhús með þak-
stofu og bílskúr, samtals um 145
fm. Mjög vönduð eign.
* Matvöruverslun
í grónu hverfi. Afbragðs tækifæri
fyrir þá sem vilja breyta til.
FASTÐGHA& M
amsiuSSI
N0RDURLANDSII
Opið virka daga kl. 13-17 og á
morgnana eftir samkomulagi.
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður:
Benedikt Ólafsson hdl.
Veitingahúsið Fiðlarinn á Akurcyri býður gestum sínum upp á humar, sem
fluttur er iifandi til landsins frá Maine í Bandaríkjunum. Hugmyndin cr
fyrst og fremst að bjóða upp á fjölbreyttari matseðil. Humarinn er mjög
stór, miðað við þann humar sem veiðist við íslandsstrcndur og er hann
geymdur lifandi í búri í veitingasal staðarins. Gestirnir geta sjálflr valið
þann humar sem þcir vilja gæða sér á og cr honum stungið lifandi í sjóð-
andi vatn, eða hann grillaður. Humarinn er mjög bragðgóður og heftir þessi
nýbreytni mælst vel fyrir. Humarinn verður á boðstólum í sumar og í haust
verður athugað með hvort framhald verður á. Verðið er mjög svipað og á
íslenska humrinum. Á myndinni er Snæbjörn Kristjánsson, kokkur á Fiðl-
aranum að stinga einum vænum humri í pottinn.